Hugur - 01.06.2010, Blaðsíða 87
HuGUR | 22. ÁR, 2010 | S. 85—IO3
Erlendur Jónsson
Verufræði listaverksins
i
Hvað er listaverk? Spurninguna má skilja á tvo vegu. Annars vegar má skilja hana
svo að spurt sé hvað greini „sönn“ listaverk frá öðru sem kallað er „listaverk".
Þannig gæti einhver haldið því fram að gjörningar séu ekki raunveruleg listaverk,
eða að tólftónatónlist sé ekki sönn tónlist. Hér verður ekki leitast við að svara
slíkum spurningum, sem kalla máfagurfrœðilegs eða listfræðilegs eðlis. Þær snúast
um mat á list, mat á því hversu merkileg eða góð list einstakt verk er. En hins veg-
ar má leggja frumspekilegan eða verufræðilegan skilning í spurninguna,1 þ.e. túlka
hana svo að verið sé að spyrja hvers konar hlutir listaverk yfirleitt eru, óháð því að
lagt sé mat á það hvort einhver einstakur hlutur sé sannkallað listaverk. Svarið við
þeirri spurningu þarf ekki endilega að veita okkur svar við fyrri spurningunni, um
mat á sannkallaðri list, en getur þó hugsanlega varpað ljósi á hana.2 Viðfangsefni
okkar hér verður eingöngu seinni spurningin: hvers konar hlutur er listaverk':
II
Til þess að flækja málin ekki um of munum við einbeita okkur að þremur aðal-
tegundum listaverka: myndlist, t.d. málverkum og höggmyndum, bókmenntum,
t-d. ljóðlist og skáldsögum, og tónlist, en önnur listform, svo sem kvikmyndir,
húsagerðarlist eða dans, verða ekki til sérstakrar umræðu, þótt draga megi ýmsar
ályktanir um þau af því sem sagt verður.3
Margvíslegar hugmyndir hafa verið settar fram um verufræöi listaverksins, þ.e.
Með þessu er ekki sagt að verufræðilegar spurningar geti ekki heyrt undir fagurfræði. Reyndar
myndi ég einmitt telja að hin verufræðilega spurning „hvers konar hlutur er listaverk?M falli undir
2 fagurfræði (og reyndar líka undir frumspeki).
Segjum t.d. að við komumst að þeirri niðurstöðu að málverk sé ekkert annað en efnishlutur. Sú
niðurstaða segir okkur að sjálfsögðu ekki til um hvort tiltekið málverk sé merkilegt listaverk
eða ekki, en gæti engu að síður hugsanlega haft áhrif á afstöðu okkar til þeirrar spurningar, t.d.
með því að beina athygli að tæknilegri færni listamanns fremur en listrænu innsæi eða einhverju
þvíumlíku.
Hér er engin afstaða tekin til listspekilegra raka fyrh skiptingu í einstakar listgreinar, heldur