Morgunblaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1945, Blaðsíða 2
MOHGUNBLAÐTÐ Þriðjudagur 24. júlí 194'' n Islendingar hnln keypt 9 not- nða vjelbáta í Svíþjóð Erfiðleikar útgerðarinnar í Danmörku og Svíþjóð Viðtal við Óskar Halldórsson ÓSKAR HALLDÓRSSON út- ftcrðarmaður kom heim á sunnu dag flugleiðis frá Svíþjóð. Fór hann til Norðurlanda með Esju til að kynna sjer horfur á báta kaupum og kynna sjer önnur útgerðarmá1. Hann dvaldi í Dan mörku meðan Esja stóð þar við, en fór síðan með skipinu til Gautaborgar og dvaldi 3 vikur í Svíþjóð. Blaðamaður frá Morg xmblaðinu hitti Óskar sem snöggvast að máli í gær og spurði hann frjetta af útgerðar málum Dana og Svia og önnur almenn tíðindi. Mikill rmiinir í Ðanmörku. „Það er mikill munur, að koma til Danmerkur nú, eða eft ir fyrra striðið", segir Óskar. Þá voru þar alisnægtir, skemtana- líf miuið og viðskipti óbundin. Nú era aftu/ á móti flestar vör ur skamtaðar og verslanirnar tómar, nema grænmeti. Á gisti húsinu þar sem jeg bjó var ekki til heitt vam, sápúlaust var þar <og leigubílar eru svo að segja ■ófáanlegir, Þeir gánga fyrir við ■arkolum. Matsöluhúsum og .skemmtistóðum er lokað kl. 9 að kvöldi. Dönum vantar til- finnanlega kol, bensín og olíur. Útflutningu’inn er sáralítill, nema á landbúnaðarafurðum. Er mikíð tií af landbúnaðarvör um þó þær sjeu skamtaðar í Jieimalandinu. Danir hafa flutt út su'ðan í maí þúsund smá- lestir af sm öri, 7 þús. smálestir aí svínakjí í'. og mikið af eggj- \im og öðru kjöti. Verð landbún aðarafurða er lágt. Smjörkílóið §—6 rrónur. Danskur landbún aður hefir sama og ekkert mink að og er vel stæður. Viðskiptahoi fur. Þegar jeg var í Dailmörku voru viðskiptahorfurnar þess- ar; Það va>’ engin formleg geng ísskráning. Útflutningsleyfi á ■dönskum vörum sem ófáanlegt ■og im> f 1 utmngsleyfi því síður, 1 d. íslenskar afurðir, þótt þeir vildu kaupa þær. Sjávarútvegurinn vci Btæður. Danir eiga um 1000 fiskibáta, «em geta sfundað fiskiveiðar. lOanir eru góðir fiskimenn með *;Ina dragnét og hefií' útgerð IDana gengíð vel í stríðinu. Þjóð verjar keyptu af þeim fiskin fyr ir hátt verð. Er vjelbátaútgerð X)ana mjög vel stödd fjárhags- lega. Danir hafa byggt fjölda nýrra Þáta styrjaldarárin, sem hafa Jnjög aflmiklar vjelar. — Þeg -ar stnðinu iauk hugsuðu Danir ísjer að selja sínn fisk til Eng- Kands, en þeir fengu ekki að úanda þar fiski í byrjun júlí og ekki heldur í Hollandi eða Belg 4u. Þjóðverjor keyptu ekki neitt oftir stríðsJokin, en aðeins nokk "ur bílhlöss af fiski fóru daglega ■áxá Esbjerg til bandamanna í ripýskalandi. — Dönum lík- aði illa, að lá ekkí að selja fisk i.inn i Engiandi. Var höfnin í Sújsbjejg full af fiskiskipum, sem <ejíkert var hægt að nota. Nokk úr skip rjeru til þess að fá í soð var lágt, 20—30 aura kílóið af ýsunni, þorsk og rauðsprettu. Jeg frjetti eftir að jeg kom til Svíþjóðar að Danir fengju að landa í Englandi eina veiði- ferð á