Morgunblaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.04.1942, Blaðsíða 5
:Saimudagur 26. apríl 1942. Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Framkv.stJ.: Slgfúa JönMon. Rltat jörar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrKtSarni.). Auglýsingar: Árni Óla. Rltstjórn, auglýsingar og afgrelöala: Austurstræti 8. — Siml 1600. ) Áakriftargjald: kr. 4,00 & roánuöl innanlands, kr. 4,50 utanlanda. f lausasölu: 25 aura elntaklö, 30 aura meö Leabök. Sýning 'JL4' ötrmaður MentamálaráSs Jón- as Jónsson hefir auglýst og sint tíl gluggasýningar á 6 mál- verkum eftir íslenska listam'enn Eru myndir þessar eign ríkisins og nieðal þeirra mynda, er Mentamálaráð hefir keypt til væntanlegs listasafns. Sýning þessi er að því leyti ein- stæð h.íer á landi, að til hennar er stofnað í þeim tilgangi að ófrægja þá menn, sem myndirnar hafa gert. Slík „menningarstarfsemi“ hefir eigi þekst í öðrum löndum en þeim, þar sem einsýnt aftur- iiald hefir tekið fyrir kverkar frjálsra menningarstarfa. En að emu leyti mun glugga- sýning þessi vera alveg einstæð, því sýnandinn, sem dregið hefir þessar myndir fram í dagsljósið, hefir sjálfur ráðið því, að 5 þeirra yrðu keyptar fyrir almannafje til listasafnsins, enda þótt honum finnist sjálfum þær svo gallaðar, að þær sjeu höfundum þeirra til minkunar. Menn spyrja: Til hvers keypti hann þá myndirnar? Yar það í sama tilgangi gert og sýn- ingín er haldin? Eða voru mynd - irnar keyptar gegn vilja hans? ★ En kórónan á þessu tiltæki ráðs- ‘formannsins er það, að allar þær myndir, sem hann hefir valið á 'þessa „hneykslunar“-sýningu, eru mjög framhærileg listaverk og sum þeirra ágæt, Er myndavalið því enn ný sönnun þess, er menn raunar vissu áður, að svo illa er búið að myndlistamálum þjóðar- innar, að sjálfur formaður Menta- málaráðs veit hvorki upp nje nið- nr um gildi þeirra verka, sem hann kaupir og hefir hönd á. ★ Á engu sviði niitímamenningar ’þola Islendingar eins vel saman- Irarð við stórþjóðir eins og í myndlistinni. Sú leiftursókn í ís- lenskri menningu hefir að nokkru Jeyti enn sem komið er farið fvr- ir ofan garð og neðan hjá íslensk- nm almenningi, sem eðlilegt er, meðan ekkert alment listasafn er Jhjer til, og gagnrýni á list reikui < og af sltornum skamti. Tiltæki ráðsformannsins með ■ gluggasýningu þessari, og önnur asnaspöi'lv hans í garð listamann- anna mun að því leyti koma að gagní, að hann fær maklegan dóm þjóðarinnar um fáfræði sína og ' fruntaskap, en meira verður rætt ög ritað um þá nýtískulist, sem með tímanum verður almennings «íign þjóðarinnár á þroskabraut hennar. Ýmislegt varðandi mynd- list, er áður var látið liggja í þagnargildi, verður nú rakið og rætt. Þeim mun meira, sem sagt verður af viti um þessi máþ.þeim mun minna mark verður tekið á foiúnanni Mentamálaráðs og þeim afturhaldsöflmn, er hann kann að liafa í þjónustu sinni. ^ | | rtn i mm tti wi wtrmi wmwi mw» KeyRiauíkurbrjef Þingið og þjóðin. ftir heimsstyrjöldina. fyrri gerðust þeir atburðir í ís- lensku stjórnmálalífi, að flokka- skiftingin, sem áður var, breyttist að verulegu leyti. Menn töluðu um þetta sem eðlilega afleiðingu af því, að þá var sambandsmálið við Danmörku til lykta leitt um stundarsakir. Þetta liafði vitan- lega sín áhrif. En sagan var ekki öll sögð með því. Það umrót, sem á þeim árum komst á þjóðlífið, vegna þess, að lífsskilyrði þjóðar- innar tóku miklum umskiftum, varð