Morgunblaðið - 20.05.1934, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.05.1934, Blaðsíða 6
6 \1 O R íí 11 N H ! A f> I o Veitlnsesalirnir ( Oddfelfowhúsinu yerða lokaðír allan Hvítasunnudag. Hiðurjöfnunarskrá. Skrá yfir aðalniðurjöfnun útsvara í Reykjavík fyrir árið 1934, liggur frammi almenningi til sýnis í skrifstofu borgarstjóra, Austurstræti 16, frá 22. þ. m. til 5. júní næstkom- andi, að báðum dögum með- töldum, kl. 10—12 og 13—17 (á laugardögum aðeins kl. 10—12). Kærur yfir útsvörunum skulu komnar til niðurjöfn- unarnefndar, þ. e. í brjef- kassa Skattstofunnar í Hafnarstræti 10, áður en lið- inn er sá tími, er niðurjöfn- unarskráin liggur frammi, eða fyrir kl. 24 þann 5. júní. Borp-arstjórinn í Reykjavík, 19. maí 1934. Guðm. Ásbjörnsson settur. RfKomoar regnkápur á börn og fullorðna. AHskonar vörur teknar upp daglega. Ilersl. Vik. Laugaveg 52. Sími 4485. Inni hjá ,mjer allsstaðar eitthvað gott má líta, þar eru líka þjalirnar þesar, sem að bíta. Svona hvítar tennur getið þjei haft með því að nota á v a 11 Rósól-tannkremið í þessum túbum: Reykj aví kurbrj ef. 19. maí. VoriS. Kuldatíð um land alt undan- farna viku, og' snjókoma nyrðra til fjalla, gróður hvergi að talið verði enn. Um heyleysi- hefir ekki frjest að ráði, nema helst á Snæfells- nesi. Og vanhöld á fje af orma- veiki, munu vera minni lijer sunn- anlands, enn sem komið er, en undanfarin vor. Ormalyfin frá Dungal hafa víða reynst vel. t dag er fyrsti vorhlýindadagur hjer í Reykjavík. Og einmitt í dag, kom hinn vinsæli vorboði allra bæjarbúa, krían, og settist í hólmðnn sinn í Tjörninni, sem stækkaður hefir verið handa henni síðajr í fyrra. Vatnaj ökulsgosið. Eftir því sem Vatnajökulsfarar flytja almenningi meiri fróðleik af, athugunu msínum á eldstöðvun- um og Skeiðarárhlaupi, eftir því vex áhugi manna á því, að sem fullkomnastar rannsóknir verði g'erðar á þessum stórfeldu nátt- úrufyrirbrigðum. Rennur hjer upp mjög merkilegt verkefni fyrir ís- lensk náttúruvísindi. Getum við fslendingar verið þakklátir dr. ðJiels Nielsen fyrir það? hve fljót- ur hann var til að koma hingað, ogTive mikið hann hefir lagt í sölurnar, til þess að rannsaka þessi efni. Væri óskandi, að hans nyti sem (engst við íslenskar öræfarann- solinfr. 'fen um leið vaknar upp sú spurn ing hvernig' íslenskri náttúru- fræðúíverði trygt starfsfje í fram- tíðinni. Tjl þess að fá fullgilda rann- sókn á þessu eldsvæði Vatnajök- uls, þarf að g'era þangað út marg- ár feíðir. Og þó er þetta eina rann sóknarefni ekki nema smámunir við hlið alls þess aragrúa óleystra starfa frá ystu miðum til fjalla- tinda, sem bíða eftir íslenskum náttúrufræðingum. Þjóðarbú okkar íslendinga 4þarf að leggja árlegan vissan skerf til náttúrurannsókna. Styrkslettun- um úr brennivínssektarsjóðnum getur enginn treyst. Reisa þarf ís- lensk náttiiruvísindi á styrkari stoðum en smygli, bruggi, þefi og lög'brotasektum. Rikisbræðslan nýja. Nefnd sú, sem skipuð var til að benda á staðinn fyrir hina nýju ríkisbræðslu, hefir ekki enn