Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.09.1944, Blaðsíða 12
12- Miðvikudagur 13. sept. 1944, Forseti í Keflavík VísitaBan 272 í gær Frá frjettaritara vorum. FORSETI ÍSLANDS kom til Keflavíkur klukkan 2 í gær. — Hafði heiðurshlið verið reist á Vatnestorgi inst í kaupstaðn- um og tóku þar á móti forseta, þeir Alfreð Gíslason lögreglu- stjóri, Karl Magnússon hjeraðs læknir og sjera Eiríkur Brynj- ólfsson. Skátar stóðu heiðurs- vörð og heilsuðu forseta með fánakveðju, en mikill mann- fjöldi, sem þarna hafði safnast saman, hylli forseta með húrra hrópum. Lögreglustjóri ávarpaði for- seta og bauð hann velkominn, en forseti svaraði með ræðu til mannfjöldans, en síðan söng kirkjukór staðarins þjóðsöng- inn. Þvi næst var gengið heim til lögreglusljóra og dvaldist for- seti þar um stund ásamt emb- ættismönnum staðarins, en skátar fylktu liði þangað á und an. Þaðan var farið til sjúkra- húss þess, sem verið er að byggja og lagði forseti horn- stein að byggingunni, en kirkjukórinn söng sálm á und- an og eftir. Síðan var forseta boðið að horfa á sundsýningu í hinni nýju sundlaug Kefla- víkur, en þaðan var farift að höfninni og hafnarmannvirki skoðuð. Því næsl efndi hreppsnefnd in til kaffiboðs fyrir forseta í samkomuhúsi staðarins og sátu það hóf um 170 manns. Ræður fluttu þar þeir Alfreð Gísla- son lögreglustjóri, Karl Magn- ússon hjeraðslæknir, Ragnar Guðleifsson forstjóri, Helgi S. Jórtsson , og sjera Eiríkur Brynjólfsson. Forseti svaraði rneð snjallri ræðu. Maður deyr af kolsýringi Á SUNNUDAGINN 10. sept. fanst maður örendur í bílskúr að Langholti við Langholts- veg. Maður þessi var Emil Kristinsson, til heimilis þar. Hafði Emil farið til Reykja- víkur á laugardagskvöld og var ekki kominn, er heimafólk gekk til. hvílu þá um kvöldið. — Ekki er vitað, á hvaða tíma Emil hefir komið heim, en úti- dyralykill hans hefir brotnað í skránni og sennilegt, að hann hafi ekki viljað vekja upp til þess að komast inn. Hefir hann |>á farið inn i bílskúr, sem var ólæstur, er var við húsið, en í honum stóð bifreið, er Emil hafði lykil að. Bifreiðina hefir Emil sett í gang, en þar eð bíl- skúrinn er mjög vel þjettur, hefir kolsýringur myndast mjög fljótt. En svo sem kunn- agt er myndast hann út frá vjel bifreiðarinnar og er mjög hættulegur. Við rannsókn, er fór fram á liki Emils í gær, kom í ljós, að kolsýringur hafði orðið honum að bana. Le Havre s valdi Breta eftir harða viðureign London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. KLUKKAN 11.30 í morgun gafst setulið Þjóðverja í frönsku hafnarborginni Le Havre upp, og voru teknir þar 3000 þýskir fangar. Hafði áður verið haldið uppi mikilli skothríð á borgina og mörg þúsund smál. af sprengjum varpað á hana. — Fjöldi Þjóðverja hafði fallið og yfirmaður varnarliðsins var hættulega særður. Það var breska 46. herfylk- ið, sem átti mestan hlut í að ná borginni, en það barðist í Noregi, var síðan um langt skeið á íslandi, en hefir nú bar ist lengi í NorðurFrakklandi. Le Havre er önnur stærsta hafnarborg Frakklands, og eru bryggjur þar samtals um 15 km langar. Ekki er enn vitað, hvernig höfnin er út leikin, en Þjóðverjar hafa haft nægan tíma til þess að sprengja garða og bryggjur í loft upp. Einnig er líklegt að skemmdir hafi orðið af sprengjum. Þjóðverjar verjast enn af mikilli hörku í Brest, Lorient og St. Nazaire. í Lorient kveð- ast þeir hafa náð nokkru af hergögnum frá bandamönnum með gagnáhlaupi. í Brest geisa götubardagar. Vöruskiftajöfnuð- urinn óhagslæður um 5,3 milj. kr. SAMKVÆMT bráðabirgða- skýrslu Hagstofunnar nam inn flutningurinn í ágúst 18.6 milj. króna og útflutningurinn 18.1 milj. kr. Mánuðina jan.