Morgunblaðið - 29.01.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.01.1931, Blaðsíða 3
: (í V NBLAÐI Ð .»Uorg ntt'blaJbt& Ot««<.: H.í. ArraKwr, Reykjavík 1 BHtJAw: J«a KJarlanaaon. ViaHJr Btef&ciMon. tUt*«i*e-a »s *4cral»aW Auaaiaratrsti t. — ®imi &#e. = itWMiMtMri: SL Hafkwg. 1 Kmriyr'Rvc vriietaCa: A(Mrt**rstr»ti 1T. — átuU V«e = H«iaaaa(Baar: ' = Ji* Kiítrtíinoaoa nr. 742. Vaitýr gleliaM,! Br. 1Me. = B. H&fbarr »r. tt«. KtcrtrtaaouMI = lamt.laa*. *,. t M * mAmmtií = tT*a»la**B kr. E H A = laueaaðlu 1* aura eintaklS, ** **•» »«6 I .< 9t>«< = wuHiiMiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiniiiimniiniuiiiiniire , Kosningar á Spáni. < Madrid, 28. jan. XJnited Press. PB. Uerenguer forsætisráðherra, sem er orðinn heill heilsu, hefir tdkynt blaðamönnum, að ríkis- ^tjóinin hafi ákveðið, að þingkosn lngarnar skuli fram fara þ. 1. mars ^ffistkomandi. Skærur á Spáni. Tildrig ver’ i JIsi s hjá Eimskipafje agi Jsl rds. Skýrsla f jelagsstjórnarinnar. Frjettaslofunni hefir borist eftirfarandi: SKÝRSLA frá stjórn Eimskapf jelags ís- iands um tildrögip til verkfalls þess, sem gjört var við uppskip- un úr E.s. „GuIlíoss“ í Reykja- vík, 27. janúar 1931. Sevilla, 28. jan. United Press. — FB. Allmargir menn hlutu meiðsl, Pegar lögreglan dreifði 200 verka híönnum, sem vinna við Anda- ^sijárnbrautina. — Verkamenn l’essir höfðu krafist launahækk- Unar. . ®innig hafa orðið stúdentaó- eirðir í Madrid, milli stúdenta, sem eru við nám, og stúdenta, Sem horfið hafa frá námi í mót- mælaskyni. Lögreglan sendi flokk il háskólans, til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir. . Samkvæmt fregnum frá Mad- rid, hefir aðaltalsmaður jafnað- armanna í bæjarstjórninni jiar, látið svo um mælt, að jafnaðar- ^enn myndu ekki taka þátt í osningunum, þar eð ekki væri Stjórninni að treysta til að láta osningarnar fara fram þannig, fjettur allra væri trygður. Frá Danmörku. Khöfn, 28. jan. IJnited Press. FB. Píkisstjórn'in hefir lagt fyrir ^ólksþingið lög, sem hafa í för með sjer útgjaldaaukningu, sem íiemnr kr. 3.130.000 til aukningar Hauna starfsmanna ríkisins, þar á ■^eðal presta og skólakennara. Ilinn 23. þ. m. barst Eim- skipafjelagsstjórninni svo hljóð- andi brjef frá Verkamálaráði Alþýðusambands íslands: , \ „Verkamálaráði Alþýðusam- bands íslands hefir verið tilkynt, að afgreiðslumaður fjelags yðar í Vestmannaeyjum hafi skipað upp vörum úr e.s. „Gullfoss“ þar, með verkfallsbrjótum, í trássi við verkamannafjelagið. Jafn framt hefir verið farið fram á við Verkamálaráðið, að það bannaði uppskipun og útskipun úr nefndu skipi hjer í Reykjavík og á öðr- um stöðum, sem fjelagsskapur vor nær til. Til þess að komast hjá frekari aðgerðum í málinu, viljum við stinga upp á svo hljóð andi samkomulagi við yður: 1. Meðan stendur á kaupdeil- unni í Vestmannaeyjum, flytji skip fjelags yðar að eins farþega og póst til