Saga - 1993, Blaðsíða 231
RITFREGNIR
229
(115), sögninni „bæla" (158 og 290-91) en ekkert þeirra er í atriðisorðaskrá.
Ýmis orð eru í atriðisorðaskrá sem ekki eru skýrð þar en hefði mátt skýra.
Þar er að nefna: gerræði, máldagaraun, virðingarmenn, ýgur, griðungur, þinghest-
><r. Það er auðvitað álitamál hvað skýra á neðanmáls í útgáfu eins og þessari
því að skýringar eru yfirleitt í skránni aftan við.
í skýringum neðanmáls á bls. 283 er fyrst skýrt orðasambandið á bók, „Nú
liggur fé á bók" þ.e. á guðsorðabók. Við guðsorðabækur voru eiðar iðulega
svarnir..." Hins vegar er fyrr minnst á bók í þessari merkingu án þess að of-
angreind skýring fylgi, t.d. (37) „vinn lögeið að bók" og „virða við bók" (43).
Hér skal ekki dvalið lengur við álitamál en því má bæta við að þetta eru
smáatriði mestan part sem ekki hagga því heildaráliti að útgáfan sé vel af
hendi leyst.
Það ber að þakka sem vel er gert, og ég held að almennir lesendur jafnt
sem fræðimenn á sviði íslenskra laga og sögu hljóti að fagna því verki sem
hér hefur verið út gefið. Texti Grágásar er birtur hér þannig að úr ýmsum
gerðum hennar er gerð samfelld heild, en ekki er öllu orðalagi haldið til haga
úr öllum gerðunum. Útgáfan er lesútgáfa sem byggist á vísindalegum útgáf-
um og efni Grágásar á því að vera þar allt. Bið verður vafalaust á því að lagt
verði í nýja textafræðilega útgáfu á lögbókinni, enda ekki brýn þörf á því, en
þessi aðgengilega útgáfa mun ekki spilla fyrir slíku verki. Hún á eftir að
vekja marga til vitundar um gildi þessarar fornu lögbókar og fleiri geta nú
notiö þess kjarnmikla máls sem hún er skrifuð á en hingað til hefur verið.
Þakka ber þetta framtak, ekki síst vandaðan frágang og þann aðgengilega
búning sem útgefendur hafa búið verkinu.
Svavar Sigmundsson
Pétur J. Thorsteinsson: UTANRÍKISÞJÓNUSTA ÍSLANDS
OG UTANRÍKISMÁL. SÖGULEGT YFIRLIT. Gefið út að
tilhlutan utanríkisráðuneytis íslands í tilefni af 50 ára af-
mæli utanríkisþjónustunnar. 1.-3. bindi. Hið íslenska bók-
menntafélag 1992.1436 bls. Myndir og skrár.
Það gerist nú æ algengara að fyrirtæki og stofnanir minnist afmæla og ann-
arra merkisatburða í sögu sinni með útgáfu rita, þar sem saga viðkomandi
sfofnunar er rakin. Um þetta er ekkert nema gott eitt að segja og mörg þess-
ara rita hljóta að vera sagnfræðingum og öðrum þeim, sem sýsla með sögu-
*egan fróðleik, mikið fagnaðarefni. í slíkum ritum er oftar en ekki bjargað frá
Slötun mikilsverðum fróðleik, hann færður saman á einn stað og þannig
gerður aðgengilegri en ella. Geta rit þessi orðið fræðimönnum og öðrum
fróðleiksþyrstum lesendum mikil náma heimilda, og ef vel tekst til, hvati til
rannsókna á ýmsum sviðum, sem sagnfræðingar hafa lítið sinnt, m.a. vegna
Gkmarkaðs aðgangs að nauðsynlegum heimildum.