Vísbending - 01.12.2009, Blaðsíða 4
VíSBENDING___________
Tvenndarskattlagning
- norræna skattalílcanið
Þórólfur
Matthíasson
Prófessor
Inntak norræna velferðarþjóðfélagsins
er að lendi þegnarnir í alvarlegum
andbyr í lífsbaráttunni vegna heilsu-
brests eða annarra áfalla eigi þeir rétt á
félagslegum og fjárhagslegum stuðningi.
Þessi stuðningur getur verið skilyrtur.
Þannig er það skilyrði fyrir greiðslu
atvinnuleysisbóta að hinn atvinnulausi
viðhaldi vinnufærni sinni. Mörg
önnur lönd reiða sig á framlag frjálsra
félagasamtaka. Þegnar þeirra landa búa við
mun gisnara öryggisnet en þegnar norrænu
ríkjanna. Ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri-grænna segist leggja norræna
velferðarlíkanið til grundvallar úrvinnslu
þeirra erfiðu mála sem á hennar borði
eru.
Norrænt velferðarkerfi verður ekki
rekið nema að umfang hins opinbera í
þjóðarútgjöldunum sé umtalsvert. Það
er því að vonum að við hlið norræna
velferðarkerfisins hafi orðið til norrænt
skattalíkan. Þetta skattalíkan tekur
tillit til þess að framleiðsluþættir eru
mishreyfanlegir milli landa. Vinnuafl er
lítt hreyfanlegt vegna tungumálavandræða,
vegna vandræða við að flytja börn og
unglinga milli ólíkra skólakerfa, og vegna
allskyns annarra félagslegra þátta. Séu
hömlur á fjármagnsflutningum í lágmarki
nýtur fjármagnið þess að vera mállaust og
auðflytjanlegt. Fjármagn flyst því þangað
sem ávöxtun er góð og áhætta ásættanleg.
Skattar á fjármagni eru hluti af þeirri jöfnu.
Norrænu skattkerfin eru enda flest byggð
þannig upp að skattlagning á fjármagni
er svipuð og skattlagning fjármagns
í öðrum þróuðum OECD-ríkjum.
Skattlagning á vinnuafli er á hinn bóginn
bæði þyngri og lýtur öðrum lögmálum en
skattlagning vinnuafls í öðrum þróuðum
OECD-ríkjum. Þessi uppbygging hinna
norrænu skattkerfa er stundum kölluð
rvenndarskattlagning (e: dual taxation) og
sker sig frá hugmyndum Engilsaxa sem í
stuttu máli ganga útfrá því að skattleggja
eigi allar tekjur eins, óháð því hver
uppruni þeirra er. Tvenndarskattlagningin
er snjöll lausn á vanda lítilla þjóða sem
vilja bæði vera þátttakendur í alþjóðlegri
verkaskiptingu og geta laðað að sér erlent
Norrænt
velferðarkerfi
verður ekki rekið
nema að umfang
hins opinbera í
þj óðarútgj öldunum
sé umtalsvert.
fjármagn jafnframt því að halda uppi
þéttriðnu félagslegu öryggisneti.
Fjármálaráðherra hefur nýlega varpað
fram þeirri hugmynd að skattleggja allar
tekjur svipað óháð uppruna. Reynsla
annars staðar á Norðurlöndum bendir til
þess að standi vilji til þess verði að gefa upp
annað tveggja, hið norræna velferðarkerfi
eða frelsi til fjármagnsflutninga milli
landa.
Við búum nú við tímabundin höft
á fjármagnsflutningum milli landa.
Yfirlýst stefna stjórnvalda er að fella þau
niður þegar aðstæður um umhverfi leyfa.
Akvörðun um að hverfa frá þeirri stefnu
jafngildir uppsögn EES-samningsins
og markaði upphaf efnahagslegrar
einangrunarstefnu af hálfu Islands. Slík
stefna á sér formælendur fáa.
