Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1938næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272812345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 12.03.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.03.1938, Blaðsíða 3
X.augardagur 12. mars 1938. MORGUNBLAÐIÐ 3 Ön^þveilið i alvinnu I I álunnm: Nýjar kaupdeilur og verk- föll í uppsiglingu Næst kemur röðin að siglinga- flotanum og vegavinnunni Miklas forseti Síðustu frjettir í gærkvöldi herradu að Miklas forseti hafi neitað að vera við skipun Hitlers um að segja af sjer. ciiietiiiiiiiii«iitiiiitiiiiiiiiiit>iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiitiiittiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiMtiiiitiiiBiiiiiiii«iiiaiBiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiii Alþingi liorfir á - aðgerðalausf! Það er óglæsilegt um að litast á sviði at- vinnumálanna hjá okkur Islending- um um þessar mundir, og ekki ann- að sjáanlegt, en að nú sje alt að keyra um koll. Verkfall stendur yfir á togurunum og liggur nálega allur flotinn bundinn í höfn, enda þótt sá tími sje nú kominn, sem saltfisksveiðar ættu að hefjast. Þúsundir sjómanna og verkamanna missa atvinnu við stöðvun togaraflotans á vertíð, i og ríkið missir miljónir í erlendum gjaldeyri. Kemur sáttanefndin I með úrslitatillögu í dag? I áttanefndm í togarakaupdeilunni sat allan daginn í | | gær á rökstólum og fram á nótt. I Allar sáttatilraunir hafa til þessa reynst árangurslausar, 1 1 svo mikið ber á milli deiluaðila. § Bkki hefir sáttanefndiji sjeð sjer fært, ennþá, að leggja 1 | fram ákveðna tillögu handa deilnaðilnm að samþykkja eða | 1 hafna, en ekki er ósennilegt, að slík tillaga sje væntanleg í | 1 dag. En livað tekur við, ef svo skyldi fara, að deiluaðilar | 1 hafni slíkri tillögu sáttanefndar, eins og þeir gerðu á dög- | | unum, er sáttasemjari bar fram sína tillögu? F'ormaður Pramsóknarflokksins, Jónas Jónsson, ritar í | 1 gær grein í Nýja dagblaðið og gefur hann þar fyllilega í | | skyn, að næsta skrefið verði að lögbjóða gerðardóm nm málið. | | Þar segir svo: | „Tveir vegir sýnast opnir. Annar að aðhafast ekkert, láta I 1 veiðiskipin hvíla sig alla vertíðina og láta bæ og land byrja | I að kynnast sulti og gjaldþrotum, eða að Alþingi verður að f | skakka leikinn, lögbjóða gerðardóm um málið og sjá um að f | honum verði framfylgt". | Jiii.iiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimimim'imiimmiiiimiiiniiiiiiiimmmimiMMmMiiHimmimmiimiiiiKmnmiiimnMimmiiiiiMD íslenskur skipstjóri á færeysku skútunni sem vantar Ekkert hefir enn spurst til færeysku fiskiskútunnar „Possanes“, þrátt fyrir mikla leit varðskipsins Þór. A skipinu var íslenskur fiski- skipstjóri, Jón Magnússon frá Bíldudal. IJann er kvæntur mað- ur og býr fjölskylda hans í Hafn- arfirði. Því miður eru menn orðnir von- daufir um að „Fossanes“ sje ofan sjávar lengur. Þó hjelt Þór áfram leitinni í gær. 80 ára er í dag Oddný Hall- dórsdóttir, kona Guðm. Jónsson- ar fyrrum baðvarðar. Dvelja þau hjónin nú á Elliheimilinu Grund. Dr. Oddur Guðjóns- son í gjaldeyris- og inntlutningsnefnd Dr. Oddur Guðjónsson hefir samkvæint tilnefningu fjár- málaráðherra, tekið sæti fejörns Olafssonar í gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd, í fjarveru hans. Björn fór utan með „Lyru“ síðast. Bjarni Bjömsson helt skemtuu í Gamla Bíó í fyrrakvöld við sæmi- lega aðsókn og alveg frábærar viðtökur áheyrenda og var það mál manna sem sjeð hafa Bjarna á fyrri skemtunum lians að nú hafi honum tekist best upp. Yegna fjiilda áskorana ætlar Bjarni enn einu sinni að endurtaka skemtun sína og verður sú skemtun í Gamla Bíó á morgun kl. 3. \ Kaupdeilur vofa einnig yfir í öðrum greinum atvinnulífsins. Á Siglufirði hafa verkamenn sagt upp gildandi kauptaxta og jafnframt gert kröíur um. kauphækkun við Síldarverk- smiðjur ríkisins. Með þessu er síldarútveginum stefrit í hættu á komandi sumri. Síldarafurð- ir hafa stórfallið í verði síðan í fyrra. Þá var verðið á bræðslu- síldinni 8 kr. málið. Með sama verðlagi og nú er á síldaraf- urðum getur bræðslusíldar- verðið ekki orðið hærra næsta sumar en kr. 3.40—4.00 mál- ið. Þetta þýðir að kaup sjó- manna, sem ráðnir eru upp á hlut rýrnar stórkostlega. Þetta þýðir einnig að fyrirsjáanlegt er að tap verður á útgerð síldveiðiskipa næsta sumar. Bæt ist svo nýjar kaupkröfur í landi ofan á hið lága bræðslu- síldarverð, er ekki