Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						30.  árgangur
278. tbl. — Miðvikudagur 8. desember 1943.
Isafoldarprentsmiðja h.f.
TYRKIR SATU RAPSTEFMUMA í C/URO
Rússar í sókn við Snameiika, Þjóð-
verjar fyrir vestan Kiev
Stórorustur háðar á báð-
um þessum svæðum
London í gærkvöldi. —Einkaskeyti til Morg-
-«*          unblaðsins frá Reuter.
Fregnritarar í Moskva segja frá því, að Rússar sjeu nú
að umkringja hina mikilvægu járnbrautarstöð Snamenka,
. sem alllengi hefir verið barist um af miklum móði, en
hún er nokkru fyrir suðvestan Kremenchug. Sjálfir segja
Rússar frá hörðum orustum á þessum slóðum.
Þá segja fregnritarar, að Þjóðverjar eigi nú um 87 km.
ófarna til Kiev í hinni miklu gagnsókn sinni fyrir austan
Zitomir, sem þeir byrjuðu aftur' í gær. Þjóðverjar sjálfir
"segjast hafa tekið nokkra bæi, og í tilkynningu Rússa í
'kvöld segir að þeir hafi orðið að'hörfa úr nokkrum þorp-
um á Chernyaksovsvæðinu.
Orusturnar í Dnieperbugð
•unni eru altaf jafn harðar,
og segir í tilkynningu Rússa,
;að þeir hafi þurft að hrynda
þar f jölmörgum gagnáhlaup
,um, en getað tekið nokkra
vel víggirta staði, þar á með-
al járnbrautarbæinn Panta-
ovka, sem er 16 km. austur
af Snamenka. Við Cherkassi
hafa fremur litlir bardagar
orðið í gær og dag, en þar
eru Þjóðverjar nú hættir hin
um grimmu gagnáhlaupum
sínum.
Sprengjur falla
í Kiev-bugðunni.
Þar byrjuðu Þjóðverjar í
gær stórsókn á nýjan leik
'og beittu fyrir sig fjölda
skriðdreka og fótgönguliðs
og urðu Rússar að láta und-
an síga. Er mest barist á
svæðinu umhverfis bæinn
Chernyaksov, en hann er
um 87 km. f yrir vestan Kiev,
í norðaustur frá Zitomir og
suðaustur frá Korosten. —
Segja Rússar í tilkynningu
sinni að bardagar sjeu mjög
harðir á þessum slóðum.
Aðrar vígstöðvar.
Rússar segja ekki í til-
kynningu sinni frá bardög-
um á öðrum vígstöðvum
Rússlands, nema könnun'ar-
ferðum og stórskotaliðsvið-
ureignum og segjast þeir í
gær hafa grandað alls 128
þýskum skriðdrekum og 29
flugvjelum. — Þjóðverjar
greina hinsvegar frá snörp-
um viðureignum á Krím-
skaga, þar sem Rússar hafi
enn gert áhlaup öðru megin
Kerchborgar, en Rúmenar
haldi gagnsókn sinni áfram
hinumegin borgarinnar.
Smuts á ráðsfefnu
í Cairo
London í gærkveldi.
SMUTS marskálkur er kom-
inn til Cairo og hefir setið þar
á fundum með Churchill og
Roosevelt. Neytti hann hádeg-
isverðar með Roosevelt forseta
og ræddust þeir lengi við tveir
einir; en Churchill borðaði í
sendiherrahöllinni bresku, á-
samt háttsettum mönnum bresk
um og amerískum. — Reuter.
* • •
6 nýir flugvellir
í Bretlandi
London í gærkveldi.
í TILEFNI þess, að tvö ár
eru liðin í dag síðan Bandarík-
in lentu í ófriðnum, voru tekn-
ir í notkun 6 nýir flugvellir,
sem bygðir hafa verið fyrir
Bandaríkjaflugherinn í Bret-
landi. Hefir verk þetta verið
afar mikið, meðal annars eru
um 2000 byggingar við flug-
velli þessa, og reiknað hefir ver
ið út, að bifreiðir þær, sém
efni fluttu í flugvellina, hafi
alls farið jafn langa' leið og
sem svarar 1000 ferðum um-
hverfis jörðina.    — Reuter.
Byssurn
okkar veita
Myndin hjer að ofan er tekin
úr flugvirki, sem var að varpa
sprengjum á járnbrautarstöðina
Terni, nokkru fyrir norðan Róm.
Sjást efst á myndinni sprengjur
í fallinu, en neðst sjást reykir af
sprengingum annara sprengja,
sem þegar hafa unnið sitt verk.
Japanar íaka
„Hrísgrjóna
oroina"
NÝJT ORUSTUSKIP. i
i
Washington í gærkveldi.
Árásarafmælisins, er Japan-
ar gerðu atlögu að Pearl Har-
bor fyrir tveim árum, var
minst í dag í Philadelphia, með
því að hleypt var af stokkunum
orustuskipinu „Wisconsin", 45
þús. smálestir að stærð.       »
Chungking í gærkveldL
í herstjórnartilkynningu Kín
verja í kvöld er frá þvi skýrt,
að Japanar hafi í dag náð á sitt
vald hinni mikilvægu „hrís-
grjónaborg" Chang-te, sem
harðar orustur hafa verið háð-
ar um í nokkurn tíma. Borg
þessi • stendur við Tung-ting
vatniðí Mið-Kína og er mið-
stöð eins frjósamasta hrís-
grjónaræktarhjeraðs í öllu
Kínaveldi. Orustur standa enn
í nánd við borgina, þar sem
Japanar leitast við að sækja
lengra fram. — Reuter.
