Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 49. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MHfvikndagur 28. febr. 1940.
m
Útref.: H.f. Árrakttr, lujrfcjavlk.
Kítatjðrar:
Jðn KJartan«»on,
ValtýT Stefan««on  <«.byr«;tl;

A.nelýalngar: Árnl 01».
Bitstjörn, au«T]?«Jns;ar 01 »í«;f«10«I»,:
Au«tur«tr«etl 8. — Bt««l 1*00.
JUkriftargjald: kr. 1,00 i. mtautll.
'í  f lauaasölu: 15 aura eintaklD,
25 8ii» buS Leabðk.
Í
Forlagsbóksali
5
dr. phil. E jnar
Fjárlagaumræðurnar
Fjárlagaumræðurnar á Al-
þingi í gær voru mjög
lúnglegar og prúðmannlegar,
Jþegar undan er skilin ræða kom
múnistans, sem enginn tekur
mark á.
Ræða fjármálaráðherra var
drengileg og ádeilulaus. Það, sem
. sjerstaka athygli vakti við hans
ræðu var, að hann leitaðist ekki
-á neinn hátt við að fegra hinn
crfiða f járhag ríkisins. Hann
Ijet yfirleitt hinar köldu stað-
reyndir — tölurnar tala.
Sjálfsagt geta allir tekið und-
ir þau ummæli f jármálaráðherr-
ans að nú þegar óhjákvæmilegt
« er að lækka stórlega útgjöld f jár-
laganna, væri skemtilegt að geta
ráðist á þá gjaldaliðina, er snúa
að sjálfri ríkisstarfrækslunni.
En, eins og ráðherrann sagði,
verður þetta ekki gert, svo að
neinu nemi, með þeirri einföldu
aðferð, að breyta tölunum á fjár
lögunum. Til þess þarf að breyta
sjálfu skipulaginu, kerfinu, gera
það einfaldara og ódýrara. En til
þess þarf aðgerða Alþingis.
Þetta er hverju orði sannara
hjá  ráðherranum.   En  hitt  er
. jafnvíst, að 'ef ekki sjálf ríkis-
stjórnin beitir sjer fyrir þess-
um umbótum — og þar verður
stjórnin öll að vinna að >— þá
verður aldrei úr framkvæmd-
um. Og þar sem nú situr stjórn,
sem hefir stuðning nál. alls þings
ins og meginþorra allrar þjóðar
innar að baki, er einmitt til-
valið að fara að vinna að þessum
umbótum; vinna að því, að gera
allan ríkisreksturinn einfaldari
og kostnaðarminni en hann nú
er. Vonandi á þjóðstjórnin eftir
að vinna þetta nauðsynjastarf.
Enda þótt ágjteiningur sje um
ýmsar þær lækkunartillögur, sem
fjármálaráðhersann hefir bent
á í fjárlagafrumvarpinu, var auð
heyrt á þeim, er þarna töluðu,
að ekki bæri að víkja frá þeirri
stefnu, sem fjármálaráðherrann
hefir markað í frumvarpinu, að
fullur greiðslujöfnuður náist. —
Viðskiftamálaráðherrann talaði
f- h. Framsóknarflokksins. Hann
talaði af skilningi á erfiðleikun-
um og með samvinnuhug. Hann
benti á þá leið, sem reyndar var
farin við afgreiðslu síðustu fjár
laga og einnig í fjárlagafrum-
varpinu nú, að veita stjórninni
; alJsherjarheimild til að lækka öll
útgjöld, sem ekki eru lögbundin.
1 gildandi fjárlögum og fjárlaga
frumvarpinu, er stjórninni veitt
heimild til að lækka ólögbundin
útgjöld um 20%.
Það mætti hafa þessa heimild
víðtækari. Sá kostur fylgir þess-
ari aðferð að þá gengur lækkun-
in jafnt yfir og enginn hefir upp
;á annan að klaga. Ekki er ó-
sennilegt að báðar leiðirnar verði
farnar.
TH að ber sjaldan við, að við
¦rT íslendingar finnum á-
stæðu til bess að minnast af-
mælis erlends manns eins og
hann væri „einn af oss".