skil- að áliti. En áð því er blaðið hefir frjétt, mun það vera ofarlega á baugi, að koma hinni nýju verk- smiðju niður á Siglufirði. Ekki er blaðinu fulkunnugt um öll þau rök, eða málsbætur, sem að því liggja, að einskorða síldar- bræðsluna svo mjög við einn stað. En það virðist vera allmjög hæp- ið, að binda skipin í framtíðinni við afhending síldarinnar svo til á einum stað, enda þótt miðsvæð- is sje, þar sem síldin er veidd á mismunandi miðum fyrir öllu Norðurlandi. Kristján Bergsson, forseti Fiski- fjelagsins vill að verksmiðjan verði bygð á Ingólfsfirði. Dagverðareyri. I Á Dagverðareyri við Eyjafjörð ráku Norðménn síldarbræðslu um skeið. Síðan lagðist sá rekstur nið- ur, en nokkuð’af vjelunum fluttu eigendur austur á Raufarhöfn. Hlutafjelag- éyfirskt hefir nú keypt það, sem eftir var þarna af vjelum og tækjum á Dagverðar- eyri, og' ætlar að koma sjer upp því sem á vantar fullkomna bræðslu íyrir síldveiðitímann í sumar. Fjel. ætlar m. a. að byggja 1500 smálesta lýsisgeymi. Býst það við að geta brætt þarna 1200 síldarmál á dag. Fjelagar hlutafjelagsins e.ru 12 að tölu, en hlutafje 60 þús. kr. Má búast við, að hlutafjeð verði auk- ið. I stjórn fjelagsins eru þessir útgerðarmenn: Pjetur A. Ólafsson, Jón Arnesen, Sig. Bjarnason, Stef- án Jónasson og Jón Kristjánsson. Framboð Bændaflokksins. Um síðustu helgi voru þvínær öll framboð Sjálfstæðisflokksins ákveðin. En seinna gengur hinum flokkunum að ákveða framboð sín. Bændaflokkurinn mun hafa fleiri frambjóðendur en búist var við í upphafi. Framboð hans hjer í Reykjavík var ekki fullraðið í gær, og heldur ekki í Gullbringu- og Kjósarsýslu. En heyrst hefir, að annar hvor þeirra yrði í kjöri, Kolbeinn Högnason í Kollafirði eða Jónas Björnsson Gufunesí. í Rangárvallasýslu verður Sváfar Guðmundsson einn frambjóðandi Bændaflokksins. í Vestur-Skafta- fellssýslu Lárus Helgason, í Austur-Skaftafellssýslu Pálmi Ein arsson, í Suður-Múlasýslu sennil. Sveinn á Egilsstöðum, Norður- Múlasýslu Benedikt Gíslason í Hof teigi með Halld. Stef. í Suður- Þingeyjarsýslu Hallgr. Þorbergs- son á Halldórsstöðum, í Eýja- firði Stefán í Fagraskógi og Pjet- ur Eggerz, í Skagafirði er fram- boð ekki fullráðið, en heyrst, hef- ir, að Magnús Gíslasön á Vögl- um yrði þar í kjöri. Um Húna- vatns- og Strandasýslur er kunn- ugt. Óvíst hvort Bændafl. hefir frambjóðendur í N.-ísafjarðar- sýslu, en ekki í V.-ísafj.sýslu nje ísafirði- í Barðastrandasýslu er Hákon Kristófersson frambjóð- andi Bændaflokksins, Þorst. Briem í Dölum. Sig. Ólason lögfræðingur á Snæfellsnesi, Pjetur Þórðarson á Mýrum og síra Eiríkur á Hesti í Borgarfjarðarsýslu. Frá Framsókn. í Vestur-Skaftafellssýsíu verður Guðgeir Jóhannsson kennari í kjöri fyrir Framsókn, en Þorbérg- ur Þorleifsson í Austuf-Skafta- fellssýslu. Lausafregnir nefna Guð brand Magnússon sem frambjóð- anda Framsóknar í Seyðisfirði. Aðrir nefna Svein Víking prest. En sennilega verðnr ekkert úr því framboði. Á Akureyri er Árni JóHannsson frambjóðandi Framsóknar. Hann bauð sig fram í fyrra, en