Morgunblaðið - 26.10.1938, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1938, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 26. okt. 1938. MORGUNBLAÐIÐ . Leitarmaður verður úti á Siðuafrjetti: Aðrir lentu í hrakningum LEITARMENN á Síðuafrjetti hreptu aftaka veður s.l. sunnudag og varð einn þeirra úti. Hann hjet Páll Kristjánsson frá Skaptárdal, og var elsti sonur hjónanna þar, 23 ára að aldri. Á sunnudagsmorgun lagði hópur leitarmanna upp frá sæluhúsinu á miðjum afrjetti. Var besta veður um n?,orgun- inn, heiðskírt bæði í bygð og til fjalla. En er leið að hádegi gerði aftaka veður og versnaði er leið á daginn. Leitarmennirnir lögðu upp snemma morguns, eins og venja er til, eða nokkru fyrir birtingu um morguninn. Höfðu þeir skift með sjer leitarsvæðinu í reita. Fimm manna hópur skyldi leita á nyrsta svæðinu og í þeim hópi var Páll. Þessi hópur fór upp með Skaptá að austanverðu. Um hádegi gerði austan storm með kraparigningu og snjókomu á hálendinu. Er fór að líða á daginn söknuðu fje- lagar Páls hans og fóru tveir að leita hans. Voru það þeii- Jóhann Jónsson, Seglbúðum og Sigurður Sveinsson, Hrauni, en hinir tveir fóru í sæluhúsið. Ekki tókst þeim Jóhanni og Sigurði að finna Pál. Gengu þeir lengi og urðu brátt þjakaðir af göngunni og illviðrinu. .Sigurður gafst upp og hjálpaði Jóhann honum að grafa hann í fönn. Jóhann komst sjálfur við illan leik í sæluhúsið. Hinir leitarmennirnir voru þá allir komnir í kofann og ' fóru nú að sækja Sigurð. Tókst þeim að finna hann og koma honum í sæluhúsið. Var Sigurður þá orðinn allþjakaður eftir volkið. Á mánudagsmorgun hófu gangnamenn leit að Páli og fundu hann örendan á bersvæði. Páll var hinn mesti efnispiltur og alvanur fjallgönguœ. Er það kunnugra rnanha skoðun, að Páli hafi orðið snögglega ilt og þessvegna hafi hann orðið úti. ,, Leitarmenn komu til bygða í gær með lík Páls og var það fliutt heim að Skaptárdal. Frjett þessi er samkvæmt símasamtali við Lárus Helga- son í Kirkjubæjarklaustri. rrrr Hjeraðsmót Sjálfstæðismanna i Gullbringusýslu H jeráðsmót Sjálfstæðismanna í dullbringusýslu verður haldið h.k. sunnudag í Ungmenna- fjelagshúsinu í Kefiavík og hefst kl. 3 e. li. Ræ'ðumenn verða frá hehdi míð- atjórnarinnar alþingisméhnirnir Ólafur Thors, Árni Jónsson og Pjetur Ottesen, og prófessor Bjarni Benediktsson. Auk' þess verðaf frjáls ræðuhöld, einsÖngúr, tvísöngur og hljóðfærasláttur. Allir Sjálfstæðismenn í Gull- bringusýslu eru velkomnir á með- an husi-úm leyfir. Samskonar mót verður haldið fyrir Kjósarsýslu bráðfega. ÍSLENDINGAR SKEMTA 1 HAMBORG. Khöfn í gær F.Ú. ’korrænu vikunni seih Nor- "háénafjelagið í Hámborg hefir' éíéngist fyrir sungu og ljektf þær Nanrta Og Svana Eg- ilsdætur. Þýskur maður, prófessor Heintz flutti erindi um íslenska tónlist. Viðstaddir voru ræðis- maður Dana í Hamborg og ýms- jr íslehdingar, er jþar voru staddir. Gullbrúðkaup eigá í dag frú Sigríður Þórðardóttir og Jón Guð- mundsson, Bakkastíg 8. Þau hjón- in éru éð elstu horgurum bæjar- ins. if:' Stofnþing sambands ísl. berkla- sjúkiinga Stofnþing Sambands íslenskra berklasjúkling-a var háð að Vífilsstöðum 23. og 24. þ. m. Þingið setti fomaður undirbún- ingsnefndar, Karl Matthíasson, með stuttri ræðu. Forseti þingsins. var Gunnlaugur Sæ- mundsson. Við setningu, vor mættjr, í