Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						31. árgangur.
51. tbl. — Sunnudagur 5. mars 1944.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Islendingar vilja norræna samvinnu eftir stríð
enmie
Ðagárás f Eugvirkja á BerlÉ
EinnigráðistáAustu
;   Þýskaland
London í gærkvöldi. — Éinfcasktyti til Morg-
unblaðsins frá Reuter.
Tilkynt hefir verið frá aðalstöðvum ameríska flughers-
ins í Englandi, að amerískar sprengjuflugvjelar hefðu
ráðist á skotmörk í Austur-Þýskalandi. Einn hópur flug-
vjelanna rjeðist á skotmörk í Berlín. Árásirnar voru gerð-
ar í mjög erfiðu veðri.
Þýska frjettastofan segir í þessu sambandi, að amerísk-
ar flugvjelar hafi gert árás á Berlín. Er þetta fyrsta árás
amerískra sprengjuflugvjela á höfuðborg Þýskalands.
m
Segja hinar þýsku fregnir, að
nokkrum sprengjuflugvjelum
hafi tekist að komast gegnum
¦varnir Berlínarborgar, en þær
hafi ekki verið nema fáar, og
sprengjunum hafi verið varp-
að aí' handahófi á borgina.
Segjast Þjóðverjar hafa skotið
niðui- allmargar flugvjelanna
með loftvarnabyssum. Banda-
ríkjamenn tilkynna að 14
sprengjuflugvjelar og 26 or-
ustuflugvjelar hafi farist.
Fregnritarar á Bretlandseyj -
um segja, að sjaldan hafi sjest
eins mikill fjöldi flugvjela
fljúga yfir Ermarsund og í dag.
Byrjuðu flugvjelaflokkarnir að
fara yfir sundið þegar eftir dög
un, og voru að koma og fara
þar til alt fram undir kvöld.
Þýska frjettastofan hefir til-
kynt, að nýtt kerfi verði fram-
vegis notað til þess að tilkynna
komu óvinaflugvjela inn yfir
Þýskaland. Verður þá útvarp-
að stefnu flugvjelanna á hverj-
um tíma, sagt frá fjölda þeirra
og hvert þær stefna, þannig að
fólk geti fyrr komist í loft-
varnabyrgi, ef það frjettir af
útvarpinu ,_að flugvjelarnar
stefndu á borg þá er það á
heima i.
iras a
London í gærkveldi. Flugvjel
ar bandamanna hafa gert árás-
ir á járnbrautarstöðvar í Róma
borg, og hefir páfinn mótmælt
árásum þessum, þar sem í þeim
fórst fólk frá Páfaríkinu.
Engar breytingar hafa orðið
á neinum hlutum ítalíuvígstöðv
anna í dag eða í gær, enda hafa
veður heldur farið versnandi á
Anziossvæðinu. Gerðu Þjóðverj
ar aðeins eitt smávægilegt á-
hlaup þar um slóðir.
I rústum Cassino hefir nú
verið barist í mánuð, og hafa
þar engar breytingar orðið —
Annars eru nú allar ár í svo
miklum vexti og flóð hvarvetna
slík á suðurhluta ítalíuvígstöðv
anna, að varla er hægt að heyja
þar nokkra bardaga, sem stend
ur. — Reuter.
Sprengjukast
LONDON —: Sjö sprengjur
sprungu nærri innflytjenda-
skrifstofunum í Jerúsalem
kvöld eitt fyrir skemstu. All-
miklar skemdir urðu, en
manntjón ekkert, svo getið sje.
Myndin hjcr að ofan sýnir
stefnið á Bandaríkjabeitiskip-
inu Dulnth, sem nýlega var
hleypt af stokkunum, og er það
rennilcgt, cnda verður skipið
mjög hraðskreitt. Þetta er sjötta
skipið, sem hleypt er af stokk-
unum á þessum saina stað, síð-
an  Bandaríkin  fóru  í  stríðið.
Ráðhcrra fwrir rlaití
Níu Norðmenn
líflátnir
Frá norska blaðafulltrúan-
um: Undanfarna daga hafa als
9 Norðmenn verið dæmdir til
dauða og teknir af lífi af Þjóð-
verjum, en allmargir voru við
sama tækifæri dæmdir til langr
ar í'angelsisvistar.
Hinir líflátnu eru þessir: J.
D. Sömme, magister, fæddur í
Valdres árið 1898. Var honum
gefið að sök að hafa starfað
fyrir óvinaríki, þar sem hann í
meira en tvö ár hefði komið
fregnum frá Noregi til breskra
yfirvalda.
O. Brönnum, fæddur í Sandar
við Sandefjord 1907. Han-n var
dæmdur til dauða vegna þess
að hann reyndi að flýja land,
og einnig vegna þess að hann
hefir haldið áfram kommúnist-
iskri starfsemi eftir að Þjóðverj
ar bönnuðu alla stjórnmála-
flokka í Noregi' árið 1940. Ter-
boven neitaði að náða þessa
Framh. á 8. síðu.
London í gærkveldi.
FYRVERANDI innanríkis-
ráðherra Vichyst.iórnarinnar,
Pucheu að nafni, var ieiddur
fyrir rjett í Aigiers í dag, á-
kærður fyrir að hafa látið fang
elsa og taka af lífi fjölda landa
sinna, meðan hann gegndi em-
bætti, einnig fyrir að hafa
myndað lögreglulið með þýsk-
um hætti.
