Morgunblaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.09.1944, Blaðsíða 12
Forsprakkar Republikana Bráðlega fara fram forsétakosningar í Bandaríkjunum, og sjest forsetaefni Republikana- flokksins, Thomas Devvey, landstjóri Nevv York-fylkis yst til hægri á myndinni. — Hinir tveir eru framarlega í flokknum. Varaforsetaefni hans, Bricker landstjóri í Ohiofylki yst íil vinstri. Fimiritiu Norðmenn farast má þýsku skipi Frá norska blaðafulltrúanum. SÚ FRJETT bérst frá Gautaborg, að sprenging hafi orðið í þýska skipinu „Westphalen" og það sokkið úti fyrir vestur- strönd Svíþjóðar. 280 menn voru um borð í skipinu, þar á meðal um 50 Norðmenn, sem verið höfðu fangar í Grinifangelsinu og hinni alræmdu aðallögreglustöð, Möllergötu 19 í Oslo. Þessa menn voru Þjóðverjar að flytja í fangelsi í Þýskalandi. 12 i. . „Samúðarverk- íallinu“ hjá lafta frestað Á FUNDI „trúnaðarmanna- ráðs“ Dagsbrúnar (fjórmenn ingarmaog stjómar), sem hald inn var í gær var samþykt, „að fresta. að svo stöddu, vegna breyttra aðstæðna, sam- úðarverkfalli því hjá Nafta h.f., er ákveðið var þann 6. sept. s. 1. og koma átti til framkvæmda þann 14. sept. n. k.“ - Ofangreind tilkynning barst blað inu í gærkvöldi frá Verka- mannafjel. Dagsbrún. Maður kastad ú! úr bíl og bíður bana ÞAD SLð'S vildi til á Höfðá Strönd á fimta tímanum á suunudag, að Reykvíkingur, Sigurbjörn Stsinsson, fjell út úr bíl og b.eið bana. Sigurbjörn var á leið á skemtun á Hofsósi í bifreið. Þegar komið var út á Höfða- (S’t-rönd, kastaðist bifreiðin til á veginum, sem er slæmur á þeiro kafla. Sigurbjörn skall út að hurðinni, og hún hrökk upp. Sigurbjörn fjell í götuna og beið bana 1 (4 klst. síðar. Rannsókn leiddi í ljós, að bíiett hafði á heilann. Gísli Ólafsson Reykjavíkurmeisfari í golfi ÚRSLITAKEPNI karla í golfi fór fram sunnudaginn 10. sept. og lauk sem hjer segir: Meistaraflokkur karla: Gísli Olafsson vann Þorvald Ásgeirs son 4 holur unnar er 2 voru eftir. Þetta er fimta árið í röð, sem Gísli verður golfmeistari íslands. Fyrsti flokkur: Daniel Fjeld- sted vann Árna Egilsson 11 hol ur unnar er 9 voru eftir. I báðum úrslitaleikjunum voru leiknir 4 hringir (36 hol- ur). Þorslehm Hannes- son syngur í Gamla Síó annað kvöld EINS og áður hefir verið getið um hjer í blaðinu, er Þorsteinn Ilannesson söngvari staddur hjer í bænum, en hann hefir dvalið við söiignám í Englandi undanfarna tíu mán uði, Þorsteinn ætlar að halda þljómleika í Gamla Bíó annað kvöld, og hefjast þeir kl. 23,30. tóim Þorsteinn syngja bæði fslensk og erlend lög og aríur ú-r óperum. Dr.'Urbantschitsch mun annast undirleik. Aðeins fjórir Norðmannanna björguðust, og eru þeir komnir til Marstrand í Svíþjóð. Fangarnir voru lálnir hafast við í botni skipsins og sættu álíka ómannúðlegri meðferð og norsku kennararnir, 500 að tölu, sem fluttir voru til Kirke- hes í Austur-Finnmörk með skipinu „Skjerstad“. Framferði Þjóðverjanna þá er einhver svartasti kaflinn í sögu hermd arverka þeirra í Noregi. Alls fórust um 200 menn með skipinu. Meðal Þjóðverj- anna voru hermenn, yfirmenn í hernum og Gestapomenn. Frá London er blaðafulltrú- anum hjer símað, að ennþá sje ókleift að gefa nákvæma skýrslu um Norðmennina sem * * fórust, og fyrst um sinn verði ekki birt nöfi þeirra fjögurra, sem af komust, en vandamönn- um þeirra hefir verið gert að- vart. í norska útvarpinu frá Lond on í gærkveldi (mánudag) var sagt: ,,Ö11 norska þjóðin harm- ar líftjón svo margra góðra Norðmanna". Flóttamenn streyma til Svíþjóðar. Stokkhólmi: — Stöðugur straumur flóttamanna frá Finn landi og Eistlandi er nú tii Sví- þjóðar. Þannig komu nýlega 40 Eistlendingar til Nynæs- hamn í Iitlum vjelbáti. Slóroruslur á Adriahafsströnd London í gærkveldi: Miklar orustur geysa nú á Adriahafsströnd Italíu við gífur legt manntjón beggja aðila, en aðstaðan hefir ekki breytst svo um muni. Vestar hörfa Þjóð- verjar enn undan og kveðast þeir nú vera að komast í Got- nesku virkin á þessum kafla. — Reuter. Deilur meðal Pól- verja í Breflandi London í gærkvöldi. Mögnuð misklíð hefir komið úpp innan pólsku stjórnarinn- ar í London, aðallega milli full- trúa jafnaðarmanna og bænda í stjórn þessari. Talið er, að ástæðan sje aðallega dagskipan Sosnokowskis yfirhershöfð- ingja á dögunum varðandi bar áttu Pólverjanna í Vprsjá. Talið er að þessar deilur kunni að leiða til þess að Sosnokowsky verði að segja af sjer yfirhershöfðingjatign, ef afleiðingarnar verða þá ekki víðtækari. Víst er og talið, að nokkrar breytingar verði á stjórninni. — Reuter. F. H. vann Ralha- kepnina SVO sem kunnugt er, varð jafntefli- milli Fimleikafjel. Hafnarfjarðar og Hauka í leik um Rafhabikarinn svo nefnda, og var því keppt aftur. Fóru þá leikar svo að F. H. vann leik inn með 6 — 4. Síðan afhenti Emil Jónsson F. H. bikarinn, sem vinnst til eignar, ef hann er unninn 3svar í rpð eða fimm sinnum alls. Þetta er í annað sinn, sem keppt er og vann F. H. einnig í fyrra skiptið. Haustmót í knattspyrnu hefj ast í Hafnarfirði nú í vikunni, tvöföld keppni í öllum aldurs- flokkum. Austurríkismenn hvaltir til uppreisnar Washington í gærkveldi: Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefir lát- ið svo um mælt í dag, að Aust- .urríki þyrfti að sýna lit á því að hjálpa bandamönnum, og varaði Austurríkismenn við því að nú væri ’sá tími því nær lið inn, sem þeir gætu sannað að þeir vildu vera meðlimir heims ins eftir stríð. Sagði Hull, að athugað yrði á sínum tíma, hvað Austurríkismenn hefðu gert til þess að leysa sig undan Þjóðverjum. — Reuter. Flugvirki til flutninga. Stokkhólmi: — Sænska stjórn- in hefir leigt af Bandaríkja- stjórn fimm flugvirki, sem nauðlentu í Svíþjóð, og verða þau notuð til flutninga. Búist er við, að Svíar fái þau keypt við vægu verði eftir styrjöld- ina. Sænska flugfjelagið Aero- transport hefir þegar látið breyta einu af þessum flug- virkjum í flutningaflugvjel. Þriðjudagur 12, sept. 1944, Hlífar-verUallið SÍÐDEGIS í gær var haldinn fundur í Verkamannafjelaginu Hlíf í Hafnarfirð'i. Stjórn Hlifar hafði orðið þess vör, að mikil óánægja var meðal verkamanna í Hafnar- firði yfir því, að verkfallið skuli aðeins látið ná til þeirra verkamanna, sem vinna að framleiðslunni í firðinum, en ekki hinna, sem vinna í vega- vinnu og hjá setuliðinu; þeir vinna áfram með óbreyttu kaupi. En þó var þessum síðar- nefndu smalað á fund, þegar tekin var, ákvörðun um verk- fallið. Á Hlífarfundinum í gær var stjórnin að reyna að rjettlæta þessar aðgerðir. Fjekk hún £ lið með sjer þá Jón Rafnsson og Jón Sigurðsson, framkv.stj. Alþýðusambandsins. Fundurinn samþykti að halda verkfallinu áfram. Annars var tíðindalítið í Hafnarfirði í gær. Formaður Hlífar gerði sjer ferð í eitt frystihúsið og krafðist þess a£ vjelgæslumanninum, að hann leggði niður vinnu og stöðvaði vjelarnar. Þessu var neitað. Formaður Hlífar hótaði refsi- aðgerðum að hætti einvalds- drottna. Kepni í 1000 melra hlaupi Á MILLI hálfleikja í knatt; spyrnukappleiknum á sunnui daginn fór fram kepni í 1000! m. hlaupi. Úrslit urðu sem hjefl segir: 1. Kjartan Jóhannsson, Í.R., 2:42,2 mín. 2. Brynjólfur Ingólfsson, K, R., 2:43,8 mín. 3. Sigurgeir Ársælsson, Á., 2:44,6 mín. 4. Indriði Jónsson, Iv. R, 2:46,7 mín. Þessir fjórir tóku þátt | kepninni. Kjartan tók forysfc* una þegar í byrjnn og Leiddí hlaupin til enda. BrynjólfuH kom næstur, þá Sigurgeir og loks Indriði. Eftir um 350 m, hleypur Indriði fram úr Sig, urgeir og Brynjólfur og ætlari einnig fram úr Kjartani erf tekst ekki. Þannig helst svo* röðin óbreytt, Kjartan, Ind- riði, Brynjólfur, Sigurgeir, þar til um 100 m. eru eftir að! Brynjólfnr og Sigurgeir taka báðir Indriða. Allsnarpur vindur var og hafði hann skiljanlega rnikit áhrif á hlaupið. -------r---r---:----3 Haukar keppa við Vesfmannaeyja- stúlkurnar í kvöid KOMINN er til Hafnarfjarð ar flokkur handknattleiks- stúlkna úr Knattspyrnufjel. Tý í Vestmannaeyjum og mun leika hjer nokkra leiki. Hinn fyrsti fer fram í Engidal í kvöld kl. 8 og keppa þá Hauk- ar við gestina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.