Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjanúar 1936næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 14.01.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.01.1936, Blaðsíða 3
Þrigjndaginn 14. jan. 1936. MORGUNBLAÐIÐ A VALDI SAMHERJANNA. „Um ýmislegt í sambandi við ættjarðarást" Jónasar Jónssonar. EFTIR ÓLAF THORS. 'C’ ULLTRtJ AR Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismála- nefnd hafa sagt slitið samvinnu í nefndinni vegna þess að einn af stuðningsmönnum ríkis- stjórnarinnar, Jónas Jónsson al- þm., hefir gert tilraun til þess að gera að. rógsmáli á hendur Sjálfstæðisflokknum ákvarðanir á sviði utanríkismálanna sem teknar voru og samþyktar hafa ▼erið með samhljóða atkvæðum allra ráðherranna, allra nefnd- armanna í utanríkismálanefnd «g allra alþingismanna. Ástæðan fyrir því að Sjálf- stæðismenn töldu sig tilneydda að láta þetta athæfi varða sam- ▼innuslitum í nefndinni, er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn, jafnt og aðrir flokkar í landinu, stendur að því leyti varnarlaus gegn slíkum rógi, að gögn máls- ins er venjulega ekki hægt að leggja fram nema bregða trún- aði við aðrar þjóðir, en af því stafar Islendingum m. a. sá ▼oði, að fyr en varir kemur að því að viðskiftaþjóðirnar virða ess als ekki viðtals, og er hreint ekki kvíðalaust að sá voði sje þegar að færast óþægilega naerri. Verslunar- og viðskiftamálin ▼ið Spán hafa alveg sjerstak- Iega verið gerð að rógsmáli á hendur fyrv. forsætisráðherra, Ásgeiri Ásgeirssyni, og Richard Thors. Er Ásgeir Ásgeirsson, svo sem kunnugt er, í annari heimsálfu, og er stundin þess vegna að því leyti vel valin til að bera hann æruleysissök- nm, þó sjálfsagt verði það nokk urt undrunarefni, að Jónas Jóns son skuli telja sjer fært að vega þannig aftan að gömlum starfs- bróður í ríkisstjórn íslands og margra ára flokksbróður, úr því árásarefnið hefir verið á hans vitund frá því í ágústmán- uði 1934, og úr því hann þá lagði samþykki sitt á Öll máls- atriðin, og úr því að hann sjálf- ur var meðal þeirra sem í nóv- embermánuði 1934 áttu frum- kvaeði að því að tryggja íslend- ingum að þessir sömu samning- ar, er hann nú gerir að árásar- efni á sinn gamla starfsbróðir, fengust endurnýjaðir óbreyttir með öllum fríðindum og kvöð- um sem þeim fylgdu. Jeg hefi krafist þess að ráð- herra utanríkismálanna, Harald ur Guðmundsson, gerði annað tveggja að berja niður þenna róg eða að láta fram fara rjett arrannsókn yfir aðiljum máls- ins, og þá fyrst og fremst fyr- ▼erandi og núverandi ríkis- stjórn og þeim Sveini sendi- herra Björnssyni, Magnúsi Sig- urðssyni bankastjóra, Helga P. Briem fulltrúa, Richard Thors ffamkvæmdastjóra og Helga Guðmundssyni bankastjór'a, en j þessir menn gerðu allir sameig- í ijnlega tillögu til ríkisstjórnar- i . . . ínnar um sammngmn, og voru a einu máli um öll þau atriði sem nú er reynt að nota til rógs á hendur einstökum mönnum úr þessum hóp. Ráðherrann hefir kosið að þegja. Mun hann telja að þögnin geri að því leyti sama gagn og bein mótmæli gegn róginum, að þjóðin skilji hana á þá leið, að hann hafi undan engu að kvarta og engar sakir að bera á stjórn- ! málaandstæðinga sína, og má vera að þetta sje rjett skilið, jafn óvægin og stjórnmálabar- ^ áttan hjer á landi er orðin. I