Morgunblaðið - 20.06.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.06.1941, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 20. júní 1941. MORGUNBLAÐIÐ Þjóðin verður að fylgjast vel með dýrtíðarmálunum Alt vellur á fra kvæmdinni DÝRTÍÐARFRUMVARPIÐ var að lokum sam- þykt í þeirri mynd, er neðri deild gekk frá því við 2. umræðu. Vegna þess, að hjer er um að ræða mál, sem mjög varðar allan almenning í landinu, þykir rjett að skýra það nánar en gert hefir verið. Aðalmarkmiðið með þessari löggjöf er að reyna að hafa hemil á dýrtíðinni. Til þess að ná því marki, eru hugsaðar þvær leiðir í lög- unum. Söngför „Geysis66 hin glæsilegasta Kveðjuhljómleíkar kvöld Samtal við Þorstein Þorsteinsson formann kórsins SÖNGFÖR karlakórsins „Geysis“ frá Akureyri hingað til Reykjavíkur hefir orðið hin glæsileg- asta og sannkölluð sigurför. Hefir kórinn og hinn smekkvísi stjórnandi hans, Ingi- mundur Árnason hlotið hina bestu dóma og skapgð höfuð- staðarbúum ágæta skemtun. Er tónlistarlífi Akureyrar hinn mesti hróður að því, að svo samstiltur og þjálfaður karlakór sem Geysir er, skuli koma það- an. Cg Reykvíkingar hafa kunnað að meta komu hinna góðu gesta. Síðasti samsöngur Geysis verður í kvöld. .'•Tjrgunblaðið átti í gærkvöldi tal við formann Geysis, Þor- stein I’;>rsteinsson byggingarmeistara um förina og dvölina hjer Önnur leið.in snýr aðaílega að erlendu vörunni, þar sem stjórnr inni er veitt heimild til ýmsra ráðstafana, sem miða beinlínis að því, að lækka verð brýnustu neysluvöru. Þær ráðstafanir, sem stjórnihni eru hjer heimilaðar, eru: 1. Að ákveða farmgjöld áf vör- um, sem fluttar eru til landsins með íslenskum skipum og þéim skipum, sem íslendingar liafa á leigu til ákveðins tíma. (2. gr.) 2. Að fella njður til ársloka 1942 tollá’af: baunum, ertum, línsum, hveiti, rúg, rís með hýði eða án hýðisp byggi. höfrum, inaís Og amiari ómalaðri koim víirumjöli; úr hveiti, úr rúgi, úr rís, úr byggi, iir höfrum, ú1' maís og öðru ótöldu; grjónum: úr hveiti, úr byggi; úr liöfrum, úr rís og önnur ótalin. 3. Að lækka um helming til árs- lolca 1942 tolla af: sykri, strá- sýkri, höggnum syltri (molá- sykri), sallasvkri (flórsvkri), púðurs^kri, steinsykri (kandís) Og toppasykri. Hin leiðin snýr meir að inn lendu vörunni. En til þess að ní þar árangri, þarf fje að vera til umráða, til þess að bæta fram- leiðéndum upp verðið, ef að þeir fá ekki framleiðslukostnaðinn greiddan með því vérði, sem á- kveðið er á vöru þeirra. Ríkisstjórniu fær og mikla fjár- fúlgu í þessu skyni. Heimildif þær, sem stjórnin fær til fjáröfl- unar eru þessar; 1. 5 miljónir kr. af tekjujn rík- issjóðs á yfirstandandi ári. (4. gr.' 2. Híin má méð reglugerð leggja sjerstakt útflutningsgjald á ís- lenskar afúrðir. Má gjaldí þetta véra alt að 10% af foh-verði var- anna. Gjaldið má vera mismun- andi hátt af hinum ýrnsu vörúm, miðað við framleiðslukostnað og söluverð varanna. Einnig má al- veg undanþiggja þær vörur, er seljast undir framleiðslukostnaði. (5. gr.) 3. Þá^ er stjórninni heimilt að innheimta tekju- og eignarskatt álagðan á þessu ári með 10% á- lagi. (6.