Morgunblaðið - 13.02.1931, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.1931, Blaðsíða 3
 MORéUNBLAÐIÐ wiiiiiiiiiiimiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiHiiinimiiiniiiiiinnmiiiri JTl ar£i uti blaMð Ötíef.: H.f. Árvakur, Reykjavík || Ritetjórar: Jón KJartanseon. Valtýr Stefánaaon. Ritstjorn og aígreiBsla Austurstræti 8. — Slmi 50o Aujfiysinfc'astjórí: E. Hafberg. = Auglýplnsraskrif etof a Austurstræti 17 — ;lmi 70O EE Helnaasímar: Jön Kjartanason nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. = B. Hafberg nr. 770. ÁskriftafcfJald: Innanlanda kr. 2.00 á mánuM = Utanland* kr. 2.50 & mánuCl. = f laus.asölu 10 aura eíntakíö. 20 aura nieiN Lesbök = uiiiiiiimiimiiiimiimiimiimimiimmiiiimiiiimiiiimii e ■ • na v a im i Firði hlekkist á. fiann útvegar vantraust á stjórn- ina. (Eiúkaskeyti Morgunblaðsins). Norðfirði, 12. febr. Þingmenn S.-Múlasýslu, Sveinn í Firði og Ingvar Pálmason, ljetu varðskipið „Ægi“ flytja sig til ■^eyðarfjarðar í gær og boðuðu þar þingmálafund. Sveinn bar fram traustsyfirlýs- 1JigU til stjórnarinnar, en Jón Páls s°n dýralæknir bar fram tillögu er iýsti vantrausti á stjórninni og Var tillaga Jóns samþykt með 55 atkvæðum gegn 33. -----*»*:*»».—: — Fjármál Breta. London, 12. febr. United Press. PB. Neðrimálstofan feídi með 310 "egn 235 atkv. vantraustsyfirlýs- á ríkisstjórnina, sem íhalds- ^aenn höfðu borið fram, er svo Var otfSuð, að stjórnin liefði stofnað til °forsvaranlegra útgjaldaaukninga, kegar brýnustu nauðsyn bar til þess að gæta sem mest sparnaðar 1 rikisbúskapnum. — í ræðu, sem Snowden fjármálaráðherra hefir þaldið, kvað hann horfurnar um Þjóðarhaginn alvarlegar og nauð- *yn. bæri til að gera víðtækar og ■ttnður vinsælar ráðstafanir til þess fjárlagajafnvægi mætti haldast. £>uowden lýsti ýfir því, að núver- 'atldi ástand leiddi það af sjer, að ^llir borgarar landsins yrði fyrst ^01 sinn að leggja hart að sjer í ymsu, vegna ástands og horfna. ^áðherrana kvað liann reiðubúna þess að lækka laun sín af fr\jálsum vilja. — Ræða Snowdens þefir vakið mikla eftirtekt og laerkir stjórnmálamenn hafa látið sy° um mælt, að enginn fjármála- ^áðherra Bretlands hafi haldið al- v°ruþrungnari ræðu undanfarna h«lföld. b’rá áreiðanlegri heimild hefir ^Qited Press frjett, að þingmenn ílUlni einnig af frjálsum vilja fall- , * a launalækkun, sem nemur 30 Skip föst í ís. Helsingfors, 11. febr. United Press. PB. Tuttugu og sex skandinavisk ^mskip 'eru föst í isnum í Pinn- undsflóa. Plest skipanna eru hlað- 111 timbri frá Rússlandi. — Riiss- ueskir ísbrjótar hafa verið sendir þess að ryðja skipunum braut uuðan sjó. — Áhafnimar á skip- Unum eru orðnar matarlitlar. Síldareinokunin. Fjclmennur fundur útgerðarmanna lýsir megnu van- trausti á stjórn einkasölunnar. Nefnd faíið að undirbúa tillögur til þess að senda Alþingi. Nýlega komu liingað þrír full- trúar norðlenskra útgerðarmanna, þeir Ingvar Guðjónsson, Otto Tu- linius og Steindór Hjaltalín og A'ar erindið það, að ræða við iit- gerðarmenn hjer syðra um stjórn og rekstur Síldareinkasölunnar. Hafa þeir verið lijer nokkura daga og rætt málið við stjórnir Pjelags ísl. botnvörpuskipaeigenda og Pje- lags ísl. línuveiðaraeigenda. Á miðvikudagskvöld 11. febr. boðuðu svo stjórnir þessara fje- laga útgerðarmenn á fund og mættu þar milli 30 og 40 út- gerðarmenn úr Reykjavík og ná- grenninu. Á fundinum mættu einn- ig norðlensku fulltrúarnir og P. A. Ólafsson framkvæmdastjóri Síld- areinkasölunnar, er hafði lofað að gefa fundinum skýrslu um rekstur einkasölunnar síðastliðið ár. Páll Ólafsson framkvæmdastjóri, formaður Pjelags .