Jónas Jónsson hefir nú á ný hafist handa um rógsiðjuna, en jeg mun halda fast við þá á- kvörðun að ræða þessi mál ekki við hann. Læt jeg nægja að skýra frá því, að hið svonefnda Gismondi-mál er stjórnmála- flokkunum með öllu óviðkom- andi. Ér þar um að ræða samn- ing sem allir 5 stjórnendur Sölusambands íslenskra fisk- framleiðenda töldu til hags- bóta að gerður væri við fjelagið E. Gismondi & Co. í Genúa, í því skyni að hindra að nefnt fjelag ryddi fiski frá Noregi, Færeyjum og New-Foundland braut á ítölskum markaði, og stofnaði þannig til harðvítugrar samkepni, og verðfalls á íslensk um fiski. Veit jeg ekki til að nein leynd hafi hvílt á því máli, þó Jónas Jónsson auðvitað brjáli þar allan sannleika, sem í öðru. En um öll málsatriði í viðskiftasamningum ríkisstj órn- ar íslands, bæði fyrverandi og núverandi, við aðrar þjóðir, er það að segja, að öllu er snúið í hendi eftir því sem höfundur telur sjer henta til rógs og blekkinga. Eru ádeiluatriðin ýmist með öllu úr lausu lofti gripin, eða grundvölluð á sam- þyktum sem ádeilumaðurinn sjálfur hefir staðið að, lagt samþykki sitt á eða verið meðal frumkvöðla að, samtímis eða á undan sumum þeirra er hann nú aðallega deilir á og vill leggja ábyrgðina á, eins og t. d. mjer. Hinsvegar vil jeg út af marg- endurteknum tilraunum þessa manns til þess að gefa í skyn að jeg eða aðrir Sjálfstæðis- menn standi á einhvern hátt höllum fæti í þessum málum, hjermeð lýsa yfir því, að óski einhver ráðherranna eða ein- hver stjórnarliða í utanríkis- málanefnd, annar en Jónas Jónsson, að ræða þessi mál op- inberlega mun jeg taka upp þær umræður við hvern þeirra sem er og á hvaða vettvangi sem þeir kjósa sjer. Vilji hins- Framh. á 6. síðu, 20g MINNA RAFMAGN Baldwin styður Mac Donald TD ALDWIN forsætis- ^ ráðherra Breta hef- ir ritað kjósendum í Rossand Cromarty kjör- dæmi opið brjef og skor- ar á meðlimi sambands- I REYjGJAVIK! Dregið úr rafmagn§§pennunni frá Eltiffmársiöðiniii S S vegna vatn§§kort§J f flokkSinsaðStyðjakosn:EINS°G skýrf hefil' Verið frá hjer 1 WaðT’ ingu Macolm Mac Don alds. Er hann í kjöri af hálfu frjáls lynda flokksins, og studdur af þjóðstjórninni. Randolph Churchill er hinn opinberi frambjóðandi skoska sambandsflokksins, en nýtur ekki stuðnings íhaldsmanna, þrátt fyrir það, þótt hann sje meðlimur flokksins. Mannheldur Is á Skerjafiröi. Myndir teknar í Skerjafirði í gær. T FROSTINU, sem verið hefir undanfarið hefir Skerjafjörð lagt, svo að nú er hægt að fara fótgangandi yfir fjörðinn, milii Skildinganess og Álftanes* Mörg skip, bæði línuveiðarar og togarar liggja á firðinum, og fara menn fótgangandi um borð í þau. Olíuskip Shellfjelagsins, Skeljungur liggur á firðinum um 200 metra frá landi. Skipið átti að fara í gær með olíufarm til Akraness, en komst ekki út úr firðinum vegna þess að skipið var frosið inni. Skelj- ungur tók kol í gær og voru þau flutt á sleðum frá Shellbryggj- unni að skipshlið. Blaðamaður frá Morgunblaðinu fór iit á Skerjafjörð í gærdag og tók nokkrar myndir. Myndirnar. Á efstu myndinni sjest einn kolasleðinn og er verið að láta á hann kol við Shellbryggjuna. Á neðri myndinni, til vinstri, sjest; suður yfir fjörðinn, skipið, sem sje'st á myndinni er togarinn Eg- ill Skallagrímsson; á myndinni til hægri sjest Skeljungur