Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 4

Jazzblaðið - 01.10.1950, Blaðsíða 4
 GUÐIVSIJIMDLR R. EIMARSSOM Guðmundur R. Einarsson fæddist i Reykjavík þann tuttugasta og sjötta október 1925. Ungur að aldri fór hann að leggja eyrun að hljómlist, en hann var kominn vel yfir fermingu, þegar hann byrjaði að leika á hljóðfæri, og var það píanó. Það var í smáum stíl, meira að segja það smáum, að Guð- mundur vill ekki láta þess getið. Guðmundur byrjaði fljótt að kaupa grammófónsplötur og hlustaði mikið á þær, meira að segja tók hann til að spila með þeim, en ekki á píanó — heldur fékk hann sér stól og trommaði á setuna. Nú ekki að sökum að spyrja, hann ákvað að gerast trommuleikari, og þar sem Björn bróðir hans var þegar far- inn að afla sér aukatekna um helgar við að leika á harmoniku, var Guðmund- ur ekki lengi að útvega sér trommusett og byrjaði hann að leika með Birni. Þetta var veturinn 1944—45. Næsta haust byi'juðu þeir Gunnar Egilson, Árni Isleifsson, Axel Krist- jánsson og Haraldur Guðmundsson að æfa upp hljómsveit, en þeir höfðu leikið saman veturinn áður, og fengu þeir bræðurna Björn og Guðmund með í hljómsveitina, og varð Björn stjórnandi hennar. Hljómsveit þessi byrjaði að leika í Listamannaskálanum og varð brátt mjög vinsæl meðal ungu kynslóðarinnar. — Vorið 1946 byrjuðu þeir að leika í Breiðfirðingabúð. Síðan hefur hljóm- sveitin tekið miklum breytingum, bæði hvað stíl og einstaklinga snertir og er nú svo komið, að Guðmundur er eini maðurinn, sem eftir er með Birni úr hinni fyrstu hljómsveit hans, enda hafa þeir bræður jafnan verið driffjaðrir hljómsveitarinnar, Guðmundur engu að síður en Björn. Þeir, sem kynnzt hafa Guðmundi, hafa komizt að raun um, að hann er mjög músíkalskur maður. Hann getur leikið meira eða minna á flest öll hljóðfæri og tónlistarsmekkur hans er góður; það ber hans ágæta plötu- safn vott um. Þær plötur, sem Guðmundur heldiu' mest upp á, eru helzt þær, sem góðir trommuleikarar leika á, og má þar nefna plötuna „Shufflin’ at the Iíoly- wood“, með hljómsveit Lionel Hampton, en þar leikur Cozy Cole á trommur. Eftir þessari plötu segist Guðmundur FRAMH. á bls. 10. 4 JjazzlfaÁiÁ

x

Jazzblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.