Morgunblaðið - 07.09.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.09.1930, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLARIÐ Happróðrarmót islands í dag. „CREHA" dásamjólkiu ar Tiðnrkend besta og tlýrasta mjðikin í markaðnnin. Verðið er Iækkað. Hversvegna eru Weck-niðursuðuglös betri en önnur? Um það spyr enginn, sem borið hefir Weck saman við önn- ur glös og því síður hafi hann reynt hvortveggju. Weck-glösin eru úr sterku, bólulausu gleri. Weck-glösin eru því ekki brothætt og springa aldrei við suðu. Weck-glösin eru með breiðum, slípuðum börmum. Weck-glösin eru lág en víð, sjerstaklega vel löguð fyrir kjöt, svið, kæfu, blómkál o. fl. Weck-glösunum fylgir sterkur, þykkur gúmmíhringur, se mend- ist lengi. Weck-glösunum fylgir sterkur, ábyggilegur lokari . Weck-gúmmíhringir fást altaf sjerstakir. 1 ljelegum niðursuðuglösum getur maturinn skemst. Weck-glösin bregðast aldrei og geta enst æfilangt. Weck-glösin kosta þó lítið meir en önnur glös. Weck-glös 1/2 kgr- með hring og lokara kosta 1,50. ---- 1 _____ _ _ 1,75. ---- iy2— — — — — — 2,00. ---- 2 — — — — — — 2,25. Weck-niðursuðupottar með glasahaldara, galvaniseraðir, mjög sterkir. Weck-leiðarvísir við niðursuðu. Weck-glösin fást altaf hjá umboðsmanni Weck. Móti?\ hefst klukkan 3 e. hád. við sundskálann í Örfirisey. Keppa þar tvö fjelög: „Ármann“ og „K. R.“. Hafa kappróðrarsveitirnar æft mjög kappsamlega að undan- förnu, og af kunnugum talið mjög tvísýnt um sigurinn, þó Ármann sendi nú tvær sveitir, en K. R. aðeins eina. Eins og menn muna, vann róðrarflokkur Ármanns kapp róðrarhorn íslands í fyrra, var þá róið í hinum gömlu Sundfjelags- bátum. — Nú hefir Ármann kevpt nýja kappróðrabáta, með rennisæt- um og öðrum nýtísku útbúnaði, og má gera ráð fyrir að töluvert meiri hraði fáist, með slíkum bátum, en hinum fyrri. Vegalengdin er 2000 stikur, og hefst róðurinn framund- an Akurey, og endar við sundskál- ann. — Þeir sem vilja sjá skemti- legan nútíma kappróður eiga að fara \it í Örfirisey í dag. Þeir verða ekki fyrir vonbrigðum. í sambandi við kappróðrarmótið verður einnig keppt um Ferþraut- arbikar 1. S. í. En það mót fer fram á þann hátt, að fyrst verður keppandinn að hlaupa 1000 stikur, þá hjóla sömu vegalengd, síðan róa og loks synda sama skeið. Sig- urvegari í fyrra var Haukur Ein- arsson, og keppir hann líka í dag. Verði gott veður verður áreiðan- lega gaman að sjá kappróðurinn og ferþrautarmótið. — Hvort verður það Ármann eða K. R. sem lilýtur Kappróðrarhorn íslands í dag? Laugaveg 49. Vesturgötu 3. Baldursg. 11. vorurnar verða teknar upp næstu daga. Fjölbreytt úrval! verðlag yfirleitt lægra en áður. lón Björnsson & C o Rikisverksmiðjan vígð. Siglufirði FB. Ægir kom með veislugestina tveimur stundum síðar en búist var við, hafði fólk beðið komu skipsins fulla stund í nöprum stormi. Dómsmálaráðherra setti hátíðina kl. 3 með örfáum orðum. Þá sungu söngflokkar Siglufjarðar og Akur- eyrar vígsluljóð eftir Hannes Jón- asson. Bernharð Stefánsson alþm. rakti byggingarsögu verksmiðjunn ar, mintist í því sambandi Magnús- ar heitins