í ísnum. ^ er nú svo korilið, vegna langvarandi þurka og frosthörku, að rafmagnsstöðin við Elliðaárnar hefir ekki nóg vatn. Vegna vatnsskortsins verður því að draga úr spennunni frá stöðinni sem svarar 20%. Afleiðingin verður, að ljósin verða daufari, suðu- og hitunartæki fá minni straum, og mótor- ar, sem knúðir eru með rafmagni, fá minna afl og þurfa því meiri aðgæslu. i Eins og menn muna, varð all- tilfinnanlegur vatnsskortur í Elliðaánum haustið 1923, en það var þá sem „haustrigning- arnar“ brugðust, eins og kunn- ugt er. SkJf) eru frosin 8,r Það var upp ur Þessum vatns- skorti, að rafmagnsveitan rjeð- inni i í§num ; ist í að gera hina miklu uppi- stöðu á Elliðavatnsengjum, til Og konnast þess að safna þar vatni, sem grípa mætti til í langvarandi þurkum. Nú hefir ekki komið dropi úr lofti, að heitið geti, síðan í byrjun desember, en hinsvegar haldist langvarandi frosthörk- úr, sem hafa orsakað það, að vatnið hefir minkað stórlega, bæði í uppistöðunni á Elliða- vatnsengjum og í ánum sjálfum. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefir fengið hjá Steingrími Jónssyni rafmagns- stjóra, er nú svo komið, að vatnsforðinn á Elliðavatns- engjum er að mestu tæmdur. Er því ekki annað vatn að hafa, en renslið í Elliðaánum, en það er ca. 80% minna, en rafmagnsstöðin þarf, til þess að geta fullnægt notkuninni í bæn- um, eins og hún er nú. Þess vegna, segir rafmagns- stjóri, verður að draga úr spennunni um ca. 20%. lagður lengi? spyrjum vjer. _J;ieHvaða áhrif hefir þetta? ekki út úr firöiiium. ■ • ■ -v ■. f--±Aon\ Á skíðum á Skerjafirði. Yfir rjúkandi kaffibolía hjá brytanum á Skeljungi var rætt um ísinn á Skerjafirði. — Hefir fjörðurinn verið ísj Nei. Það mun hafa v ve|ið á ^ spyr tíðindamaður Morgun- j föstudaginn, að hann lagði. fyrstjíTgiaðsins rafmagnsstjóra. jvar svarið. En ísinn varð^kki! Þau, segir rafmagnSStjóri, að mannheldur fyr en í gær. Það er ljósin verðj daufarl. einnig þau, að segJa * laugardagi%> ‘%ð 8uðu. og hitunartæki fá skipverjar hjeðan á skíðum í land. minna rafmagn og verða því Á skíðum ? i seinvirkari. Þetta ' kemur alt Já, þeim þótti ísiithékki fram { minn{ rafmagnseyðslu nógu traustur, svo þeir !hj«ggu Kjá notendum. sjer út skíði til að geta kbmlst í land og það gekk alt slýfeálaust. Nú er ísinn orðinn svo traustur, að hægt er að ganga um fjörðinn þveran. • - .»< 1 gærmorgun var um 1*1 stiga frost í Skerjafirði. tmnöía!; ul. . Einar Ásmundsson, cand^jur., var meðal farþega á „IJrlifiing , _ _ , . Alexandrine“ til AkureyraV í gær- Yfirleitt þarf að hafa mein kvöldi. Einar tekur nú við rit- aðgæslu við mótorana, vegpa stjórn „íslendings“ á Akureyri af Þessarar lækkunar á spennunni. Gunnl. Tr. Jónssyni, sem .ljet af ( — Buist Þjer við frekari að- því starfi um áramót. 1 i : Framh. á 6. síðu. En hvaða áhrif hefir þetta fyrir iðnaðinn, sem notar raf- magnsmótora við iðnaðinn? — Mótorar, sem knúðir eru með rafmagni, fá minna drátt- armagn við hina minkandi spennu. Er því nauðsynlegt að leggja ekki of mikið á mótor- ana, því við það geta þeir hitað sig um of. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 10. tölublað (14.01.1936)
https://timarit.is/issue/103773

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. tölublað (14.01.1936)

Aðgerðir: