Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1944, Blaðsíða 8
1 8 M01GUNBLAÐIÐ : í ; I t . . • í i Fimtudagur 23. mars 1944. - Verlíðin Frarrih. af bls. 2. i Afur&averðiS j er það sama/ og s.l. ár. Nýr þorskur og ýSa með haus, inn- J anúrtekið, er 45 aurar kílóið, en 58 aurar hauslaus. Góð hrogn eru 77 aura líterinn og | saltfiskur 127 aur. kíló f.o.b. Lifrar- og lýsisverð er ó- samningsburtdið. og er frekar búist við laekkun á því en haekk un. — Pækilsaltaður fiskur í tunnum var látinn falla niður í nýja viðskiftasamningnum. Lýsistummr. Þar sem lifrin er mjög feit og aflinn mikill kviða menn því, að nægilegt efni sje ekki fyr- ir hendi til að búa til tunnur úr, því að ennþá mun ekki vera búið að afgreiða þann skamt erlendis frá á slátplötum, sem búist var við að kæmi hingað til landsins s.l. haust. Tunnu- verksmiðja Bjarna Pjetursson- ar í Reykjavík býr til allar lýs- istunnur, og er þetta orðinn stór iðnaður. Búnar munu vera til um 30 þúsund tunnur yfir árið. Verð tómtunnu er nú kr. 59.50 stykkið. 21. mars. Oskar Halldórsson. Aðalfundur Sam- bands Sjálfstæðis- fjelaga í Árnessýslu Ályktun í lýðveldis- og skiln- ' aðarmálinu. SAMBAND Sj álfstæðisfj elag anna í Árnessýslu hjelt aðal- fund sinn 19. þ. m. að Sel- Selfossi. Á fundinum var samþykt eft irfarandi ályktun með öllum atkvæðum varðandi lýðveldis- og skilnaðarmálið: „Aðalfundur Sambands Sjálf stæðisfjelaga Árnessýslu, hald- inn að Selfossi 19. mars 1944, lýsir ánægju sinni yfir sam- þyktri þingsályktun Alþingis, um niðurfelling dansk-íslenska sambandslagasáttmálans og samþykt ]ý ð v e 1 d.i ss t j ór n a r - skrár íslands. Heitir fundur- inn á alla Sjálfstæðismenn í Árnessýslu, að gera það, sem í þeirra valdi stendur, til að Framhald á bls. 12 Tíu þulur Eftir Guðrúnu Jóhanns- Jeg vil komast alla leið og dóttur frá Brautarholti. álfadyrnar knýja“. - Ungverjaland Framh. af 1. síðu. ráðherra: Lajos Szaz. Við- skifta- og samgöhgumála- ráðherra: Antal Kunder. — Landbúnaðar- og birgða- málaráðherra: Bela Ynrczk. Dóms- og mentamálaráðh.: Stephen Antal. Hermála- ráðherra: Lajos Chatay. Cathay var einnig her- málaráðherra hinnar frá- farandi stjómar, en annars erú allir ráðherrarnir tald- ir mjög hliðhollir Þjóðverj- tun. Remenya-Schneller hefir áður verið ráðherra. Hann er annars bankastjóri, og hefir þótt hliðhollur Þjóð- verjum.' Stephan Antal er 47 ára að aldri. Hann hefir lengi verið leiðtogi ung- verskra stúdenta, og átti mikinn þátt í gagnbyltingu þeírri gegn kommúnistum, sem kom Horthy til valda. Horthy ríkisstjóri hefir hefir lengi verið vinur Þjóð verja. Hann undirritaði Þrí veldasáttmálann í febrúar 1939, en þann 11. nóvember 1938 hjelt hann hátíðlega innreið sína í höfuðstað Neðri-Karpatíu, sem Ung- verjar fengu frá Tjekkósló- vakíu. Það var hann, sem sagði Rússum stríð á hendur 1941 og heimsótti Hitler viku seinna. Alls munu 10 ung- versk herfylki hafa barist í Rússlandi og fengu illa út- reið. Gæfa fylgir trúlofunarhringunum frá SIGURÞÓR, Hafnarstræti 4 Málafíutnings- skrifstofa Einar B. GuSmundsson. Guölaugur Þorláksson, Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. ★ ÞEGAR jeg geng niður í bæ- inn, verður mjer tíðum reikað að gluggum bókabúðanna. Þar sje jeg oft bækur, sem mig langar til að eignast, og kem- ur það fyrir, að jeg læt það eftir mjer, að bæta einni og einni bók í bókaskápinn minn, og finst mjer jeg þá nokkuð auðugri en áður. Oft virðast skiftar skoðanir um það, hvaða bækur eigi skilið að kallast góðar bækur, og er það mjög að vonum, og fer það nokkuð eftir því, hvér tekur sjer dóms valdið. Um skeið hefi jeg veitt því eftirtekt, að þeir höfundar, sem eru eitthvað trúarlega sir|n aðir, en hafa eigi að síður á- gæta rithöfundarhæfileika eiga á mörgum sviðum erfitt upp- dráttar og tel jeg það illa farið, því heill sje þeim, er þorir að viðurkenna trú síná, hvort sem er í bundnu eða óbundnu máli, nú á þessum hamfara tímum, heill þeim höfundum, sem bera á borð fyrir þjóðina fagrar og göfugar bókmentir, þeir hafa reist sjer minnisvarða, sem ó- komnar kynslóðir koma til með að hlynna að. Nafn höfundar, sem ekkert hefir látið frá sjer fara annað en það, sem er gott og fagurt, er næg trygging fyrir hverri bók, þess vegna var það, að jeg á dögunum keypti „Tíu þulur“, eftir Guðrúnu Jóhannsdóttur frá Brautarholti. Bókin mælir að öllu leyti með sjer sjálf. — Hverri þulu fylgir mynd, sem Kjartan Guðjónsson hefir teikn að, og er