Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						1Mb
30.  árg-angur
285. tbl. — Fimtudagur 16. desember 1943.
fsafoldarprentsmiðja h.f.
Stórárásir á
gri
veSli
London í gærkveldi.
Um 300 flugvjelar banda-
manna gerðu í dag miklar ár-
ásir á flugvelli í nánd við
Aþenu, aðallega þó á Cala-
macchi-flugvöllinn, en sumar
af flugvjelunum rjeðust á höfn
ina í Pireus og segja flugmenn
irnir, að þeir hafi hitt skip þar
á höfninni, og einnig að miklar
skemdir hafi orðið á flugvöll-
•um þeim, sem á var ráðist. —
Loftorustur urðu og voru 4
þýskar flugvjelar skotnar nið-
ur, en 2 flugvjelar bandamanna
komu ekki aftur. — Reuter.
Úrsliff í slríðinu
á næsta ári
— Tojo
London í gærkveldi.
Tojo, forsætisráðherra Jap-
ana, flutti útvarpsræðu í dag,
og komst svo að orði, að úrslit
myndu vera ráðin í styrjöldinni
á árinu 1944. Sagði Tojo, að
Japanar ættu að vísu við mikla
erfiðleika að etja, en myndi í
náinni framtíð gera mikil átök
í því skyni að sigra í styrjöld-
jnni. — Reuter.
Smuts gagnrýndur
London í gærkveldi.
I dag kpmu til umræðu í
neðri málstofu breska þingsins
ummæli Smuts forsætisráð-
herra Suður-Afríku, þau er
hann ljet falla um Frakkland
og aðstöðu þess að styrjöldinni
lokinni. Sögðu flestir þingmenu,
sem á þetta mintust, að stefna
Breta væri sú, að Frakkland
yrði voldugt á ný, en ekki eins
og fælist í ummælum Smuts,
þar sem hann sagði, að Frakk-
land yrði ekki í tölu stórvelda
að styrjöldinni lokinni. Sagði
einn þingmannanna, Nicholson
að nafni, að þessi ummæli væru
bæði grimdarleg og ósönn.
Reuter.
Kíng vann á stigum
London í gærkveldi.
Bretlandsmeistari í hnefa-
leikum í batamflokki, Johnny
King, sjóliði, sem var á Prince
of Wales, er Japanar söktu því
orustuskipi, og barðist síðar í
Burma, vann í kvöld hnefa-
leikakepni, þar sem hann varði
titil sinn fyrir Sid Morgan frá
Wales. Auðsýnt var, að King
var í nokkuð lítilli æfingu, en
stóð sig samt mjög vel, þótt við
Ureignin væri yfirleitt heldur
jöfn. — Reuter.
Hússar sækja fram frá Cherkassi
Þrír nýir íslenskir flisgsieitn
Stórorustum heldur
áfrum við Mulin
London í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
RÚSSAR TILKYNTU í kvöld, að herir þeirra hefðu í
gær sótt fram frá Cherkassi til suðvesturs og vesturs, og
hefðu þegar tekið nokkur þorp nærri borginni, af Þjóð-
verjum. Eru þeir ekki mjög langt frá þýðingarmiklum
járnbrautarbæ, Smyelen, sem er suðvestur af Cherkassi.
Fyrir vestan Kiev er enn ekkert lát á orustum, en að-
staðan hefir ekki breyst neitt teljandi, síðan Þjóðverjar
tóku Radomisl. Er nú barist við Teterevána, og segja Rúss
ar að sjer hafi orðið dálítið ágengt í gagnáhlaupum.
Þrír íslenskir flugmenn eru komnir heim frá flugnámi í
Kanada. Þeir sjást hjer á myndinni talið frá vinstri: Krist-
inn Olesn, Sigurður Ólafsson og Alfred Elíasson.
Þeir fjelagar kayptu flugvjel vestra og flugu í henni frá
Winnipeg til New York. Er flugvjelin væntanleg hingað til
landsins innan skams. (Viðtal við flugmennina á bls. 12).
Pjetur Benediktsson sendiherra sladdur
í Reykjavík
PJETUR BENEDIKTSSON,
sendiherra íslands í London, er
staddur hjer í bænum. Hann
er kominn til að ræða við rík-
isstjórnina og aðra um ýmislegt
er að störfum hans lýtur. Það
er komið hátt á annað ár síðan
sendiherrann kom síðast hing-
að til lands.
Meðal mála, sem Pjetur
Benediktsson sendiherra, mun
ræða við aðila um hjer heima,
eru ýms hagsmunamál útgerð-
arinnar og ýmislegt ísambandi
við innflutninginn og þá eink-
um kolainnflutninginn. Gat
sendiherrann þess í stuttu við-
tali við blaðamann frá Morg-
unblaðinu í gærkveldi, að erfitt
væri nú orðið um kolaútveg-
anir í Englandi sökum þarfa
hersins og hergagnaiðnaðarins,
og kol mjög spöruð við almenn-
íslendingar í London.
