Morgunblaðið - 23.09.1945, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1945, Blaðsíða 1
16 síður Flogið yíir Grímsvötn og Skeiðarársand. Lítil ummerki í jöklinum ennþá j í GÆRDAG um kl. 2 var lagt upp í flugfei’ð hjeðan anst- ur' yfir Vatnajökul og Skeiðarársand í “Gruminau-flughát Flugfjelags Lslands. Flugmaður var Örn Johnson, fram- kvæmdastjóri Flugfjelagsins, en fararstjóri var Guðmurid- ur lllíðdal, póst- og Símamálastjóri. Áðrir þátttakendur í ferðinni voru þeir Brynjólfur Bjarnasou, mentamálaráð- herra, Pálmi Hannesson, rektor, Steinþór Sigurðsson, mag- ister og Vigfús Sigurgeirsson, ljósmvndari. Leynivopnið, sem vnnn ing á roketfusprengjunum Híijónaprinsessa skilur I-IIN FRÆGA M11AÓNABRINSESSA BARBARA IIUT- TON fjekk nýlega skilnað frá þriðja manni sínum, Cary Grant kvikmyndaleikara. Áður var hún gift Midivani prinsi og Rventlow greifa, hinurn danska. Frú Hutton bar það fyrir rjetti, að Cary Grant hefði ekki kunnað við vini sína, „en það var engin sjerstök óvild milli okkar“. — Hjer á myndinni sjest hún fyrir rjettinum' með lögfræðingi sínum. . Bcsta veður var á Vatna- jökli og skygni gott, svo að htegt var að sjá öll vegsum- merki á Grímsvatnasvæðinu, eftir því sem uin var að ræða úr lofti. Breytingar sáust ekki liiiklar, en þó var hægt að greina sprungUr í ísnulu á Grímsvötnum og 1 jökulinn limh.verfis Grímsvatnalivosina s,vo sennilegt er að jökullinn þar sje byrjaður að síga. — jVliklir gufustrókar voru úr hverunum við Grímsvötn, en fráleitt að þar sje byrjað nokkuð gos, enda ekki við því að búast ennþá þar sem lílaupið i Skeiðará er ekki mikið. Skeiðará rennur nú aðallega í austustu kvíslinni eins og vant er, en er lítið farin að dreifa sjer vestur vfir sandinn, Þó er byrjað að brotna úr jöklinum þar sam aðalútrás árinnar er. — Einnig hefir áin sópað síma- Bnunni á burtu á allstóru svæði. Ef þetta ‘hlaup hagar sjer svipað því; og Skeiðarárhlaup ið 1934 þá má gera ráð fyrir að það verði komið á há- stig n.k. fimtudag eða föstu- dag. Og ef upp úr því kenuxr eldgos í Grímsvötnum þá má gera ráð fyrir að það byrji um svipað leyti, en alveg eins getur svo farið, að þetta verði eitt af -minni hlaupunuin í Sjreiðará og því fylgi ekkert eldgos. Leiðangur þcssi stóð yfir í ]irjá klukkutíma. Yoru ]ieii* tvo tíma á leiðinni fram og 1 i l baka, en eina klukkustund var sveimað yfir Skeiðarár- sandi og jöklinum. Flogið var í 1 r>00—2000 m. hæð. Norðmenn vilja þýsk skip. OSLÓ: — Norðmenn munu gera kröfu til nokkurs hluta af kaupskipaflota Þjóðverja, lík- lega alt að 80.000 smál. að burðarmagni. Er talið, að þeir muni fá þessi skip. Rússar fá ekki vitn- eskju um atóm- sprengjuna WASHINGTON í gær: Það er altalað meðal stjórnmála- manna hjer, að Henry Wallace fjármálaráðherra hafi borið fram þá uþpástungu á ríkis- stjórnarfundi í gær, að Rússum yrði veitt tækifæri til að kynna sjer atómsprengjuna og þeir fái þannig hlutdeild í leyndarmáli Bandaríkjamanna, Breta og Kanadamanna. En foringjar í her og flota Bandarikjamanna voru algerlega á móti þessaiú tillögu Wallace. Talið er að minni háttar ósam komulag geti orðið út af þessu í ríkisstjórn Bandaríkjanna. — Búist er við að Truman Banda- ríkjaforseti gefi bráðlega skyrslu urn stoítiI'anrisolvnirnsr. . —Reuter. Segir Japanskeisari af sjer! Tokio í gærkveldi: TÖLUVERT er nú rætt um það af amerískum og japönsk- um stjórnmálamönnum, að til mála geti komið, að Hirohito Japanskeisari segi af sjer, tii þess að ekki sje hægt að saka hann um að hafa borið ábyrgð á styrjöldinni. Bæði í Japan og annarsstaðar