Morgunblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1937, Blaðsíða 3
ðtumiidagiir 10. okt. 1937. MORGUNBLAÐIÐ 3 SETNING ALÞINGIS í GÆR 011u frestað eftir kosningu forseta sameinaðs þings. ALÞINGI var sett í gær og fór sú athöfn fram með sama hætti og áður. Sendi- herrar og ræðismenn erlendra ríkja voru viðstaddir. Klukkan 12.45 söfnuðust þingmenn saman í Alþingishúsinu •g gengu þaðan í Dómkirkjuna, en þar hófst guðsþjónusta klukkan 1 e. hád. Síra Björn Magnússon dó- sent prjedikaði. Á undan prje- áikun var sunginn sálmurinn: „Þú guð, ríkir hátt yfir hverf- leikans straum“. Síra Björn lagði útaf Mattheusarguðspjalli 6. kap., 25.—-33. versi: „Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, kvað þjer eigið að eta eða hvað þjer eigið að drekka, ekki held- ■r um líkama yðar, hverju þjer •igið að klæðast?“ o. s. frv. Á eftir prjedikun var sunginn sálmurinn: „Faðir andanna“. I SAMEINUÐU ÞINGI Að lokinni guðsþjónustu komu þingmenn saman í neðri áaildar sal Alþingis. Það vakti athygli hve marg- ir lögregluþjónar vóru við- staddir. Stóðu þeir í tveimur röðum, maður við mann á svæð- inu frá dómkirkjunni til þing- hússins, ‘meðan þingmenn gengu inn í þinghúsið, en á- horfendur voru fáir. Athöfnin í þinghúsinu hófst með því, að forsætisráðherrann las upp boðskap konungs um að Alþingi væri stefnt saman og setti þingið í umboði kon- angs. Bað forsætisráðherra því aæst þingmenn að minnast ætt jarðarinnar og konungs. „ís- lenska þjóðin og konungurinn kfi!“, hrópaði þá Jörundur Brynjólfsson og risu þingmenn úr sætum og tóku undir með f-erföldu húrra. Sósíalistar (nema Ásgeir) og kommúnist- ar sátu kyrrir í sætum sínum. Haraldur ráðherra smeygði sjer út úr þingsalnum meðan þessi athöfn fór fram. Þegar þessu var lokið risu kommúnistarnir þrír úr sætum sínum og Einar Olgeirsson hróp aði: „Minnumst frelsisbaráttu íslensku þjóðarinnar!“ og hróp uðu þremenningarnir ferfalt húrra um leið og þeir sýndu þingheimi kveðju kommúnista, sem er kreptur hnefinn. MINNING LÁTINNA ÞINGMANNA Þessu næst bað forsætisráð- herra aldursf orseta þingsins, Ingvar Pálmason 2. þm. Sunn- mýlinga að stýra fundi uns kos- ian væn forseti sameinaðs þings. Aldursforseti mintist fyrst þriggja fyrv. þingmanna, er látist höfðu eftir að síðasta þingi lauk. Þeir voru: Guðm. Björnson fyrv. landlæknir, sem var þm. Reykvíkinga 1905—07, konungkjörinn þm. 1913—15, og landskjörinn þm. 1916—24; síra Sigfús Jónsson, er var þm. Skagfirðinga 1934—37; Jón Ólafsson bankastjóri, sem var þm. frá 1927—37, fyrst Reyk- víkinga og síðan Rangæinga. Þingmenn risu úr sætum sínum til virðingar um hina látnu. PRÓFUN KJÖRBRJEFA Þvínæst skiftust þingmenn í 3 deildir, eftir hlutkesti, til þess að prófa kjörbrjef og kosn- ingu þingmanna. Var veitt hálf- tíma fundarhlje til þessa. Ekkert þótti athugavert við kosningu þingmanna, engin kæra lá fyrir og var kjör þeirra allra samþykt. Framsögumenn kjördeilda voru: Bergur Jóns- son, Gísli Sveinsson og Magnús Guðmundsson. FORSETI SAMEINAÐS ÞINGS Þá fór fram kosning forseta sameinaðs þings, og var Jón Baldvinsson kjörinn forseti með 25 atkv., 18 seðlar voru auðir. Við forsetakosninguna komu þannig ekki frarn, nema, 43 atkvæði, en 