# gr.) 4. Loks er stjórninni heimilt FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hferaðslæknír- ínn í Hesteyrar- hferaðí slasast tíl bana að sorglega slys vildi til 4 Hesteyri þann 16. þ. m., að hjeraðslæknirinn, Axel Dahlmann fjell niður stiga í húsi sínu og beið bana af. Mun hanii hafa komið niður á liöfuðið og hlotið af fallinu á- verka þann. sem varð honum að bana. Axel Dahlmajm var ungur mað- ué, einum degi betur en 37 ára. TTáffri var sonur Jóns Dahlmann Ijósmyndara í Reykjavík og Ingi- bjargar konu lians. Tók hann em- bættispróf í læknisfræði hjer vio Háskólann . í byrjun ársins 1939, en var skipaður hjeraðslæknir í Hesteyrarlæknishjeráði í septem- ber s.l. og hefir verið þar síðan. Ilafði hjeraðið þá verið læknis- l;mst um alllangt skeið. ■ . : Axel Dahlmann verður jarð- settur í Reykjavík. j, , Síðasti dagurinn sem sykurseðlarn ir verða aihentir I dag er þriðji og síðasti úthlut- I unardagur á seðlum fyrir sykri til sultugerðar. Tvo undan- farna daga hafa verið afgreiddir 25—26 þús. seðlar. Afgreiðsla seðlanna fer fram í 'Góðtemplarahúsinu kl. 9—-12 og 1—5 e. h. Eru nú síðustu forvöð fyrir fólk að sækja seðlana, þar sem úthlutún lýkur í dag. „Ægir“, tímarit Fiskifjelags íslands, 5. blað þessa árgangs er nýkomið út. Efni er m. a.: „Hálfr- ar aldar afmæli Stýrimannaskól- ans“, Bráðabirgðayfirlit um þorskstofninn á vetrarvertíðinni' 1941“, Minningargrein um Lúð- vík S. Sigurðsson útgerðarmann á Norðfirði, Aflafi'jettir, „Skólar sjómanna“ og fleira. 5 íslenskir blaflamenn á fðrum til Englands Breska stofnunin „The British Council“ hefir boðið fimm íslenskum blaðamönnúm í ferða- lag til Englands og munu þeir leggja af stað í þessa för ein hvern allra næstu daga. Pulltrúar fara frá Morgunblað- inu, Vísi, Alþýðublaðinu, Tíman- um og Ríkisútvarpinu. Pararstjóri vei'ður Mr. Cyril Jackson sendikennari. Prá Morgunblaðinu fer ívar Guðmundsson blaðamaður. Prá Vísi: Árni Jónsson alþm. frá Múla. Prá Alþýðublaðinu: ÓJafur Priðriksson fyrv. ritstjóri. Prá Tímanum: Jóhánnes Helgason og frá Ríkisútyarpinu Thorolf Smith. Ekki mun að fullu ráðið, hvaða staði í Englandi blaðamennirnir heimsækja, en vitað er, að þeir múnu koma til London og senni- lega til þeirra staða, sepi einna harðast hafa orðið úti í loftárás- um. Það er heldur ekki fullráðið, hve ferðin stendur lengi yfir, en sennilega verður það um mánað- artími. Fyrsta þing iþróttakennara Mánudaginn 8. júní söfnuðust 25 íþróttakennarar víða að af landinu saman að Laugarvatni og dvöldu þar fram 4 föstudag 12. júní. Þeir komu hingað til Reykjavíkur og hjeldu þinginu á- fram fram yfir hádegi á laugar- dag. Þingið sátu kennarar frá nær öllum skólategundum landsins, t. d. íþróttakennarar allra hjeraðs- skólanna. Fræðslumálastjóri Jakob Krist- insson setti þingið með ræðu, sem markaði mjög störf þingsins. Það að alt uppeldi eða mannbótastarf er tveim þáttum stungið, öðrum, sem eykur hreysti og