ísl. línuveiðara- eigenda, setti fundinn og gat þess, að formaðnr Pjel. ísl. botnvörpu- skipaeigenda, Ölafur Thors, væri forfallaður, sakir lasleika. Páll tilnefndi fundarstjóra Ólaf Gísla- son í Við-ey og hann tilnefndi t'undarritara Þórarin Böðvarsson í Hafnarfirði. Pundarstjóri skýrði frá tilefni fundarins og gat þess, að Pjetur A. Ólafsson framkvæmdastjóiú Síldareinkasöhinnar hefði lofað að- gefa fundinum skýrslu um rekstur einkasölunnar síðastliðið ár, og gaf hann því næst Pjetri orðið. P. A. Ólafsson las því næst upp langa vjelritaða skýrslu um rekst- ur síldareinkasölunnar síðastliðið ár. Gat hann þess, að skýrsla þessi yrði prentuð og er því ekki ástæða til, að fara út í hana nánar hjer. Framkvæmdastjóranum lá auðsjá- anlega þungt hugur til þeirra blaða, er höfðu leyft sjer að gagn- rýna stjórn og rekstur einkasöl- unnar. En framkvæmdastjóri fekk að heyra það síðar á fundinum, að blöðin stóðu ekki ein uppi með aðfinslur í garð einkasölunnar, því að ekki einn einasti fundarmanna mælti stofnun þessari bót, eins og rekstri he-nnar hefir verið hag- að; en þung orð lieyrðust frá mörgutn um stjórn fyrirtækisins. P. A. Ól. mintist í lok lestursins á uppsðgn Einars Olgeirssonar og tildrög hennar. Virtist P. A. Ól. vera ánægður yfir þessum mála- lokum, því að vitanlégt væri, að staða Einars við Síldareinkasöl- una gæti ekki samrýmst ýmsum „hugsjónumt ‘ hans . Næstur talaði Otto Tulinius og dvaldi einkum við síldarsöluna til Rússlands. Leit hann svo á, að stjórn einkasölunnar liefði verið í lófa lagið að selja Rússa-víxlana, en útgerðarmenn og sjómenn biðu mikinn bnekki við það, að fá ekki greitt andvdrði Rússa-sfldarinnar. I'á þótti ræðnmanni Rús’sasal'an óhæfilega lág. Því næst rakti-Tulin ius ýmsa kostnaðarliði við einka- söluna og studdist við skýrslu P. A. Ól.; sýndi hann fram á, hve óhæfilegir þeir væru. Páll Ólafsson rakti þrjá þætti úr sögu einkasölunnar síðastliðið sumar, er sýndu' glögglega hve varnarlausir síldareigendur væru gagnvart framferði stjórnar einka- sölunnar. Ræðumaður gat þess, að stjórn einkasölunnar hefði í byrj- un veiðitímans auglýst hvaða kostnaður yrði á söltun síldar á veiðistöðvunum. — Utgerðarmenn hefðu að sjálfsögðu treyst þessu og við þann kostnað miðað, þeg- ar útgerðin hófst. En svo skeði það undarlega, að einn af framkvstj. einkasölnnnar (E. O.) gekkst fyrir því, að söltunarlaunin í landi á Siglufirði hækkuðu fyrirvaralaust um kr. 0.90—1.20 á tunnu. Hækk- un þéssi lenti eingöngu á síldar- eigendum, og taldi ræðumaður vafalaust, að margir útgerðarmenn liefðu alls ekki gert út, ef þeir hefðu vitað þetta í upphafi. Ef þetta ætti að viðgangast bótalaust, væru engin takmörk fyrir því, hve miklu einkasalan gæti hrúgað á síldareigendur, þvert ofan á áður auglýstan taxta. Hún gæti alveg eins hækkað söltunarlaun um 4—6 kr., að útgerðarm. forspurðum. Þá gat. ræðumaður þess, að einkasalan liefði tékið sjer það bersaleyfi, að greiða sumum hásetum 2 kr. meira á tunnu, en alment var greitt. — Fjélag ísl. línuveiðaraeigenda hefði kært þetta fyrir atvinnu- málaráðherra, en lítið orðið úr svörum úr þeirri átt. Loks liefði einkasalan samþykt greiðslu ávís- ana sumra út-gerðarmanna, en neit- að öðrum um hið sama. Slíkt væri auðsætt misrjetti og rangindi, þar eð slíkar samþ. ávísanir væri sama og full