Eyja. 2. E.s. ,,Gullfoss“ vefði af- greiddur hjer í Reykjavík og á öðrum höfnum er fje- lagsskapur vor nær til, eins og ekkert hafi í skorist“. Virðingarfylst, fyrir Verkamálaráð Alpýðusa^- bands íslands Ólafur Friðriksson. ritari. Fjelagsstjórnin svaraði, þessu brjefi daginn eftir með svo hljóð andi brjefi til Verkamálaráðs Alþýðusambands Islands: „Út ,af heiðruðu brjefi yðar, dags. í gær, hefir stjórn Eim- skipafjelags íslands á fundi í áag gjört svo hljóðandi fundar- samþykt: „Lagt fram brjef frá Verka- máláráði Alþýðusambands Is- lands, þar sem farið er fram á, að skip Eimskipafjelagsins flytj: einungis far}>ega og póst til Vest mannaeyja á meðan kaupdeilal stendur þar yfir. Samþykt í einu hljóði að svara brjefinu á þá leið að stjórn Eimskipafjelagsins sjái sjer ekki fært að verða við þessum til- mælum“. Þetta leyfum vjer oss hjer með að tilkynna yður“. Virðingarfylst, H.f. Eimskipafjelag íslands Guðm. Vilhjálmsson. SKÝRSLA Sigurðar Pjeturssonar, skipstjóra. Þegar e.s. „Gullfoss" kom til Reykjavíkur bað fjelagsstjórnin skipstjóra að gefa skýrslu um málið, og er skýrsla hans svo hljóðandi: „Stuttu eftir að byrjað var að losa e.s. „Gullfoss" í Vestmanna- eyjum, þann 24. þ. m., komu nokkrir menn á vjelbáti úr landi og stigu um borð. Gengu sumir þeirra upp á stjórnpall til mín undirritaðs, og hafði orð fyrir þeim maður, sem kvaðst heita Jón Rafnsson. Sagðist hann ætla að tilkynna mjer, að verkamenn í landi stæðu í kaupdeilu við af- greiðslumenn skipsins, Gunnar Ó1 afsson & Co., og ætluðu þeir að stöðva uppskipunina, ef jeg ljeti ekki hætta að láta í bátana. Jeg svaraði að ef verkamennirnir sem um borð væru, vildu ekki losa í bátana, myndi jeg reyna að láta í þá með mínu fólki, — en þeir sögðust skyldi hindra það. Gekk jeg síðan ásamt þeim, niður að afturlúkunni, og var þar nokkur Jiyrping af fólki. Við skipshlið- ina var þá hálflestaður bátur, en „lengja“ á lúkunni og vinna stöðvuð. Jeg sagði, að hífa skyldi upp lengjuna og láta í bátinn, en þá var einhver, sem kallaði, að taka skyldi manninn, sem var við spilið (vinduna). Barst þá þyrp- ingin }>angað, urðu þá stimping- ar og mönnum hrint, þar á meðal var þá einnig stjakað talsvert við mjer. Lengjan komst þó í bát- inn þó nærri lægi, að hún færi í sjóinn, því að einhver hafði los- að fangalínu bátsins að framan, o að hann færðist frá- Ætlaði Skráning afvínnulausra oianna. Bæjarstjórn Reykjavíkur lætur á næstunni, ef tíðar- far leyfir, byrja á nokkrum verklegum framkvæmdum til atvinnubóta hjer í bænum. Verður væntanlegri vinnu úthlutað til þeirra manna, sem framfærslusveit eiga í Reykjavík, og verst teljast. stæðir vegna langvinns atvinnuskorts og heimilisþyngsla^ að áliti nefndar, sem í eiga sæti þeir Kjartan ólafsson rnúrari og fátækrafulltrúamir Samúel Ólafsson og Magnús V. Jóhannesson. Þeir menn sem óska að verða þessarar hjálpar aðnjót- andi, gefi