Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Jazzblašiš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Jazzblašiš

						„NÍI JAZZINN CEFUK
MIKLII FLEIRI I/tKIFÆÍII
EN ELDRI JAZZINN"
— óeair C^uþór f-'orlákiíon auitarleikari
Eyþór Þorláksson, sem undanfarna
mánuði hefur leikið með hljómsveit Kr.
Kristjánssonar, er sá jazzleikarinn, sem
mest h'efur að kveðið í jazzlífi undan-
farna mánuði.
Eyþór kom fyrst fram fyrir fimm ár-
um. Fyrst sem guitarleikari og síðan
sem bassaleikari. Hann lék framan af á
bassa með hljómsveitum, en hætti því
síðan, í og með vegna veikinda í baki.
Tók hann aftur til við guitarinn og á
hann leikur hann nú.
Hann fór til Englands fyrir tveimur
árum og var í Manchester við nám á
kontrabassa. Hann var þar í tæpt ár,
en fór aftur til Englands, Danmerkur
og Svíþjóðar síðastliðið haust, en kom
heim í byrjun febrúar. Fór hann í at-
vinnuleit, en jafnframt fór hann til að
kynna sér jazzmúsík þessara landa, sem
hann hafði reyndar gert rækilega hvað
viðvék Englandi, þegar hann var þar
áður. Komst hann í kynni við marga
fræga enska jazzleikara.
Guitarleikur Eyþórs er allur annar en
hann var fyrir einu til tveimur árum —
játa ég nú, að þá gazt mér síður en svo
að leik hans. Hugmyndirnar og tæknin
flæktust hvort fyrir öðru, stundum gat
þó að heyra neista, og einmitt þess
vegna felldi ég þá ekki dóm á leik hans.
Ég vissi sem var, að hann hafði alls ekki
Ieikið nógu lengi á guitar, til þess að
hreinar línur í leik væru farnar að koma
í ljós, auk þess sem greinilega mátti
heyra, að hann var að reyna nýjar leiðir,
sem engan veginn var þá hægt að gera
sér grein fyrir, hvort væru þess virði
að þræða þær.
Nú hefur mér gefizt góður kostur á
að hlusta á leik Eyþórs, og leyfi mér að
halda því fram, að í hóp sannra jazz-
leikapá hér, sem að er allt of fámenn-
ur, hafi bætzt einn maður.
. Allir, sem hlustað hafa á Eyþór heyra,
að hann leikur aðeins „nútíma jazz",
að sjálfsögðu leikur hann ýmis danslög
í hljómsveit Kristjáns, en þar sem hann
kemur fram sem jazzleikari, leikur hann
aðeins „nútíma jazz". Ég ræddi við Ey-
þór fyrir stuttu og lagði fyrir hann
nokkrar spurningar varðandi nútíma-
jazz og jazzlíf þeirra landa, sem hann
hefur dvalið í.
— Hvað hefur „nútíma jazz" fram yfir
þann eldri?
— Hann er fyrst og fremst betur leik-
inn, þar sem þeir sem leika hann eru
undantekningarlaust miklu meiri hljóð-
færaleikarar en hinir. Þeir hafa full-
komið vald yfir hljóðfærinu, fyrst og
fremst tækni, og oftast nær tón, án þess
að hann hafi þó alltaf mikið að segja.
Músikin sjálf gefur miklu fleiri tækifæri
heldur en eldri jazzinn. Það eru notuð
form í nýja jazzinum, sem kannske voru
þekkt áður, en hafa ekki verið notuð
fyrr, svo sem hljómauppbyggingar, og
þær hafa ekki hvað minnst að segja.
Einnig  hefur  rhythminn  tekið  stór-
16   $azAUd
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24