Akranes - 01.12.1942, Qupperneq 8

Akranes - 01.12.1942, Qupperneq 8
8 AKRANES Síðasta torfkirkja í Görðum. Það fær ef til vill ekki mikinn hljóm- grunn í hugum manna, nú á þessari vargöld víga og fjárgræðgi, að grafa upp rykfallin bókfell eða skýra upp gamlar myndir frá löngu liðinni tíð. Á þetta verður þó hætt, og á þá bezt við að gera það í þessu fyrsta jólablaði. Ef það gæti orðið oss einskonar rökkur- saga svo sem þær tíðkuðust til skamms tíma, þó nú sé af sú öld, að segja rökk- ursögur. Margar af rökkursögunum lifðu lengi í minnum þeirra, sem heyrðu og urðu stundum áþreifanlegar og ljós- liíandi, meira að segja í lífi og starfi þeirra, sem heyrðu þær, og komu þann- ig lifandi í „endurbættri útgáfu“. Enda þótt stundum sé klifað á þeirri „þjóðtrú“ að ekki megi líta til baka, „horfa um öxl“ af hræðslunni við að verða að „steini“, þá er það nú óvéfengj- anlegt, að framför hverrar kynslóðar var ekki minnst minningunum að kenna eða þakka, hvort sem þær voru ljúfar eða leiðar. Það mun einhverntíma hafa verið sagt, að með Hannesi prófasti Stephen- sen hafi fallið í valinn „síðasti höíðingi á ísJandi“. En hvað sem um það er, þá var sr. Hannes höfðingi og mikilmenni, sem þjóð vor á vangert við; að hafa enn ekki ritað rækilega ævisögu hans, svo merkileg sem hún þó annars er, ekki aðeins fyrir þetta byggðarlag, — sem hann ól allan sinn aldur í, — heldur og engu síður vegna þeirra miklu áhrifa, sem persóna hans, andlegir yfirburðir og starf, hafði á löggjöf vora og ,,/reís- isstríð“, fyrstu árin eftir að það var haf- ið. Hér koma eins og áður segir nokkrar myndir, sem sögð verða nokkur deili á. Þriðja myndin er af bœ Hannesar próf. Stephensen á Ytra-Hólmi. Sr. Hannes fluttist að Ytra-Hólmi líklega rétt eftir 1830 og fluttist þangað frá Innra-Hólmi. í æviágripi Hann- esar, eftir Sighvat Grímsson, Borg- firðing, segirhann: „Hann tók þegar til húsagjörðamik- illa á Ytrahólmi og og reisti þar bæ forkunnar mikinn og útihús önnur að því skapi“. Þetta virðist og koma vel heim við þá mynd, sem hér er sýnd af bæ Hann- Horft um öxl esar. Hann hefur því verið reistur rétt ettir 1830, og hefur mest af honum stað- íö iram imatr siöustu aldamot, er faðir Péturs Ottesen reií hann til grunna og byggði þar hið stóra timburhus, er Pét- ur umDyggði og endurbætti íyrir nokkr- um árum.. Af þessum bæ var engin mynd til, en þessi mynd er þannig til komin: Jon „Vptundur“ Sigurðsson á Vindhæli var noKKur ár á Ytra-Hólmi eftir 1890, man nann naxvæmtega útlit bæjarins ög stærð hans alla. En Sigríður Kona hans Lárusdóttir Ottesen, sem er fædd á Ytra-Holmi 8. jan. 1870 og var í þessum bæ meira og minna til tvítugs aldurs, man svo náKvæmlega her bergj askipun, hvern kroK og Kima, að Jon var eKKi iengi að gera írumrit þeirrar teikning- ar, sem her kemur íyrir almennmgs- sjonir og er „útiærð“ af Tryggva mál- ara Magnússyni. Fjórða myndin er grunnteikning af Bæ sr. Hannesar. Þar er greinileg her- bergjaskipun merkt með rómverskum tölum. I. er Litlastofa, eða svefhstofa fyrir gesti. (Þegar Jón Thoroddsen var hér sýslumaður og var nætursakir á Ytra-Hólmi svaf hann í þessari stofu.) II. aðal-gestastofa. III. skriístofa pró- íastsins. IV. svefnstofa hjónanna. V. eldhús, þar var skorsteinn mikill yfir tvennum hlóðum. (Þetta var samskon- ar skorsteinn sem var yfir maskínu í eldhúsinu í Guðrúnarkoti.) Þar sést og markað fyrir stigum upp á loftið. VI. búr VII. svonefndur svartigangur. VIII. hvítigangur, þar var gengið inn í skrif- stofu prófasts. IX. bæjardyr. X. fremra eldhús, (voru þau þannig tvö, enda var oft margt heimilismanna og gesta á Ytra-Hóimi í tíð sr. Hannesar.) XI. piltaloft, síðar geymsla. XII. skemma. XIII. smiðja. Þá sést næst grunnmynd Einasta timburkirkja, sem byggð var í Görðum. af loiti ytir aðalbænum. XIV. svarta- loit, (áöur stúlknaloit). XV. stúlkna- loit. XVI. piltaloít. Mynd þessa af Bæ sr. Hannesar sýndi ég Asmundi á Háteig, án þess að láta hann vita af hverju hún væri, og spurði hann, hvort hann þeKKti þessa mynd. Asmunaur sagoi þegar, án þess að hugsa sig um, að þetta væri Bær Hannesar proiasts a Ytra-Hólmi; sem hann sagð- ist oft hafa komið í. Af því má marKa, hve mynain er nákvæm og vel gerð. Fyrsta myndin er af síðustu torfkirkju í Goroum, sem rifin var 1858. Þessi torf- kirKja var þá orðin mjög af sér gengin. Ajtiaoi sr. nannes að lata byggja nýja kirKju og var enda búinn að iá nokkurt eini tii hennar áður en hann dó. Þessi kirKja er eins og flestair torfkirkjur gerðust á þeirþ: tið. Myndin er líka gerð eftir Tryggva Magnússon, eftir minni AsmUndar Þórðarsonar á Háteig, sem er eiztur núlifandi manna á Akra- nesi, senn y2 ára. Maður undrar sig ef til vili eKKi í íljótu bragði yiir þessum aldri, en undrunin vaKnar íyrst, þegar farið er að hugleiða ýmislegtísambandi við þennan háa aldur, eins og t. d. það, að þessi sami Asmundur hefur 1855 setið í þessari gömlu torfkirkju (þá að- eins 5 ára gamall). Nógu greindur og eftirtökusamur til þess að muna síra Hannes Stephensen og heillast af hon- um. Ásmundur kom nokkrum sinnum síðar í þessa sömu torfkirkju og átti því hægt með að gefa lýsingu af kirkjunni, sem dugði til að geta gert þessa mynd. Frá þessari torfkirkju var sr. Hannes graiinn. Við þá athöfn voru 3—4 hundr- uð manns, heíur því lítill hluti þess fjölda komist í kirkjuna. Það var á- nægjulegt að geta eignast mynd af þess- ari seinustu torf- kirkju í Görðum, áður en það var um seinan. Önnur myndin er af hinni fyrstu timburkirkju, sem byggða var í Görð um árið 1858, á grunni þeirrar kirkju, sem hér hefur verið sýnd. Þessi mynd er líka teiknuð. eftir Tryggva málara, Bær prófasts Hannesar Stephensen á Ytra-Hólmi.

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.