Pucheu sagði fyrir rjettin-
um, að hann viðurkendi ekki
gildi málssóknar af öSrum op-
inberum aðilum en Vichy-
stjórninni. Hvað ákærunum
gegn honum viðvjek, sagði
Puchcu, að mikið ímyndunar-
afl þyrfti til þess að ljúga upp
slíkum í'jclda af glæpum.
Skipafjelög taka upp
flugferðir.
LONDON —: Allmörg bresk
skipafjelög, þar á meðal hið
þekta Cunard-eimskipafjelag,
hafa fengið leyfi til þess að
hafa flugsamgöngur eftir strið,
og þá einnig til þess að byggja
flugvelli og setja á stofn flug-
vjelaverksmiðjur. — Reuter.
lokafli í Vest-
Frá frjettaritara vorum
í Vestmannaeyjum.
VIKUNA sem leið var róið
alla daga vikunnar, að undan-
teknum miðvikudeginum, en
þá varð ekki á sjó komist vegna
frosthörku og norðanroks. Afli
hefir verið mjög góður, en náði
þó hámarki á föstudaginn, er
hæstu bátar fengu um 20 tonn
og sumir bátar urðu að hausa
fiskinn jafnóðum, og dregin var
línan, til þess að koma sem
mestu fyrir og urðu þó að skilja
eftir af síðustu bjóðunum. Afli
hjá togbátum hefir að undan-
förnu heldur tregur, en bátar,
sem komu inn í morgun, voru
með heldur góðan afla.
Iþingi sainþykkir
að seoda hinum
Klukkunni var flýtt
í nótt
MUNDUÐ þjer eftir að flýta
klukkunni í nótt. Klukkan 1 í
nótt átti að flytja klukkuna
fram um eina klukkustund, svo
hún yrði tvö. Hafið þjer gleymt
þessu í nótt, skuluð þjer færa
klukkuna fram um eina klukku
stund nú þegar.
Sonur Harry Hopkins
fallinn.
WASHINGTON  —:  Roose
velt forseti varð fyrir nokkru
að tilkynna vini sínum og per
sónulegum   ráðgjafa,   Harry
Hopkins, að sonur hans, Step
hen, 18 ára að aldri, hefði fall
ið í orustu á Marshalleyjum. —
Stephen var yngstur af  þrem
sonum Hopkins af fyrra hjóna
bandi.  Hinir  tveir  eru  einnig
báðir í stríðinu.
Norðurfötidunum
bróðurkveSju
SKILNAÐARNEFND flytur
í sameinuðu Alþingi tillögu til
Þingsályktunar um þátttöku ís-
lands í norrænni samvinnu.
Þingsályktunartillagan er
svohljóðandi:
,,Um leið og Alþingi gerir
ráðstafanir til þess, að aldagöm
ul frelsishugsjón þjóðarinnar
um stofnun íslensks lýðveldis
rætist, ályktar þingið:
að senda hinum Norðurlanda
þjóðunum bróðurkveðjur og
óska þeim frelsis og farsældar
og að lýsa yfir því, að það telur
sjálfsagt, að íslenska þjóðin
kappkosti að halda hinum fornu
frændsemis- og menningarbönd
um, er tengt hafa saman þjóðir
Norðurlanda, enda er það vilji
íslendinga að eiga þátt í nor-
rænni samvinnu að ófriði lokn-
um".
» * *--------
Verkföli á Norður-
ítalíu
London í gærkveldi.
Fregnir frá Sviss herma í
kvöld, að flutningaverkamenn
víðsvegar um Norður-ítalíu,
einkum í Milano, hafi lagt nið-
ur vinnu, og valdi þetta Þjóð-
verjum allmiklum erfiðleikum.
Þýskar fregnir segja í þessu
sambandi, að þýskar hersveitir,
varðsveitir fasista og hermenn
úr hinum nýstofnaða her Musso
linis, hafi tekið samgöngutækin
í sínar hendur, þar sem verk-
föllin sjeu háð.
— Reuter.
Varnir Þjóðverja
harðna frá Narva
til Vitebsk
London í gærkvcldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
Varnir Þjóðverja fara nú
hraðnandi alt frá Narvasvæð-
inu niður til Vitebsk, og segja
Rússar ekki frá eins hraðri
framsókn um þessar slóðir, eins
og að undanförnu. Við Narva
segjast Rússar aðeins hafa hald
ið uppi sóknarorustum í þeim
tilgangi að víkka landssvæði
sitt fyrir vestan ána, en Þjóð-
verjar segja að þýskar hersveit
ir,  studdar  hollenskum,  eist-
lenskum, norskum og dönskum
S. S.-sveitum, hafi hrundið öll- .
um áhlaupum Rússa þarna  í
hörðum bardögum.
Þá segjast Rússar hafa átt í
hörðum bardögum fyrir aust-
an Ostrov og geta ekki að þessu
sinni um orustur á Pskovsvæð-
inu, en þar segja Þjóðverjar
bardaga hafa minkað mjög að
undanförnu.
í fyrsta skifti um langan tíma
Framh. á 8. síðu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12