svo mikið samræmi í myndum og þulum að aðdá- anlegt er. Frú Guðrún er löngu kunn orðin fyrir ljóð sín, og á hún marga vini víða um landið. — Þegar jeg var unglingur heima í sveit minni, urðu Ijóð hennar mjer sjerstaklega kærkomin, bæði þau, er prentuð voru í barnablaðið „Æskan“ og einn- ig ljóðabók skáldkonunnar, „Tómstundir". Yfir ljóðum hennar hvílir angurblíð þrá, fegurð og heillandi blær. í tíu þulum, segir hún: „Komdu litla ljóðadís og lyftu mjer upp til Skýja. Hún sjer huldusveininn hlekkjaðan við bergið og heyr- ir hann syngja um „Sorg og ást. Syngur hann um von sem brást, engin von mun framar fást, förum engu að leyna. I meinum er hans mikla ást, mensk er brúðurin eina, margt verður hann að reyna. Huldusveinn með harminn einn hverfa m áí bjargið inn, fellir tár um fölva kinn og finnur til í leyni. En fólkið hlær kringum hamarinn með hjartað úr steini með hjartað úr köldum steini“. Þulan um Þrúðu á Bala er í senn bæði skemtileg og upp- byggileg, lifandi lýsing á mann lífinu í sinni átakanlegustu mynd, örþreytt af að þjóna öðrum hlýtur Þrúða þó frið og gleði við arineld minninganna, við kertaljósin og hljóm jóla- klukknanna líður sál hennar inn í „eilífa friðinn", laus úr jarðlífsfjötrum, þangað sem engin tár eða harmur er leng- ur til. „Leiðarlok“ er stórmerki leg þula; einnig „Sigga í Sogni“ og verður manni mjög starsýnt á myndina af Siggu, augu henn ar eru sem opin bók, öll henn- ar saga. Bókin er- gefin út af bókaforlagi ísafoldarprent- smiðju og er til hennar vand- að á allan hátt, sem venja er til úr þeirri átt. Sá, sem kaupir Tíu þulur, verður ekki fyrir vonbrigðum. Jeg vildi ólska þess, að það dá- læti, sem íslenska þjóðin hefir haft á þulukveðskapnum, dvín- aði ekki, og þökk sje þeim fáu ljóðskáldum, sem halda honurn við er munu aðeins vera konur, með því er verið að varðveita perlur sem þjóðin má ekki missa. Hversu margir eiga ekki í fórum sínúm yndislegar æsku minningar, minningar frá rökk urstundunum, þegar pabbi, mamma, afi eða amma hófu barnssálina til æðra veldis, sýndu þeim töfrandi undra- heima í örlitlu þulubroti. z - Hleðsla logaranna i.4 1 r -7tí x • v Framh. af 5. síðu. Það er t. d. eftirtektarvert í sambandi við Max Pembertbn slysið, að fáum dögum seinna er tilkynt tundurdufl á reki á sömu slóðum og síðast spurðist til skipsins, rjett eins og það vildi segja — gleymið ekki mjer. Jeg ætla svo því við að bætá að þeir menn, sem óska þess að heyra fækkandi slysafregnir af hafinu, geta vel hjálpað til að svo verði með því að beita sjer fyrir að styðja kröfuna um ný og betri skip. Það er stærsta og virkasta öryggismál sjó- manna. Það er vissulega æði hart, þegar þeir menn, sem liggja eins og fallnir raftar yfir veg, í vegi fyrir því, að útgerðinni myndist svo gildir sjóðir nú á þessu veltutímum, að hún fái aðstöðu til þess að byggja ný og betri skip, þegar færi gefst, og þannig fullnægja því, sem kalla mætti öryggismál örygg- ismálanna, skuli æpa manna hæst um öryggismál sjó- manna. Vissulega fá þeir ekki dulið nekt sína í þessu máli, fyrir sjómönnum og öðrum þeim, er ekki standa kolblindir af pólit- ískum ofsa og meiningarlausir fyrir öllu öðru en því, er þess- ir herrar segja. Sigurjón Einarsson, skipstjóri. 'imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiHmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinn S 60-70 ! | þúsundir | I mmmu I 5 lesa Morgunblaðið á hverj- § H um degi. Slík útbreiðsla er “ p langsamlega met hjer á g S landi, og líklega alheims- B met, miðað við fólksfjölda = í landinu. — Það, sem birt- H ist í Morgunblaðinu nær = til helmingi fleiri manna | eni nokkurri annari útgáfu | hjer á landi. willlUlllillllllllllllillllllliWllllllllllllllllllllMIIIIMÍÍt X - 9 Eftir Robert Storra OCXXXXXXX>0000000000000000001 AO A CAT, ALEX ! SUPPOSE---- TbiATS MlSS 'DOLLW S SCAOpL CAR! ALEX , WON'T BE /W lUERE./ STOP VCUR WORRVINS ! AND DON'T CALL ME ALEX! I STOP PAY TOLL Alexander: — Þannig dulbúnum mun lögreglan aldrei hafa upp á mjer, Mascara. Mascara: — Jeg vona það, Alexander. cn þeir virðast leita vel í öllum bílum hjá brúnni þarna. ... Ó, jeg er svo hrædd, ef til vill ... Alexander: — Vertu ekki með þessa hræðslu, og hættu að kalla mig Alexander. Lögregluþjónn: — Þetta er bíll Miss Dolly’s skólans. Alexander er áreiðanlega ekki í honum. Annar lögregluþjónn: — Við höfum fengið skip- un um að leita i öllum bílum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.