Morgunblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.03.1938, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 2. mars 1938. KVENÞJOÐIN OQ HEIMILIN a# m k Hárgreiðslukona í aldarfjórðung: Frú Kragh segir frá: Þegar skömm þótti að því að fara á hárgreiðslustofu .... með olíuvjel og hand- klæði.... hárgreiðslukona drotningarinnar Frú Kristólína Kragh, konungl. hirð-hárgreiðslu- kona, átti 25 ára starfsafmæli á sunnudaginn var. Frú Kragh er meðal fyrstu hárgreiðslu- kvenna hjer á landi og hefir gengið ötullega fram í því að stofna fjelagsskap með hárgreiðslukonum og skipuleggja starf þeirra, gera það að sjálfstæðri iðngrein, er nýtur lögverndar og rjettinda á við aðrar iðngreinar. Frjettaritari frá Morgunblaðinu. heimsótti frú Kragh daginn eftir afmælið. Hin vistlega dagstofa hennar, sem er við hliðina á liárgreiðslu stofunni, á Skólavrörðustíg 19, bar órækan vott um vinsældir frú Kragh, því að hún var sem eitt blómahaf. Ldtið blómin tala. Blóm og Ávextir. Sími 2717. TOILET SOfiP Ef þjer hafið ekki reynt þessa handsápu, þá fáið yður eitt stykki og dæmið sjálf um gæðin. Fæst víða. Heildsölubirgðir Heildverslunin Hekla — M.jer verður sannarlega dag- urinn í gær ógleymanlegur, segir frúin. — Jeg komst við af öllum þeim vinarkveðjum, blómum og gjöfum, sem mjer bárust í tilefni dagsins. Jafnvel mínir allra fyrstu viðskiftavinir mundu eftir mjer á þessum tímamótum, og það þótti mjer vænt um. * Talið berst að hinum liðnu starfsárum frú Kragh. Hún hefir margt að segja af öllum þeim breyíingum, sem orðið hafa á starfinu þann aldarf jórðung, sem hún hefir verið hárgreiðslu- kona. — Fyrstu snyrtistofu, sem jég man eftir í Reykjavíkurbæ, setti frú Karólína Þorkelsson xipp. Þar voru gefin höfuðböð, andlitsböð og hárlækningar, en hárgreiðsla var ekki leyst af hendi. Frú Kristín Petersen var fyrsta konan, sem lærði að greiða og setja upp hár og gerði töluvert að því, þó að hún setti ekki upp sjerstaka hárgreiðslustofu. Yar hún ákaflega smekkleg og lag- hent, og hárgreiðslur liennar oft hreinasta snild. En hina fyrstu eiginlegu hár- greiðslustofu opnaði frú Meinholt, á Laugaveg 5. Var sú stöfa búin 1. flokks þátímans tækjum, og starfrækti frú Meinholt hana meðan heilsa hennar leyfði. Árið eftir, 1913, opnaði jeg mína liárgreiðslustofu. — Hvar var það ? — Það var á Klapparstíg. Þar hafði jeg litla stofu og varð að hita öll vötn á olíuvjel og þurka hárið með handklæðum. Það var seinlegt verk, enda tíðkaðist þá miklu síðara hár en nú; og þá þurfti meira en að liða hárið eða lokka. Mesta verkið var oft og tíðum að setja hárið upp og gera lítið úr miklu og síðu hári. * í">að var raunar ekkert sjerlega skemtilegt að vera hár- greiðslukona í þá daga, segir frú- in. Það var ekki vel sjeð — þótti hreinasta „p,jat“ — að láta þvo hár sitt, eins og maður gæti ekki gert það sjálfur! Fólk var ekki farið að fá skilning á því hve mikil prýði er að fallegu og vel hirtu hári. Það var um að gera að hafa mikið og sítt hár, en minna hugsað um hve oft það var þvegið. En þetta breyttist fljótt, og nú er öldin önnur. Er það mitt álit, að hárgreiðslu- og snyrti- stofur hafi átt mikinn þátt í því að þroska hreinlætis- og þrifnað- artilfinningu hjá fólki. Nú eru hárgreiðslustofurnar orðnar 20 hjer í bænum, og yfir 40 stúlkur hafa tekið próf og orðið sveinar eða meistarar. Mikil breyting liefir orðið á starfi hárgreiðslukveima frá því sem fyrst var. Hárgreiðslukonur hafa stofnað með sjer fjelag, til þess að vernda rjettindi sín. Og nú er _svo komið að atvinnugrein þeirra nýtur lög- verndar, eins og hver önnur iðn- grein, hefir sín rjettindi og sínar skyldur. Stúlkur, sem ætla sjer að leggja stund á það starf, verða að vinna þrjú ár á liárgreiðslustofu, áður en þær taka sveinspróf, og síðan önnur þrjú ár, áður en þær verða meistarar og fá rjettindi til þess að reka . hárgreiðslu- eða snyrti- stofu