Kristjánssonar ráðherra, sem mesta hvata og stuðnings- rnanns málefnisins. Verksmiðjuna | taldi hann nú kosta 1200 þús. kr.; fyrir utan lóð og annað, sem lagt var til af Siglufjarðarbæ. Afhenti hann svo fyrir hönd forsætisráð- herra verksmiðjuna stjórn fyrir- tækisins og árnaði því heilla. Þormóður Eyjólfsson þakkaði fyrir hönd verksmiðjustjórnarinn- ar, mintist þýðingu verksmiðjunn- ar fyrir útgerðina, óskaði að rekst- ur hennar yrði menningarauki verkalýðnum eigi síður en hagnað- arauki. G. Skarphjeðinsson talaði um þýðingu verksmiðjunnar fyrir verkalýðinn, taldi nauðsynlegt að jafndýrt fyrirtæki gæti starfað að öðrum nytjaverkum, svo sem beina vinslu, nokkuð af árinu, sem síld ekki veiðist. Sveinn Benediktsson þakkaði fyrir hönd sjómanna og útgerðarmanna bygging verksmiðj- unnar. Kvaðst vona, að hún yrði jafnöflug lyftistöng útvegsins á sínu sviði sem togaraútgerðin á sínu. Bæjarstjóri talaði um þátt- töku bæjarins í fyrirtækinu og þýðingu þess fyrir bæinn. Söng- flokkarnir sungu milli ræðuhald- anna og síðast þjóðsöng Matthías- ar. Fjöldi manna var mættur, þrátt fyrir rosaveður. Verksmiðjan opin almenningi til skoðunar í dag. All- ir starfsmenn hennar og þeir, sem unnu við bygginguna, voru boðnir í veisluna, og einnig fjöldi bæjar- búa og annara aðkomumanna. Veislan. Veisla ríkisstjórnarinnar í gær- kvöldi var fjölsótt og fór vel fram. Dómsmálaráðherra var veislustjóri fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og talaði tvisvar. Taldi hann verk- smiðjuna og önnur slík atvinnu- tæki því aðeins koma að notum, að þau ættu samhug og skilning þjóðarinnar. — Mintist hann á stjettabaráttuna, og niðurrifsstefn- una átaldi hann snarplega, kvaðst segja með Lofti; að fyrir hvern mann sem þið drepið af mjer, Irep jeg þrjá af ykkar“. Bolsar, sem þarna voru margir, setti liljóða. Bæjarfógeti G. Hannesson mælti fyrir minni ríkisstjórnarinn- ar og lofaði hana mjög. Auk þeirra töluðu Guðm. Skarphjeðins- son. Sveinn Benediktsson, Jón Ölafsson, Bernhard Stefánsson og Erlingur Friðjónsson. Haría Harkan (sem áðnr var anglýst) verðnr annað avðld f K.R. hnsinn kl. 9. 40—50 drengir og stúlkur óskast í dag á bifreiðastöð Sæ- borgs, til þess að selja mjög út- gengilega bók. Há sölulaun! Pnðnr og krem Parfnme og ean de Cologne angabrúna og angnháraliUr, Vara- og kinnalitlr, sápnr og baðsalt, talknm og shampoo, hvergi i eins mikln og gððn úrvali og i HnertflH Austnrstræti 16. Sfmi 60 og 1060. Söngflokkarnir sungu eftir hverja ræðu. Að borðhaldi loknu var dansað. Ægir fór í morgun með dóms- málaráðherra og aðkomugesti til Akureyrar. Pappírsvandræði eru mikil í Riisslandi um^þessar mundir. Hefir stjórnin látið það boð út ganga, að allir þeir er eiga biblíur og aðr- ar guðsorðabækur eigi að skila þeim tafarlaust í hendur stjórnar- valdanna ,svó hægt sje að nota bækur þessar í blaðapappír. Ef menn ekki hlýða þessu, þá eru þeir ákærðir fyrir uppreisn gegn bolsa- stjórninni og þeir settir í fangelsi. Lögboð þetta gildir jafnt fyrir kirkjur sem einstaka menn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.