Saga - 2005, Blaðsíða 233
RITDÓMAR
231
Matthías Viðar Sæmundsson, HÉÐINN, BRÍET, VALDIMAR OG
LAUFEY. FJÖLSKYLDA OG SAMTÍÐ HÉÐINS VALDIMARSSONAR.
JPV útgáfa. Reykjavík 2004. 544 bls. Myndir. Heimilda- og nafnaskrá.
Sú bók sem hér er til umfjöllunar er erfið að því leyti að höfundurinn,
Matthías Viðar Sæmundsson, lést áður en ráðist var í útgáfu hennar. Hann
lét hins vegar eftir sig „fullskrifað handrit" (bls. 481) sem ákveðið var að
gefa út nánast óbreytt. Engu að sfður spyr ég sjálfa mig hvort skrifa megi
sumt af því sem ég tel gagnrýnivert á þá staðreynd að höfundur fylgdi
verki sínu ekki til enda. Þá má ekki gleyma því að bókin er skrifuð með vit-
und um nálægð dauðans. Og ekki er laust við að ég þykist sjá þess merki.
Þessi óróleiki og hrærigrautur persóna og heimilda er kannski ekki bara
póstmódernísk eða „foucaultísk" áhrif, heldur lætur höfundur undan
löngun sinni til þess að skrifa um það sem hann langaði að skrifa um, óháð
samhengi verksins. Það var ekki tími fyrir sérstaka sögu um föður Héðins,
undirmálsfólk Reykjavíkur og fnykinn í bænum. Og það er ljóst að höfund-
ur vildi ögra viðteknum rannsóknaraðferðum og hugmyndum um hvað
væri rétt eða rangt, um eina rétta rannsóknaraðferð og framsetningu:
Sitjum föst í smáatriðum, aukaleiðum, útúrdúrum sem undir hælinn
er lagt hvort tengjast nokkru sinni, en geta samt verið mikilvægur
vinkill, þögnin á bak við og í miðju atburðanna, þar sem allt byrjar,
hversdagsleikinn eða sá staður sem Skrifarinn situr og gefur sig heim-
ildunum á vald.
í slíkri þögn verður hin óskáldlega saga til. Það óbókmenntalega
sem seilst er eftir vill fyrr en varir breytast í skáldskap (bls. 476).
Þessi tilvitnun er að mörgu leyti lýsandi fyrir það verk sem Matthías Viðar
lét eftir sig. Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey er ekki hefðbundin ævisaga og
jafnvel ekki einu sinni ævisaga þótt hún hafi verið kynnt sem slík. Hún er
fremur mannlífssaga, ef til vill fjölskyldusaga. Ég veit ekki hvort Matthías
hafði nokkurn tímann í huga að skrifa hefðbundna ævisögu sem hæfist
nokkurn veginn við fæðingu og lyki við dauða. Mér er það til efs og ef til
vill er þetta nákvæmlega sú saga sem hann vildi skrifa.
Höfundur skrifar undir sterkum póstmódernískum áhrifum, einnig
einsögu, leggur áherslu á það sem myndar rof í sögulega samfellu, frásagn-
ir af jaðrinum, af þeim sem voru á skjön við venjur og hefðir samfélagsins,
af málaferlum og skít, hlandi og ódaun. Þessu teflir hann gegn meintri
kyrrstöðu samfélagsins og sléttu yfirborði:
En undir hinni ímynduðu kyrrð bjó ólga raunveruleikans; glundrið
blossar í gögnum bæjarfógeta, lögregluskýrslum, dómabókum og
bænarbréfum til fátækrastjórnar, þetta erfiða, oft stjórnlitla líferni og
fátæktarbasl. Löggæslumenn bæjarins áttu annríkt árið 1892 og þótt
mörg mál virðist lítilfjörleg, jafnvel fráleit nú á dögum, þá varpa þau
með sínum hætti skærara ljósi á þetta litla þorpssamfélag en formleg-
ir annálar stóratburða (bls. 55).