Morgunblaðið - 01.07.1932, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.07.1932, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ WSmSSB^SSSmmBSanfS^fmmfír mitl—■—a<mB1l — ■»IIMBnMBMMBMBaMMMWMMBMMBMHBMWMi'WI«llBWaMBMMMMMMMMMMBHMMMMMMMMMMMMWwr..»i.« ■■.. -—»«»»— 3fTlorgnnMaJ>tð Útget.: H.f. Árvakur, Raykjavlk. Sltatjörar: Jön KJartanaaon. Valtýr Stefknaaon. Rltatjörn og afgrelBala: Auaturatrœtl S. — Slaal 100. Auglýsingaatjörl: H. Hafbarc. Auklýain^aakrlfatofa: Auaturatrœtl 17. — Slaai 700. Heimaalmar: Jön KJartanaaon nr. 741. Valtýr Stef&naaon nr. 1110. B. Hafber* nr. 770. Áakriftagjald: Innanlanda kr. 2.00 á. zaknuBl. Utanlanda kr. 2.50 í aaknuSl. 1 lauaaaölu 10 aura elntaklB. 20 aura meB Lsabðk. Greiðsluneitun Pjóðuerja. Per Lausanne-ráðstefnan ’ út nin þúfur. Lausanne, 29. júní. United Press. PB. Tilkynning Þjóðverja hefir vak- ið fádæma athygli og valdið mik- illi æsingu. Er þetta einarðlegasta krafan, sem Þjóðverjar hafa gert í þessúm efnum, og hafa þeir með henni í rauninni sett fram úrslita- kosti. Ætla margir, að sá verði bráður endir á, að ráðstefnan fari út um þúfur, nema Frakkland fall- ist á kröfur Þjóðverja. Ákveðið liefir verið, að sjerstök nefnd hafi framvegis með höndum skaðabótamálm, en önnur viðskifta málin, og undirbúi hún álþjóðavið- skiftamálaráðstefnu, sem haldin verði í haust. Stefnuskrð demokrata í U. S. H. Þeir vilja afnema bannið. Chicago, 30. júní. United Press. PB. Plokksþing demokrata liefir samþykt stefnuskrá fyrir forseta- kosningarnar, sem fram fara í haust. Auk þess að flokkurinn tjá- ir sig fylgjandi því, að bannlögin verði numin úr gildi, og leyfð sala og framleiðsla á bjór og vínum, vill hann láta draga úr innflutn- ingstollunum, efla alþjóðaviðskifti, draga úr ríkisútgjöldum svo nemi að minsta kosti 25%, viðhalda ör- uggu peningagengi, halda fjárlög- unum tekjuhallalausum, skattar verði lagðir á samkvæmt greiðslu- getu manna, sambandsstjórnin veiti hinum' ýmsu ríkjum lán til landbúnaðarframkvæmda og at- vinnubóta' óg loks vill flokkurinn, að stutt sje að auknum samvinnu- fjelagsskap meðal bænda. Plokksþingið hefir lýst yfir því, að það telji flokk republikana á- byrgan fyrir stjórnarfarinu í land- ínu á undanförnum árum,alt frá því Wilson ljet af völdum, og fiokkurinn beri einnig ábyrgðina á því hörmulega atvinnuleysisá- standi, sem nú sje í landinu, því flokkurinn hafi lítið gagnlegt gert til að leysa það mál. Stefna ríkis- stjórnarinnar alt frá því heims- styrjöldinni lauk hafi verið hin háskalegasta fyrir þjóðina, eins og smám saman hafi komið æ bet- ur og betur ! Ijós. Buðmunöur 5karphjeðinsson horfinn. Leit var hafin í fyrradag; hjelt hún áfram í fvrrinótt og í gær, en varö árangurslaus. Undanfarna daga hafa staðið yf- ir snarpar deilur milli eins aí stjórnendum Síldarverksmiðju rík- isins annars vegar og Guðmundar Skarphjeðinssonar formanns Verka mannafjelags Siglufjarðar hins veg ar. Hafa greinar Sveins birst hjer í Morgunblaðinu, en Guðmundar í Alþýðublaðinu. Upphaf déilunnar. Upphaf þessarar deilu var, sem kunnugt er, það, að stjórn Síldar- verksmiðju ríkisins fór fram á það við verkamenn þá, sem vinna við verksmiðjuna, að þeir lækkuðu Eaup sitt um ca. 25%. Áður hafði stjórn verksmiðjunnar lækkað laun sín og náð samningum við alla fasta starfsmenn verksmiðjunnar um kauplækkun, sem nam að með- altali 33.7%. Verksmiðjustjórnin hafði einnig átt tal við verkamenn þá, sem vinna skyldu í verksmiðjunni í sumar og höfðu þeir tekið vel málaleitan hennar um kauplækk- un. — Málaleitan verksmiðjustjórnar- innar var því næst lögð fyrir fund Verkamannaf j elags Sigluf jarðar þ. 18. júní s.l. Þar voru mættir tveir af stjórnendum verksmiðj- unnar, þeir Sveinn Benediktsson og Þormóður Eyjólfsson. Þessi fundur fór fram stillilega og rólega í upphafi og æsingalaust með öllu. En þegar leið á