hefir allmikið ver ið deilt um keisarann, og ýms- um japönskum stjórnmálamönn um finst, að afsögn keisarans kunni að geta bætt hlut Japana hjá bandamönnum allmikið. Bróðir keisarans, Chichibu, sem mentaður var í Englandi, og komið hefir til Bandaríkjanna, er líklegastur talinn til þess að taka við völdum. — Reuter. LONDON í gær: — Bre.sk flotadeild, undir stjórn Cunn- hinghams flotaforingja mun fara í opinbera heimsókn til Stokkhólms í októbermánuði, segir í tiikynningu írá fiota- málaráðuneytinu í kvöld. — í flotadeildinni verður m.a. beiti skipið Birmingham. Þetta verður fyrsta heim- sókn breska flotans til Stokk- hólms síðan fyrir styrjöld. — Reuter. Og stúlka var með LONDON: Nýlega brutust 10 bófar inn í banka í Tel Aviv i Gyðingalandi en það þótti mest um tíðindum sæta, að stúlka var í för með þeim, og var al- vopnuð. Alt mun þetta fólk hafa verið Gyðingar. Sumir hafa náost nú, en siúlkan ekki. Vilja ekki veiða LONDON: Allmargar skips- hafnir á togurum í Grimsby gerðu verkfall fyrir nokkru, til þess að mótmæla því, að erlend skip kæmu þangað með fisk. Hafa miklar deilur orðið út úr þessu, og varð verkfallið langt. 14 hershöföingjar BELGREDE í gær: Fjórtán búlgarskir hershöfðingjar voru dæmdit’ til dauða og líf- látnir hjer í dag. Þeim hafði verið gefið að sök landráð, vanræksla í starfi og sitt hvað annað. 1G manns voru dæmdir í alt að æfilanga íang elsisvist fyrir samskomar af- hrot. Reuter. Hákon konungur í Höfn KHÖFN í gær: — Hákon VII. Noregskonungur er kominn hingað í opinbera heimsókn til bróður síns, Kristjáns Dana- konungs. Var Noregskonungi tekið með kostum og kynjum. Hann mun dvelja hjer fram yfir afmæli konungs næstkom- andi miðvikudag. Lesbók LESBÓK MORGUNBLAÐS- INS kemur ekki út með blað- inu í dag. Þetta eru kaupend- ur blaðsins beðnir að athuga. „Byssukúlan, sem hugsar“ London í gær. Einka- skeyti til Mbl. frá Reuter. BIRGÐAMÁLARÁÐ- HERRA bresku stjómarinn- ar gaf í dag út tilkynningu um leynivopnið, sem nefnt er „bvssukúlan, sem hugs- ar“. Er þetta byssukúla, sem skotið er að flugvjelum og, sem stjórnað er með loft- skeytum. Segir í tilkynning unni að leynivopn þetta hafl unnið bug á rakettusprengj- um Þjóðverja og bjargað breska flotanum á Kyrra- hafi frá alvarlegu tjóni, er Japanar fóru fyrst að senda sjálfsmorðsflugmenn sína til árása á skip. Loftskeytatæki í sprengjunni. Þessi sprengikúla var þann- ig útbúin, að hún hafði lítið loftskeytatæki í sjer, sem bæði var móttöku og senditæki með loftneti. Var hægt að stjórna sprengjunni frá jöðru, þannig, að hún hlaut að hitta skotmark sitt, eða hún var látin springa það nærri óvinaflugvjlinni, að hún hlaut að farast. Það voru breskir vísinda- menn, sem fundu þetta leyni- vopn upp og rannsóknir allar voru gerðar í rannsóknarstofu ríkisins. — En strax 1940 var leyndarmálið skýrt fyrir amer- ískum vísindamönnum og í Bandaríkjunum var unnið að fullkomnun og framleiðslu leynivopnsins. í sambandi við framleiðslu á þessari byssukúlu, voru fram leiddar „radar“ loftvarnabyss- ur, sem voru svo nákvæmar, að það kom varla fyrir að þær mistu marks. Vill afnema bresku , sterling samsteyp- una WASHINGTON: — Willi- am Harcastle, frjettaritari Reuters í Washington segir, að Owen BreWster .republik- ani, sem er meðlimur í hinni valdamiklu fjárinálanefnd öld ungadeáldarinnar, hafi látið svo ummælt í kvöld í útvarps ræðu, að Bandaríkin yrðu að stofna til „dollarasámsteypu" ef Bretar neituðu að levsa upp „sterlingspundasam-steyp una‘ ‘.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.