Jón SigurSsson: Peter Adler Alberti Ritsmíð þessi fjallar um Peter Adler Alberti, 1851—1932, sem um skeið var ráðherra Islandsmála, síðastur danskra manna, og sat Þ* í fyrstu rikisstjórn Vinstrimanna í Danmörku eftir sigur þeirra » hinni langsætnu rikisstjórn Hægrimanna 1901. Hann var meðal áhrifa- rikustu valdamanna í Danmörku um aldamótin og átti mikinn hlut að þeim tímamótum , er urðu á stjórnarhögum þar við „straumhvörf- in miklu" það ár, og einn helztu forystumanna hins nýja stjórnar- flokks á árunum fyrir og eftir aldamótin. Það hlotnaðist honum sem Islandsmálaráðherra að veita Islendingum innlenda stjórn, og fyrir það eitt hlýtur að teljast maklegt, að þeir haldi minningu hans eitt- hvað á lofti. Það átti fyrir Alberti að liggja að skiljast við afskipti af opinberuni málum með meiri eindæmum en aðrir og gerast ber að ódæmum. Hinn glæsti skörungur yfirgaf sviðið sem svartur blettur á þeirri stjórn- skipan, sem hann hafði átt svo mikinn þátt í að koma á. Þau urðu örlög hans að fylla flokk ódrengja þjóðar sinnar, og einhvern veginrl hyllist ég til að skipa honum á bekk með hinum fræga og alrænid8 Korfitz Ulfeldt í danskri sögu, þótt brot þeirra væru af ólíkum toga spunnin og framin við gjörólíkar aðstæður og af óskyldum hvötum- Og sá bekkur er ekki öndvegi í sögu þjóðarinnar sem ól þá. I. Uppruni og framabraut. Hinn 10. júní 1851, eða rétt um það leyti sem fulltrU' um íslendinga var stefnt saman til þjóðfundar í Reykja' vík, fæddist í Kaupmannahöfn sonur þeim hjónum Chris*" ian Carl Alberti og Albertine Sophie Frederikke Wester- gaard. Sveinninn hlaut nafnið Peter Adler. Faðirinn v»r yfirréttarlögmaður í Kaupmannahöfn og naut mikils álrts í starfi sínu, en ættin mun upprunnin í Normandí á Frak^' landi og nafn hennar fransk-ítalskt. Christian Carl Albert1