til þess að nýskipun komst á stjórnmálin. Engu skal hjer um það spáð, hvort núverandi styrjldö hafi hjer sömu gagngerðu áhrif. Samvinna flokkanna um stjórn landsins frá því í apríl 1939 hefir orðið þjóðinni til mikils gagns. En óheilindin í því samstarfi, hin sífelda undirhyggja vinstri flokk- anna, og pólitísk hagsmunatog- streita hefii' orðið ákaflega þreyt- andi fyrir þá menn, sem mest ábvrgð og starf hefir hvílt á. Ofan á þetta hefir svo bæst óá- nægja ýmsra manna í öllum flokk- um út áf því, að samsteypustjórn ólíkra flokka með ólík stefnumið getur ekki stjórnað landinu eins og allir kjósa helst, eða öllu held- ur, fylgir eltki fram stefnu neins flokks. ' í þinginu myndast svo flokks- flækjur, sem menn halda að leys- 'ist með því að ganga til kosn- inga. Jeg dreg það í efa og það munu margir kjósendur gera víðs- vegar um land, hvort samstarf flokkanna verði auðveldara eftir ,að kosningahríðin er afstaðin. Vel- flest.ir kjósendur sjá það, að við- horfið til kosninga í hernumdu landi eins og okkar, er annað en venjulega. Önnur viðfangsefni úr- lausnarefni, sem meira veltur á en það hvernig Alþingiskosningar fara. Þessu getur enginn neitað, þó einstakir menn látist ekki sjá það. Og það er mín skoðun, a.ð hver sá einstaklingur eða flokkur, sem I nú leggur sig í framkróka til þess j að kynda undir flokksæsingum með þjóðinni, hann fær sinn dóm áður en lýkur og hann þungan. Vísbendinff á rjettum tíma. ¥ blaði kommúnista er í dag * skýrt frá tillögu Framsókn- armanns, sem mjög er athyglis- verð. Hún hefir að vísu legið í loftinu um skeið, en hefir hjer fengið fasta mynd. Tillag Framsóknarmannsins, sem konnnúnistablaðið segir frá, er þessi: Að þeir Alþýðuflokks- menn og kommúnistar, er nefna sig „sameiningarflokk alþýðu“, taki sig til og renni saman í einn flokk. Að þessu hefir stefnt lengi. Þegar Stefán Jóhann Stefánsson fór úr stjórninni í vetnr, lagði hann grundvöllinn að þessu sam- starfi. En Framsóknarkommúnistinn, sem Einar Olgeirsson hefir haft tal af, segir sem svo: Ef þið hinir fornu og tilvonandi samherjar Al- þýðuflokksmenn og kommúnistar rennið í einn flokk, þá verðið þið svo öflugir, að við Framsóknar- menn, í vinstri deild Framsóknar- flokksins, getum ráðið því, að Framsóknarflokkurinn tekur upp samvinnu við ykkur. Þá er end- urskipulögð sú stjórnarsamvinna, er Jónas Jónsson og þeir sam- herjar hans efndu til 1927, og kom mún i star, Alþýðuf 1 okksmenn og Framsóknarmenn líta til sem horfinnar „glansperiódu“. Upp úr því umróti, sem nú er í 'þinginu, horfa áhrifamenn í öll- um þessum flokkum á þessa „lausn“ málanna. Fyrir iiólitíska spekúlanta allra þessara flokka er sú sambræðsla æskileg. Og fyrir þá, sem kynnu að vilja tortíma sjálfstæði okkar íslendinga, er slík samvinna eink- ar hentug. Vandamálið mesta. itt mesta áhyggjuefni allra hugsandi manna í þjóðfje- laginu er í dag, hvernig hægt verði að halda framleiðslu lands- manna í horfinu. Vertíðin hefir brugðist. A þessari vertíð hafa smábátar víða legið í naustum, ekki verið hreyfðir. í Orindavík hafa verið gerðir út aðeins 12 bátar, en áður um 30. Þorlákshöfn er út af dauð á þessu ári sem verstöð. og þann- ig mætti telja. Nú um tíma hafa staðið yfir samningar milli ríkisstjórnarinnar og herstjórnanná um ráðningar verkafólks í setuliðsvinnu. Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa þeir starfað að þeim samningum Sig- urjón Jónsson fyrv. bankastjóri og Jón Árnason forstjóri. Er þeim samningum ekki lokið. En blaðið hefir frjett, að von sje til þess að samningar takist, sem skifti miklu máli fyrir atvinnuvegi þjóð arinnar og framleiðslu, svo hægt verði að Iiafa hemil á dýrtíðinni og halda atvinnulífi og fjármálum þjóðarinnar í eðlilegum farvegi. Yertíðin við Faxaflóa. ú dregur senn að vertíðar- lokum hjer á Suðurlandi. Tveir aðkomubátar eru hættir og farnir heim. annar norður til Eyjafjarðar og hinn til Aust- fjarða. TTm næstu helgi munu fleiri aðkomubatar hætta og fara heim til sín. Þegar litið er til baka til þeirra vona, sem menn gerðu sjer um afla og útgerð í byrjun vertíðar- innar, •■hafa margar vonir brostið, taprekstur orðið, og hagur sjó- manna og útgerðarmanna versn- að mikið við Faxaflóa. Akurnes- ingar eru þeir einu, sem hafa haft sæmilega góðan afla og er hlutur sjóinanna og útgerðarmanna sæmi- legur þar. En í öllum verstöðvum á Suðurnesjum er afkoma útgerð- arinnar mjög slæm, og eru mörg ár síðan jafn aflalítið hefir verið þar og nú þessa vertíð. Á Suðurnesjum stunda veiðar 70 mótorbátar og 30—40 trillur. Orsakirnar. f menn spyrja útgerðarmenn, hverjar orsakir liggi til þess- arar rýru vertíðar og taps á út- gerðinni, eru svörin þessi: Slæm- ar gæftir og óvenjumiklir stormar og umhleypingasöm tíð. Róðra- fjöldinn á Suðurnesjúm er fylli- lega þriðjungi minni en s.l. ár. . Vegna veðráttunnar hafa orðið töluvert mikil veiðarfæratöp og veiðarfærakostnaður mikill, sem stafar ekki hvað síst af því, að veiðarfærin eru ekki eins góð og undanfarin ár. Hin svokallaða „sísal“-lína, sem nú er eingöngu notuð, er endingarlítil, en vegna stríðsins hefir ekki verið hægt að afla annara veiðarfæra. En útgjöld fyrir öngla og tauma á bát hefir nú verið 5—7 þús. kr. Er það álíka upphæð og menn fengu áður í rekstrarlán fyrir bát á vertíð og átti að nægja fyrir veiðarfæri, beitu og salti. Beita var nokkuð dýr í byrjun vertíðar, eða 75 aurar kfló af síld og 110 aurar kíló af kolkrabba. í fýrra kostaði beitan á Suðurnesj- um 50 aura kíló. En það tilfinnan- legasta í ár er það, að fjöldi báta á miklar beitubirgðir eftir, vegna róðrafæðarinnar, og verða margir þeirra að kasta beitu fyrir 5—8 þúsund krónur hver. Dregur þetta mikið niður hlut sjómannanna og litgerðarmannanna. Þá má ekki gleyma viðhalds- kostnaði og viðgerðarkostnaði' á bátum og vjelum fyrir og^ á ver- tíðinni. Aldrei hefir þekst áður slíkt verðlag og nú á því. Fyrst eru erfiðleikarnir á því að fá nokkuð viðgert, og svo er það sem gert er margfalt dýrara en fyrir stríðið. Salt og bílar- alsverð saltkanp voru gerð í byrjun vertíðarinnar, þar sem útgerðarmenn þorðu ekki annað eii hafa til talsverðar birgð- ir af salti. Því hefði veruleg afla- hrota komið, hefði óhjákvæmilega þurft að salta nokkuð. En nú hef- ir sama og ekkert salt verið not- að, þar sem mest af aflanum hefir farið nýr í skip til útflutnings. Fjöldi útgerðarmanna eiga 50—- 100 smálestir salts á bát og kost- ar .saltið þá flesta um 200 krónur smálestin. Er þar ekki svo lítið fje bundið fyrir útgerðinni. Einn stór liður í útgerðarkostn- aði smábátaútvegsins • er bílkostn- aðurinn, sem vex með hverju ári. — Eins og salt, beita og olía er dregin frá óskiftum afla, áður en skift er, er allur bílkostnaður dreginn frá á sama hátt, og nú á þessum tímum þurfa bílstjórar og bílastöðvar ekki að hugsa um neina ígripavinnu. Hafa því