Bn það gerum við í dag. Enda
má draga í efa, að nokkur útlend-
ur maður nú á dögum eigi slík-
'um vinsældum að fagna á Islandi
sem Ejnar Munksgaard. Hann á
hjer marga og nána einkavini. Það
má heita að hverju mannsbarni
hjer á landi sje eitthvað kunnugt
um starfsemi hans. Og jeg hefi oft
orðið sjónarvottur að því, hvernig
augun í greindum alþýðumönnum,
sem sjeð hafa Corpus hjá mjer,
hafa glampað, er þeir skoðuðu
þessar veglegu útgáfur hinna dýr-
mætu handrita, og heyrt hlýjuna
í ummælum þeirra um starfsemi
mannsins, sem komið hefir slíku
fyrirtæki í framkvæmd.
*
Ejnar Munksgaard er fæddur
í Vjebjörgum á Jótlandi 28.
febrúar 1890. Hann er jóskur í
húð og hár. Og þótt hann hafi á
sjer alt yfirbragð hins umsýslu-
mikla og glæsilega heimsmanns, er
undirstaðan eðli Jótans, seigla,
markvissa, gætni og hyggindi.
Hann byrjaði bóksalanám heima
í Vjebjörgum á unga aldri, en
fór iim tvítugt suður í lönd og
vann í bókaverslunum í Þýska-
;landi, Svisslandi og Prakklandi í
,sjö ár. Þá hvarf hann til Kaup-
jnannahafnar, með Ijetta pyngju,
en mikla þekkingu, og stofnaði
þar með öðrum manni litla bóka-
verslun, Levin & Munksgaard.
Versluðu þeir upphaflega einkum
með gamlar bækur. En Ejnar
Munksgaard var stórhuga og
itreysti á sjálfan sig. Hann fór til
yfirbókavarða hinna stóru bóka-
safna í Höfn og bað þá um að
nefna einhverjar bækur, sem þeir
hefðu aldrei getað náð í. Þeir
gerðu þetta — til reynslu, og það
skeikaði ekki, að bækurnar komu
á leitirnar. A árunum eftir styrj-
öidina miklu losnaði um margt í
ófriðarlöndunum, mikið af fásjeð-
um bókum kom á markaðinn, og
gengi peniuga var á hverfanda
hveli. Munksgaard var sífelt í
varðbergi, reyndist fnrðulega
fundvís á dýrmætar bækur og
handrit (m. a. fann hann og
keypti mikið af eiginhandarritum
danskra stórskálda, t. d. H. C.
Andersens, sem voru á dreif er-
lendis) og gat sjer fljótt mikinn
orðstír.' Levin & Munksgaard varð
fyrirtæki, sem færði ört út kví-
arnar og skiftist í ýmsar deildir.
Levin tók að sjer pappírsdeildina,
en kom lítið við sögu, og þegar
hann dó 1933, keypti Munksgaard
hans hlut í versluninni, og ber
hún síðustu árin nafn E.jnars
Munksgaards eins. Pyrir utan forn
bókasöluna, sem hann sjálfur hefir
því miður lítið getað sint á sehmi j
árum, og mikla verslun með papp-
ír og nýjar bækur, danskar og er-
lendar ,bættist smám saman við
titgáfustarfsemi og umboðssala
fyrir ýmsar stofnanir og vísinda-
fjelög. Á þessu sviði fekk Munks- \
fimtugur
öndvegi. Þótt enginn frýi Ejnar
Munksgaard fjármálavits, hefir
hann aldrei mist sjónar á því tak-
marki að vera þjónn andans og
menningarinnar. Hann er sjálfur
bókelskur niaður og fjölfróður,
rithöfundur að eðlisfari, þótt hann
hafi ekki getað gefið sjer mikinn
tíma til slíks. En alt, sem hann
hefir ritað um. bókasöfnun og
bókfræði ( og hjer er ekki rúm
að telja það), er fróðlegt og
skemtilegt. Og þótt einkabókasafn
hans sje ekki mikið að vöxtum,
her það vott um kostvandan
smekk, og í því er imargt dýrmætra
bóka og handrita. Það er yndi
hans af bókunum, sem framar öllu
er leyndardómur afreka hans.
Ejnar Munksgaard.
gaard tækifæri til þess að neyta
vallrar þekkingar sinnar, hug-
kvæmni, djörfungar og hagsýni.