Niðurstaðan er því sú að standi
vilji ríkisstjórnarinnar til að styrkja
velferðarkerfið hér á landi í norrænum
anda þá standi fátt annað til boða en að
byggja upp tvenndarskattkerfi, einnig í
norrænum anda og haga skattlagningu í
samræmi við hreyfanleika skattstofnanna.
Rétt er að halda því til haga í þessu
sambandi, að tekjur af nýtingu
óhreyfanlegra framleiðsluþátta á borð
við fiskistofna og aðrar náttúruauðfindir
hafa ekki verið skattlagðar í samræmi
við hreyfanleika fram að þessu. Líta má
á stefnu ríkisstjórnarinnar um fyrningu
aflaheimilda sem mikilvægan þátt í að
styrkja grundvöll norræns velferðar- og
skattakerfis hér á Iandi.
Loks má benda á að nú liggur fyrir
Alþingi tillaga um breytingar á skattalögum
sem miða að því að takmarka möguleika
einstaklinga sem reka einkahlutafélög
! til að breyta eiginlegum launatekjum
! í fjármagnstekjur. Verði sú breyting
! að lögum er grundvöllur norrænnar
í tvenndarsköttunar enn styrktur. Q
Aörir sálmar
Nei eda já?
Enginn bíður spenntur eftir hvort
forsetinn skrifi undir Icesave-lögin
þegar þau verða samþykkt frá Alþingi.
Þó að það leiði til mótsagnar við það
sem hann hefur áður gert og sagt, vita
allir að hann mun kvitta undir. Líklega
með einhverjum skringilegheitum, en
forsetinn synjar ekki vinum. I sjálfu sér
er ekki neitt að því að hann staðfesti
lögin. Forsetinn á að staðfesta lög frá
Alþingi. Hann ákvað að rjúfa hefðina
árið 2004, eftir að hin efdrminnilega
fyrirsögn birtist á forsíðu DV: „Herra
Olafur komdu heim.“ Lágkúra í íslenskri
blaðamennsku hefur aldrei verið meiri.
Það er enginn vafi á því að margir
voru æfir gegn lögunum. Ekki bara
af því að fjölmiðlaveldi Baugs lagðist
gegn þeim, heldur vegna þess vegna
þess að þau voru borin upp af Davíð
Oddssyni. Steingrími J., Ögmundi og
Ástu Ragnheiði fannst það tilvinnandi
að snúast gegn lögum á fjölmiðla, sem
þau höfðu áður viljað setja, vegna þess
að þannig gátu þau klekkt á Davíð. Ekki
hefði verið hægt að tala um gjá milli
þings og þjóðar, ef þingmenn hefðu þá
fylgt sannfæringu sinni. Niðurstaðan
varð sú að öll dagblöð lentu í höndum
auðjöfra. Eftir það var borin von
að þar kæmi fram gagnrýnin rödd.
Samkeppnisstofnun brást auðvitað líka
með því að leyfa einum aðila að eiga
ráðandi hlut í meirihluta einkarekinna
fjölmiðla á landinu.
Forsetinn á ekki að blanda sér
í stjórnmálaumræður. Núverandi
forseti hefur valið þá leið að vera
forseti minnihluta þjóðarinnar. Hann
hefur misnotað embættið til þess að
koma sínum persónulegu skoðunum
á framfæri. Eftir að hafa verið helsti
andstæðingur frjálsra viðskipta sem
þingmaður Alþýðubandalagsins, ákvað
Ólafur að snúa við blaðinu og gerast
helsti málsvari útrásarvíkinganna.
Skömmu eftir að forsetinn valdi að
snúast gegn hefðum við staðfestingu
laga árið 2004 voru forsetakosningar. Þá
kaus mikill meirihluti þjóðarinnar, eða
57,5%, að sitja heima, skila auðu eða
kjósa aðra. Þegar Vigdís Finnbogadóttir
fékk mótframboð á miðjum sínum ferli
komu 67,5% þjóðarinnar á kjörstað til
þess að styðja hana. bj
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Utgefandi: Heimurhf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Netfang: visbending@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyíis útgefanda.
4 VÍSBENDING • 48. TBL 2009