Vera


Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 36

Vera - 01.12.1999, Blaðsíða 36
Siiritmavo iandaranaDkt Forsætisráðherrann á Sri Lanka Á íslandi er líklega ekki margt fólk sem man eftir Sirimavo Bandaranaike þegar Sri Lanka er nefnt. Það er frekar óöld átaka á meðal íbúa landsins sem fólk man eftir og því þegar Amnesty International tilkynnti árið 1989 að gera mætti ráð fyrir að að þúsund manns væru drepin mánaðarlega í borgarastyrjöld í landinu. En í innanlandsátökum, sem hófust árið 1983, hefur verið áætlað að um 18 þúsund manns hafi látið lífið. Sirimavo Bandaranaike í Sri Lanka er hins vegar fyrsta konan til að verða forsætisráðherra í sögunni, á und- an öðrum reyndum stjórnmálakonum líkt og Goldu Meir og Indiru Gandhi, og sömuleiðis sú fyrsta til að gerast varnarmálaráðherra um leið. Dóttir hennar, Chandrika Kumaratunge, hefur einnig verið meðal fárra kvenna til að gerast þjóðkjörinn forseti en hún tók við því embætti árið 1994 stuttu eftir að hún var kjörin forsætisráðherra. Sem forseti og í samræmi við vald sitt til að velja ríkisstjórn skipaði hún svo móður sína sem forsætisráðherra og sló þannig sögulegt met því aldrei áður hafa völdin gengið frá dóttur til móður, athöfn sem auk þess varð til þess að á sama tíma settust mæðgur í tvö æðstu embætti eins ríkis. i Linda H. Blöndal Sirimavo Bandaranaike tók fyrst við forsætisráð- herraembættinu árið 1960 í kjölfar þess að eigin- maður hennar var myrtur af vitskertum Búddatrú- armunki árið áður. Solomon West Ridgeway Dias Bandaranaike var vinsæll forsætisráðherra og hafði verið fyrirferðarmikill í stjórnmálum. Hann var á leið til Bandaríkjanna að hitta Eisenhower þegar hann var skotinn við heimili sitt. Og þó ná- kvæmlega fjörutíu ár séu liðin síðan má enn sjá votta fyrir harmi Sirimavo, söknuði og sorg í and- liti hennar, ef marka má viðtal í The Sunday Times fyrir stuttu. Eftir morðið varð Sirimavo að eigin sögn einstæð þriggja barna móðir og ung ekkja, ein á báti og í mikilli sorg. Hún hafði ekki haft neinn hug á að taka upp starf manns síns eftir áfallið en eins og oft tíðkast í þessum heimshluta var hún beðin um að halda því áfram og leiða Frelsisflokk hans í Sri Lanka. Eðli starfsins var henni ekki hulið frekar en öðrum forsætisráð- herrafrúm og þegar Sirimavo tók jákvætt í beiðni karlanna í Frelsisflokknum lagði hún grunninn að því að verða ein reyndasta stjórnmálakonan I þungavigtarflokki kvenna í stjórnmálum fyrr og síðar. Á ferli sínum hefur hún hvorki meira né minna en setið þrisvar í forsætisráðherraembættinu og í nokkur ár í hvert skipti. Líkt og áður sagði tók hún fyrst við embættinu árið 1960 og sat þá til 1965, síðan frá 1970-1977 og að lokum frá 1994 til dagsins í dag. Bandaranaike, sem er 83ja ára að aldri, er því vafalaust elsta konan sem er virk í stjórnmálum. Og hún er ekki að hætta, líkt og greina mátti í svari hennar til blaðamannsins í fyrr- nefndu viðtali sem spurði hvort hún færi ekki að setjast í helgan stein: „Hvers vegna ætti ég að hætta? Mér líður eins og best verður á kosið, laus við alla sjúkdóma og gigt. Það er einna helst að fæturnir séu eitthvað að ergja mig en ég hugsa auðvitað ekki með fótunum heldur höfðinu," var svarið. Saga Sirimavo er þó ekki saga eintómrar vel- gengni þó heimildir segi hana hafa verið mest ráðandi stjórnmálaforingjann í landinu frá 1960-1977. Hún gekk með mikilli hörku að upp- reisnarflokkum í landinu, m.a. með því að banna ýmis málgögn þeirra og það var í forsætisráð- herratíð hennar sem Sri Lanka var opinberlega yfirlýst sósíalískt lýðveldi - í anda sósíalisma Solomons, samkvæmt stjórnarskrá. Efnahagur landsins hefur allt til dagsins í dag verið mjög bágur, eða síðan 1959 þegar Bretar létu af ný- lendustjórn