Og árangurinn er líkastur æfin-
týri. Nýgræðingurinn, sem byrj-
aði fyrir 23 árum með tvær hend-
ur tómar í búðarliolu úti á
Aaboulevarden, hefir lagt undir
sig hverja bókaverslunina eftir
aðra. Bókhlaða hans, sem nú er
við Nörregade, rjett hjá Prúar-
kirkju og Háskólanum, er orðin
miðstöð stærsta' vísindaforlags
Norðurlanda og vel kunn vísinda-
mönnum um, allan hinn siðaða
heim. Tímarit þau, sem þar eru
gefin út um margvíslegar fræði-
greinir, hafa áskrifendur í meira
en 500 bæjum víðs vegar um lönd.
Hvert -stórvirkið hefir rekið aim-
að, þar a meðal glæsilegar Ijós-
prentanir fornra handrita frá
Miklagarði og ýmsum Asíu-lönd-
um, sem vakið hafa mikla athygli.
Og nú er svo komið, að Ejnar
Munksgaard þarf ekki að seilast
eftir verkefnum. Ur ýmsum átt-
um, jafnvel öðrum heimsálfum.
leita vísindastofnanir samvinnu
vi'ð hann. Það er orðið víðkunn-
ugt, að hann kann að framkvæma
verk, sem öðrum reynast torveld. | yakið;  livar sem  þau liafa verið
Ejnar Munksgaard veitti því
snemma athygli, meðan hann
einkum gaf sig að fornbókasölu,
að íslenskar bækur voru bæði tor-
fengnar og útgengilegar. En hann
nam ekki staðar við kaup þeirra
og sölu. Og þegar hann. fór að
kynna sjer bókmentaheim þessar-
'ar merkilegu smáþjóðar, vöktu
hin miklu söfn fornra íslenskra
skinnbóka, sem lent höfðu í Kaup-
mannahöfn, undrun hans og áhuga
í senn. Kynning hans við íslenska
fræðimenn, ekki síst prófessor
Halldór Hermannsson, glæddu
þann áhuga. Hann rjeðst í að
efna til stórfelds safns af Ijós-
prentuðum íslenskum handritum,
Corpus Codicum Islanicorum
medii ævi. Pyrsta bindið, Plat-
eyjarbók, kom iit 1930. Til þess
fekk hann dálítinn styrk með
þeim hætti, að ríkisstjórn Dana
keypti 50 eintök af bókinni og
gaf hingað til lands. Nú eru kom-
in 12 bindi af þessu safni, hvert
öðru prýðilegra, og er það al-
kunnugt, hverja aðdáun þau hafa
En samt er hann altaf að brjóta
heilann um ný fyrirtæki, altaf að
detta eitthvað í hug, sem ógert
sje eða betur mætti gera.
•
"TTver er skýringin á uppgangi
og athöfnum Munksgaards?
Hann er sístarfandi og sívakandi.
aðlaðandi í viðmótí og samt ein-
beittur og fastur fyrir, varkár og
áræðinn, fjesýslumaður mikill og
þó laus við alla smámunasemi. En
alt þetta til samans væri ekki
nóg. Vegleikur og vandi þess að
versla með hluti eins og bækur
og listaverk er meiri en í annari
kaupsýslu. Hann er fólginn í því
að kunna að kaupa og selja heilag-
an anda án þess að syndga á móti
honum og sæta sama ámæli og
Símon af postulunum. Einhliða og
sknmmsýnn gróðahugur verður
hóksölum fremur að falli en öðrum
kaupmönnum. Mikil fyrirtæki á
sviði bókagerðar og bókasölu eru
venjulega stofnuð og efld af hug-
sýnd, nú síðast á heimssýningunni
í New York, þar sem þau voru
einn þáttur íslenskti deildarinnar.
