Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 52

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 52
í landbúnaði vorum fyr en járnbrautin er komin. Hún verður að koma fyrst. Þá kemur hitt á eftir. Og þá kemur líka meira. Pá kemur líka sjálfstæðið marg- þráða. Pví leiðin til þess er ekki sú, að láta pólitiska skýjaglópa og skilnaðargosa teyma sig á eyrunum, heldur að skapa efnalega óháða bændastétt og sjálfbjarga þjóð í landinu. V. G. Ásta meistari. Eftir ANNIE OHLERT (í Hamborg). Það er nú rétt ár liðið síðan; þá bjó í Berlín ókunn og út- lend stúlka, sem meira var um vert en alment gerist. Ekki ör- grant, að mörgum kunni að hafa orðið starsýnt á hana, er hún gekk framhjá, þessi laglega, grannvaxna mær, með augun sín dökku og alvarlegu, drættina einbeittlegu í andlitinu og skúf- húfuna sína kringlóttu á höfðinu. En þeir vóru teljandi, sem vissu, að þarna gekk fyrsti kvenmálari fýzkalands, íslenzka stúlkan Ásta Árnadóttir, sem komin var til Berlínar, til þess að leita sér atvinnu og frama og verða rétt metin í heimsborginni hugum- stóru, þar sem enginn smásálarskapur kæmist að. »Hvernig gat yður dottið annað eins í hug og að verða stofu- málari ?« var hún spurð einhverju sinni. »Finst yður það svo mikil furða?« svaraði hún. sPað kom alveg af sjálfu sér fyrir mig. Þegar hann faðir minn, sem var kennari í Reykjavík, dó um aldamótin (1900) — ég var þá ný- fermd —, varð ég, sem var elzt af 10 systkinum, að aðstoða móður mína. Eg tók því á ýmsum stöðum hverja þá vinnu, sem mér bauðst. Vinnan var mér frá barnæsku líf og yndi. En mér gramdist, að það kaup, sem ég fékk, var svo lítið í samanburði við kaup karlmanna, jafnvel þó enginn munur væri á vinnunni, sem leyst var af hendi. Bess vegna varð ég smámsaman ákveðin í því, að velja mér eitthvert það lífsstarf, er gæti trygt mér jafn- hátt kaup karlmönnum, ef ég inti jafnmikið verk af hendi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.