Ræff var um s«
leg hagsmunamál og
vináffu ríkjasina
•  i  <        London í gœrkvöldi. ¦— Einkaskeyti tö Morjj-
1 unblaðsins frá Reuter.
Það var opinberlega tilkynt í Cairo í kvöld, að iokið
væri nú þriggja daga ráðstefnu þeirra Roosevelts, Chur-
chills og Inenu Tyrklandsforseta, en honum var boðið til
ráðstefnunnar af Bretum, Bandaríkjamönnum og Rúss-
um. í ráðstefnunni tóku einnig þátt þeir Eden, Hopkins
og Memencoglu, utanríkisráðherra Tyrkja, og ennfremur
fulltrúar Rússa.
I tilkynningu, sem gefin var út sameiginlega að aflok-
inni ráðstefnunni, segir meðal annars, að það vináttu-
bragð, sem forseti Tyrkja hafi sýnt með því að þyggja
boðið, beri fagran vitnisburð um styrkleika bandalags^
Tyrkja og Breta, og einnig um vináttu þá, er sje milli
Tyrkja og Rússa.
__________________________  Hlutleysið óbreytt.
Ekki verður sjeð á yfirlýs
ingunni, að nein breyting
verði á hlutleysi Tyrkja, en
tekið er fram að rætt hafi
verið um stjórnmálaástand-
ið yfirleitt og mjög ítarlega,
ásamt     hagsmunamálum
ríkja þeirra, sem þátt tóku
í ráðstefnunni, og hafi allar
viðræðurnar farið fram með
mesta skilningi og vinsemd,
og sýnf að fulltrúar allra
ríkjanna litu mjög svipuðum
augum á ástandið í heimin-
um. „Hafa því", segir síðan
í tilkynningunni, „viðræð-
urnar í Cairo verið mjög nyt
samlegar fyrir allar þjóð-
irnar, sem í þeim tóku þátt,
og hefir vinátta þeirra mik-
ið styrkst við þær".
Denis Martin, fregnritari
vor, segir, að rætt hafi verið
1 mikið um stjórnmál, hermál
og fjárhagsmál Balkanþjóð-
anna og muni samkomulag
hafa náðst í þeim efnum. —
Ennfremur segir Martin, að
alls hafi 16 menn verið í
fylgd með Tyrklandsforseta
og flugu þeir til Cairo í
breskum og amerískum flug
vjelum, en komu til Cairo
þann 4. þ. m. Með þeim var
sendiherra Breta í Tyrk-
landi og samstarfsmenn
hans nokkrir, ennfremur
sendiherrar Rússa og Banda
ríkjamanna og samstarfs-
menn þeirra.
- Segir Göbbels
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
ÞÝSKA útvarpið flytur í
kvöld ræðu eftir Göbbels, sem
hann hjelt í dag á árgþingi
járnbrautarverkamanna. Sagði
GÖbbels í ræðu sinni meðal
annars:
„Við mætum áróðursyfirlýs-
ingum fjandmannanna með ó-
bifandi trú á sigur Þjóðverja.
Við skulum ekki gefast upp,
hvorki skilyrðislaust eða á ann
an hátt. Alt það, sem óvinirn-
ir skulu sjá frá okkur, eru
byssukjaftar okkar, og það eru
byssurnar, sem svara áróðri
þeirra. Sprengjuárásir Breta og
Bandaríkjamanná, sem drepa
og limlesta konur og börn, eru
einhverjar ógurlegustu ásakan-
ir í sögu nútímahernaðar gegn
þeim, er slíkt fremja. Það
dreymir engan í Þýskalandi um
að láta bugast af þessum ógn-
um, sem aðeins hafa hert þjóð-
ina og stælt. Og þýska þjóðin
árið 1943 er ekki sama og 1918.
Við höfum ekki lengur óhæfa
foringja eins og þá. Hver sem
virðir fyrir sjer þýsku þjóðina
nú, þessa hetjuþjóð í baráttu
hennar og starfi, mun komast
að raun um, að sigur hennar
er öruggur og að árið 1918 end
urtekur sig aldrei.
Hver sá, sem þetta sjer, hann
mun komast að raun um það,
að þýska þjóðin slær hring úr
fctáli um foringjann, og sá
hringur verður ekki rofinn".
Hernaðarbækistöðvar.
Fregnritari vor segir enn-
fremur, að getum sje leitt að
því, að Tyrkir veiti bandamönn
um leyfi til þess að hafa hern-
aðarbækistöðvar á tyrkneskri
grund, eins og t. d. Portúgals-
menn, er þeir veittu bæki-
stöðvar á Azoreyjum. Bendir
hann á það í þessu sambandi,
að Bretar myndu ekki hafa
mist eyjarnar Leros, Samos og
Kos, ef bandamenn hefðu haft
flugvelli  í  Tyrklandi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12