Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 3
Ólafur Karvel Pálsson: Fæða botnlægra fiska við ísland INNGANGUR Fæðu fiska við ísland mun fyrst get- ið í vísindalegri ritgerð, og jafnvel í rituðu máli í Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Pálssonar (1772). Þar er fæðu ýsu og steinbíts lýst í örstuttu máli. Fæðu fiska er þó fyrst lýst að marki árið 1829, þegar Friedrich Fab- er birtir lýsingu sína á fiskum umhverf- is landið, þ. á m. lýsingu á fæðu 33 tegunda sjávarfiska. Bjarni Sæ- mundsson (1926) Iýsir fæðu 92 sjávar- fiska, eða flestra tegunda sem þá voru þekktar umhverfis ísland. Síðustu 50 árin hafa birst 19 ritgerð- ir þar sem fjallað er um fæðu tillölu- lega fárra fisktegunda hverju sinni eða 14 tegunda sjávarfiska alls (sjá heim- ildaskrá). í þessum ritgerðum hafa al- mennar lýsingar á fæðunni smám sam- an vikið fyrir nákvæmari magnlægum aðferðum. Af einstökum fiskum hefur athygli manna oftast beinst að þorski, en einnig nokkuð að ýsu og karfa. Á fjórða áratug aldarinnar var fæða síld- ar (Clupea harengus L.) rannsökuð ítarlega, einkum með tilliti til tengsla milli aflamagns og ætis. Rannsóknir á 10 fisktegundum öðrum byggjast á fremur takmörkuðum gögnum. Þessar tegundir eru: Loðna (Mallotus villosus (Miill.)), kolmunni (Micromesistius poutassou (Risso)), lýsa (Merlangius merlangus merlangus (L.)), steinbítur, mjóni (Lumpenus lampretaeformis (Walbaum)), stórkjafta (Lepidor- hombus whiffiagonis (Walbaum)), langlúra (Glyptocephalus cynoglossus (L.)), skrápflúra (Hippoglossoides platessoides limandoides (Bloch)), sandkoli (Limanda limanda (L.)), og þykkvalúra (Microstomus kitt (Wal- baum)). í heild má segja, að fyrirliggj- andi upplýsingar um fæðu fiska við ísland séu fremur takmarkaðar hvað varðar uppsjávarfiska, að síld undan- skilinni, en gefi hins vegar góða mynd af fæðunámi mikilvægra botnlægra fiskstofna. Síðustu ár hefur athygli sjávarlíf- fræðinga beinst í vaxandi mæli að fæðutengslum sjávarlífvera, ekki síst fiska. Pessi áhugi er ekki eingöngu af hreinum fræðilegum toga, heldur ráða hér einnig hagnýtingarsjónarmið í tengslum við stjórnun fiskveiða. Vax- andi nýting sífellt fleiri dýrastofna hafsins hefur leitt til einskonar inn- byrðis samkeppni milli botnlægra fisk- stofna og fiskveiða um uppsjávarfiska, þar sem uppsjávarfiskar eru yfirleitt, ef ekki ávallt, mikilvæg bráð fyrir botnlægar fisktegundir. Nærtækt og vel þekkt dæmi í þessu sambandi er mikilvægi loðnu í fæðunámi þorsks, en þessir fiskstofnar eru aftur megin- grundvöllur íslensks efnahags. Hér er loðnuflotinn í hlutverki ræningja á Náttúrufræðingurinn 55(3), bls. 101-118, 1985 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.