Morgunblaðið - 24.09.1925, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.1925, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 1 morgunblaiii. sjíofnandl: Vllh. Flnaon. ÍTtBefandi: FJelae I Reykjvrtk. Slitetjdrar: J6n Kjartaneaoc, ValttT Btef&naaos. AnBlyaingaatJörl': E. Hnfbere. Bkrifatofa Austurstrætl 8. Btraar: nr. 4S8 og 600. AUKii'olngaskrlfat, nr. 700- $2»i®mnímar: J. Kj. nr. 741. V. St. nr. 12S0. K. Hafb. nr. 770. ÁakrlftagJald Innanlands kr. 2.00 á. mánuBI. Utanlands kr. 2.60. S laaoaaölu 10 »u™ elnt. ORLENDAR SÍMFREGNIR Khönf 22. sept, ’25. FB. YfirráSin yfir Mosul. Símað er frá Genf, að Mosul- málin verði ekki til lykta leidd á >essum fundi, vegna ískyggilegs útlits. Tyrkir hafa óbeint hótað því að hefja styrjöld, fái þeir •ekki yfirráðin að fullu í sínar hendur. Framkvæmdarráð Al- þjóðabandalagsins ætlar að leita álits Haagdómstólsins um ýms at- riði. Bandaríkjaforseti hvetur til rólyndis í skuldamálunum við Frakka. Símað er frá Washington, að "Coolidge forseti aðvari blöðin og áminni þau um að ræða skuldamál Frakka og Bandaríkjamanna ró- lega og án illinda í garð Frakka. Skuld Frakka er nú samtals 4y2 miljarðar dollara. Kröfur þýskra þjóðernissinna. Símað er frá Berlín, að flokks- brot þýskra þjóðernissinna í Ham- borg, hafi gert fundarsamþykt, og lýsi í henni yfir óánægju á utan- ríkismálameðferð Stresemanns. — Skorar flokksbrotið á þingflokk sinn, að neita að talka þátt í um- ræðum á fundum umsímaðrar ör- yggismálastefnu, nema Banda- menn afturkalli, að Þýsltaland eigi sök á því, að styrjöldin mikla braust út, setuliðssvæðið verði ger samlega frígefið og Bandamenn takmarki vígbúnað allan í hlut- falli við Þýskaland. ( Khöfn 23. sept. ’25. FB. Ný aðferð til þess að framleiða vínanda. Símað er frá Rómaborg, að ný- lega hafi verið fundin upp aðferð til þess að framleiða vínanda úr gufu af brauðum í bakstri. Símað er frá Berlín, að þýskt fjelag bafi keypt einkarjett á þessari ítölsku uppgötvurl Síbería sjerstakt lýðveldi? Símað er frá Moskwa, að ráð- stjórnin liafi t buga, að gera. Sí- beríu að sjerstöku lýðveldi. Tsc- hitcherin er að batna lasleikinn. Óánægja í Englandi yfir Mosul- málinu. Símað er frá London, að mikil óánægja sje yfir því, að Alþjóða- bandalagið afgreiddi ekki Mosul- málið, þar sem báðir aðilar hefðu iofað að hlýta úrskurðinum. Sænskir jafnaðarmenn og kommúnistar. Símað er fra Stokkhómli, að á nýaðstöðnum fundi kommúnista- flokksins hafi verið ákveðið að byrja aftur á samvinnu við social- demokrata, þar sem samheldnin sje nauðsynleg í baráttu þeirra. Nefnd vár kosin til þess að semja við leiðtoga socialdemokrata. Sjera Ólafur Óiafsson fríkirkjupresfur sjötugur. Glaður og reifur og með framtíðartrú, sem m’argur æskumaður gæti öfundað hann af, ber síra Olafur þess engin merki í viðtali, að hann sje maður sjötugur að aldn. Fyrir fjörutíu og fimm árum vígðist hanh til Vogsósa, og þjónaði því prestakalli í fjögur ár. Það yar hvorki meira nje minna en Strandar- kirkja sjálf, sem var kirkjan hans fyrstu 4 \rin. Og hann „vaf svo heppinn" á fyrsta eða öðru prestskapar ári sínu, að geta orðið til þess, að standa fyrir viðgerð á kirkjunni — Auðvitað rak allmikið af viðnum, sem þurfti til viðgerðarinnar. — Gamalt fólk í Selvogi öfundaði hinn unga prest af því að geta byrjað prestskap sinn með því að hlynna að hinni fornhelgu Strandarkirkju. „Hún er vön að borga fyrir sig“, sögðu þeir sem fornfróðast- ir voru þar svðra. Síra Ólafur ,fór úr Vogsósum að ‘Gúttormshaga í RangárraUa- sýslu, þaðan að Arnarbæli í Olf- usi, en um aldamótin fluttist hann hingað til höfuðstaðarins Meðan síra Ólafur var sveita- prestur, var hann og sveitarhöfð- ingi, eins og tíðkast hefir innan íslenskrar prestastjettar. Auk venjulegra prestsstarfa hafði hann afskifti af ýmsum fram faramálum, bæði sveitar sinnar og þjóðarinnar. 