fundinn kom formaður verkamannafjelags- ins, Guðmundur Skarphjeðinsson í opna skjöldu; hann hafði verið fjarverandi í byrjun fundarins. — Hann tók þegar af skarið og kvað ekki koma til mála, að ganga að neinni kauplækkun. Reyndi hann að telja verkamönnum trú um, að forstjórar verksmiðjunnar hefðu í skýrslu sinni til fundarins (sem hann þó ekki hafði heyrt) far- ið með ósannindi og blekkingar. Taldi hann það vera ósvífni af verksmiðjustjórninni, að ætla að fara að klípa af kaupi fátækra verkamanna. Eftir ræðu Guðm. Skarphjeðins- sonar snerist fundurinn gersam- lega gegn verksmiðjustjórninni. Harðnaði deilan mjög og var verk- smiðjustjórunum brigslað um ó- heilindi og svikráð í garð verka- manna. Var m. a. á þá borið, að það væri ósatt, að þeir ætluðu að lækka sitt eigið kaup, heldur segðu þeir þetta að eins til þess að blekkja verkamenn. Verksmiðju stjórnin svaraði ekki þessum æs- ingaræðum og reyndi á allan hátt að fá málið rannsakað í ró og næði. En allri rannsókn var hafn- að. — Lauk svo fundinum þannig, að verkamenn höfnuðu tilboði vérk- smiðjustjórnarinnar og neituðu allri kauplækkun. Deilan færist á annan vett- vang. Þegar aílar samningatilraunir höfðu strandað á Siglufirði komu stjómendur verksmiðjunnar hing- að suður til þess að ráðfæra sig við ríkisstjórnina. Hófst þá jafn- framt deila í blöðunum. Alþýðublaðið og önnur blöð sósí- alista rjeðust á Svein Benedikts- son og brigsluðu honum um, að hann væri hjer að eins verkfæri í höndum útgerðarmanna. Bornar voru á liann m .a. þær sakir, að liann þæði mútur frá útgerðar- mönnum og að hann sæti á svik- ráðum við verkamenn. Sveinn rjeð- ist á forsprakka verkamanna og sósíalista, þ. á m. á Guðmund Skarphjeðinsson. Sv. Ben. er talinn allra manna kunnugastur öllu, er að síldarút- gerð lýtur. Hann er þaulkunnugur á Siglufirði og hafði í fóram sín- um ýms gögn viðvíkjandi fram- ferði forsprakkanna þar. Hann skrifaði ætíð undir fullu nafni og var ekki með dylgjur eða hálfyrði. í grein Sv. Ben., sem birtist hjer í blaðinu 29. júní, bar hann mjög þungar sakir á Guðmund Skarp- hjeðinsson. ; Guðmundur hverfur. Alþýðublaðið skýrir frá því í gær, að ritstjóm blaðsins hafi snemma á miðvikudagsmorgun les ið upp fyrir Guðm. Skarp. í síma kafla úr grein Sv. Ben. Skömmu á eftir hafði Guðmundur farið út af heimili sínu, en kom ekki heim eftir það. Hafði hann sjest á götu, en ekki merktu menn neitt óeðli- legt í hans framkomu. Síðast sást hann kl. á 1. tímanum, en ekkert hefir spurst til hans síðan. Leit hafin. Kl. 5 síðdegis var hafin leit að Guðmundi. Var leitað um allan bæinn, út með firðinum, upp um fjallið og kring um allar bryggjur. Tóku 50—60 manns þátt í leitinni í byrjun. Næstu nótt var leitinni haldið áfram og tók nú þátt í henni mik- ið fjölmenni. Var þá aðallega leit- að meðfram sjónum og við bryggj- ur; einnig var farið á bátum út með Hvanneyrarfjörum. Var leitinni haldið áfram í allan gærdag og slætt til og frá í sjónum. En öll var leitin árangurslaus. Skrif Alþýðublaðsins. Það kemur engum á óvart, þótt Alþýðublaðið hegði sjer skrílslega að vanda, er það ræðir um hvarf Guðmundar Skarphjeðinssonar. — Segir blaðið í gær, að sje Guð- mundur látinn, þá sje það Sveinn Benediktsson sem hafi drepið hann. Þetta rökstyður svo blaðið með þessum orðum: „Margir heiðvirðir menn eru þannig gerðir, að þeir þola flla að verða fyrir álognum sökum, jafn- vel þótt heilir sjeu heilsu“. Árum saman hefir Alþbl. ráðist með dylgjum og glæpsamlegum aðdróttunum á nafngreina menn í andstæðingaflokknum. Má t. d. minna á árásirnar á Jóhannes Jó- liannesson fyrv. bæjarfógeta, dr. , Helga Tómasson, bankastjóra ís- ‘ landsbanka, forstjóra Kveldúlfs, Svein Benediktsson o. fl. o. fl. Sumir þessara manna hafa aldrei nálægt stjórnmálum eða opinber- um málum komið. Nú er rjett að spyrja Alþýðublaðið, hvort hinar álognu árásir