Þorleifur Þorleifsson: Járnhrautin íReykjavík 1913 > 1928 FORMÁLI Frásagnarbrot þessi um járnbrautina í Reykjavík og hlut hennar í hafnargerðinni 1913—1917, og síðar við ýmsa flutninga, eru flest fengin í viðtölum við Pál Ásmundsson járnsmið, fyrrverandi eimreiðarstjóra við járnbrautina, og fest á blöð í þeim tilgangr einkum að forða frá gleymsku ýmsum fróðleiksmolum um eftir- minnilegan og merkan þátt í sögu verklegra framkvæmda hér á landi. Sá fróðleikur færi ella forgörðum að Páli gengnum, en hann er vafalaust flestum mönnum fróðari um hafnargerðina í Reykjavík. Verður því við að bæta hér, að aðeins fátt eitt af vitneskju Páls er rakið í frásögn þessari og þá einna helzt það, er lýtur beint að rekstri járnbrautarinnar. Margvíslega og mikilsverða aðstoð við frekari útvegun og könnun heimilda hefur ívar Helgason gjaldkeri veitt. Ennfremur ber að þakka Agli Hallgrímssyni frá Vogum, stærðfræðikennara, fyrir könnun og upplýsingar um kort eða uppdrætti af Reykjavík frá fyrri árum. Þegar áttir eru tilgreindar, er miðað við réttvísandi NORÐUR, en ekki fylgt gamalli málvenju í Reykjavik, því samkvæmt henni er norðurátt í daglegu tali oftast 30—40° austan við landfræðilegt norður. Þeim, sem kanna vildu sögu hafnargerðarinnar nánar, er bent á dagblöð frá þessum árum (Vísir, Morgunblaðið) og kort, er sýna legu járnbrautarinnar, en þau eru geymd hjá Mælingadeild Reykja- víkurborgar. Ljósmyndir eru nokkrar til í Minjasafni Reykjavíkur og Þjóðminjasafni fslands, svo og hjá höfundi (úr safni Páls Ásmundssonar). Reykjavik 1973 Þorleifur Þorleifaaon.