Morgunblaðið - 17.12.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1940, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 17. des. 1940. Tilkynning um atkYæðagreiðslu 6 Verkamannaf|elaginu Dagsbrún. Stjórn Dagsbrúnar hefir ákveðið að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu í fjelaginu um svo hljóðandi tillögur: Verkamannafjelagið Dagsbrún heimilar stjórn fjelagsins, að hefja vinnustöðvun frá og með 1. janúar 1941, ef samningar milli Dagsbrúnar og vinnuveitenda, um kaup og kjör verkamanna, hafa ekki náðst fyrir þann 23. þ. m. Verkamannafjelagið Dagsbrún ákveður, að fje- lagið verði utan Alþýðusambands íslands þang- að til kosið verður sambandsþing samkvæmt , hinum nýju lögum sambandsins, þar sem fje- lagið fær eigi fyr nein áhrif á, hvernig stjórn sambandsins er skipuð og störfum þess verður háttað, enda verði fjárskifti Alþýðusambands- ins og Alþýðuflokksins leyst á viðunandi hátt. En jafnframt lýsir fjelagið sig reiðubúið til samstarfs á jafnrjettisgrundvelli við önnur verkalýðsfjelög. Verkamannafjelagið Dagsbrún samþykkir þá ákvörðun trúnaðarráðs, að víkja þeim Jóni Rafnssyni, Njálsgötu 16 og Sveini Sveinssyni, Grundarstíg 2 úr fjelaginu, fyrir óeirðir þær, er þeir voru valdir að á fjelagsfundi 10. nóv. 1940. En jafnframt samþykkir fjelagið, að þeir skuli njóta fullra vinnurjettinda í allri dag- launavinnu. r Atkvæðagreiðslan fer fram í Hafnarstræti 21 á föstu- dag, laugardag og sunnudag 20.—22. þ. m., og stendur yf- ir tvo fyrstu dagana frá kl. 10 f. h. til kl. 10 e. h., á sunnu- daginn frá kl. 10 f. h. til kl. 11 e. h. Þeir fjelagsmenn, sem eru skuldlausir við fjelagið fram að árinu 1940, hafa kosningarrjett, en aðrir ekki. Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu fjelagsins í AI- þýðuhúsinu við Hverfisgötu á miðvikudag og fimtudag næstkomandi frá kl. 1-^-7 e. h. báða dagana. STJÓRNIN. Kaupft og sel allskonar verObrjef og fasteignftr. TU viðtals kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftír aamkomulagi. — Símar 4400 og 3442. GARÐAR ÞORSTEINSSON. Bókin fyrir Bridge-iðkendur Kristín Norðmann; Bridge- bókin. Þættir úr kerfi Cul- bertsons. Reykjavík 1940. Pess munu fá dæmi, að nokk- urt spil hafi náð jafn skjót- um og almennum vinsældum og kontraktbridge nú á síðari árum. Liggja þar að ýmsar orsakir, sem hjer verða eigi raktar. Læt jeg mjer nægja að benda á þá veiga- mestu, sem runnin er undan rifj- um hinnar rökrjettu hugsunar, sem tengd er eðli spilsins og bygg ingu. Samhliða vaxandi vinsældum og útbreiðslu spilsins hafa smátt og smátt myndast ýmsar hefðbundn- ar venjur um aðferðir sagna og spils, en aðrar teknar að erfðum frá eldri spilum, einkúm whist. Snilíingar, sem mikilli leikni hafa náð, sömdu síðan heilsteypt sagn- kerfi, bygð á langri reynslu og með hliðsjón af líkindareikningi. Hingað til landsins barst þetta spil, kontraktbridge, fyrir nokkr- um árum og hefir átt miklum vin- sældum að fagna, einkum hjer í Reykjavík. Mjög hefir borið á því, að menn spiluðu hjer hver eftir sinni „kokkabók“ og er í sjálfu sjer ekkert við því að segja og jafnvel eðlilegt á byrj- unarstigi. Hitt má hinsvegar full- yrða, að betri árangri má ná með því að tileinka sjer eitthvert þeirra sagnkerfa, sem almenna viðurkenningu hafa hlotið. Ekki einvörðungu vegna þess, að þau eru betri, heldur veita þau og sam- eiginlegan hugsanagrundvöll og samræmdar forsendur sagna, en slíkt auðveldar mjög samstarf og samtal spilanna. Fyrir skömmu kom hjer út í Reykjavík bók, sem fjallar um þessi efni og nefnist Bridgebólt- in, eftir frú Kristínu Norðmann, éinn kunnasta bridgespilara þessa bæjar. Hefir frúin valið sagn- kerfi Culbertsons, sem hún hefir kent hjer í bænum nokkur und- anfarin ár. Bókin er í fimm aðalköflum, fyrstu tveir um undirstöðuatriði og sagnkerfi sjálfs, næstu tveir um ýmsar spilareglur, en síðasti kaflinn um lög spilsins og sið- venjur. . Höfundur gefur glögt yfirlit yfir sagnkerfið, þar sem aðalat- riðin eru skýrt fram dregin, en stiklað á aukaatriðum. Fjöldi dæma gera bókina greiða aflestr- ar og skýra efnið vel. Jeg álít, að bók þessi fullnægi að svo stöddu prýðilega vel þeirri þörf, sem var á handhægri ís- lenskri námsbók í kontraktbridge. Yil jeg eindregið benda öllum bridgeiðkendum, sem góðum ár- | angri vilja ná, á að kynna sjer hana. Geta jafnt byrjendur og þeir, sem lengra eru komnir, lært mikið af því, að lesa þessa bók með athygli. Bókin er 48 bls. að stærð og snotur að ytra frágangi. Árni