Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bókasafniš

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bókasafniš

						Árni Sigurjónsson
Miðlæg bókasafnskerfi
á Norðurlöndum
Inngangur
Undanfarna mánuði hafa ýmsir velt fyrir sér hvort núver-
andi rekstrarform Landskerfis bókasafna sé hentugt og er
það í samræmi við stefnu menntamálaráðuneytisins á þessu
sviði, þar sem boðað er að skipaður verði starfshópur til
að endurmeta starfsemi fyrirtækisins.11 stjórn Landskerfis
bókasafna var spurt hvernig miðlæg bókasafnskerfi væru
rekin annars staðar á Norðurlöndum og það sem hér fer
á eftir er tilraun til að svara þeirri spurningu. Er þá meðal
annars stuðst við skýrslu um BIBSYS, norska bókasafns-
kerfið og samnefnda stofnun sem rekur það, auk samtala
við sérfræðinga hjá þjóðbókasöfnum Dana, Svía og Finna.
Noregur
BIBSYS heyrir undir norska tækni- og náttúrufræði-
háskóla (NTNU) en stjórn þess er tilnefnd af menntunar-
og rannsóknarmálaráðuneytinu.2 Stofnunin veitir háskóla-
og rannsóknarbókasöfnum þjónustu í formi aðgangs að
heilsteyptu bókasafnskerfi sínu sem kallast BIBSYS ILS
eða BIBSYS Integrated Library System. Nefnd á vegum
norska menntunar- og rannsóknarmálaráðuneytisíns var
falið að lýsa verkefnum og rekstrarfyrirkomulagi BIBSYS,
og gera tillögur um breytingar.3 Nefndin leggur meðal ann-
ars til að gerð sé kröfulýsing um bókasafnskerfi, að hlutar
af þróun BIBSYS ILS séu lagðir af en tilbúin kerfi keypt
í staðinn, að BIBSYS sé breytt í þjónustu- og afurðastýrða
stofnun fremur en tæknistýrða og að stjórn hennar sé sett
saman út frá hæfni fremur en því hver sé fulltrúi hvaða
hagsmunaaðila. Gerð er tillaga um að starfsemin sé fjár-
mögnuð með þrennu móti eftir eðli verkefna, sumt séu
þjóðarverkefni greidd úr ríkissjóði, annað verkefni tengd
aðildarsöfnum, greidd af þeim, og enn annað einstök
verkefni pöntuð og greidd af hlutaðeigandi verkbeiðanda.
1- Stefna menntamálaráðuneytisins um upplýsingatækni í menntun,-
menningu og vísindum 2005-2008, bls. 33. Sjá http://bella.mrn.stjr.
is/utgafur/aredi.pdf
2.  Upplýsingar um eignarhald eru fengnar af vef BIBSYS: http://www.
bibsys.no/bibsys/bibsyshva.htm
3.  Skýrslan heitir BIBSYS: Framtidig organisering og oppgaver. Sjá:
http://odin.dep.no/filarkiv/229007/bibsys_utredning_2004.pdf
Nefndin leggur til að BIBSYS sé breytt í hlutafélag í eigu
menntunar- og rannsóknarmálaráðuneytisins.
BIBSYSILS hýsir samskrá norsku bókasafnanna og var
þróað með rannsóknarbókasöfn Noregs í huga með styrk
frá Riksbibliotekstjenesten. Á árunum 1977-1990 urðu
allir norskir háskólar aðilar að kerfinu og árið 1989 var það
tekið í notkun fyrir þjóðbókaskrána. Nú eru aðildarsöfn
um 100 talsins, flest háskólabókasöfn eða rannsóknar-
bókasöfn. BIBSYS ILS heldur utan um skráningu, aðföng
og útlán og geymir nú upplýsingar um 4 milljónir titla og
11 milljónir eintaka; almenningsaðgangur er að kerfinu á
Internetinu. Kerfinu fylgja hliðarkerfi, svo sem ForskDok
og BIBSYS Emneportal, og er það síðarnefnda kerfi til
að safna saman gagnlegum krækjum af Internetinu fyrir
nemendur og starfsmenn aðildarstofnana. Þá sér stofnunin
meðal annars um aðgang að alþjóðlegum gagnagrunnum,
rekur myndagagnagrunn og veitir aðgang að gagnasöfnum
um svonefnt zSök kerfi sem tengist meðal annars norrænu
þjóðbókaskránum, öðrum en Gegni, með z39.50 rekli.
Þjóðbókasafnið og önnur skylduskilasöfn nota BIBSYS
ILS fyrir þjóðbókaskrána, sem er samstarfsverkefni safn-
anna.
BIBSYS er skipt í fjórar deildir, þróun, rekstur, upp-
lýsingadeild og tækni- og stjórnunardeild, og starfa þar
um 40 sérfræðingar á sviði bókasafnsfræði, kerfisrekstrar,
gagnasafna og hugbúnaðarþróunar.
Greiðslur aðildarstofnana til BIBSYS tengjast í megin-
dráttum fjárhæð ríkisframlaga til þeirra. í tilvikum þar sem
ekki er unnt að fara eftir þeirri reglu er miðað við heild-
artekjur stofnunarinnar eða fjölda ársverka á bókasafn-
inu. BIBSYS fær jafnframt árlegt framlag frá menntunar-
og rannsóknarmálaráðuneytinu sem undanfarin ár hefur
verið 3 milljónir norskra króna (um 30 milljónir íslenskra
króna). Arið 2004 byrjaði stofnunin að innheimta sérstakt
gjald fyrir tiltekna þjónustuþætti sem skilgreindir voru
sem sérþjónusta, svo sem myndagagnagrunn, ForskDok
og gagnagrunna frá OVID. Heildartekjur BIBSYS á árinu
2004 voru um 36 milljónir norskra króna, þar af voru 3,4
milljónir greiðsla fyrir sérþjónustu.
BÓKASAFNIÐ 30. ÁRG. 2006
21
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120
Blašsķša 121
Blašsķša 121
Blašsķša 122
Blašsķša 122
Blašsķša 123
Blašsķša 123
Blašsķša 124
Blašsķša 124
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128
Blašsķša 129
Blašsķša 129
Blašsķša 130
Blašsķša 130
Blašsķša 131
Blašsķša 131
Blašsķša 132
Blašsķša 132
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136
Blašsķša 137
Blašsķša 137
Blašsķša 138
Blašsķša 138
Blašsķša 139
Blašsķša 139
Blašsķša 140
Blašsķša 140
Blašsķša 141
Blašsķša 141
Blašsķša 142
Blašsķša 142
Blašsķša 143
Blašsķša 143
Blašsķša 144
Blašsķša 144