sinni. Þrátt fyrir tilraunir ýmissa ríkis- stjórna hefur illa miðað ( efnahagsmálum og Sirimavo goldið þess í mörgum kosningum. Upp- reisnir, efnahagslegír erfiðleikar og grimmileg átök milli þjóðarbrota í landinu, sérstaklega sjálf- stæðiskrafa Tamíla, hafa einkennt samfélag Sri Lanka þann tfma sem Sirimavo hefur tekið þátt í stjórnmálum. Átökin hafa m.a. endað með morð- um á leiðtoga stjórnarandstöðu þingsins og for- seta landsins. Þegar litið er yfir feril Bandaranaike er erfitt að sjá að stjórnmálin séu einungis arfur frá manni hennar þó okkur hætti e.t.v. til að gera minna úr stjórnmálaþátttöku kvenna sem komast að sem ekkjur, systur, mæður eða jafnvel hjákonur. I tilfelli Sirimavo á sli'k hugsun auðvitað engan veginn við og í rauninni ekki heldur í öðrum tilfellum. Því það er einungis um að ræða eina aðgönguleið af nokkrum að stjórnmálaþátttöku og á Vesturlönd- um eru leiðirnar einnig margar og misjafnar þó þær séu ólíkar því sem gerist ( annarri heimsálfu. Það verður líka að hafa í huga hið mikilvæga og hættulega verkefni sem felst I því að taka við stjórn sterks stjórnmálaflokks í landi eins og Sri Lanka, og halda uppi minningu vinsæls stjórn- málaleiðtoga. Það sem Sirimavo hefur líka afrek- að á síðastliðnum fimmtlu árum er að halda uppi nafni ættarinnar í heimi stjórnmálanna og þannig gert það nær ódauðlegt, því Bandaranaike fjöl- skyldunni verður helst líkt við Kennedyana I Samúðarsvipur kjósenda landsins hefur þó runnið af þeim því Bandaranaike er lýst sem algeru hörkutóli og á ríkisstjórnarfundum er stundum sagt að það sé aðeins einn karl meðal fundarmanna - það sé Sirimavo. Bandarlkjunum og um hana hefur verið gerð heimildamynd nýlega. Bandaranaike sjálf dregur þó ekkert úr áhrif- um þess að vera „ekkjan" og segist hafa unnið á samúðinni fyrst um sinn, bæði hjá konum og körl- um, íklædd hvítum sorgarklæðum. Samúðarsvip- ur kjósenda landsins hefur þó runnið af þeim því Bandaranaike er lýst sem algeru hörkutóli og á ríkisstjórnarfundum er stundum sagt að það sé aðeins einn karl meðal fundarmanna - það sé Sirimavo. Einhvers konar Margaret Thatcher I Sri Lanka hugsa sumir en aðrir segja að I karlveldi landsins sé harkan óumflýjanleg. Sirimavo hefur þó verið spurð hvað greini karlleiðtoga frá konun- um I leiðtogastarfi. Svar hennar var ekki langt og mikið heldur einfaldlega það að karlar væru óþol- inmóðari og harðgerðari, en konur nokkuð meira á mannlegu nótunum - þær hugsuðu meira um áhrif ákvarðana sinna á fjölskyldur og börn. Að eigin sögn mótist hennar eigin stlll hins vegar fyrst og fremst af sjálfsaga og heimspeki Búddatrúar- innar sem hún ólst upp við. Hver Sirimavo er sem stjórnmálakona eða inn- an einkalífsins vitum við þó lítið um enda erfitt fyrir fólk frá Vesturlöndum að fá einhvern botn I sllkt og hvaða hugmyndafræði ætti svo sem að miða við? Llf hennar hefur verið ólíkt okkar reynslu og menning og siðir I Sri Lanka eru væg- ast sagt framandi. Sirimavo gekk m.a. I búddísk- an klausturskóla og foreldrar hennar ákváðu mannsefnið og giftu hana hinum unga Solomon svo eitthvað sé nefnt. I vangaveltum um hver þessi kona er sem varð fyrst til að vera forsætis- ráðherra I sögunni, sýnist manni að ævihlaup hennar sé helst blanda af tvennu. Sirimavo virðist annars vegar hafa verið heppin með hlutskipti I llfinu þvf það hlýtur að þurfa ákveðna lánsemi að vera úthlutað eiginmanni sem manni er svo mögulegt að elska og fá sömuleiðis tækifæri til að njóta hæfileika sinna fram á níræðisaldur. Á sama tíma gerist hins vegar ekkert af sjálfu sér. Sirima- vo Bandaranaike hefði aldrei brotið blað I sögunni nema vegna þess hversu hæfileikarlk og sterk stjórnmálakona hún er. 36 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.