mánuði af um helming vjelbátafloia síns. Þessi veiði- för tekur um 8—12 daga fyrir flesta bátana, hinn tímann verða heir að liggja aðgerðar- lausir. Jeg talaði í síma við nokkra vini in’na i Noregi sem eru út- gerðarmenn. Þeir mændu y-fir til enska fiskmarkeðsins og von uðust til að fá að landa fiski þar. — Þeu' eiga ennþá mikinn fiskiflota, e;: vantar kol og olíu. Mitt sjór armið er þetta: — Fengu Daeir, Svíar og Norð- menn að landa fiski óhindrað í Englandi, kolfjelli markaður- inn og gerir kannske hvort sem er, þvi fiskigengdin er svo mik il í No’’ðursjónum. — Viðbárur Englendinga voru þær að þeir hefðu ekki íólk og flutninga- möguleika fvrir þennan mikla fisk. Vjelbátaútgerð Svía. Svipaða sógu má segja af vjel bátaútgerð Svía. — Þeir hafa aflað vel undanfarið. Byggt mikið af 50 —60 smálesta vjel- bátum með aflmiklum vjelum, en verið olíulausir, eðá notað svonefnda tjöruolíu. Hefir það gefist sæmi’ega. Miklar Hömlur voru Englendingar að setja á löndun fislijar frá Svíum. Var það að stóðva sænsku útgerð- ina. Kunnu Svíar þessu illa og stóð til að þeir gerðu verkfall í dag, ef þeir fengju ekki ríkis- ábyrgð fyrir fiskverðinu. íslensku bátarnir síðbúnir. Um byggingu vjelbátanna fyrir Islendinga hafði Óskar það að segja, að byggingar hefðu taf- ist vegna'5 mánaða verkfalls járniðnaða: manna í Svíþjóð, sem nýlega er lokið. Fyrstu Svíþjóðarbátarnir nýju ættu að geta komið hingað í október, en jeg ímvnda mjer, að þeir síð- ustu verði ekki tilbúnir fyrr en næsta vor. íslendingar kaupa notaða báta. Fjóldi ís.endinga var staddur í Svíþjóð til þess að kaupa ný- lega og notaða báta. Var búið að kaupa til landsins 9 slíka báta þegar jeg fór frá Svíþjóð í fyrradag. Nokkrir þeirra eru þegar komnir til landsins, aðrir eru á " eiðinni. Verðiag á þessum bátum er dálítið misjafn, en er þ.ó lágt miðað við byggingarverð hjer heima. Þetta eru aðallega 50— 60 smálesta bátar. Nokkrir um vjeium og góðir sjóbátar eru þeir. Jeg býst við, að smá- léstin ’ þeim kosti hingað kom in 4—5 þúsund krónur. Sjáliur ætlaði jeg að kaupa 6 báta fyiir kunningja mína hjer, sem r.tt eru þrautreyndir útgerðarmcrn. En jeg hætti við kaup bátanna eins og stendur. Því jeg þykist þess fullviss, að bátavc’ð falli næstu mánuði, vegna erfF.leika á sölu fiskjar eins og áður segir. í haust eigi að vera hægt að fá 1—4 ára gamal báta. komna hingað til lands fyrir um 4 þúsund krón- ur smálestina. Og geri jeg þá ráð fju’ir, að nauðsynlegar breyt ingar hafi verið gerðar, við okk ar hæfi, og eru þær innifaldar í verðmu. Nýbyggingar. „Jeg leitdði fyrir mjer víðs- vegar í Dtnmörku og Svíþjóð um býggingu nýrra báta. — Er hægt að fá smíðaða báta, Veri- tas flokkaða, með góðum gg afl miklum vjelum fyrir um 5000 krónur smálestina á 50 smálesta bátum og stærri. Vinnan og eikin hefir ekki hækkað svc mikið'. Það, sem aðallega heíir hækkað í verði eru vjelarnar. „Þetta eru mínar frjettir eftir athugan á