Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 27

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 27
HuGUR | 23. ÁR, 2011 s- 25-33 Henry Alexander Henrysson Natura docet Inngangur að þema I Þegar maður tekur við ritstjórn fræðitímarits er freistandi að láta fyrsta heftið - a.m.k. hvað þemað varðar - snúast um áhugasvið manns sjálfs. Þema Hugar fyrir árið 2011 er einmitt dæmi um þetta.1 Eg hef um nokkurt skeið velt fyrir mér margræðni náttúruhugtaksins. Jónas Hallgrímsson lýsti þessari margræðni á þann veg að hugtakið gæti hvort sem er vísað til „eðlis skapaðra hluta“, „heimsaflanna sem ráða mynd og eðli hlutanna" eða hinnar „sýnilegu veröldu, það er að skilja allt hið líkamlega með öflum sínum og eðli“.2 Þessum inngangi er ætlað að kynna mögulegan skilning á hugtakinu „náttúra“ sem byggir á þessari margræðni í stað þess að láta hana flækjast fyrir sér. Innganginum er sldpt í fjóra hluta. Fyrsta atriðið sem ég dreg fram er hvernig náttúruhugtaldð kemur fyrir hjá Descartes og Spinoza og hvernig spurningarnar sem vakna við að kynna sér nálgun þeirra hafa leitað á mig. Því næst skoða ég afstöðu Humes til hugtaksins með það fyrir augum að kanna hvort hugmyndir hans um náttúruna hafi mögulega einhvern samhljóm með skoðunum rökhyggjumanna sautjándu aldar. í þriðja hlutanum dreg ég fram það sem ég tel vera siðferðilega vídd hugtaksins og að lokum leitast ég við að svara því hvort skilningur heimspeki nýaldar á náttúruhugtakinu eigi erindi við samtímann. Hugtakið „náttúra" er í samtímanum, a.m.k. í íslensku, annað hvort notað yfir 1 Þessi inngangur er byggður á erindi sem ég flutti í málstofunni Náttúra á Hugvísindaþingi 2011, en tilefni málstofirnnar var einmitt þema Hugar — timarits um heimspeki 2011. Birni Þorsteinssyni og Eyju Margréti Brynjarsdóttur þakka ég skemmtilega samveru í málstofunni og við undirbún- ing hennar. Eg vil einnig þakka þeim úr hópi áheyrenda sem báru fram áhugaverðar spurningar sínar. Mestar þakkir fær Jakob Guðmundur Rúnarsson doktorsnemi fyrir góðar athugasemdir og hvatningu. Flest af því sem kemur fram í þessum inngangi hefur verið mér hugleikið eftir samræður mínar við leiðbeinanda minn til doktorsprófs John Cottingham. Ef eitthvað vit er í því sem á eftir fer er eins víst að það komi frá honum. Jónas Hallgrímsson ^989:3. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.