Það má telja þrekvirki, að einka-
fyrirtæki skuli hafa komið slíkri
útgáfu í framkvæmd án annars
opinbers styrks en þegar er get-
ið. Af öðrum verkum, er snerta
Island og íslensk fræði og komið
hafa út á vegum Munksgaards, er
hjer ekki rúm til þess að geta
nema fárra einna. í samráði við
okkur dr. Benedikt S. Þórarins-
son tók hann að sjer að láta gera
eftirmyndir af nokkrum elstn og
fágætustu bókum, er prentaðar
voru á íslensku, í Monumenta
typographica Islandica. Af því
safni eru nú komin 5 bindi, þar
á meðal Nýja testamenti Odds
Gottskálkssonar, Lögbókin frá
1578 og Vísnabókin frá 1612. Því
mun enn verða haldið áfram ,og
má þó óhætt segja, að kaupend-
urnir hafa grætt meira á því en
kostnaðarmaðurinn.   Og   sumar
sjónamönnum,  en  þeim  fer  að I hnossgætis-útgáfur,  sem  Munks-
hnigna, ef fjárhyggjan ein sest í gaard hefir látið gera að gamni
sínu, eins og Jóhannes von Hák-
sen (1934) og ljósprentanirnar af
nokkrvim kvæðum Bjarna og Jóu-
asar eftir eiginhandarritum skáld-
anna (1938), hefir hann yfirleitt
varla selt, heldur gefið mestalt
upplagið.
*
Afskifti Munksgaards af íslandi
og fslendingum hafa altaf
farið vaxandi. Hann hefir teki5
meiri og meiri trygð við þióðina.
Það er alkunnugt, að hann hefir
lengi sent hingað bókagjafir í stór-
um stíl, til Landsbókasafnsins,
ýmissa annara safna og skóla og
til einstakra manna. Það mundu
t. d. ekki hafa komið hingað mörg
eintök af Corpus, ef hefði átt a5.
borga þau öll með skærum skild-
ingum. Árið 1938 gaf hann Há-
skóla íslands 10.000 krónur, og
ber sá sjóður nafnið „Dr. phil.
Ejnar Munksgaards stiftelse til
fordel for det filosofiske fakultet
ved Islands Universitet". Mnn
hann hafa í hyggju að auka þá
gjöf síðar, ef ástæður leyfa. Og
það hefir hanu sagt mjer, að hann
mundi ánafna háskólanum eftir
sinn dag hinar dýrmætari bækur
í einkabókasafni sínu. Það er til
marks um hugulsemi hans, að auk
bóka þeirra, sem hann hefir gefið
Framfarastiftuninni í Platey á.
Breiðafirði, sendir hann þangað á
hverjum, jólum peningagjöf til
glaðningar fátæku fólki í eynni.
Og gestrisni hans og greiðasemi
við íslendinga í Kaupmannahöfn
munu allir við bregða, sem tit
þekkja.
Þá er það og vitað, að sumar
stórgjafir annara manna, er ís-
landi hafa borist, eru gefnar fyrir
áhrif og tilstilli Ejnars Munks-
gaards. Svo var bæði um hina
miklu bókagjöf, er Jorck aðalræð-
ismaður sendi Landsbókasafnimi
fyrir tveimur árum, og gjafir
Kirks forstjóra í Árósum, sem nti
er nýlátinn. Ejnar Munksgaard er
altaf á verði, þar sem hann getur
gert Islandi eitthvað til hags eða
sóma. Það var t. d. fyrir árvekni
hans, að ísland var sett á bekk
með hinum Norðurlöndunum í
hinu alþjóðlega tímariti Le Nord,
þó að tillag okkar sje þar hlut-
fallslega stórum minna en hinna
landanna.
*
C'tarfsemi Muiiksgaards verður
*^ enn aðdáanlegri, þegar þess
er gætt, að hann er mjög beilsu-
tæpur maður, svo að vinir hans
bera sífeldan kvíðboga fyrir því,
að áhuginn beri kraftana ofurliði.
En hann hefir átt því láni a5
fagna að eiga ágætt heimili, og
má þakka þeim bakhjalli það
mjög, hversu heilsa hans hefir
enst og hverju hann hefir getað á-
orkað. Frú Yelva Munksgaard, f.
Christensen, er bin mesta merkis-
kona. Hún er listmálari, en hefir
nú að mestu lagt list sína á hill-
una og helgað sig heimili sínu.
Þau hjón eiga tvær efnilegar dæt-
ur, og er hin eldri nú stúdent og
PRAMH. Á SJÖTTU SÖ)U.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8