Morgunblaðið - 16.01.1940, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.01.1940, Blaðsíða 3
Þriðjudagnr 16. janúar 1940. MORGUNBLAÐIÐ Verður ísland áfram þátttakandi í heims- sýningunni? Kostnaðurinn aðeins fjórði hluti þess, sem eytt hefir verið < i ÞAÐ var í upphafi gert ráð fyrir, að heimssýn- ingin í New-York yrði opin aðeins árið 1939. En á síðastliðnu sumri tók að spyrjast, að forráðamenn sýningarinnar hefðu hug á að halda henni áfram, einnig árið 1940. Aðalástæðan til þess, að menn fóru í alvöru að ræða nm fram- liald sýningarinnar á þessu ári var hinn gífurlegi kostnaður við und- irbúning sýningarinnar og allar byggingarnar, sem kostað höfðn ógrynni fjár. Og nú er ákveðið, að sýningunni verður haldið áfram á þessu ári. En hvað verður um þátttöku okkar íslendinga í sýningunni á þessu ári? Alþingi heimilaði 50 þús. kr. til sýningarinnar, gegn jöfnu framlagi frá öðrum. Til þess að fá vitneskju um, hvernig þetta mál stendur nú, sneri jeg mjer til Thor Thors alþm. og fekk hjá honum ýmsar upplýsingar um þetta mál, eins og það stendur nú. Eínar Benediktsson skðld látinn — Það voru sem kunnugt er 62 þjóðir, sem tóku þátt í sýningunni s.l. ár, segir Thor Thors. Plestar þeirra hafa nú heitið þátttöku, einnig þetta ár. Þó er vitað um nokkrar, sem draga sig í hlje, þar á meðal eru Danir, Norðmenn og einnig Rússar. Rússar höfðu lagt 8 milj. dollara í sýninguna s.l. ár, en eru nú óðum að rífa niður byggingarnar og flytja sig á hrott, enda mun það öruggara fyrir þá, eins og almenningsálitið í Banda- ríkjunum er nú orðið í þeirra garð. Þátttaka okkar nú kostar um 100 þús. kr. — Hefir nokkuð verið ákveðið nm þátttöku okkar í sýningunni á þessu ári? -— Sýning okkar, sem eins og kunnugt er fekk mjög góða og vingjarnlega dóma s.l. ár, kostaði samtals um 450 þús. kr., þar af um 50 þús. tap á gengisbreyt- ingu. Nú eigum við kost á, að framlengja sýninguna um 6 mán- aða skeið á þessu ári — maí-októ- ber — fyrir tæplega f jórðung þess, er við greiddum s.l. ár, éða um 100 þús. krónur, samkvæmt áætl- un framkvæmdastjóra sýningar- innar, Yilhjálms Þór og annara kunnugustu manna. Á síðasta Alþingi bar jeg fram tillögu, ásamt þeim Einari Árna- syni og Finni Jónssyni, um 50 þús. kr. framlag til sýningarinnar á þessu ári, gegn jöfnu framlagi annarsstaðar frá. Tillagan var samþykt og greiddu henni atkvæði þingmenn úr öllum lýðræðisflokk- unum, þ. á. m. allir ráððherrarn- ir. Eini flokkurinn, er stóð óskift- ur á móti, voru kommúnistar, og er það í góðu samræmi við, að Rússar eru nú að flýja með sýn- ingardót sitt. Hjeraðsdómari sektaður fyrir slælega lann- sókn mðls H FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU. æstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Valdstjórnin gegn Þorsteini Guðmundssyni, Grund í Kolbeinsstaðahreppi, sem kærður yar fyrir neyslu áfengis við akstur. Málavextir eru: Hinn 9. ág. 1936 kærði Guð- mundur Jóhannsson bóndi á Syðri- •Görðum nefndan Þorstein fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum víns á ferð til Reykholts 2. ágúst s. á. og á ferð til Borgarness nokkru fyrr, eða 23. júlí. Við rannsókn málsins játaði Þorsteinn að hafa neytt áfengis við akstur 2. ágúst, en neitaði al- gerlega að hitt. kæruatriðið væri á rökum bygt. Með dómi sýslumannsins í Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu (Jóns Steingrímssonar) 6. febr. 1987 var talið að brot kærða 23. júlí 1936 væri sannað. Hann var dæmdur í 100 kr. sekt og sviftur ökuleyfi í 6 mánuði. Þessum dómi áfrýjaði dómfeldi. Hæstirjettur leit svo á, að ekki væri frami komin örugg sönnun þess, að kærði hafi verið undir áhrifum áfengis við akstur 23. júlí 1936 og sýknaði hann af þeirri ákæru. En með því að fyrir lá játning kærðs fyrir brotinu 2. ág. sama ár, dæmdi Hæstirjettur hann Samvinna lýð- ræðisflokkanna í Dagsbrúnar- ! kosningunni I RAMBOÐSLISTARNIR við Dagsbrúnarkosn- inguna eru nú komnir fram og