boði undirbúniugsnefndar, 5 berkla- læknar. Ur þeirra hópi fluttu ræður Sig. Sigurðsson berklayfírlæknir, pröf. Sigurður Magnússbn og Óskar Einars- son læknir frá Reykjahæli í Ölfusi. Helstu dagskrármál voru þessi: Stefnu og starfskrá sambandsins, framsögumaður Jón Rafnsson. Lög sambandsjns, framsögnmaður Herbert Jónsson og kosníng sambandsst.jórnar. I sambandsstjórn voru kosnir: Fpr- seti Andrjes Straumland, ritari Herbert Jónsson, gjaldkeri Sigurleifur Vagns- son. — Meðstjómenduiv Jón Itafn.sson, Karl Matthíasson, Ásberg Jóhannesson, Þórhallur Hallgrímsson og 4 menn í varastjórn. Þingið sátu 30 fulltrúar víðsvegar að. Ákveðið hefir verið að birta stefnu- skrá sambandsins síðar. Bátur Sigurþórs og Alberts hefir farist Aðgerðalitið á rauðu þingunum Fátt gerðist markvert í gær á þingum rauðliða. Þing Stefáns Jóhanns virðist vera að lognast útaf, og mun jafn- vel ráðgert að því verði ’ slitið í dag eða á morgum. Þing Hjeðins og kommúnista hjelt 1 gær áfram að ræða stefnu- skra hins sameimaða flokks, og halda þær umræðnr áfram í dag og á nvorgun. Sitja þetta þing 160 ful'ltrúar. Eimskip. Gullfoss fer frá Khöfn í kvöld. Goðafoss kemur til Vestmannaeyja snemma í dag. Brúarfoss fór frá London í fyrra- dag áleiðis til Leith. Dettifoss fer til ’Grimsby og Hamborgar í kvöld. Lagarfoss er á leið til Bergen frá Austfjörðum. Selfoss er á leið til Aberdéen. Merkilegur kappleikur I London í dag: Úrvals- liðgegnEnglendingum Knáttspyfhúképni,' sein mun vekja athygli um alla Ev- rópu, á áð fara fram í Higkbury í Londou í dag. Keppendur eru landslið Engleiidinga aiínarsveg- af 'Úg úrvalslið úr meginlands- löndum Evrópu hdnsvegar. Sjerstakri nefnd var falið að velja liðið, sem á- að keppa gegn Englendingum og benti nefndim á eftirfarandi 14 menn (aðalmenn og varamenn); Olivieri (Ítalí). Minelli (Svisslendíngur), Rava (ítali), Kupfer (Þjóðvérji), Andreolo (ítali), Kitzinger (Þjóð- verjí), Kopeckv og Nozir (Tjekkó- slóvakar), Aston (Frakki), Braine (Belgi), dr. Sarosi (Ungyerji), Piola 1 (ítali), Szengeller (Ung- verji) og Arne Bmstad (Norðmað- ur)- Ekla fylgir sögunni hvað hver á að spila, en það segir sig nokkurnvegin sjálft, að röðin verður þessi: Framherjar: Aston, Braine, dr. Sar- osi, Szengeller, Brustad. í markinu verður án efa Olívieri og bakverðir Minelli og Rava. Ekki er hægt að segja með néinni yissu hverjir verða fram- ýerðir, nema að telja má víst, að Andreotö verður miðframvörður. Meginlandsliðið verður klætt himin- bláum treyjum, í hvítum buxum og dökkblámn sokkum. Að sjálfsögðu er mikill áhugi hjer meðal knattspymumanna fyrir þessum leik. Blöðin hafa varla tök á því að birta frjettir af leiknum fyr en seinna en útvarpinu ætti að vera vorkunnar- laust að segja frjettir af leiknum strax í kvöld því honum verður útvarpað frá mörgum stöðum í álfunni. Vivax. Málverkasýning Þorvaldar Skúla sonar á Vesturgötu 3 hefir verið vel sótt og 5 málverk hafa þegar selst á sýningunni. Sýningin er opin daglega kl. 10 f. h. til 10 e. h, Sýningin mun ekki standa nema til næstu helgar. Enginn vafi leikur á þvf,. að bátur Sigurþórs Gúð- immdssonar hefir farist á 'éunnudagjnn ov bæði Sigur- Þór og Albert Ólafeson far- ist með bátnum. Slysavarnafjelag íslands gerði í gær út leitarmenn til að leita 'að bátnom, bæði í Andriðsey og meðfram fjörum á Kjalarnesi. Fundu leitarmenn rekald úr bátnmn í Andriðsey og í fjör- unni milli Brautarholts og bæj- arins Bakka. ,[ Ledtarmennirnir fóru hjeðan M. 8 1 gærmorgun í bíl að Braularholti. Þar skiftu þeir sjer í þrjá hópa. Eínn hópurinn fór út í Andriðsey, annar leit- aði með fjörunni fyrir neðam Sigurþór Guðmundsson var ílfæddur að Klopp á Stokkseyri 16. október 1897. H.ann hefir urn fjölda inörg ár uunið hjá Reykja- víkurbæ og lengst af sem stjórn- andi götuþjapparans (gufuvjelar- . - - innar).. Hann var kvwntur Þjóð- {Þrautarholt og sá þiiðji helt björgu Jónsdóttur. Þau áttu tv.pí drengi, er annar komiiui yfir tví- tugt, en sá yngri er 10 ára gam- -all. Jjengra inn í Hvalfjörð og leitaði þar meðfram ströndinni. Hópurinn, sem fór út í And- riðsey fór á báti Ólafs f Braut-- arholti. Hafði bátinn tekið út í ó’veðrinu á sunnudag og fundu Ifeítarmenn bátinn heilan nokk- uð fyrir innan Brautarholt. Syðst í Andriðsey fundu þeir rekald úr trillubát Sigurjóns... ^pnig fundu þeir, sem leituðu á fjörunum hjá Brautarholti kinnung úr bátnum og fleira. Eftir að þetta rekald hafði fundist, var ekki lengur neinn váfi á því, að báturinn hefði ■fúVist. Ekki fundu leitarmenn lík þfeiVra Sigurjóns og Alberts. Talið er víst, að báturinn Hafi farist syðst í Músarsundi. Slysavarnafjelagið sendi björg unarskútun Sæbjörgu kl. 11 í gærmorgun út í Andriðsey. Hafði Sæbjörg með sjer trillu- bát til þess að fara í land á eyjunni, en ekki þurfti á því að ,halda vegna þess að rekaldið úr bátnum var fundið um það Álbert Ólafsson múrarameistari var fæddur 7. júní 1904 á Búf- felli í íGrímsnesi. Móðir hans, Vig- dís Jónsdóttir, er á lífi óg á heima á Njálsgötu 82. Eftirlifandi kona hans heitir Guðrún Magnúsdóttir. Þáu áttu; tvö börn, dreng á þriðja ári og. telpu sjö mánaða gamla. Albert lærði inúraraiðn hjer í jLil er Sæbjörg kom á vettvang bænum hjá Bergsteini Jónssyni jOg leitarmenn komnir út í eyj- og stundaði þá iðn síðan. luna. Sandgræöslugarður eyðllegst í Sandgerði ISandgerði hefir verið unnið í haust að sandgræðslugarðj fyrir Sandgerðis- og Bæjarskerá| landi. Garðurinn var um 700 metr- ar, einhlaðinn, en sett grjót að honum beggja megin. »Var lokið við byggingu garðsins núna um helgina. Aðfaranótt mánudags s.l. í suð- vestan storminum var mikið hrim í Sandgerði og gekk sjórinn upp yfir veginn, sem liggur ofan l' Sandgerði. Eyðilagðist sand- græðslugarðurinn að mestu, þó mun standa eftir um 100 metrar. Kemur þessi skaði sjer afar illa fyrir hreppsbúa, því eins og allir vita, sem til þekkja, liggur Sand- erðis- og Bæjarskershverfi undir eyðileggingu af sandi og sjó ef ekkert er aðgert. Blóðveldi Stalins Kalundborg í gær F.Ú. Frjettaritari Havasfrjetta- stofunnar í Moskva segir frá því fullum fetum í dag, að Bliicher herforingi sje horfinn og fullvíst að hann sje fallinn í ónáð hjá Stalin. Um málsókn- irt á hendur honum, segist frjettaritarinn ekkert vita. Krjettastofan segir að sá orðrómur •sétti gengið hefir, að von væri á mála- férlöm gegn hinum fræga heimskauta- fara, prófessor Schmidt, hafi ekki við rök að styðjást. Hjónaband. Nýlega liafa verið gefin saman í hjónaband ungfrú Bjarnfríður Sigursteinsdóttir frá Akranesi og Jón Einarsson sjó- maður. Heimili þeirra er á Öldu- götu 17 í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.