greiðsla. Þá talaði Ingwar Guðjónsson. Hann var einn af fulltrúum norð- lenskra útgerðarmanna og einnig fulltrúi Skipstjórafjelags Norð- lendinga. Skipstjórafjelagið hafði falið honum, að bera fram til- lögur um breytingar á stjóm og rekstri einkasölunnar. Las Ingvar tillögur þessar og skýrði fyrir fundinum. Óskaði hann að lieyra álit P. A. Ólafssonar um tillög- urnar. ' Glafur Gíslason gat þess, að óánægjan með einkasölima væri megh’ og almenn, bæði meðal út- gerðarmanna og sjómanna. Með- lialdsménn einkasölunnar afsök- uðú sig með því að segja, að ástandið væri ekki verra nú, en það var áður. — Þessi afsökun gagnaði lítið, því að vitanlegt væri, að atvinnurekendur liefðu snúið sjer til löggjafarvaldsins — ekki til ]iess'að viðhalda-illu ástandi, heklur til þess að fá það bætt. En það væri ekki von að vel færi, þar sem Alþingi héTði byrjað með ]iví að taka öll ráðin af út.gerð- armönnum. Það væri og nii ljóst orðið, að ekkert gott hefði af einkasölunni leitt. Síðan drap Ó. G. á bina óhæfilegu eyðslu einlca- sölunnar; — manni blöskraði slíkt óhóf; og þó væri ýmislegt falið. Árið 1929 hefði kostnaðurinn við einkasölnna numið 322 þúsundum króna, eða um 16% af því and- virði síldar, er eigendum væri greitt. — Aðeins ferðakostnaður hefði numið um 80 þúsundum króna síðastliðin þrjú ár. Þetta væri ótrúlegt, en svona væri það nú samt, óg þó hefði einkasalan rán- dýrar skrifstofur erlendis. Einka- salan væri nú orðin jafndýr rík- isstjörninni — og væri þá langt- til jafnað. Svo blind virtist st.jórn einkasölunnar gagnvart auknum litgjöldum, að jafnvel P. A. Ó. hefði lýst yfir því hjer, að mats- kostnaðurinn hefði liækkað um 50% síðan 1928 og - ekki gefið neina skýringu á þessu. — Hjer væri aðeins um tvær stefnur að ræða, gat Ó. G. að lokum. Önnur væri sú, að afnema einkasöluna með öllu. En hin væri, að reyna að tryggja rjett framleiðenda og sjómanna. En hvor stefnan yrði ofan á, myndi sennilega harðsótt og erfiðleikum bundið að fá nokk- uru um þokað, eins og Alþingi og stjórn væri nú skipað, og því nauðáynlegt, að útgerðarmenn og sjómenn væru samtaka og ein- huga. Óskar Halldórsson gat þess, að einkasalan hefði þrjú síðustu ár- in haft veltiár, sem aðallega hefði verið því að þakka, að kolkrahb- inn liefði öll árin stöðvað síld- veiði um miðjan ágúst og verðið ]>á hækkað stórum. Kolkrabbinn hefði því bjargað einkasölunni og bæri því að vera skjaldarmerki liennar. Þrátt fyrir þetta hefðu íslenskir útgerðarmenn fengið lielmingi lægra verð fyrir síldina en Norðmenn, og mætti að nokk- nru um kenna, að kostnaður við söln síldarinnar og opinber gjöld væru um 6 kr. á tunnu. Þá vítti Óskar að einkasölunni hefði ekki hngkvæmst að nota Rússa- víxlana til greiðslu á tunnnm, salti og opinberum gjöldum, en í þess stað látið útgerðarmenn og sjó- menn bíða stórhnekki. Bjarni Ólafsson skipstjóri á Akranesi kvaðst aldrei með einka- sölu hafa verið og mundu aldrei verða. Ástandið hefði aldrei verið verra en í sumar er leið. Um það gætu sjómenn best borið, en þá vantaði illa á fund þenna. Sjó- m°nn hefðu erfiðað og stritað dag og nótt, en ekkert úr býtum borið. Hann kvaðst efast um, að nokkur sjómaður fengist til að fara á síldveiðar í ár, svo hart hefðu þeir verið leiknir undanfarin ár. — Ræðumaður kvaðst hafa litla von um, að bót fengist á því ástandi, sem nú 'væri; Alþingi og stjórn væri þannig skipað, að lítils væri þaðan að vænta. Steindór J. Hjaltalín sagði, að P. A. O. hefði