margir bátaeigendur eigin bíla, sem þeir hafa neyðst til að kaupa gamla bíla fyrir okurverð og tapað svo stórlega á þeim vegna við- haldskostnaðarins og tafa vegna viðgerða. Að vísu fengu margir nýja bíla þegar fram á vertíðina kom, en á Suðurnesjum hafa þeir eingöngu verið notaðir í langakst- ur til þess að koma fiskinum til útflutningshafnar. Verðlagið. Afli flestallra mótorbáta á Suð- urnesjum er um 300 til 500 skpd. á bát í stað 500—1000 skpd. á sama tíma í fyrra. En það þýð- ir að allur fjöldi útgerðarmanna hafa 10—20 þús. kr. tap á vertíð- inni og sumir miklu meira, eins og t. d. bátar, sem hafa þurft mikið viðhald og aðgerðarkostnað. Fiskverðið er lægra en s.l. ár. f vetur hefir útflutningsverðið ver- ið 35 aurar kíló á þorski og ýsu innanúrtekið með haus. Hrogna- verð var fyrir fyrsta flokks hrogn. 60 aurar lítri og lægra fyrir aðra f'lokka. En það sem saltað hefir verið, hefir fengist 15 anrar fyrir lítrann. Lifrarverðið Iiefir ekki verið á- kveðið og hafa bræðslurnar ekki greitt neitt út á lifrina ennþá. SJ- vertíð voru greiddir 80 aurar út á lítrann og s.l. haust kom uppbót er nam 90 aurum á lítra. Flestar lifrarbræðslurnar eru reknar með samvinnusniði og skila viðskifta- vínum lifrarverði eftir því sem lýsið selst eða því raunverulega rjetta verði að kostnaði frádregn- um. Hausar og bein hafa verið unn- in í Sfldarverksmiðjunni' á Akra- nesi, en á Suðnrnesjum hefir mest- öllu verið kastað í sjóinn, því é- víst þykir hvort það mundi borga sig að þurka það með þeim bíla- og vinnukostnaði, sem er nú. Þessi vertíð sýnir það, að með tregum afla og jafnvel meðalafla er afurðaverðið of lágt móti reksturskostnaðimun. Sveitirnar. sveitum er svo ástatt nú, að -*• margir bændnr sjá ekki fram á, að hægt verði að mjalta mál- nytupening eftir krossmessu. Hjer í nágrenni lleykjavíkur er vinnu- fólkseklan svo mikil, að óvíst er, hvort unnið verður á túnum í vor, livort hægt verður að koma bú- peningsáburði í jörðina, þar sem fólkseklan er mest. Skýrslum hefir verið safnað um land alt til að fá úr því skorið, hve margt fólk vantar til að halda landbúnaðarframleiðslunni við. Eftir þeim skýrslum vantar til sveitavinnu á þessu sumri um 4300 manns. Ráðningarskrifstofa til sveita- vinnu verður opnuð í Búnaðarfje- lagi íslands eftir fáa daga. Pálmi Einarsson stendur fyrir henni. Hann hefir sagt mjer, að gera mætti ráð fyrir, að bændur drægju enn við sig kaupafólk, þó byðist, svo vöntunin næmi ekki nema 2500 manns. En hvar á að fá þetta fólk, þegar ástandið er þannig nú, að við borð liggur, að senda verði sjúklinga af Kleppi heim í sína sveit, af því ekkert fæst þangað af þjónustufólki? Framleiðslustörfin. alið er, að utan kaupstaða- landa sjeu 6000 býli á land- inu. Samkvæmt skýrslum, sem safnað hefir verið, hafa til jafn- aðar verið 5 vinnandi menn á hverjum tveim býlum, fyrir utan húsbændurna, eða alls um 15000 manns. En nú vantar sem sagt ná- lega þriðjunginn. Margir bændur hafa áður baslast áfram sem ein- vrkjar. Er það greinilegt, að nú fjölgar einyrkjum mjög, eða öllu heldur ef hjer fæst ekki bót ráðin á, þá legst búskapur og fram- leiðsla niður á fjölmörgum jörð- um. Áhrif þessa verða strax mik- il á framleiðslu landbúnaðarafurð- anna, og þó ennþá meiri eftir styrjöld, þegar sjá þarf hinu upp- flosnaða fólki fyrir atvinnu og lífsframfæri. FRAMH. Á SJÖUNDU SÖ)U.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.