46 þingmenn voru mættir. Munu kommúnist- ar ekki hafa tekið þátt í kosn- ingunni. Var nú ekki fleira aðhafst og þingsetningu frestað til morg- uns. Við þingsetningu vantaði þrjá þingmenn, þá Thor Thors og Bjarna Ásgeirsson, sem eru á heimleið frá útlöndum, og Jóhann iJósefsson, sem er í Vestmannaeyjum. Þeir eru allir væntanlegir með Goðafossi í dag. Ffú Þóra Sigfúsdóttir kona Garðars Gíslasonar stór- kaupmanns, andaðist í gærmorg- \in. — Karl Sig. Jónasson læknir hefir verið viðurkendur af lieilbrigðis- stjórninni sem sjerfræðingur í handlækningum. Þingmálalundur i Eyjum. Eindregið fylgjandi SjálfstæðisfioKKnum Jóhann Þ. Jósefsson alþm. boðaði til almenns þiníí- málafundar í Vestmannaeyj- um" á föstudag'skvöld og mættu þar um 400 manns. Fimdurinn var eindregið fylgj- andi Sjálfstæðisflokkrium. Sjálf- stæðismenn báru fram á fundin- um 10 tillögur um lands- og hjer- áðsmál og vortr þær allar sam- þyktar með samhljóða atkvæðum allra fundarmanna. ísleifur Högnason helt á dögun- um þingmálafund í Eyjum, en þar mættu g,ðeins 60—70 manns og átti þetta þó að heita almennur fundur. Voru k'ommúnistar gratn- ir vfir þessu áhugaleysi Eyjar- skeggja. Ætlaði. svo Jón Rafns- son að reyna að rjetta hlut komma nú á fundi Jóhanns og kom þang- að ineð tillögurnar frá ísleifsfund- inum. En fundarmenn fengu megn asta viðbjóð á framkomu Jóns og gáfu honjim það ótvírætt til kvnna. Þegar tillögur kommúnista voru bornar upp, voru margir farnir af fundi, enda hafði hann þá staðið í 4^/2 tírna. Með tillög- unum fengust 12—14 atkv., en flestir fundarmenn hundsuðu svo gersamlega tillögurnar, að þeir vildu ekki greiða atkvæði um þær. Fekk -Jón Rafnsson hina lierfileg- ustu útreið, bæði hjá ræðumönn- um Sjálfstæðismanna og hjá fund- aririöttnum. íbúðarhús brennur. Annað íbúðarhúsið í Flekkuvík á Vatnsleysuströnd, eign Úlfars Bergssonar, brann til kaldra kola í fyrrakvöld. Eldur- ihn kviknaði laust fyrir miðnætti. ' Engirin var í húsinu sem brann, en í öðru húsi, sem stendur rjett hjá, voru húsbændurnirr fjarver- andi, en aðeins bornin heima, elst 18 ára gömul stúlka. Vaknaði hún við hjarmann frá eldhram' og gat bjargað einhverju lítilsháttar út, en annars brann mestalt sem inni var. Stúlkan gat bjargað út kanínum, sem inni voru, en hundur, sem hún hafði náð, slapp inn í húsið aftur og hrann inni. Menn frá næstu bæjnm o veg- farendur, er komu að, gá’ með naumindum varið hitt húsið. Elds- upptök eru ókunni. (FÚ.). Hjónaband. í gær voru gefin samari í hjónaband af síra Garð- ari Svavarssyni ungfrú Valborg Karlsdóttir og Þórðnr Jóliannsson. Heimili þeirra er að Bjarnastöð- um Grímsstaðaliolti. Yvon Delbos utanríkismála- ráðherra Frakka, sem hefir í hótuniun að opna fransk- spönsku landamærin á morg- un. Þrjú bflslys á einum degi. rjú bifreiðaslys urðu hjer í bænum í gærdag, frá hádegi til klukkan rúmlega 5. í öllum slysunum urðu menn fyrir nokkr- um meiðslum, en þó ekki alvar- legum. Slys við Varðarhúsið. Um hádegi varð verkamaður, Sigurjón Viktor Finnbogason, Bergþórugötu! 