hafi verið gerðar með það fyrir augum, að reyna að vinna þannig bug á þessum and- stæðingum, að þeir hyrfu úr þessu lífi. Aðferð Sveins Benediktssonar er ólík aðferð þeirri, sem skriffinnar Alþýðublaðsins hafa viðhaft. — Sveinn gengur hreint að verki. Hann er ekki með brigslyrði eða dylgjur, og hann fer ekki í felur. Hann snýr sjer beint að andstæð- ingi sínum og ákærir hann fyrir opnum tjöldum. Hann setur nafn sitt undir ákæruna og mannorð að veði. En skriffinnar Alþýðublaðs- ins vega venjulega að andstæðing- um sínum úr myrkrinu. Þannig hafa þeir úndanfarna daga skrifað hverja nafnlausu níð- og rógsgrein ina eftir aðra um Sv. Ben. Dylgjur og Gróu-sögur eru þeirra leiðar- ljós. Það er rjett, að síðasta grein Sv. Ben. var hörð ádeila á Guðm. Skarplijeðinsson. En þau ummæli Alþbl., að Sveinn hafi framið „lævísasta níðingsverkið" í ís- lenskri blaðamensku, fyr og síðar, eru ódrengileg og hafa ekki við minstu rök að styðjast. Hafi ákær- an á Guðmund verið „álogin“, eins og Alþbl. segir, þá var vitan- lega ómögulegt fyrir hann að fá betri höggstað á Sveini. Það verður að gera þá kröfu til þeirra manna, sem gerast leiðtogar og talsmenn fólksins ,að þeir hafi lireinan skjöld. Þeir mega jafnan vera við því búnir, að verk þeirra verði gagnrýnd og þeir verða að þola, að sú gagnrýni fari fram fyrir opnum tjoldum. Rannsókn nauðsynleg. Sveinn Benediktsson hafði þ. 27. júní sent fjármálaráðuneytinu kæru út af skattgreiðslu Guð- mundar Skarphjeðinssonar og kraf ist rannsóknar á málinu. Nú segir Alþýðublaðið, að ákæra Sveins sje „mesta og lævísa.st, framda níðings- verkið á sannleikanum, er enn hefir sjest í opinbem blaði á landi voru“. Sje þetta ekki venjuleg hræsni hjá Alþbl., ætti blaðið að styðja þá sjálfsögðu kröfu, að hafim verði rannsókn í málinu. Það er krafa þessa blaðs, það er krafa Reykvíkinga og það verður krafa allrar íslensku þjóðarinnar, að þetta mál verði nú þegar rann- söngvara er í kvöld kl. 9 þarsem hann er á förum úr bænum. Café „Vífill“. sakað niður í kjölinn og ekki við i það skilið fyr en allur sannleikur er kominn í dagsins Ijós. □agbók. □ Edda. Lagt af stað frá □ 5932729 árd. Mætið stundvíslega. Veðrið (fimtudagskvöld kl. 5): Lægðin fyrir sunnan land hefir færst NA-eftir og veldur nú A- og NA-átt hjer á landi, allhvassri vestan lands. Austan lands er dimmviðri og rigning, sem nær ’vestur yfir Byjafjöll og til Akar- eyrar. Mun hún breiðast vestur eftir íslandi norðanverðu í nótt. Hiti er 11—14 st. syðra, en 4—8 st. nyrðra. Vindur verður NA-lægur ;um alt land á morgun með rign- ingu á N og A-landi, en líklega þurra veðri suðvestan lands. \ Veðurútlit í Rvík í dag: Stinn- ingskaldi á NA. Úrkomulaust. Finnur Jónsson frá fsafirði hefir óskað þess getið, út af fregn frá ísafirði er birtist nýlega hjer í blaðinu, að hann hafi ekki gert samninga við Steindór Hjaltalín um afhending síldar og ekki reynt |að gera samninga við sjómenn á þeim grundvelli, er fregnin gat um. I Magnús Guðmundsson dómsmála ráðherra leggur af stað í dag norð- tu í Skagafjörð. Per hann snögga ferð norður, til þess að hafa tal af kjósendum sínum. Hefir hann boð- að fund á Sauðárkróki á morgun og á Hofsós á sunnudag. Húsbrunar. Þann 27. júní brann til kaldra kola íbúðarhús Ásgeirs Matthíassonar í Grímsey. Einnig kviknaði nýlega í bænum Ytri- tungu á Tjörnesi; var enginn heima þegar kviknaði í, en fólk á næstu bæjum varð vart, við eldinn og tókst. að slökkva hann. Slökkviliðið var kallað í gærdag. Hafði kviknað í tjörukagga hjá gatnaviðgerðarmönnum, en varð jekki neitt tjón að. I Þjórsármótið verður á morgun. Sumarfríin og Egils-öl. Hveð er betra en SIRIUS-GOSDRYKKIR þegar sólin ætl- ar að steykja mann? Ef það er nokkuð, þá væri það líklega helst EGILS-ÖL. H.f. Olgerðin Egill Skallagrímsson. Sími 390, 1308.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.