þroska lík- amans, hinnm, sem göfgar og þroskar sál mannsins. Hvorugan FRAMH. Á SJÖTTU SIÐU syðrá. Eimskipið Hvassafell strandar við Austfirði Eimskipið „Hvassafell“ eign útgerðarfjelags Kaupfje- IagS Eyfirðinga, Akureyri, strandaði í fyrradag kl. 13, 10 e. h. á Gvendarnesi, sem er á milli Fáskrúðsf jarðar og Stöðv- arf jarðar. Var skipið fullfermt ísfiski. Þoka var á en hægviðri. Nokk- ur sjógangur var þó. Sjór fjell að, er strandið varð. Kom brátt sjór í skipið og er óvíst hvort möguleikar eru á biörgun. — Samkvæmt frásögn skipstjórans eru litlar líkur til -þess, að skipið náist út. ■ í gærmorgun var komið norð austan hvassviðri og sjógangur og því ekkert hægt að vinna að björgun úr því, eða að gera til- raun til þess að ná því út. Mikill sjór var þá og kominn í skipið. Skipverja sakaði ekki, er strandið varð og eru allir heilir á húfi. Hvfissafell er 212 brúttp smá- lestir að stærð. Það var bygt í Englandi árið 1907, en var keypt hingað frá Svíþjóð árið 1937 af útgerðarfjelagi K. E. A. sem hefir átt það síðan og gert það út. — Framkvæmdarstjóri útgerðarfjelagsins er Gunnar Larsen, en skipstjóri á skipinu er Þorsteinn Stefánsson. Er mikið tjón að því, ef ,.Hvassafell“ glatast íslenska flotanum við núverandi aðstæð- ur. Er ’það orðið all-tilfinnanlegt skarð, sem höggvið hefir á þessu ári í okkar litla flota. Verður þáð tjón trauðla bætt fljótlega. — Jeg vildi mega þakka Reykvíkingum þær frábæru móttökur sem við höfum feng- ið hjer syðra, segir Þorsteinn, Þorsteinsson. — Hve marga samsöngva hafið þið haldið? — Við höfum haldið þrjá samsöngva hjer í Reykjavík þann seinasta í kvöld það voru miðnætur tónleikar. Auk þess höfum við sungið í Hafnarfirði. Aðsókn að öllum söngskemt- unum hefir verið mjög mikil, allir aðgöngumiðar seldir upp fyrirfram. Viðtökur áheyrenda hafa verið mjög góðar. Við megum og vera mjög ánægðir með dóma blaðanna um söng okkar. — Hafið þið ferðast nokkuð um hjer syðra? — Já, við fórum í boði Sam- bands ísl. karlakóra og Bæjar- .stjórnar Reykjavíkur til Þing- valla. Var þar snæLldui mið- degisverður í Vajhöll og var ferðin hin ánægjulegasta. For- menn og söngstjórar karjakór- anna í Reykjavík ásamt stjórn, Sambandsins og fullttúa borg- arstjóra voru með í förinni. Á miðvikudagskvöld sátum við síðán boð hjá Karlakórnum Fóstbræður. Var það í Öddfell- owhúsinu. Stóð það fram til kl. 3 um nóttina og \ar hið besta hóf. •— Þið eigið eftir að syngja oftar ? — Já, við höldum kveðju- snmsöng í kvöld. Tíminn er naumur. Við ætlum okkar að leggja af stað norður á sunnu- dag. Jeg bið yður að fljd;ja Reykvíkingum, söngbræðrum okkar, öllum þeim, sem hafa gert þessa för okkar „Geysis“- manna svo góða, sem rann ber vitni um, bestu kveðjur okkar og þakkir. Við kveðjum höfuð- borgina með bjartar endur- minningar um dvölina, segir Þorsteinn Þorsteinsson að lok- nm. Reykvíkingar þakka Geysi komuna og árna söngmönnun- um góðrar ferðar og heillrar heimkomu til höfuðstaðar Norð urlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.