Saga - 1988, Side 261
RITFREGNIR
259
Kjartan Ólafsson: VERSLUNARSAGA VESTUR-SKAFT-
FELLINGA. HUNDRAÐ ÁRA VERSLUN í VÍK í
MÝRDAL. Fyrra bindi. Vík. Vestur-Skaftafellssýsla 1987.
413 bls. Myndir, skrár.
Þrátt fyrir að miklar rannsóknir hafi á undanförnum árum og áratugum verið
unnar á ýmsum sviðum íslenskrar 19. aldar sögu, hefur einn þáttur hennar
að miklu leyti orðið útundan: verslunarsagan. Petta kann að koma nokkuð á
óvart þegar haft er í huga, að einmitt á síðustu tveim áratugum hefur saga
fjölmargra verslunar- og kaupstaða víða um land verið rituð og sömuleiðis
hafa komið út rit um ýmis verslunarsamtök, sem og ævisögur manna, er
mikil afskipti höfðu af verslunarmálum, ýmist heima í héraði eða á lands-
vísu. Þessi rit eiga það þó flest sammerkt, að verslunin er aðeins einn af
mörgum þáttum, sem um er fjallað í þeim, og oftast er látið nægja að greina
frá tilteknum þáttum verslunarsögunnar, þeim, sem helst tengjast meginvið-
fangsefninu. Yfirlitsrit yfir íslenska verslunarsögu 19. aldar hefur enn ekki
verið samið og er mér nær að halda, að þetta rit Kjartans Ólafssonar sé hið
fyrsta, þar sem nær einvörðungu er fjallað um verslun á stóru landssvæði og
sögu hennar á löngu tímabili gerð ýtarleg skil.
„Hún var löng kaupstaðarleiðin austan úr Meðallandi og af Síðu út á Eyr-
arbakka." Með þessum orðum hefst þetta rit Kjartans Ólafssonar og má
segja, að með þeim sé lýst kjarnanum í allri verslunarsögu þeirra héraða,
sem hér er um fjallað. I verslunarlegu tilliti munu Vestur-Skaftfellingar löng-
um hafa verið einangraðastir allra íslendinga, engir áttu lengri leið eða erfið-
ari í kaupstað en þeir, enda voru þeir svo í sveit settir að geta ekki stytt sér
kaupstaðarleiðina að mun með því að fara sjóleiðis, en urðu að brjótast yfir
stjórfljót og brunasanda, og tóku kaupstaðarferðimar minnst nokkrar vikur.
Áf þessu leiddi að baráttan við að ná versluninni heim í hérað varð megin-
atriði í verslunarsögu Vestur-Skaftfellinga, enda hlutu viðskipti við kaup-
menn á Eyrarbakka, í Vestmannaeyjum eða Reykjavík jafnan að verða þeim
riýr, þó ekki væri nema vegna kostnaðar og frátafa frá bústörfum, sem hinar
föngu ferðir höfðu í för með sér.
Kjartan Ólafsson skiptir riti sínu í tólf meginkafla, sem allir skiptast í fjöl-
marga undirþætti. í hinum fyrsta greinir frá Eyrarbakkaferðum og viðskipt-
um Vestur-Skaftfellinga við Bakkakaupmenn, en í öðmm kafla greinir frá
visi að verslun við Dyrhólaey, á Landeyjasandi og Vestmannaeyjaferðum á
18. og 19. öld. Þriðji kafli fjallar um verslunina á Papósi og í hinum fjórða
Segir frá aðdraganda og upphafi verslunar í Vík í Mýrdal. Fimmti kafli er
ýtarleg umfjöllun um áhrif harðærisins á 9. áratugi 19. aldar, en þá lá við
hungursneyð í Vestur-Skaftafellssýslu og verður ekki annað ráðið af niður-
stöðum höfundar en að gjafakom hafi komið í veg fyrir manndauða af hall-
*rinu. I sjötta kafla segir frá því er Vík í Mýrdal var löggilt sem verslunar-
staður árið 1887 og frá upphafi verslunar þar, en í hinum sjöunda greinir frá
Stokkseyrarfélaginu og sölu búpenings á fæti til Bretlands. Áttundi kaflinn
Ijallar um Pöntunarfélag Vestur-Skaftafellssýslu - Skaftfellingafélagið, sem
telja má undanfara kaupfélagsstofnunar í sýslunni, og í níunda kafla greinir