þessum málum, í Danmörka og Svíþjóð“. . ið iianda Dönum, en fiskverðiðþeirra eru ágætir með aflmikl Símskák milli íslands og Færeyja FYRIR TILMÆLI frá Fæi eyjum verður háð símskák mil Skáksambands íslands og Fæi eyinga næstkomandi föstudags kvöld og hefst í Listamanns skálanum kl. 10 e. h. Kept verður á tveim borðui og eru þrír keppendur við hvoi borð. Af hálfu skáksambands ins keppa þessir menn: - - >% I. borð: Asmundur Asgeirs son, Guðm. S. Guðmundssoi Óli Valdemarsson. II. borð: Baldur Möller, Ári Snævarr, Magnús G. Jónsson. Varamenn: Eggert Gilfer o Guðm. Ágústssön. Á fyrsta borði er skákmeist ari íslands foringi liðs, en öðru borði landsliðsmaður n 2. Setja þeir starfsreglur fyr: sitt lið í samráði við meðkepp endur. Leika skal 36 leiki á 2 kls o. s. frv. Milli kl. 8 og 10 um kvöldii áður en kepnin hefst, tefla þei Ásmundur Ásgeirsson, Baldu Möller, Guðm. S. Guðmundsso og Árni Snævarr fjöltefli við a’ að 10 menn hver og hafa áhorl endur rjett til þátttöku efti því sem til vinnst. Síldaraflinn rúmlega 245 þúsund hektólítrar Freyja, Bvík. aflahæsta skipið SÍÐASTLIÐINN laugardag var síldaraflinn á öllu landinu crðinn 245 þús. 793 hektolitrar. — Er það 62.306 hektol. minna en á sama tíma í fyrra. Aflahæstu skipin eru Freyja frá Reykjavík með 4.333 mál, Grótta með 4.250 mál og Kristján frá Akureyri 3.594 mál. Fiskifjelag íslands hefir látið blaðinu í tje skýrslu þessa og fer hjer á eftir afli hvers skips, miðað við mál í bræðslu. Botnvörpuskip: íslendingur, Reykjavík, 1214. Ólafur Bjarnason, Akranesi, 1548. Gufuskip: Alden, Dalvík, 1524. Ármann, Reykjavík, 1312. Bjarki, Siglu- fjörður, 2394. Eldey, Hrísey, 1552. Elsa, Reykjavík, 1292. Huginn, Reykjavík, 2277. Jök- ull, Hafnarfjörður, 2241. Sig- ríður, Garður, 1121. Mótorskip (1 um nót): Álsey, Vestmannaeyjar, 993. Andey, Hrísey, 1998. Anna, Ól- afsfjörður, 331. Ársæll, Vest- mannaeyjar, 232. Ásbjörn, Akra nes, 536. Ásgeir, Reykjavík, 1609. Auðbjörn, ísafjörður, 640. Austri, Reykjavík, 992. Baldur, Vestmannaeyjar, 1174. Bangsi, Bolungarvík, 984. Bára, Grinda vík, 370. Birkir, Eskifjörður, 672. Bjarni Ólafsson, Keflavík; 204. Björn, Keflavík, 1436. Bragi, Njarðvík, 384. Bris, Ak- ureyri, 490. Dagný, Siglufjörð- ur, 3230. Dagsbrún, Reykjavík, 220. Dóra, Hafnarfjörður, 2252. Edda, Hafnarfjörður, 2883. Edda, Akureyri, 2091. Egill Ól- afsfjörður, 722. Eldborg, Borg- arnes, 2924. Erlingur II., Vest- mannaeyjar, 88. Erna, Siglu- fjörður, 1468. Ernir, Bolungar- vík, 423. Fagriklettur, Hafnar- fjörður, 2355. Fiskaklettur, Hafnarfjörður, 1798. Freyja, Reykjavík, 4333. Friðrik Jóns- son, Reykjavík, 2212. Fróði, Njarðvík, 635. Fylkir, Akranes, 792. Garðar, Garður, 294. Geir, Siglufjörður, 668. Geir goði, Keflavík, 308. Gestur, Siglu- fjörður, 65. Glaður, Þingeyri, 2094. Gotta, Vestmannaeyjar, 8. Grótta, Siglufjörður, 942. Grótta, ísafjörður, 4250. Guð- mundur Þórðarson, Gerðar, 307. Guðný, Keflavík,_ 