Snævarr. Bækurnar fyrir börnin Árni Óla og Atli Már: Ljósmóðirin í Stöðlakoti. Trölli. Sæmundur fróði (Endur- sagðar þjóðsögur). Útg. Isafoldarprentsm. T-»að er ekki sama hver tal- ar“, sagði Gröndal forð- um, og hneyksluðust skilnings- sljóir menn á þessum orðum skáldsins. — Það er ekki sama hver skrifar, kom mjer í huga, er jeg las æfintýrin hans Árna Óla með hinum fallegu teikn- ingum AtlaMás, og endursagnir um Sæmund fróða. (Teikningar eftir Jóhann Briem). Eins og hressandi og hreinn fjallablær koma þessar ævintýrabækur inn í molluloft hálfútlendra barna- bóka, sem eru, margar hverj- ar, svo vesælar efnis síns og málfars, að þær fara hiklaust inn um annað eyrað og út um hitt. Það er löngu vitanlegt, að Árni Óla er góður íslensku- maður og hefir skrifað skemtl legar og fróðlegar blaðagrein- ar um fjölbreytt efni. En þetta er í fyrsta skiftið, sem hann skrifar beinlínis fyrir „yngstu lesendurna“. Hefir honum tek- ist það svo vel, að eldri sem yngri geta haft ósvikna ánægju af að lesa, og allir, sem unna íslensku máli, og íslenskum stað háttum, hljóta að verða honum þakklátir fyrir þessa frumsmíð, er hefir tekist svo mæta vel. „Oft var þörf, en nú er nauð- syn“, að beina ást og athygli íslenskra barna að því, sem er þjóðlegt og vekja ábyrgðartil- finningu þeirra fyrir móðurmál- inu. Verður það einmitt einna best gert með því, að fá þeim í hendur bækur, við þeirra hæfi, skrifaðar á hreinni og ómeng- aðri íslensku — og sje efni bók- anna bæði ramíslenskt og svo ljett og vel með það farið, að börnin festi sjer það ósjálfrátt í minni, hugsi um það og hafi það um hönd aftur og aftur, uns það er orðið eitt með þeim sjálf- um. — Fyrir þessu mun Árni Óla hafa gert sjer fulla grein og skrifar nú þessi æfintýri af umhyggju fyrir íslensku máli og þjóðlegum æskufræðum. Hon- um mun og vera í blóð borin löngun til þess, að segja sögur, Ýmsir ættingjar hans hafa verið með afbrigðum næmir, minnug- ir og sagnfróðir menn, er var það meðfætt að tala fagurt mál og hafa unun af því, að fræða aðra. Svo er sagt, að einn þeirra gömlu garpa kynni heilar bæk- ur utan að og læsi þær upp úr sjer, öðrum til skemtunar. Mun þeim feðgum, Árna Óla og Atla Má kippa í kyn sitt. — Hafi þeir þökk og virðingu að laun- um sinna fallegu ævintýra, og endursagna um þjóðardýrðling- inn, Sæmund fróða. Unnur B. Bjarklind. Björn Þorsteinsson bryggjuvörðnr Islenskustu barnabækurnar eru Trölli, Ljósmóðirin í Stöðla- koti og Sæmundur fróði. F. 16. ág. 1884. D. 9. maí 1940. Ur lestinni týnast nú langferðamenn, sem leið áttu meö oss um veginn, og fleiri til áfangans förum vjer senn, þá friðsælust hvíld verður þegin. Þótt hrygöist mín lund, er jeg frjetti’ um þá för, að farinn þú værir a.f jörðu, þýgleðst jeg nú, því að þíngerbreyttust kjör, þjer granda’ ekki átökiu hörðu. Þín minning í huga mjer lir’r, sem ljós, er lýsir á torfærum vegi, í æsku, sem drengur mitt eignaðist hrós það entist að síðasta degi. i Frá æskunnar tíð, man jeg atvikin smá, sem okkur að gleðinni leiddu, í umhverfi fábreyttu örfaðist þrá, til atorku’ er hugina seiddu. En síðan við hjeldum í sitthvora átt, mót sólbjörtum vonanna löndum, jeg fór mína leið, og þú fjarlægðist brátt, er fórstu að ókunnum ströndum. En aftur þó samleið við áttum og þá var endurheimt vináttan hreina, og glaðværðin óþvinguð glitraði’ á brá, þótt gæfist oft sitthvað að reyna. En altaf var prúðmenskan aðalsmark þitt, og einlægnin hugsanir prýddi, en þróttmeira karlmenni hef jeg vart hitt, þig hugrpýðin . látlausa skrýddi. Hvort sigldirðu fleyji um svellandi haf, eða sintirðu störfum í landi, var hugþekk þjer vinnan oggleðina gaf, þig gat ekki bugað neinn vandi. Þótt mótvindur bljesi og næddi um stund, og mörg væru erfið þín sporin, þá geislaði frá sjer þín glaðværa lund, sem glitrandi döggin á vorin. Þín umhyggja brást ei, í ástvinarann, þú alt vildir bæta og prýða, til athafna móður í brjósti þjer brann, þú barðist við þrautir án kvíða. Nú dagsverki’ er lokið hjá dáðrökkum hal, um drengskap þinn minningin geymist, og fyrri en varði, þó f jellir í val, er fullvíst, þín myndin ei gleymist. En ástvinir sakna, því autt er þitt skarð, og eins gerir vinanna fjöldinn, þú frægan með atorku gerðir þinn garð, og gekst burtu með fágaðan skjöldinn. Nú fagnar þinn andi á fjarlægri strönd í frelsisins sólbjarta landi, þar starfa mun áfram þinn hugur og hönd, því hverskonar leystur er vandi. Þ. E.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.