—ágúst þ. á. nam innflutningurinn 156.0 milj. kr., en útflutningurinn 150.7 milj. kr. Hefir vöruskifta jöfnuðurinn þannig verið ó- hagstæður um 5.3 milj. kr. Á sama tíma í fyrra nam inn flutningurinn 155.2 milj. kr. og útflutningurinn 155.0 milj. kr.i, og vöruskiftajöfnuðurinn því þá óhagstæður um 0.2 milj. kr. Sundmóf Suður- nesja SUNDMÓT Suðurnesja fór fram sunnudaginn 10. sept. — Björn Stefánsson hlaut sæmd- artitilinn Sundkóngur Suður- nesja og Guðbjörg Þórhallsdótt ir Sunddrottning Suðurnesja. Úrslit mótsins urðu annars þessi: 200 m. frj. aðf. karla: — 1. Björn Stefánsson 3:21.1 mín., 2. Sigurður Jónsson 3:21.2 mín. 100 m. frj. aðf. stúlkna: — 1. Guðbjörg Þórhallsdóttir 1:30.9 mín., 2. Guðfinna Elintinus- dóttir 1:34.0 mín. 50 m. bringusund, karla: — 1. Sig. Brynjólfsson 39.2 sek., 2. Ragnar Friðriksson 40.6 sek. 33 m. bringus. drengja 8—13 ára: — 1. Kristinn Helgason 33.8 sek. 33 m. bringus. stúlkna 8—13 ára: — 1. Þorbjörg Pálsdóttir 35.6 sek. 50 m. baksund karla: — 1. . Sig. Brynjólfsson 42.5 sek., 2. Ragnar Friðriksson 49.8 sek. 200 m. bringus. drengja inn- an 18 ára: — 1. Þorbjörn Ketils son 3:34.9 mín., 2. Þorsteinn Friðriksson 3:59.1 mín. 50 m. bringusund stúlkna, 13 —16 ára: — 1. Kristrún Karls- dóttir 46.4 sek., 2. Guðfinna Elintínusdóttir 47.3 sek. 50 m. bringusund drengja 13 —16 ára: — 1. Baldur Hjálm- týsson 44.4 sek., 2. Þorsteinn Friðriksson 46.8 sek. 200 m. bringusund karla: — 1. Björn Stefánsson 3:25.5 mín., 2. Sig. Jónsson 3:30.0 mín. ísiendingur iýkur doktorspróii í Leipzig NÝLEGA hefir borist til ut- anríkisráðuneytisins fregn um að Magnús Sigurðsson h'afi fyrir skemmstu lokið doktors- prófi við háskólann í Leip- zig í Þýskalandi. Magnús er sonur Sigurðar Björnssonar frá Veðramóti og konu hans Sigurbjargar Guð- mundsdóttur og því bróðir Jakobs Sigurðssonar, er nýlega lauk doktorsprófi í Boston. — Hann fór til náms í Þýskalandi sumarið 1938 og stundaði nám í verslunarfræði við Leipzig Handelshochschule og síðar við Háskólann í Leipzig. Kandi- datsprófi þaðan lauk hann árið 1942, með ágætum vitnisburði. Síðustu tvö árin hefir hann unn ið að doktorsritgerð sinni um hagfræðilegt efni og hlaut Magnús dokorsnafnbót sína fyr ir skemmstu með vitnisburðin- um: — mjög gott. Notkun þjóðsöngs Svía takmörkuð Stokkhólmi: — Talið er, að bráðlega verði hætt að enda dagskrá sænska útvarpsins með þjóðsöngnum, „Du gamla, du fria“, þar sem stjórn út- varpsins lítur svo á, að lag þetta beri aðeins að leika við hin hátíðlegustu tækifæri í lífi þjóðarinnar. KAUPLAGSNEFND og Hag- stofan hafa nú reiknað út framfærsluvísitölu september- mánaðar og er hún 272 stig, eða 6 stigum hærri en vísital- an fyrir ágústmánuð. — Hækk un vísitölunnar stafar aðallega frá verðhækkun á kartöflum. Þýsku fangarnir hjeðan senda kvetíjur Sænska sendiráðið hjer barst nýlega skeyti frá sænska Rauða Krossinum, sem í var kveðjur frá Þjóðverjum þeim, er búsettir voru hjer á landi, er Bretar hernámu landið, og sem síðan hafa verið herfangar Breta. — I skeyti þessu segir svo: Erum komnir heilu og höldnu til Gautaborgar. Send- um hlýjar kveðjur til allra skyldmenna og vina. Skeyti þetta skrifa undir eftirtaldir menn: Heimbert Bethke, Carl Billich, Rudolf Camphausen, Erik Dahn, Karl Haake, Hans Haesler, Alfreð Heinicke, Walter Kratsch, Bruno Kress, Paul Meinhart, Rudolf Noah, Jakob Ruckert, Heiny Scheiter, Herbert Stein- mann, Hendrick Tegeder, Ernst Thelen, Edmund Ullrich, Eugen Urban, Gerd Will og Heindrick Wöhler. Menn þessir munu hafa verið meðal fanga þeirra, er sendir voru í fangaskiptum Þjóð- verja og Englendinga, er fóru fram í Gautaborg fyrir nokkru síðan. Farið varlega yfir hengibrýr! VEGAMÁLASTJÓRI hefic nú aðvarað bifreiðastjóra uui; að fara gætilega yfir allar, •hengibrýr á iandinu. — Sjer- staklega hvetur hann bió reiðastjóra að fara gætilega yfir brúna á Jökulsá í Axar« firði. Yfir hana má ekki faraj með meiri þunga í einu, en; 5 smál. og er vigt bifreiðart innar innifalin í því. — Hvet-< ur hann langferðabifreiða-< stjóra til þess að láta farþega í bílunum ganga yfir brún. 1 landinu munu vera því sem næst fimm hengibrýr og eru þær allar orðnar mjög gamlar, eða síðan um alda- mótin síðustu. Fjórum þýskum tundur- duflaslæðurum sökt við Noreg. Frá norska blaðafulltrú- anum. i í FRJETT frá London segir, að fjórum þýskum tundur- duflaslæðurum hafi í gær ver ið sökkt af enskum sprengju- flugvjelum úti fyrir Kristian- ■ sand S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.