1 þjóðmálum var hann foringi sveitunga sinna, reit hann í blöð og var eindreginn á- hugamaður í mörgum velferðar- málum, sem þá voru á dagskrá. Alkunn eru afskifti hans af því, hvernig farið er hjer með „þarf- asta þjóninn“. Ókunnugra er það, að síra Ólafur var meðal þeirra manna, sem hrintu holdsveikra- spítalamálinu áleiðis. Lengi mætti ttlja ýms þjóðþrifamál, sem hann hefir unnið að um dagana. Lið- tækur var hann sveitungum sín- um og sóknarbörnum hörmunga- árið mikla 1897, þegar flestir hrundu bæjirnir á Suðurlands- undirlendinu. Um aldamótin kom hann ti; Reykjavíkur. Var um tíma rit- stjóri Fjallkonunnar. En árið 1902 | var hann ráðinn fríkirkjuprestur hjer í bænum. Því starfi þjónaði hann í 20 ár með þeirri kost- gæfni og alúð, sem almenningi |hjer í bæ er kunnugt um. 154 atkvæðisbrerir menn voru í fríkirkjusöfnuðinum er síra ÓI- afur tók við honum. Er hann Ijet af starfinu 1922, var söfnuðurinn yfir 8. þús.A þessu tímabili fermdi hann 1550 börn og gifti 1112 hjón. Það hefir einn af fremstu mönnum fríkirkjusafnaðarins sagt þeim, sem þetta ritar, að það hafi verið ómetanlegt lán fyrir frí- kirkjusöfnuðinn hjer í bæ, að sr. ólafur rjeðist prestur safnaðar- ins fyrir 23 árum. Margs er að minnast frá þess um 20 árum fyrir sóknarbörn sr. Ólafs hjer í bæ. Hjer verður eigi reynt að rekja það. Hann hefir alla sína prests'kapartíð verið leið beinandi og hughreystandi vinur og kennifaðir sóknarbarna sinna. Hann hefir notið ástar og virð- iugar í söfnuði sínum — verið lánsmaður í starfi sínu, hvort sem hann hefir sjálfur verið sinnar lukku smiður, eða hin óranrisak anlega forsjón með hinni óskeik- ulu Strandarkirkju hefir átt sinn þátt í að leiða yfir hann gleði og gæfu fram á þennan dag. Pólskir fangar brjótast úr fangelsi. Símað er frá Varsjávu, að 4001 fangar hafi sloppið út iir fangelsi einu. Lögreglan eltir þá og hefir drepið suma. Frá Seyðisfirði. Bátur ferst með 5 möpnum. Seyðisf. 22. sept. ’25. FB Vjelbátur, er var á siglingu inn Berufjörð á laugardag, sökk svip- lega. Var að Jioma úr skeljafjöru í Hamarsfirði. Menn horfðu á slysið úr landi. Þessir menn voru á bátnum: Þórður Bergsveinsson, Pjetur Stefánsson, Haraldur Auð- unsson og tveir eldri synir Gísla i Krossgerði, Ingólfur og Sigurður Maður bíður bana af eitri. Hjer ljest á mánudagsnótt Ket- ill Bjarnason trjesmiður. Drakk liann ca. 50 grömm af opíum 1 misgripum á mánudagskvöld . DAGBÓK. Duglegur múrari óskast nú þegar til Vestmannaeyja. Upplýsingar gefur í dag Þórðun Sveinsson & Co. Sími 701. Að gefnu tilefni skal það tekid fram, að einkunnarorð mín i verslunar- málum: Það besta er ætíð óðýrast, hefir eitt firma h]er i bænum „tekið sjer i munn“ i auglýsingum sínum An þess að leita leyfis hjá mjer. Reykjavik, 23. sept. 1925. G. M. Bjðrnsson. Innflutningsverslun og umboðssala Það besta er setíð ódýrast. I heildsölu: HESSHm Bindngarn, Saumgarn, Merkiblek, Ullarballar, Pokar, Fiskmottur, Fiskburstar og Trawltvinni. L. Anðersen. Símar: 642 & 842. Austuratræti 7. Mikið úrval af klukkum og úrum vel aftrektum. Loftvogir og allskonar silfur- og gullvörur. Spyrjið um verð hjá mjer, áður en þið kaupið annarstaðar. Sigur|>ór Jónsson. Úrsmiður. Smámunir lífsins, heitir ræða eftir sjera Friðrik Hallgrímsson, sem gefin hefir verið út sjerprent- uð, en flutt var á 9. sunnudegi eftir trinitatis. Útgefandi er Guð- mundur Pálsson, og getur hann þess, að verði þessari ræðu vel tekið, hafi hann hugsað sjer að gefa út fleiri ræður eftir ýmsa presta landsins. En allur ágóðinn á að renna til Elliheimilisins Grund, og er því markmiðið gott rneð þessari útgáfu. Einkasali fyrir ísland og Færeyjar óskast, til að selja rottueyðingarmeðalið „Ráttut.“ Umsóknir með upplýsingum, sendist til Berner d; Zetterström, Faþrikanter, Göteborg, Sverige. Heiðabrúðurin, saga sú, er kom í Morgunblaðinu næst á undan þeirri, sem nú er í því, er nú lcomin út sjerprentuð í vandaðri og fallegri kápu, og kostar kr. 3,90. Sagan átti miklum vinsæld- um að fagna meðan hún var að koma hjer í blaðinu. Piano. Hljóðfæri frá Murdoch Mc. Killop & Co. .Edinborg — kosr. i hingað komin, með öllum kostnaði kr. 1,275,00. Til sýnis á Týsgötu 7, eftir kl. 8 á kvöldin. Meðmæli fyrirliggjandi! Komið og skoðið ! Umboðsmaður V. Stefánsson. Til Strandarkirkju frá Jóni krK 5,00, N. N. kr. 5,00 og N. N. kr* 2,00. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.