Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AVKABLAÐ

Vikublað: Isafold.

26. árg., 205. tbl. — Mánudaginn 4. september 1939.

ísafoldarprentsmiðja h.f.

ÞAD ER STRIÐ

Bretar og Frakkar sögðu Þjóð-

verjum stríð á hendur í gær

Þjóðverjar hafa

lokað pólsku

gongunum

að sunnan I

Frjettir af vígstöðvtmom í

Póllandi voru í morgnn

þessar:

Barist er aðallega á þrem víg-

stöðvum:

AÐ NORÐAN: í sunnanverð-,

nm pólsku göngunum, þar sem

Þjóðverjar segja að hersveitir

þeirra, sem sækja fram að vest-

an, frá Þýskalandi, og að austan,

frá Austur-Póllandi, hafi í raun

og veru náð saman við fljótið

Weiehsel. Pólskur her, sem er norð

ar í göngunum, hefir reynt að

brjótast suður í gegnum víglínur

Þjóðverja til þess að reyna að

hindra að hann verði króaður

inni, en var hraktur til baka.

Þjóðverjar segjast nú vera að

reka flóttann.

AÐ SUÐVESTAN: Önnur aðal

víglínan er svo að segja beint í

austur frá Breslau. Þar segjast

Þjóðverjar hafa tekið borgina

Czenstochau og vera komnir 15—

20 km. inn í landið.

Pólverjar segjast aftur á móti

hafa gert þarna gagnsókn, og

stefna nú í áttina til Breslau.

AÐ SUNNAN: Þar sækja þýsku

hersveitirnar frá Slóvakíu í átt-

ina til Teschen og Krakau. Litlar

fregnir hafa borist af þessum víg-

stöðvum.

Loftárásir.

í loftárásum, sem gerðar voru

á Varsjá á föstudaginn og laug-

ardaginn, voru yfir 1500 manns

drepnir, þ. á. m. konur og börn.

Sendiherra Pólverja í London

skýrði blaðamönnum frá því í gær,

að Þjóðverjar hefðu notað eitur-

gas í loftárásum í tvær borgir.

Pólski  sendiherrann  í  París

liefir skýrt frá því, að þ. 1. sept-

ember að kvöldi hafi þýska stjórn

in   með   milligöngu   hollensku

FRAMH. Á PJÓRÐU SÍÐU.

Þjóðverjar skjóta í kaf breskt hafskip

með mörghundruð farþegum:

Bretar taka Bremen

BRETAR sögðu Þjóðverjum stríð á hendur í gær klukkan 11 f. h. eftir bresk

um tíma. Hafði Sir Neville Henderson, sendiherra Breta í Berlín, farið

á fund von Ribbentrops í gærmorgun kl. 9 og tjáð honum, að ef ekki

væri komið fullnægjandi svar við „síðustu aðvörun" bresku stjórnarinnar og svarið

komið til London fyrir kl. 11, þá myndu Bretar líta svo á, að styrjöld væri hafin milli

Bretlands og Þýskalands.

Sex klukkustundum síðar, eða klukkan 5 (eftir Mið-Evróputíma) var samskon-

ar frestur útrunninn, sem M. Coulandre, sendiherra Frakka í Berlín hafði sett Þjóð

verjum fyrir hönd frönsku stjórnarinnar.

Styrjöld var nú hafin milli Frakka, Breta og Pólverja annarsvegar og Þjóð-

verja hinsvegar.

Fregnir af fyrstu hernaðaraðgerðunum í styrjöld Breta og Þjóðverja, barst um miðjan dag

í gær, þegar breska herskipið Warwick tók þýska hafskipið „Bremen" í hafi úti. „Bremen", ann

að glæsilegasta skipið í hafskipaflota Þjóðverja, var á leiðinni frá New York, austur um haf.

1 síðustu viku, þegar skipið var á leið vestur, f jekk það fyrirskipun um að snúa við, þegar

það átti sólarhrings ferð eftir til New York. En 12 klst. síðar f jekk það aðra fyrirskipun um að

halda ferð sinni áfram til Ameríku.