1387. Gull- toppur, Ólafsförður, 872. Gull- veig, Vestmannaeyjar, 18. Gunn björn, ísafjörður, 730. Gunnvör, Siglufjörður, 1480. Gylfi, Rauða vik, 546. Gyllir, Keflavík, 250. Heimir, Vestmannaeyjar, 1029. Hermóður, Akranes, 302. Hilm- ir, Keflavík, 480. Hólmsberg, Keflavík, 328. Hrafnkell goði, Vestmannaeyjar, 1202. Hrefna, Akranes, 304. Hrönn, Siglu- fjörður, 548. Hrönn, Sandgerði, 968. Huginn I. ísafjörður, 2976. Huginn II., ísafjörður, 3383. Huginn III., ísafjörður, 556. Jón Finnsson, Garður, 376. Jón Þor- láksson, Reykjavík, 1082. Jök- ull, Vestmannaeyjar, 622. Kári, Vestmannaeyjar, 2126. Keflvík- ingur, Keflavík, 702. Keilir, Akranes, 398. Krisiján, Akur- eyri, 3594. Kristjana, Ó!afs- fjörður, 802. Kári Sölmundar- son, Ólafsfjörður, 9. Leó. Vest- mannaeyjar, 24. Liv, Akureyri, 644. Magnús, Neskaupstað. 670. Már, Reykjavík, 217. Meta, Vestmannaeyjar, 170. Milly, Siglufjörður, 772. Minnie. Fá- skrúðsfjörður, 254. Muggur, Vestmannaeyjar, 234. Narfi, Hrísey, 3378. Njáll, Ólafsfjörð- ur, 978. Olivette, Stykkishólm- ur, 334. Otto, Akureyri, 1229. Richard, ísafjörður, 2561. Rifs- nes, Reykjavík, 2332. Rúna, Ak- ureyri, 1882. Sigurfari, Akra- nesi, 1380. Síldin, Hafnarfjörð- ur', 3161. Sjöfn, Akranesi, 484. Sjöfn, Vestmannaeyjar, 360. Sjöstjarnan, Vestmannaeyjar, 1884. Skálafell, Reykjavík, 144. Skógafoss, Vestmannaeyjar, 250. Sleipnir, Neskaupstaður, 1422. Snorri, Siglufjörður, 580. Snæfell, Akureyri, 3430. Stella, Neskaupstaður, 630. Súlan, Ak- ureyri. 1127. Svanur, Akranes, 1494. Snæbjörn, ísafjörður, 906. Sæfari, Reykjavík, 969. Sæ- finnur, Neskaupstaður, 2108. Sæhrímnir, Þingeyri, 2981. Sæ- rún, Siglufjörður, 460. Thurid, Keflavík, 2029. Trausti, Gerð- ar, 758. Valbjörn, ísafjörður, 928. Valur, Akranes, 150. Vje- björn, ísafjörður, 823. Víðir, Garður, 390. Von II. Vestmanna eyjar, 752. Vöggur, Niarðvík, 180. Þorsteinn, Reykjavík, 1492. Mótorskip (2 um nót): Alda/Nói, Seyðisfj./Dalvík, 142. Baldvin Þorvaldss./Ingólf- ur, Dalvík/Keflavík 792. Barði/ Vísir, Húsavík, 1262. Björn Jör- undss./Leifur Eiríksson, Hrís- ey/Dalvík, 1419. Bragi/punn- ar, Hólmavík, 329. Egill Skalla- grímss./Víkingur, Akranes, 382 Einar Þveræingur/Gautur, Ak- ureyri, 648. Freyja/Svanur, Suðureyri Súg., 1424. Frigg/ Guðmundur, Hólmavík, 1336. Magni/Fylkir, Neskaupstað, 1695. Guðrún/Kári, Súðávík/ Hnífsdal, 562. Gunnar Páls/ Jóh. Dagss., Dalvík/Grundarfj. 293. Hilmir/Kristján Jónsson,, Eskifjörður, 84. Jón Guðm.ss./ Þráinn, Neskaupstaður, 376. Vestri/Örn, Reykjavík/Suður- eyri, 532. Færeysk skip: Bodasteinur 484. Borglyn 1056. Fagranes 53. Fugloy 338. Kyrjasteinur 2048. Mjóanes 790 Nordstjarnan 1395. Seagull 247. Suduroy 1788. Svinoy 132. Von 578. Yvonna 1632. | Bræðslusíldin skiftist þannig á verksmiðjurnar miðað við hektolítra: H.f. Ingólfur, Ingólfsfitði, 30.860. H.f. Djúpavík, Djúpu- vík, 40.016. Ríkisverksmiðjurn- Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.