Sendiherrann gat þess, að Is-
lendingum hefði fjölgað mjög
í London síðustu árin. I ófrið-
arbyrjun voru þeir innan við 10
í borginni, en 1. desember s. 1.
er fullveldisdagurinn var há-
tíðlega haldinn í sendiherra-
bústaðnum, komu þar um 50 Is-
lendingar. Var aljmargt þeirra
íslenskar konur, er gifst höfðu
breskum mönnum. Virtist þeim
farnast hið besta, að því er sjeð
varð. Alls voru á annað hundr-
að gestir í sendiherrabústaðn-
um 1. des.
íslendingum, sem í London
dvelja, líður yfirleitt vel, sagði
sendiherrann. Þeir hafa með
sjer fjelagsskap og hittast oft.
Allmargir íslenskir námsmenn
dvelja nú í Bretlandi.^ig er það
mest fyrir forgöngu British
Council, sem dr. Cyril Jackson,
er ftflltrúi fyrir hjer á landi.
Hefir stofnun þessi mjög stutt
íslenska námsmenn. Töluverð-
um erfiðleikum er þó bundið að
fá dvalarleyfi í Bretlandi, eins
og stendur.
Nýi sendihcrra-
bústaðurinn.
Sendiherrann skýrði mjer
svo frá, að sendiherrabústaður-
inn nýi, sem ríkið hefir fest
kaup á og sagt var frá í Morg-
unblaðinu fyrir skömmu, væri
Framhald á bls. 12
Þjó(íverjar verj-
ast af hörku
London í gærkvöldi. —
Einkaskeyti til Morgbl.
frá Reuter.
HARÐIR bardagar eru nú
háðir við þorpið Ortona á
strönd Adriahafsins, þar sem
kanadiskar sveitir úr áttunda
hernum reyna að sækja fram
gegn harðvítugri mótspyrnu
Þjóðvei-ja, sem gera gagnáhlaup
í sífellu. Kanadamenn hafa þó
getað sótt nokkuð fram sums
staðar, en það er harla lítið.
Það eru sveitir úr bresku sam
veldislóndunum, sem þarna
heyja baráttuna, við ströndina
eru Kanadamenn, þá Indverj-
ar og loks Nýsjálendingar uppi
við fjöllin. Kanadamenn þeir
og Indverjar, sem komist höfðu
yfir Moroána, hafa nú samein-
ast, og er brwarsporður þeirra
alls um 8 km langur, en víg-
línan frá sjó tit- fjalla er alls
um 29 km og er hvarvetna á
þessu svæði barist mjög harð-
lega.
Þjóðverjar auka stöðugt flug
vjelafjölda þann, sem þeir
senda fram til árása á stöðvar
bandamanna. Þannig gerðu 100
flugvjelar þýskar árás á stöðv-
ar áttuna hersins í einu í gær,
en var tvístrað. — Flugvjelar
bandamanna rjeðust á ýmsar
stöðvar á Mið- og Norður-ítal-
íu, meðal annars Civita Vecc-
hia.
í Dnieperbugðunni segja
Rússar frá hörðum bardög-
um og miklum gagnáhlaup-
um Þjóðverja fyrir' norð-"
austan Kirovograd. Einnig
segjast Rússar sækja upp
með Dnieper frá Kremeno
hug og sækir sá her á móti
hinum, sem kemur ofan frá
Cherkassi. Er álitið, að þess-
ir herir nái saman innan
skamms.
Þjóðverjar segjast hafa
endurheimt nokkur þorp
með áhlaupum. Er það sagt
hafa gerst á Kirovograd-
svæðinu. Þá segja Þjóðverj-
ar frá því, að Rússar hafi aft
ur byrjað mögnuð áhlaup á
Slobin- og Nevel-vígstöðv-
unum þar sem alt hef ir ver-
ið kyrt alllengi. — Segjast
Þjóðverjar hafa hrundið
þessum áhlaupum flest öll-
um.
Rússar segja í tilkynning-
um sínum, að þeir hafi eyði-
lagt 180 skriðdreka  og  15
flugvjelar fyrir Þjóðverjum
í gær.
? • »
Evrópuráðið kemur
saman
London í gærkveldi.
Evrópuráðið svonefnda, sem
stofnað var á Moskvaráðstefn-
unni, kom saman á undirbún-
ingsfund í Loridon í dag, og
mun bráðlega hefja störf fyrir
alvöru. I nefndinni eru: Willi-
am Strang frá Bretum, John
Winant sendiherra, frá Banda-
ríkjunum og Gustieff sendi-
herra frá Rússum. — Reuter.
Alþingi slitið
á morgun!
RÁÐAGERÐIR munu vera
uppi um það í þinginu, að slíta
Alþingi á morgun (föstudag).
En ef það verður, hljóta mörg
mál að daga uppi, þ. á. m.
skattafrumvörp ,,vinstri" sam-
fylkingarinnar.
Jólaeplin eru komin
aftur
Oraiui' sending' af jólaepl
uni er komin til landsins og
ínvm oplunum verða skift á!
milli Reykjavíkur og annara^
landshluta og munu þau verða
send út á land með na\stu
ferðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12