var kipt til baka, til að greiða götu Einars Olgeirsson- ar. Virðist vera mesta þægðar- skinn húsbændum sínum. Ekki hefir heyrst að Framsókn hug'si sjer að hafa menn í kjöri í Norður-fsafjarðarsýslu, á ísa- firði eða neinstaðar, þar sem sós- íalistar þurfa, mest, á sínu liði að halda( nema þessi flugufregU um Seyðisfjörð. Og Vestur-ísafjarðarsýsla er enn hið stóra spurningarmerki. Því nú er talið líklegast, að hinn óskipulagði Framsóknarmaður, forsætisráðherrann ætli að bjóða sig fram utan flokka. f Borgarfirði er framboð Fram- sóknar óráðið. Keppa þeir um að : fá að falla þar Vigfús Guðmunds- son úr Brákarey og síra Einar Guðnason í Reykholti. Frá sósíalistum. Frá þeim verður Emil Jónsson bæjarstjóri í Hafnarfirði, Sigfús Sigurhjartarson kennari í Gull- bringu- og Kjósarsýsju, f Árnes- sýslu þeir Ingimar Jónsson skóla- stjóri og Jón, Guðlaugsson bif- reiðarstjóri? en Guðm. Pjetursson símritari einn í Rangárvallasýslu. f Austur-Skaftafellssýslu verður síra, Eiríkur Helgason í Bjarna- nesi í kjöri fyrir þá, en óráðið er enn um frambjóðanda í Vestur- Skaftafellssýslu. Með Jónasi Guð- mundssyni í Suður-Múlasýslu fer Oli Þ. Kristjánsson kennari. í N.-Múlasýslu verður víst að- eins einn frambjóðandi frá sósíal- istum. í N.-Þingeyjarsýslu fer Benjamín Sigvaldason, S.-Þing- eyjarsýslu Sigurjón Friðjónsson, óráðið er um framboð þeirra á Akureyri. Þykir sennilega ekki gæfulegt að tefla enn fram Er- lingi Friðjónssyni. f Skagafirði fer Kristinn GunnlaugSson verka- maður á Sauðárkróki með Pjetri frá Brimastöðum. í Austur-Húna- vatnssýslu er Jón Sigurðsson sjó- maður, en í Vestur-Húnavatns- sýslu og Ströndum eru framboð sósíalista óráðin. í V.-ísafjarðarsýslu fer Gunn- ar Magnúss kennari, og Sig. Einarsson á Barðaströnd, í Dali Kristján Guðmundsson verkam., í Stykkíshólmi. Á Mýrar fer Arn- grímur Kristjánsson kennari og Guðjón Baldvinsson í Borgarf jörð, Jón Baldvinsson á Snæfellsnes, en Páll Þorbjörnsson kaupfjelags- stjóri verður í kjöri fyrir sósíal- ista í Vestmannaeyjum. Kommúnistar. Fullkomin upplausn virðist vera komin í Kommúnistaflokkinn. — Geng'ur þar ekki á öðru en klögu- málum og brottrekstrum. Yfirgangur kommúnista fyrir norðan, gagnvart Eimskipafjelag- inu, eða tilraunir til yfirgangs virðast hafa, lamað mjög flokkinn og samtök hans. Þegar Jón Rafnsson og ritstjóri Verkamannsins voru teknir á hafn arbryggjunni á Akureyri og sett- ir innf þá var öll g'ola komin úr þeim, sem eftir stóðu. Á Siglufirði urðu sviftingarn- ar harðari, enda hlutust mikil meiðsl af. En flokkur kommúnista var fá- mennur, að viðureigninni lokinni, einir 53 sem mættu á flokksfundi seinna um daginn. Sovjetvinurinn. Mælt er, að Sig. Einarsson út- varpsklerkur frá Flatey, hafi ný- lega verið rekinn úr fjelagi einu hjer í bænum, sem er einskonar fræðslustofnun Kommúnistaflokks Íslands, og nefnist Soyjetvinafje- lag. Sovjétvinir síra Sigurðar' gefa upp þær sakir á hann, að hann hafi flutt röng og niðrandi um- mæli í útvarpið um hið rúss- neska föðurland kommúnist- anna(!) , En brottreksturinn er vitan- lega ekkert annað en skrípaleikur, til þess að reyna að breiða yfir hið eldrauða hugarfar Sigurðar. Áhlaup. Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var settur föstudaginn 18. maí kl. 2 að Gunnarsholti, ag stóð yfir þangað til kl. 5 á lamg- ardagsmorgun. Á fund þann komu þeir Bjamn Bjarnason skólastjóri' og Egill kaupfjelagsstjóri Thorarensen. —* Var erindi þeirra á fundinn að spyrna Guðm. Þorbjarnarsyni úe formensku Sambandsins og *M Búnaðarþingi. Guðmundur hafði fundarstjórm. En kosningar fóru ekki fram fyr en eftir að öðrum aðalfundarstörf- um var lokið. Urðu því þessir að- komufuglar og sendidátar Hrifl- nnga að sitja alla nóttina og bíð* til þess að fara sneyptir heim unÉ morguninn. Því ekki komu þein sínum „kandidötum“ að við kosn- ingu þessa. Hvarvetna sem til spyrst en sama sagan af Hriflungum, hrak- farir og smán. QagbóR. Veðrið í gær: A- og NA-kaldi um alt land, en hvöss A-átt við S-ströndina. Veður er yfirleitt þurfi og víða bjart vestanlands. Iíiti 2—6 st. Fyrir sunnan land e» fremur grunn lægð, sem þokast A- eftir. Mun A- og NA-átt haldasfi hjer við land næstu dag'a. Veðurútlit í Rvík í dag: NA- kaldi. Bjartviðri. Skemtikvöld. Ungmeyjakór K. F. U. K. hefir skemtun í húsi K. F. U. M. annað kvöld til ágóða fyrir starfsemi síná. Þar verðuf harmoniumsóló, guitarsóló, kór- söngur, einsöngur, tvísöngur og xipplestur. Eru það aðeins ung'a» sttílkur sem skemta. Málverkasýningu hefir Jón Þor- leifsson opna í húsi sínu í Blá- túni, á hverjum sunnudegi fyrsfi um sinn, kl. 1—7. Eimskip. „Gullfoss" fór fré Kaupmannahöfn í gærmorgun, é> leið til Vestmannaeyja. „Goðafess" er væntanlegur hingað snemma í dag. „Brúarfoss" fór frá Vest~ mannaeyjum í gærmohgún á leiö til Leith. „Dettifoss“ er á leið til Hull frá Vestmannaeyjum. „Lag* arfoss" kom til Kaupmannahafnae í gairmorgun. ,fSelfoss“ fór frA Leith í fyrrakvöld á leið til Vest- mannaeyja. „Sigrid" var á Þing- eyri í gær. Farþegar með ísland: Baldvin. Kristjánson og frú, Árni Kristjáns son og frú, Jón Arnesen ræðism., frk. Margrjet Þorkelsdóttir, Ester Thorlaeíus, Ragnar Olafsson, frfl Guðfinna Eydal, frk. Eydal, Viggó Sigurðsson, Jónas Magnússon, Anna Pjetursdóttir, Sigurðuö Bergsson, Þorsteinn Halldórsson, Hjónaefni. í gærkvöldi opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Biuna, Guðbjartsdóttir Barónsstíg' 31 og Gunnar Tborarenson verslunarm, Laufásveg 31. Hafnarf jarðartogararnir. Af veiðum komu í kær Andri með 55 föt, (105 srnál.), Júní 48 (91 smál.) og Rán með 40 (73 smál.). Lúðrasveit Reykjavíkur leikur í dag fyrir framan Landakot kl. 4. Guðmundur Friðjónsson flytur erindi annað kvöld í Kaupþings- salnum. Erindið fjallar um leynd- ardóma í draumum og þá þætti í skáldskap og trúarbrögðum, sem. mystiska má kalla. Þeir, fá sæti sem koma fyr en seinna. Lyftan verður í gangi. Lúðraiveit Hjálpræðishersins, hefir samkomu í Templarahúsinu í Keflavík 2. Hvítasunnudag kl. 6y2-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.