Morgunblaðið - 29.07.1928, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.1928, Blaðsíða 5
STmnuxLdagiim 29. jálí 1928. ^ef* fyrirhggjandi 1 Touring 5 manna Model 1927.' og þarað auki fleiri notaða fólks- ogvörubila.sem fást með tækifærisverði. P. Stefánsson. Umboðsmaður Ford. Jamaica bananar og brauð. Georg v. Wendt Helsingfors, segir: Heilnæmi og næringargildi banana er meira en í brauði. Bananar innihalda þar að auki allar teg. »vitamina«. Hin- um svokölluðu Cvitaminum haía bananar mest af, og minst ai A vitaminum, en þó mun meira en í brauði. fieildsölubirgðir fyrir Raupmenn og kaupfjelög hjá 0. Johnson & Kaaber Frá Nobile-leiðangrinum. Frásögn Lundborgs um veruna á ísnum. Efnalaug Reykjavíkup. Lugtveg 32 B. — Sfmi 1300. —- Símnefni: Efiuktig. Hreinisr með nýtísku áhöldum og aSferðum allan óhreinan fafcnial og dúka, úr kvaða efni sem er. Litar upplituð fðt, og brsytir am lifc eftár, óskum. ■ykur þsegindi! Sparar fjol Aletruð bollapör og barnadiskar, djúpir og grunnir og bollapör og könnur með myndum, Wljólkurkönnury vasar o. fl. nýkomið. K. Einarsson & Björnsson. Bankastrœti II. Vigfús Gnðbrandsson klæðskeri. Aðalstræti 8 Ávalt birgur af fata- og frakkaefnum. Altaf ný efni með hverri ferð AV. Saumastofunni er lokað kl. 4 e. m. alla laugardaga. Uppboð. Opinbert uppboð verður haldiið í Bárunní þriðjudaginn 31. júlí og hefst kl. 1 e. h. Verður þar selt: Dagstofuhúsgögn, borðstofuhúsgögn, skrifstofuhúsgögn, ritvjel, decimalvigt, kvenkápur, vefn- aðarvörur, fatatau, regnhlífar, myndir allskonar innramm- aðar og óinnrammaðar, mottur og burstar, ennfremur te- skeiðar, matskeiðar og gaflar og allskonar munir ur silf- urpletti o. m. fl. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 28. júlí 1928. Jóh. Jóhannesson. Best að auglýsa f Morgunblaðinu. Draga mun bráðlega að því,‘ að hætt verði leitinni að norðurför- unum norður við Svalbarða. Vonir manna um að fleiri finnist, verða daufari með degi hverjum. Týndir eru' þeir ítalir, sem hurfu með loftskipinu sjálfu, svo og Amund- sen og f jelagar hans. Fyrir hálfum mánuði síðan gauS upp sá kvittur, að þeir væri fundnir. Hingað heyrðist það úr loftfrjettum. Sú fregn kom fram í blöðum um allan heim — en reyndist röng er á átti að herða. Mjog hefir gremja manna í garð Nobile vaxið í seinni tíð, m. a. vegna þess, að skýrslur hans hafa reynst svo óábyggilegar. Hann hefir sagt eitt í dag og annað á morgun, og eru blöð því hætt að taka ’mark á honum.ítalska stjórn- in hefir auðsjáanlega verið í vand- ræðum með hann. Hefir látið ' í veðri vaka, að rannsaka ætti mál hans fyrir herrjetti, er hann kæmi heim, þá yrð'i m. a. athugað hvort framferði hans væri ítölskum hers- höfðingja samboðið. Út af fráfalli Malmgrens hins sænska veðurfræðings, hafa kom ið fram kröfur um, að rannsaka viðskilnað þeirra fjelaga, ítalanna tveggja og hans. Þykir ýmislegt grunsamlegt í framferði þeirra og eru þeir staðnir að ósannindum um það hve lengi þeir hafi verið matarlausir, áður en þeim var bjargað. En þá er eftir að vita hvaða yfirvöld eiga að taka málið fyrir. Helst talað um Norðmenn En þeir ekki rjettur aðili nema Malmgren hafi dáið innan land helgi iSvalbarða. ftalir æfir, er þeir heyra að erlendir' menn eigi að fjalla um mál þeirra. Sá maðurinn, sem getið hefir sjer einna mest frægðarorð í björg unarstarfinu við Svalbarða, er flug maðurinn sænski, Lundborg. Hann bjargaði Nobile, eins og menn muna, og flaug með hann til skips- ins „Quest“. Þá var fjelagi hans Sehyberg með honum. En til þess að' geta tekið tvo Nobilemenn með sjer í næstu ferð, flaug hann einn til baka um bæl að bækistöð Nobilemanna á ísnum. Fyrri ferð- ina fór hann að kvöldi til, en kom til mannanna á ísnum í seinna sinni, er komið vaí fram á morgun. Sólskin var þá og sól- bráð, er gerði ísínn meyrari en áð'- ur, skíði flugvjelarinnar sukku í svo hún steyyptist um og skemd- ist. En Lundborg sjálfan sakaði ekki. Nokkru seinna tókst Schyberg að ná Lundborg í aðra flugvjel, sem kunnugt er. Nokkru eftir að Lundborg var kominn aftur til sinna manna, skýrðí hann blaðamanni einum frá férðum sínum á þessa