15 A, fyrir bíl á torginu fyrir framan, Varðarhúsið. Var Sigurjón á reiðhjóli. Fell hann af hjólinu og hlaut. áverka á enni, einnig marðist hann tölu- vert. á öxl og fæti. Sigurjón var fluttur á Lands- spítalann og leið hornnn sæmilega í gærkvöldi. Bíll ekur á bifhjól. Annað slys varð um kl. 4, á gatnamótum Suðurgötu og Skot- húsvegar. Ók bíll á riiótorhjól og evðilagðist það. Stúlka, sem var farþegi á mót- orhjólinu, Svanborg Símonardótt- ir frá Vatnskoti í Þingvallasveit, meiddist nokkuð við áreksturinn. Sendisveinn verður fyrir bíl. Þriðja slysið vildi til klukkan rúmlega 5 í gærdag. Sendisveinn, sem kom á reiðhjóli sínu austur Vesturgötu, varð fyrir bíl, sem var að koma frá bensínsölu Sliell. Hjólið Ararð undir bílnum, en sendisveinninn slapp án verulegra meiðsla. Eimskip. Gullfoss fór til Leith og Kaupmannahafnar í gærkvöldi kl. 10. Goðafoss var væntanlegur til Vestmannaeyja á miðnætti í nótt, og hingað kl. 2 e. h. í dag. Brúarfoss er í Stykkishólmi. Detti- foss er á leið til Hull. Lagarfoss fór frá Blönduósi í gærmorgun. Selfoss er væntanlegur til Rotter- dam í dag. Frá Vestmannaeyjum. w Utgerðarmenn byggja olíugeymi. í 1 tþerðarmenn í Vest- mannaeyjum hafa stofn- að með sjer fjelagsskap til innkaupa á olíu og ætla í því skyni að láta reisa stór- an olíugeymi í Eyjum. Eru Yestmannaeyingar fyrstir til að taka olíumálin þessum tök- um hjer á landi. Kristján. Gíslason járnsmiður í Reykjavík sjer um byggingu geymisins og inun liann fara hjeð- . an í kvöld með Gullfossi til Eyja til að byrja á verkinu. Eiðinu bjargað. Á þingi í fyrra bar Jóhann Þ. Jósefsson aíþingismaður fram þingsályktunartillögu þess efnis að hafist væri handa um að bjarga Eiðinu sem lækkaði stöðugt vegna sjávargangs og stóð böfninni hætta . af. Þmgsályktunartillaga Jóhanns var samþyktr og er nú hafist handa á verkinu. i Hefir Finnbogi R. Þorvaldsson stjórn verksins með liöndum fyrir liönd vitam álaskrif stof unnar. Var ekki seinna vænna að haf- ist væri handa nm þetta verk, því í síðustu viku gekk sjórinn al- veg yfir Eiðið inn á höfn og hefir slíkt sjaldan eða aldrei komið fyr- ir áður. Sýnir það hest nauðsyn, þess verks, sem nú er hyrjað á. Dýpkun hafnarinnar. Unnið hefir verið að dýpkun hafnarinnar í Eyjum í alt sumar og hefir verkið gengið vel. Er nú svo komlð að jafnauð- velt er fyrir skip serii rista 16 fet að komast inn á höfnina, eins og áður var fyrir skip, sem rista 13 fet. Unnið liefir verið fyrir um 40 þúsund krónnr. Netagerðin gengur vel. Netagerðin, sem Vestmannaey- ingar hyrjuðu á í fyrra, gengur ágætlega. Afköst netagerðarinnar crii 50 net á sólarhring. Netin þykja ágæt og standa síst að baki erlendum netum, þau eru gerð iir besta ítalska hampi, sein fáanleg- ur er. Mun netagerðin ekki að- eins geta fullnægt kröfum Vest- mannaeyinga, heldur og geta selt net til annara verstöðva. Fleiri lýsisgeymar. Lifrarsamlagið er nú að láta smíða fjóra nýja lýsisgeyma í við- hót við þá sem fyrir eru. Hinir nýju • geymar^ munu taka samtals ri;m 100 tonn. Samkomuhús S j álf stæðism anna. Hið veglega samkómuhús Sjálf- stæðismanna Verður fullbúið nm áramót. Lokið er Víð áð „pússa“ steypuna að. ntan og innán og er nú verið að ganga frá Ijósaútbún- aði, miðstöð og þ. h. Sundhöllinni verður lokað kl. 3 í dag fyrir baðgesti vegna sund- meistaramótsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.