Skipið átti að láta farþega og farm í land í New York oghalda síðan strax heimleiðis, jafn-

vel þótt það fengi engan flutning. En það tafðist yfir sólárhring í New York vegna þess að

Roosevelt krafðist þess að leit yrði gerð í því, ásamt öðrum breskum og frönskum skipum, til

þess að rannsaka hvort þau hefðu nokkurn hergagnaflutning.

Þessi sólarhringur varð Þjóðverjum, eigendum Bremen, dýrkeyptur.

1 NÓTT VAR BRESKA HAFSKIPIÐ „ATHENIA (EIGN CUNARD-LÍNUNNAR,

13,465 SMÁL.), SKOTH) í KAF MEÐ TUNDURSKEYTI UNDAN ÍRLANSSTRÖND-

UM Á LÍKUM STÖÐUM OG „LUSITANIU" VAR SÖKT ÁRIÐ 1917.

„ATHANIA" VAR Á LEH)INNI FRÁ GLASGOW VESTUR UM HAF MEÐ 1800

HUNDRUÐ FARÞEGA, Þ. Á. M. 246 AMERÍKUMENN.

Nánari fregnir af þessum atburði eru ókomnar.  En  samkvæmt fregnum  frá  New  York,

björguðust allir farþegar í bátana. (Það var eins og kunnugt er hin beina orsök þess að Banda-

ríkjamenn fóru í stríðið 1914—'18, að „Lusitaniu" var sökt).

von Ribbentrop,  utanríkismálaráð

herra  Þjóðverja  (t.  h.).  Myndin

er tekin þegar hann var á leið-

inni til Moskva.

Skömtunin

kemur

bráðlega

VERIÐ er að prenta úthlutun-

arspjöldin fyrir matvæla-

skömtun þá, sem fyrirhuguð er.

Að prentuninni lokinni verður

skömtuninni mjög fljótlega kom-

ið á hjer í Reykjavík og nágrenni.

En skömtunarkortin verða send

með fyrstu póstum út um land,

og reynt að koma því svo fyrir,

að skömtunin komist í fast horf

sem allra fyrst um alt landið.

Finnar segja að

Olympiuleikarnir

verði haldnir

Olympíunefndin í Finnlandi

hefir lýst yfir því, að þrátt

fyvir hinar ískyggilegu horfur í

Evrópu muni verða haldið fast

við þá ákvörðun, að halda næstu

Olympíuleika í Helsingfors.

Segir í yfirlýsingunni, að

s.k' þegar undi? lcíkana búið,

Finnland sje þess og albúið

O'erast  griðastað;i..' friðarins.

Þar að auki í.je þess að vænta,

i>ð círiður þessi ?je bi'átt á eu ln.

(FÚ).

alt

eu

að

Aðvörun til

norskra skipa

Norska stjórnin hefir sent öll-

um norskum skipum þannig lag-.

aða orðsendingu:

Þar sem styrjöld hefir brot-

ist út milli Þýskalands annars-

vegar og Póllands og Bretlands

hinsvegar og franska stjórnin

sett Þjóðverjum úrslitakosti, ber

öllum norskum skipum á sigl-

ingaleiðum í Evrópu að leita

hafna í Noregi eða í hlutlaus-

um löndum þegar í stað og bíða

þar frekari fyrirskipana.

Vestmanneyinga

vantar kol

« testmannaeyingar sneru sjer

\/ til ríkisstjórnarinnar fyrir

helgina út af því, hve kolalaust

er þar í Eyjum, og báðu hana að

ráða fram úr því.

Ákveðið er, að þeir fái 400 tonn

af kolum, sem ætluð voru Sól-

bakkaverksmiðjunni, en hún hef-

ir lítið sem ekki verið starfrækt

í sumar vegna þess hve lítið hef-

ir aflast.

Er helst í ráði, að síldveiðiskip

úr Eyjum taki kolin á Sólbakka,

er þau koma að norðan af veið-

um, og flytji þau til Eyja.

JAPANAR VERÐA

HLUTLAUSIR.

Samkvæmt  fregn  frá  Shang-

hai  hefir  japanska  stjórnin

fullvissað  bresku  stjórnina  um

það, að hún muni verða hlutlaus

ií styrjöld þeirri, sem hafin er í

' Evrópu.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4