leið: — Er jeg sótti Nobile kom jeg ti). þeirra klukkan 11 að kvöldi. Lenti jeg á jaka, sem var 250 metrar á annan veginn, en 150 á hinn. Hann var mjög ósljettur til þess að gera. Uppi varð fótur og fit meðal Italanna er jeg lenti. Þeir Yiglieri liðsforingi og loftskeytamaðurinn Biagi komu fyrst til mín. Síðan klöngruðumst við eftir ísnum, að Nobile-tjaldinu. Er þangað kom tóku þeir mjer tveim höndum er þar voru, og föðmuðu mig að sjer. Þar lá No- bile liðsforingi, og var með al- skegg og hinn ótúttlegasti. Tjaldið og allur útbúnaður var mjög ve- sæll og af sjer genginn. Við Sehy- berg tókum hershöfðingjann . í milli okkar og drösluðum honum að flugvjelinni. Þegar við höfðum komið honum fyrir í vjelinni flugum við með hann til okkar manna. Er þangað kom fekk hann bauta og Bretaveig og raknaði hann talsvert við. Stundu síðar flaug jeg einn af stað til fjelaga Nobile, sem eftir urðu í ísnum. Lenti jeg á sama stað og áður. En nú var komin sólbráð, og steyptist flugvjelin 10 metra frá jakabrúninni, og skemd- ist svo að henni varð eigi bifað. Á meðan jeg var í burtu, höfðu þeir Nohilemenn er rólfærir voru, horið' Ceccioni á lendingarjakann. Var þetta erfitt verk, því maður- inn er þungur og mikið sár. Urð- um við nú að leggja hann á annan f lug v j elar væn ginn. Sjálfur staulaðist jeg að tjald- inu og lagðist til svefns til að jafna mig, því mjer varð ekki um sel, að vera orðinn þarna teptur. Daginn eftir fluttum við tjald ið þangað sem Ceceioni lá á vængn um. Þá var bjart veður. En næsta dag skall þokan yfir okkur, og hún hjelst síðan allan tímann meðan jeg var þarna, nema hvað' hcnni Ijetti ofurlítið á morgnana. Veran þarna á ísnum var hin aumasta. Ýmist gerðu menn sjer gullnar tyllivonir um björgun, ellegar þunglyndi og bölsýni hafði yfirhöndina. í hvert skifti sem vind áttin breytti sjer, komu vakir í ísinn, og það jafnvel á mjög ólík- legum stöðum. I þrettán daga var jeg þarna teptur á ísnum. Viglieri var þar hæstráðandi. En hann var hinn ráðþægasti við mig, og kom ckkur vel saman. Hann úthlutaði matn- um. Við fengum aldrei nema hálf- an skamt, og var skamturinn hnit- miðaður við líkamsþörfina. Samkomulagið var oft ekki sem hest í tjaldinu. Við fórum stund- um alt í einu að hnakkrífast. En rifrildið datt þó oftast nær niður innan skamms. Á kvöldin fengum við' fregnir frá Róm. Mest gladdi það okkur, er við með loftskeyt- unum fengum fregnir af björgun- arstarfinu. Þegar menn haldast við úti á hafís, grípur menn ákaflega sterk löngun til þess að fá fast land undir fót. Sú löngun okkar var ennþá sterkari vegna þess, að við sáum til lands í björtu veðri. Er jeg glaður yfir því, sagði Lund- bcrg, að jeg skyldi ekki reyna að ná landi fótgangandi, endaþótt vegalengdin væri ekki nema sjö kílómetrar. Eitt sinn skall á okkur ofviðri, er hjelst í 5—6 daga. Urðum við þá að skiftast á um að halda vörð. Veikir vorum við af hugarangri og þreytu. Það voru ömurlegir' dagar. Krap og ójöfnur jukust á jak- anum, sem jeg hafði lent á. — Urðum við að vinna að því, að halda honum sem sljettustum. — Nvkomið: með síðustu skipum: Hurðarlamir, allar stærðir, Hurðarskrár, margar teg. Útidyraskrár, Hurðarhúnar, mess. frá 2.75, Hurðarhúnar vanal. frá 1,80, Hengilásar og Hespur, Glerskerar, fl. teg., Iiorar færanlegir, Renniplötur, undir stóla og borð, Stöplalamir, Hillu-vinklar, Stálvinklar, Sagarþjalir, margar fleiri tegundir af járnvöru eru nú nýkomnar. Verðið er sanngjarnt, gæðin óviðjafnanleg. — Birgðirnar miklar og fjölbreyttar. JÁRNVÖRUDEILD JES ZIMSEN. III Mngvalla fastar ferðir. Til Eyrarbakka fastar ferðir alla mið'vikudaga. Austur í Fljótshlíð. . alla daga kl. 10 f. h. Bifreiðastöð Reykjavíkur. Afgreiðslusímar: 715 og 716. •••••••••••••••••••••••• •••••••••••••••••••••••• • • / •• • • • • vorur :• fðst allstaðar. • » • • • • • • • • • • :: • • ^000000^^ Brunatryggingar Simi 254 Sióvátryggingar Sími 542 OOOOOOOOOOOOOOOOOO Samt þorðum við ekki annað en ráða frá því, með loftskeyti, að finskur flugmaður reyndi að lenda þar, er ætlaði að koma okkur til hjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.