Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 3

Menntamál - 01.11.1945, Blaðsíða 3
MENNTAMÁL XVIII., 7. NÓVEMBER 1945 MARTEINN M. SKAFTFELLS: Elías Bjarnason yfirkennari lætur af starfi Elías Bjarnason yfir- kennari fyllti í sumar sjötta ár sjöunda aldurs- tugar og lét af starfi. Elías er Skaftfellingur að ætt og uppruna, fædd- ur að Hörgsdal á Síðu 17. júní 1879, en gæti verið aldamótabarn, ef dæma ætti eftir hreyfingum, starfsþoli og áhuga. Faðir Elíasar var Bjarni, hreppstjóri og bóndi í Hörgsdal, Bjarna- son bónda á Keldunúpi á Síðu, en móðir Bjarna eldra var Vilborg, hálf- systir Eiríks sýslumanns Sverrissonar. Móðir Elíasar var Helga, dóttir Páls prófasts í Hörgsdal. Systrasynir eru þeir, Elías og þeir Sveinssynir, Gísli sýslumaður í Vík og Páll Menntaskólakennari. Albróðir Helgu, móður Elíasar, var séra Páll málleysingjakennari, síðast prestur í Þing- múla, áhugamaður um uppfræðslu unglinga, gáfumaður

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.