sjálfstætt. Þetta er mikil bót frá því fyrir- komulagi sem fyrst var, er stúlk- ur gátu verið á hárgreiðslustofu um % árs bil og síðan byrjað hárgreiðslu upp á eigin spýtur. En með því að gera nám og skyldur erfiðari, skapast vandaðri vinna. Við hárgreiðslukonur setj- nm æru okkar í það að sómi sje að stjettinni. Samvinna er hin prýðilegasta og heilbrigð sam- kepni innan stjettarinnar. Þori jeg að fullyrða, að hárgreiðslu- stofur hjer eru samkepnisfærar við 1. flokks hárgreiðslustofur er- lendis. Vinnan er 1. flokks og tæki hinn fullkomnustu. * Jeg liafði sjerstaklega gott tæki- færi til þess að sjá vinnu er- lendra hárgreiðslukvenna og karla, er jeg sem fulltrúi íslenskra hárgreiðslukvenna fór á alþjóða- stefnu hárgreiðslukvenna í Kaup- mannahöfn síðastliðið sumar. Þar gat jeg gert minn samanburð og verið hreykin af, að margar ís- lenskar hárgreiðslukonur geta leyst af hendi álíka fagrar greiðsl- ur og þar voru sýndar — og verð- launaðar! A þessari stefnu bar margt fyr- ir augu, sem mjer mun lengi Frú Kristólína Kragh. minnisstætt, segir frúin ennfrem- ur. Það var unun að sjá, hve mikla list er hægt að leggja í fagrar hárgreiðslur, þar sem smekkvísir fagmenn eiga í hlut. — Þjer hafið sýnt einhverja greiðslu á móti þessu? — Já, jeg sýndi hvernig greitt er undir íslenskan skautbúning. Fanst mjer það ekki úr vegi, þar sem drotningin hafði m. a. sagt mjer, að hún hefði verið í hálf- gerðum vandræðum, þegar hún þurfti að skauta, er hún var mál- uð, í íslenska skautbúningnum, í tilefni 25 ára ríkisstjórnarafmæl- is konungs — þá vissi enginn hvernig átti að skauta. Varð mál- arinn því að mála höfuðbúninginn eftir mynd! — Þjer hafið jafnan verið hár- greiðslukona drotningarinnar, er hún hefir sótt Tsland heim? — Já, jeg hefi greitt henni þau þrjú skifti, sem hún hefir komið hingað, og sem hárgreiðslukona hefi jeg kynst henni sem hinni ástúðlegustu manneskju. Hefir drotningin jafnan sýnt mjer hinn mesta vinar- og virðingarvott, t. d. gaf hún mjer ljómandi fagra gull- og emaillenál 1930. Og nú síðast bauð hún mjer að vera við- stödd brúðkaup Fedoru prinsessu og Christians prins, sem, haldið var um það leyti sem jeg var í Höfn, Var það hreinasta æfintýri. * CZvo að við snúum okkur nú ^ aftur að starfi liárgreiðslu- konunnar, segir frú Kragh að lok- um. — Þá álít jeg að Jmð sje mjög svo viðunandi starf og skemtilegt, þegar áhugi og smekk- vísi fylgjast að. Það er annað að vera hárgreiðslukona nú en þegar skömm þótti að því að koma á hárgreiðslustofu, eins og jeg mint- ist á áðan, og maður þurfti að fela viðskiftavinina hverja fyrir öðrum! Nú kemur kvenfólkið frjálslegt og eðlilegt á hvaða hár- greiðslu- eða siiyrtistofu sem er og biðnr um þá snyrtingu sem það þarf, án þess að fyrirverða sig hið allra minsta. Og það er ólíkt skemtilegra að geta mætt 10-20% cifsldttur hessa viku á: Manchetskyrtmn Dömutöskum Ullarnærfötum kvenna (lítil nr.) Prjónakjólum og Prjónadrögtum, silki og ull, Bamahúfum Treflum Karlmannavestum Tölum, Hnöppum og ýmsum smávörum. Laugaves: 40. öl í miklu úrvali. Mattabúðin Gunnlaug Briem. kveiipepraar £* r «i • r faið pjer 1 Hlín Fjölbreytt úrval. Altaf eitthvað nýtt. Prjónastofan íiLÍN Laugaveg 10. Sími 2779. viðskiftavinunum á frjálsmann- legan hátt en verða að fara í puk- ur með jafn sjálfsagðan hlut og það að efla hreinlæti, smekk- vísi og fegurð, en það á ein- mitt að vera hlutýerk hárgreiðslu- kvenna — að mínu áliti. GARBO-SAFN. Hárskeri einn sænskur í New York hefir í mörg ár safnað Öllu, sem hann hefir getað náð í, til minningar um landa sinn, Gretn Garbo. Hann á í fórum sínum um 80.000 blaðagreinar um hana og 20.000 myndir, auk margra ann- ara hluta, og nú ætlar hann að gera hárgreiðslustofu sína að safni, sem helgað er Gretu Garbo. Munið, að hunang blandað sítr- ónusafa er gott meðal við hósta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.