auðsjáanlega farið fram síðan á Akureyrarfundinum á dögunum, því að nú væri þó liægt við hann að tala. Á Síldar- emkasölufundinum á Akureyri hefði ræða P. A. Ó. að mestu snú- ist um þetta þrent: 1. Ánægja yfir gerðum hans og einkasölunn- ar, 2: Ádeila í garð útgerðarmanna og 3. Harma,grátur yfit brott- rekstri E. O. — Síðan hefði P. A. O. rokið af fundi með skætingi til útgerðarmanna. Nú játaði P. A. Ó. ýmissar misgerðir hjá stjórn einkasölunnar og fagnaði brott- rekstri E. O. Væri nú svo komið, að enginn mælti einkasölunni bót; jafnvel bið ranða „Hásetafjelag Ak ureyrar“ vildi einkasöluna feiga. 3 Pjetur A. Ólafsson lýsti yfir því síðar við umræðurnar, að það hefði verið á móti sínum vilja gert, að kaup við síldarsöltun hefði verið liækkað á Siglufirði í sumar. Einar Olgeirsson hefði ráð- ið þessu upp á eigið eindæmi, og sömuleiðis því, að sumum sjó- mönnum hefði verið greitt 2 kr. meira á tunnu, en alment var greitt út á síldina. Enn fremur játaði hann, að kostnaðurinn við einkasöluna væri mikill. Eklti fekst P. A. Ó. til að segja álit sitt um tillögur Skipstjórafjelags Norðlendinga, og þótti Ingvari Guðjónssyni það miður. Ólafur Gíslason beindi þeirri fyr- irspurn til P. A. Ól. hvort Einar Olgeirsson væri nú í Rússlands- ferð fyrir hönd einkasölunnar og hverra erinda. P. A. Ólafsson svaraði því ját- andi og sagði, að E. O. hefði ótak- markað umboð til þess að selja Rússum síld í ár. Þó gat ræðn- maður þess, að á fundi útflutn- ingsnefndar á dögunum hefði ver- ið samþykt, að slík sala til Rússa mætti a/ígi eiga sjer stað, nema samþykki hinna framkvæmdastjór anna kæmi til; en samþykt þessi myndi ekki fyllilega formleg, þar eð hún fylgdi ekki umboðinu. Ymsir fleiri tóku til máls. I lok fundarins las fundarstjóri upp eftirfarandi tillögur, sem fundar- boðendur, ásamt- fulltrúum Norð- lendinga komu sjer saman um: Tdllaga um Rússlandsför Einars Olgeirssonar; „Fundurinn lýsir fylsta van- trausti á störfum Einars Olgeirs- sonar-í þarfir Síldareinkasölunnar, og mótmælir sendiför hans til Rússlands í síldarsöluerindum fyr- ir einkasölmla, og hafi stjórn einkasöliinnar falið honum umboð til þess að gera bindandi sölusamn7 inga um síld næsta sumar, þá krefst fundurinn þess að slíkt um- boð verði nú þegar aftnrkallað. Samþykkir fundurinn að sím- senda nú þegar ályktun þessa til formanns útflutningsnefndar.“ . | Tillagan var samþykt með sam- hljóða atkvæðum. Tillaga um vantraust á stjórn Sílda<r einkasölunnar: „Pundurinn lýsir megnu van- trausti á stjórn og rekstri síldar- einkasölunnar og færir fyrir því meðal annars eftirfarandi ástæður: a. Kestnaður við reksturinn með öllu óverjanlega mikill. b. Markaðir fyrir íslenska síld liafa þrengst að verulegum mun, og verð lækkað óeðlilega mikið, þrátt fyrir mikla takmörkun á framleiðslu. c. Megn óreiða á innflutningi á tunnum og salti og úthlutun á þeim vörum .olli útgerðinni feikna tjóni, tvö síðastliðin ár. d. Að saltendur hafa ekki verið látnir bera fulla ábyrgð á síM ]>eirri, sem skemst hefir hjá þeim vegna vánhirðu. e. Kostnaður við síldarmat- hef- ir margfaldast, en matið virðist ekki hafa batnað. f. Að bækkun á verkalaunum kvenría við sítdarsöltun síðástliðið súmar voru af einkasölunni sam- þykt, þrátt fyrir fastan og áður auglýstan kauptaxta kvenna, og þeirri hækkun óleyfilega jafnað niður á síldareigendur. g. Að einkasalan hefir beitt síldareigendur óverjandi hlut-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.