annað sjá- anlegt en að afleiðingin verði sú, að mikið af síldveiðiflotan- um liggi í höfn næsta sumar. Kaupdeila er einnig yfirvof- andi á siglingaflotanum. Há- setar, kyndarar, vjelstjórar, stýrimenn, loftskeytamenn og þjónar á siglingaflotanum hafa sagt upp gildandi kaupsamn- ingi frá 1. apríl n. k. að telja. Hafa þegar komið kröfur frá sumum þessara manna, um kauphækkun og frá öðrum munu samskonar kröfur vera í undirbúningi. Kaupdeila sú, sem hjer er 1 uppsiglingu nær til skipa Eim- skipafjelagsins, strandferða- skipa ríkisins og að einhverju leyti einnig til flutningaskipa þeirra, sem í millilandasigling- um eru og einstck fjelög hjer eiga. Þá hefir Alþýðusamband ís- lands einnig sagt upp gildandi samningi við ríkið um vega- vinnukaupið og mun sú upp- ’sögn gilda frá 1. apríl. Núver- andi ríkisstjórn gerði í maí 1935 samning við Alþýðusam- bandið um kaup í vegavinnu. Kaupið skyldi vera 90 aurar um tímann um alt land. Þessi taxti gilti þó ekki hjer í Reykja- vík og Hafnarfirði. Tilgangur Alþýðusambands- ins nú, með því að segja upp samningnum er sá, að fá kaup- ið hækkað. * Viðhorfið í atvinnumálunum er þá í stuttu máli þetta: Verkfall stendur yfir á togurunum og flotinn bundinn í höfn. Yfirvofandi verkfall við Síld- arvei’ksmiðjur ríkisins, ef ekki verður gengið að kröfum verka- mánnafjelagsins á Siglufirði. Yfirvofandi verkfall á sigl- ingaflotanum, ef ekki verður gengið innt á nýjar kaupkröfur. Mun þá allur floti Eimskipafje- lagsins verða bundinn í höfn, sömuleiðis strandferðaskip rík- isins og sennilega önnur flutn- ingaskip, sem eru eign fjelaga og einstaklinga. Yfirvofandi verkfall í allri vegavinnu á landinu, ef ríkið verður ekki við kröfu Alþýðu- sambandsins, um kauphækkun. Myndi þá engin vegavinna hefj- ast með vorinu. Enginn nýr vegarspotti yrði lagður og eng- in brú reist. Gömlu vegirnir fengju að grotna niður, því eng- inn mætti vinna að endurbót eða viðhaldi þeirra. Þannig er þá umhorfs nú og getur enginn sagt, að það sje glæsilegt. * En á meðan þessu fer fram, PRAMH. Á SJÖTTU fl&KF Skíðamótið í dag Prátt fyrir ringinguna hjer í bænum voru skíðamenn á Hellisheiði ánægoir með snjóinn og færið í gærdag. Klukkan 1 í dag hefst 18 km. kappgangan. Bílai’ fara hjeðan úr bænum í dag kl. 10 f. h. og verða farmiðar seldir hjá L. H. Miiller kl. 9—10 f. h. í dag. í fyrramálið verður einnig far- ið upp að Skíðaskála kl. 10 f. h. og fást fariniðar lijá Miiller til kl. 6 í kvöld. Aðgöngumiðar að mótinu verða seldir við skálann og kosta 1 krónu. Skíðafjelagið mun halda kaffi- samsæti að Hótel Borg á mánu- dagskvöldið og verða þar afhent verðiaun frá skíðamótinu. Dansað verður á eftir. Aðgöngumiðar að kaffisamsætinu verða seidir hjá L. H. Miiller á inánudaginn. Húsmæðraskóli í Reykjavík ■ * Magnús Jónsson og frú Guð- rún Lárusdóttir flytja í efri deild frumvarp um stofnun iiúsmæðrakennaraskóla og hús- mæðraskóla í Reykjavík eða ná- grenni hennar. Þetta sama frumvarp hafa Sjálfstæðismenn flutt á tveim síð- ustu þingum, en stjórnarflokk- arnir hafa ekki .fengist til að af- greiða það. Þeir hafa látið frum- varpið daga uppi. Morgunblaðið hefir áðnr skýrt all-ýtarlega frá efni þessa frum- varps, svo ekki gerist þörf að ræða það frekar hjer að þessu sinni. Rjett þykir nú að minna á, að við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar þóttust sósíalistar vera. út- þembdir af áhuga fvrir liúsmæðra- skóla í Reykjavík. Pæst nú vænt anlega úr því skorið, hvort hug- ur hafi fylgt máli hjá sósíalistum í þessu efni. Þýskur íslandsvinur látinn Nýlega ljest í Þýskalandi Thilo von Trotha rithöf- undur. Hann var eitt af efnileg- ustu yngri skáldum í Þýskalandi. Var hann mikill vinur Norðnr- landa og starfaði mikið að mál- um Norræna fjelagsins þýska. von Trotha tók á móti íslensku knattspyrnumönnunnm er þeir komu til Lubeck 1935. Varð knattspyrnumönnunum strax hlýtt til hans fvrir hve hann kom prýðilega fram við þá í alla staði. Thilo von Trotha ljest af af- leiðingum bílslyss, sem hann lenti í er hann var á heimleið af frum- sýningu á leikritinu „Gudrun“, sem sýnt var í Sljesvík. Pjelagi von Trotha fórst einnig í slysi þessu, en kona hans og önnnr stúlka, sem í bílnum var, komust lífs af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 60. tölublað (12.03.1938)
https://timarit.is/issue/104449

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

60. tölublað (12.03.1938)

Aðgerðir: