Morgunblaðið - 09.06.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.06.1945, Blaðsíða 1
82. Argangur. 126. tgl. — Laugardagur 9. júní 1945.' Isafoldarprentamiðja h.f. SAMKOMULAG í TRIESTEDEILUNNI? Rússar slökuðu til London í gærkveldi. RÚSSAR hafa nú slakað til á ráðstefnunni í San Francisco varðandi neitunarvald einstaks stórveldis í öryggisráðinu. Er því komið á samkomulag um það, að ekkert eitt stórveldi geti geti komið í veg fyrir það, að mál verði rædd í ráðinu. — Varð sem kunnugt er, löng deila um þetta, og leit jafnvel svo út á tímabili, að ráðstefnan myndi stranda á þessu, en svo tilkynnti formaður rússnesku nefndarinnar, að stjórn hans hefði falið honum að falla frá þesari kröfu. Þessi tilslökun Rússa hefir komið stjórnmála- fregm-iturum á óvart, en ýmsir telja hana til komna vegna veru Hárry Hopkins í Moskva. Telja þeir, að hann hafi getað fengið Rússa til þess að breyta afstöðu sinni. Búist er við miklum stjórnmálalegum viðburðum, er fylgi kjölfar þessa atburðar á ráðstefnunni. Ráðstefnan vinn- ur nú af ölu megni, til þess að ljúka sem fyrst þeim störfum, sem fyrir liggja. Öryggisráðinu hefir verið gefið nafnið: „Sam- einuðu þjóðirnar“. Bonomi að segja aS sjer London í gærkvöldi. FRÁ Róm berast þær fregnir, að Bonomi, forsætisráðherra ítölsku stjórnarinnar, muni hafa sagt af sjer, en Umberto krónprins falið honum að fara með völd, meðan verið sje að mynda nýja stjórn. Bonomi kvaðst ekki geta setið við völd lengur, þar sem misklíðin inn- an stjórnarinnar tefði fyrir framgangi ýmsra nauðsynja- mála. Sumir í Róm telja að Bonomi verði falið að mynda nýja stjórn, en aðrir telja að það verði annaðhvort Nenni, for- maður jalnaðarmannaflokksins eða Galvari, forsprakki kristi legra jafnaðarmanna. — Reuter Sjö hundruð férust London í gærkveldi: YFIR 700 manns fórust, er þýskar steypiflugvjelar sökktu breska beitiskipinu Gloucester í Cytherasundunum við Krít þann 22. maí 1941, að því er breska ílotamálaráðuneytið til- kynnir nú. Þeir sem komust af, en það voru um 130 menn, sögðu, að þeir sem innilokaðir voru í skotfæraklefum skipsins hefðu sungið sálma alt til þess að skotfærin sprungu í loft upp. Tekur af sjer heiðursmerkin • • 'i Sférslys og tnann- ifjén af sprengingu í Esbjerg i Khöfn í g&r. BERLINGSKE TIDENDE . flytja þá fregn, að sprenging ; hafi orðið í skotfærabirgðum í húsi því, sem áður var aðalstöð ’ Þjóðverja í Esbjerg. Sprenging in varð af óvarfærni eða ó- 1 » I hepni. Afleiðingarnar urðu t hræðilegar. — Myndaðist við sprenginguna 25 metra djúpur, ; og 50 metra breiður gigur. Loft, þrýstingurinn braut mörg þús- j und rúður í húsum alt upp í 6 km. fjarlægð frá staðnum, þar sem spi’engingin varð Talið er, að 10 manns hafi beðið bana, en um 70 særst. Eru þó ekki öll kurl komin til grafar enn. Páll Jónsson. Flugyjel Mallory Eins og kunnugt er, var Göring nýlega handtekinn af banda- mönnum í Suður-Þýskalandi. A myndinni sjest hann vera að taka af sjer heiðursmerkin. Hann er þarna í fangabúðum við Augsburg. —■ (Mynd frá O. W. I.) íslendingar unnu Bretunu 4:0 Albert Guðmundsson skoraði 3 mörk ÚRVALSLIÐ knattspyi’nufjelaganna í Reykjavík ljek í gær- kvel^li við úrvalslið breska hersins á íslandi. Fóru leikar þann- ig, að íslendingarnir sigruðu glæsilega með 4:0. Voru þeir vel að sigri sínum komnir. Breska liðið var langt frá því eins sterkt og búist hafði verið við. Mannfjöldi svo þúsundum skifti var á vellinum og horfði á leikinn. Leikurinn byrjaði með sókn Breta, sem leit út fyrir að ætla að vera hættuleg, sjei’staklega þar sem íslendingarnir virtust vaila þora að snerta knöttinn og skiluðu honum frá sjer eins fljótt og þeim var mögulegt. Þessi taugaóstyrkur ,landanna var samt ekki til langframa. Gekk á ,ýmsu fyrsta stundar- fjórðunginn, en íslendingarnir þó heldur meira í sókn. Er 17 mínútur voru af leiknum skor- aði Sæmundur (Fram) mark úr aukaspyrnu sem var tekin langt fyrir utan vítateig Bretanna. Hefði markmaður Bretanna vel átt að geta varið, en hann virt- ist ekki vel öruggur. Eftir markið færðist að von- um heldur meira. fjör í leikinn. Liðin skiftust á upphlaupum, sem þó báru ekki tilætlaðan árangur. Munaði samt mjóu að Bx’etar skoruðu, er einn þeirra skaut að markinu. Anton sló boltann út, Breti náði honum aftur eftir nokkuð þóf og skaut, erf boltinn lenti í stöngina. ís- lendingai’nir áttu ^okkur góð tækifæri, en voru seinhepnir að skora. Síðast í hálfleiknum voru Bi'etar í sókn og virtist tilviljun ein að þeir skoruðu ekki. — Hálfleikurinn endaði því 1:0 íslendingum í vil. Síðari hálfleikur. Síðari hálfleikinn áttu Is- lendingar alveg, þótt Bretarnir gerðu einstaka upphlaup, sem vörn Isl. bægði frá markinu. Var hún yfirleitt örugg og Antor varði ágætlega. Leikur- ínn fór annars mest fram á Framh. á 2. siðu London í gærkveldi: TALIÐ er að fundið sje flak- ið af flugvjel þeirri, sem breski flugmai’skálkui'inn Sir Tafford Lee Mallox-y og frú hans voru í, en hennar var saknað í fyrra haust, er mai’skálkurinn lagði upp í fei’ð til Suðaustur-Asíu, en þar átti hann að taka við yfirstjórn flughers Breta. Áður hafði hann haft með höndum yfirstjórn innrásarflugflotanna í Evrópu og getið sjer besta oi’ðstý. Flugvjelarflakið fannst fyrir nokkrum dögum hátt uppi í frönsku Alpafjöllunum eigi all fjarri borginni Grenoble. Fann franskur bóndi það fyrstur, og í því skjöl, sem sanna að þetta hafi veiúð flugvjel marskálks- ins. ■— Mallory marskálkur rjeði fyrir orustuflugvjelasveit í orustunni um Bretland og skaut hún niður 150 þýskar flugvjelar meðan hann stjói’n- aði henni. Undirritað á morgun í Belgrad London í gærkveldi. frá Reuter. Einkaskeyti til Morgunblaðsins SYLVAIN MANGEOT. stj óTnmálaf regni’itari vor flvtur þær fregnir í kvöld, að af opinberri hálfu í T-ond on sje álitið, að samningar hafi tekist milli Bretlands, Bandaríkjanna og' Jugoslav- íu, varðandi Triestedeiluna, og verði undirritað á morg- un í Belgrad af breska og ameríska sendiherranum ög utanríkisráðherra Jugo- slavnesku stjórnarinnar. — Telja ábyrgir menn í Lond- on, að samkomulag þetta sje vel víð unandi fyrir alla að- ila, og leysi deilu, sem eitt sinn virtist mjög alvarleg. Bretar og Bandaríkjamenn hafa allan tímann haldið því fast fram, að Trieste og svæðið umhverfis borgina, en um það liggja samgönguleiðir til Aust- urríkis. verði að vera algjör- lega á valdi herja vgsturveld- anna. Haldið er í London, að í samningum sje gert ráð fyrir því, að Jugoslavar fari á brott með allan sinn her frá Trieste og svæðinu umhverfis borgina, og virðast menn mjög ánægðir í London yfir þessum úrslitum. ef þau reynast þannig. Þar fæst fram áhersla sú, sem Bretar og Bandaríkjamenn hafa lagt á það, að ágreiningur um land svæði yrði útkljáður með frið- samlegum og löglegum samn- ingum, en ekki með hernaðar- legu ofbeldi. Það má gera ráð fyrir því, að þetta samkomu- lag verði til þess að koma í veg fyrir allar deilur, sem virtust vera í uppsiglingu um Feneyjahjeraðið, og verði alt það látið bíða friðarráðstefn- unnar. Uppreisn í franskri hersveif London í gærkvöldi- FREGNIR frá Damaskus herma í kvöld, að frönsk úr- valdshcrsveit hafi gert upp- reisn í bækistöðvum sínum nokkuð frá Damaskus ogj drápu hermennirnir 6 franska liðsforingja. Ilérsveit þessi, sem skipuð er úlfaldariddur- um, er ein af bestu sveitum franska hersins. Kom flokkur manna úr sveitinni til Dam- askus í dag og- tilkynti sýr- lenskum yfirvöldum atburðina. ,— Reuter. Enginn undirróður London í gærkveldi: Ráðhera Breta í löndunum við austanvert Miðjarðarhaf. hefir neitað því með öllu, að það sje rjett, sem franski hers- höfðinginn Rouget, er var í Sýrlandi en nú er kominn 'til Frakklands, hefir borið út, að tveir breskir liðsforingjar hafi haft um hönd undirróður gegn IFrökkum í Sýrlandi. Segir ráð- herrann, að hver einasti bresk- ur maður austur þar hafi verið undir yfirstjórn og eftirliti sínu og yfirhershöfðingjans breska á þessum slóðum, Bernard Paget.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.