Jökull


Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 63

Jökull - 01.12.1991, Blaðsíða 63
Krísuvíkureldar II. Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns SIGMUNDUR EINARSSON Birtingakvísl 19, 110 Reykjavík HAUKUR JÓHANNESSON Náttúrufræðistofnun Islands Hlemmi 3, 105 Reykjavík ÁRNÝ ERLA SVEINBJÖRNSDÓTTIR Raunvísindastofnun Háskólans Dunhaga 3, 107 Reykjavík ÁGRIP Samkvœmt annálum urðu eldgos í Trölladyngjum á Reykjanesskaga árin 1151 og 1188. Líkur benda til að 1151 hafi Ögmundarhraun í Krísuvík og Kapellu- hraun sunnan Hafnarfjarðar runnið er umbrotahrina varð í eldstöðvakerfi Trölladyngju. Hrinunni lauk líklega 1188 með myndun Mávahlíðahrauns. Um- brotahrinan í heild er nefnd Krísuvíkureldar. Gos- sprungan er ekki samfelld en milli enda hennar eru um 25 km. Flatarmál hraunanna er 36,5 km2 og rúm- málið er áœtlað um 0,22 km3. Vegið meðaltal fimm geislakolsgreininga gefur 68,3% líkur á að hraunin hafi runnið á einhverju tímabilanna 1026-1045 (12%), 1052-1065 (35%), 1089-1125 (35%) og 1138-1153 (18%). Hellnahraun sunnan Hafnarfjarðar er í rauninni tvö hraun og eru bœði komin frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Yngra hraunið er sama hraun og Jón Jónsson (1977) hefur nefnt Tvíbollahraun. Það er að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og hraun sem Jón Jónsson (1978a) hefurnefnt Breiðdalshraun. Vegið meðaltal fjögurra geislakolsgreininga á sýnum undan Yngra Hellnahrauni, Breiðdalshrauni og Tvíbollahrauni (tvö sýni) gefur 68,3% líkur á að hraunin hafi runnið annaðhvort á árabilinu 894-923 eða, sem er mun líklegra, á árunum 938-983. 1. INNGANGUR I fyrri grein okkar um Krísuvíkurelda, Krísuvíkur- eldar I. Aldur Ögmundarhrauns og Miðaldalagsins, sem birtist í 38. árgangi Jökuls (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988), var sýnt fram á að Ögmundarhraun hefði að öllum líkindum runnið árið 1151. Þar var og gert ráð fyrir að Kapelluhraun og Ögmundarhraun væru runnin í einu og sama gosi eða sömu goshrinu. Eldsumbrotin í heild nefnum við Krísuvíkurelda. Hér er ætlunin að fjalla um alla gossprunguna og hraun þau sem frá henni runnu. í fyrri greininni birtist kort sem sýnir útbreiðslu hrauna sem runnu í Krísuvíkureldum. Síðan kortið var gert hafa ýmsar nýjar upplýsingar bæst við og í ljós hefur komið að hraunin eru heldur minni að vöxtum en áður var talið. Verður nánar vikið að því síðar. Rannsóknir þær sem greinin er byggð á voru gerðar á árunum 1985-90 og að nokkrum hluta sem þáttur í heildarkönnun Orkustofnunar á jarðhita- svæðunum í Krísuvík og við Trölladyngju. Á 1. mynd er kort sem sýnir gossprungu Krísuvíkurelda og hraun sem frá henni runnu, svo og þau hraun í næsta nágrenni sem koma við sögu rannsóknarinnar. JÖKULL,No. 41, 1991 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.