gengið frá samn i * mgum áð öllu leyti, milli Óðins, eða Sjálfstæfr- ismanna, og Alþýðuflokksins. Frambjóendurnir eru þessir: Björnsson, Að kvÖldi þess 12. jan. andað- ist Einar Benediktsson skáld að heimili sínu, Herdísarvík. Banam-ein hans var heilablóðfall. Hann Iiafði hin síðustu ár verið mjög farinn að heilsu, einkum eftir að hann hafði náð sjötugs- aldri, en 75 ára varð hann 31. okt. síðastliðinn. Með ' Einari Bénediktssyni er fallinn í valinn einn af mestu og mikilhæfustu andans mönnum, er þjóð vor hefir alið, enda löngu áunnið sjer „hinn menningarlega ódauðleika", eins ög einn af mentamönnum vorum kómst að orði á 75 ára afmæli hans. Jarðarför hans fer fram hjer í Reykjavík, sennilega í næstu viku á kostnað ríkissjóðs. Brenna á Iþrótta- vellinum í kvöld FRAMH. Á SJÖUNDU SIÐU. Knattspyrnufjelögin Valur og Fram gangast fyrir brennu og gleðskap í sambandi við hana á íþróttavellinum í kvöld, og hefst brennan klukkan 8.15. Það er gamall siður lijer á landi að halda brennur og hrenna út gamla árið um áramót eða á þrettándanum. Fjélögin höfðu og hugsað sjer að hafa brennu þessa á þrettándanum, en vegna þess að völlurinn var forað eftir rigning- arnar, var brennunni frestað. — Margir imunu sjá eftir öllum þeim eldiviði, sem fer í brenriuna, því vel hefir verið til hennar vandað. Skemtiatriði verða mörg. Lúðra sveitin Svanur undir stjórn Karls Runólfssonar sjer um hljóðfæra- slátt og karlakórinn „Kátir fje- lagar“, sem Iíallur Þorleifsson stjórnar, annast söng. Auk þess verður álfadans og gamanleikur. Þá verður og skotið flugeldum eins og venja' er orðin við slík tækifæri. Skátar aðstoða og eiga þeir að mæta á íþróttavellinum kl. 7.30 í kvöld. í Fulltrúar Sjálfstæð- ismannaáfrsmboOs- lista lýðræðisflokk- anna við stjórnar- kosningu I Dagsbrún Sigurður Halldórsson. Gísli Guðnason.. 3 Forihaðnir: ÍSinar Laugaveg 137. Varaform.: Sigurður Halldórs- son, Laufásveg 47. Ritari: Gísli Guðnason, Lauga- veg 28 C. Gjaldkeri: Torfi ÞorbjÖrnsson, Ásvallagötu 23. Fjármálaritari; Sveinn Jónss'«n, Laugaveg 64. Varastjórn; Jón S. Jónsson, Að- albóli, Kristinn H. Krist jánsson, Vitastíg 11, Sigurbjörn Maríús- son, Sólvallagötu 14. o Stjórn vinnudeilusjóðs: Fornaað- ur Sigurður Guðmundsson, Freyjn- götu 10 A. Meðstjórnendur: Bjarni Sæmundsson, Grettisgötu 17 A. Ágúst Jósefsson, Framnesv. 22A.; Varamenn: Jón B. Thorarensen, Laugavegi 24 B. Magnús Gíslason, Þórsgötu &. Endurskoðendur; Auðunn Auð- unsson, Lindargötu 38. Eggert Ó. Jóhannesson, Nýlendugötu 19. Varaendurskoðandi: Björgvin Kr. Grímsson, Frakkastíg 26 Á. ★ En auk þessa hefir verið ger8- ur málefnasamningur milli þess- ara’tveggja flokka, sem Jistum þessum standa, ejns og áður hefir verið skýrt frá hjer í blaðinu. Eitt aðalatriði þessa samnings er það, að ef þessir frambjóð- endur ná kosningu, þá skal gerð samþykt á fyrsta trúnaðarráðs- fundi Dagsbrúnar um að f jelag- ið segi sig úr Landssambaridí stjettafjelaga, og sje utan sanftí banda út kjörtímabilið, nenaíi gerðar verði þær breytíngar á lögum Alþýðusambandsins, seiií báðir aðiljar telji viðunandi. > Er með samningi þessum sýrit að báðir aðilar ganga að kosni ingum þessnm með þeim ein- dregna ásetningi að vinna sigur á kommúnistúm og útjloka fram vegis áhrif þeirra í Dagsbún, enda verða allir frjálsKuga menn og þjóðræknir að samein- ast um það nauðsynjaverk. Sveinn Jónsson. Lítil þátttaka var í skíðaferð- um íþróttafjelaganna um helgina, enda lítill snjór lijá skíðaskálun- um. Danir missa stærsta skip sitt Stærsta skipi Dana, olíuflutn- ingaskipinu „Danmark", 16- 400 smálestir að stærð, var rent á land 4 sunnudag, að líkindum eftir að skipið hafði rekist á tund- urdufl. Sprenging varð í skipinu'. Skipið var á leið til Danmerk- ur með bensín og olíufarm. Á skip- inu voru 47 menn og er ekki kann- ugt, að neinn skipverja hafi beð- ið bana eða meiðst. (NRP). — FÚ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.