sig fram í frakkneska spítalahúsinu við Lindar- götu, fimtudag 29. og föstudag 30. janúar kl. 9—12 og 14—18, og gefi þar skýrslur um hag sinn og ástæður. Borgarstjórinn í Reykjavík, 28. janúar 1931. K. Zimsen. jeg þá að koma í veg fyrir, að þeir sleptu líka afturenda hans og komst jeg þangað, en þá komu menn og hrintu mjer frá fanga- línunni, og annað hvort skáru eða leystu línuna, svo að bátinn rak burt frá skipinu með báðum mönnunum, sem í honum voru. Jeg sendi nú II. stýrimann til þess að ljetta öðru akkerinu, og ljet jafnframt Jón Rafnsson vita, að ef þeir ekki færú frá borði þegar í stað, myndi jeg sigla með þá til Reykjavíkur og afhenda þá lögreglunni þar. En þar sem þeir ekki sýndu neitt fararsnið á sjer, tók jeg hníf og gjörði mig lík- legan til þess að skera á festarn- ar á báti þeirra. Spurðu þeir mig }>á, hvort það væri í raun og veru ætlun mín, að fara með þá til Reykjavíkur, og játti jeg því. Fóru þeir þá að tínast ofan í bátana. I þeim svifum heyrði jeg einhvern nefna Isleif Högnason, og spurði jeg þá, hvort hann væri þarna með, og hvar hann væri, því að jeg þekti hann ekki. Gaf hann sig þá fram, og sá jeg þá, að hann var einn af þeim, sem ásamt Jóni R. höfðu haft í hótunum við mig, þegar þeir ætluðu að hindra, að „lengj- an“ kæmist í bátinn. Síðan hefi jeg frj ett, að sá maður, sem leysti framband uppskipunarbáts ins, heiti Jón Hafliðason, en hinn, sem leysti eða skar afturfcandið, Kristmundur Jónsson, og hafi hann ekki hrint, mjer burt, svo sem fyr er sagt, mun hann geta gefið upplýsingar um, hverjir } að voru, sem það gerðu. Ingi- bergur Hánnesson og tveir svn- ir hans kváðu líka hafa verið með í þessum aðförum, en öðr- um veit jeg ekki nöfn á. — Þeg- ar þeir voru komnir ofan í bát- inn, en gerðu sig ekki líklega til þess, að losa hann frá, bar jeg hnífinn að festunum, en þá sleptu þeir og fóru frá skips- hiiðinni. Síðan sigldu þeir einn hring í kring um skipið og svo til lands. Þess skal getið, að mjer er ekki kunnugt um, að nein högg nje barsmíð hafi átt sjer stað, heldur að eins* stimpingar“. Reylcjavík, 26. janúar 1931. Sig. Pjetursson. Ofangreinda skýrslu vottum við undirritaðir rjetta að vera: Bjarni Jónsson 1. stýrimaöur. Jónas Böðvarsson 2. ^týrimaður. Kristján Bjarnason 3. stýrimaður. Sigurður Einarsson timbunnaður. Markús F. Sigurjónsson háseti. Ákveðið hafði verið, að byrjft uppskipun úr e.s. „Gullfoks" I mánudagsmorgun, 26. þ. m., en samkvæmt _ tilmælum forsætis- ráðherra á sunnudagskvöld, frest ‘ aði útgerðarstjóri afgr.eiðsln skipsins mánudaginn. Þegar svo átti að byrja upp- skipun úr e.s. „Gullfoss“ þriðju- Hinir nýkjörnu heiðursfjelagar í Verzlunarman^afjelagi Reykjavíkur. Árni Einarsson kaupmaðnr. Ásgeir Sigurðsson ræðismaður. Einar Björnsson verslunarstjóri. Jes Zimsen kaupmaður. Jón Eyvindsson verslunarstjóri V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.