Morgunblaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1946, Blaðsíða 1
16 síður 33. árgangur. 96. tbl. — Miðvikudagur 1. maí 1946 Ísaíuluaiprentsmiðja h.f. AUSTURRÍKI NEITAÐ UM S-TYROL Siúkrafrygginya- frumvarp fyrir breska þinginn London í-gærkvöldi. BRESKA þingið kom saman í dag að loknu 11 daga páska- leyfi. Fyrir því liggja mörg stór mál, þar á meðal sjúkratrygg- ingarfrumvarp stjórnarinnar, sem að líkindum verður tekið til meðferðar í neðri málstof- unni á morgun. Er þetta eitt hið víþtækasta lagafrumvarp, sem þingið hefir haft til meðíerðar. Þar er gert ráð fyrir ,að hið opinbera greiði læknishjálp og spítalakostnað fyrir hvern, sem slíks þarfnast. Ríkið tekur und- ir sig alla spítala landsins. — Læknar fá grunnlaun frá rík- inu, en auk þess þóknun í hlut- falli við það, hve mikið þeir starfa. Lávarðadeildin tekur til við frumvarp til laga um vinnu- deilur. Neðri málstofan hefir afgreitt það til lávarðadeildar- innar', og er búist við, að ekkert tefja það framay. ■—Reuter. Mac Arfhur brugg- uð banaráð Tokió í gærkvöldi. FYRIR fjórum dögum komst upp um samsæri, sem gert var í Tokio í því skyni að ráða Mac Arthur yfirhershöfðingja af dög um. Ríkur og háttsettur Japani hafði lagt fram fje í þessu skyni. Einn maður var valinn til þess að fremja tilræðið. — Þegar til kom misti forgöngu- maðurinn trú á honum og gaf honum eitur. Bandaríkjahermenn höfðu hendur í hári þessa manns og tókst beim að koma honum á spítala og var lífi hans bjargað þar. Hann skýrði frá því, hvern ig í málinu lægi. Síðan var haf- in áköf leit að samsærismönn- unum, en ekki hefir enn verið tilkynt, hver árangur hafi enn orðið. -—Reuter. urlandafaranna UTANFARARKÓR Sam- ’oands íslenskra karlakóra beldur hljómleika í Gamla Bíó kl. 7,15 annað kvöld. Hljómleikar kórsins munu verða endurteknir föstudags- dagskvöld. Kórinn fer utan með Drottningunni um helg- ing, en söngstjórar hans verða Jón Halldórsson og Ingi- mundur Árnason. Einleikari verður Rögnvaldur Sigur- jónsson, píanóleikari. Eiga að sprengjast með aiémsprengju VERIÐ ER að safna saman í Pearl Harhor skipum þeim,, sem nota á við atómsprengjutilraunir, sem fram eiga að fara við Bikinieyjar á Kyrrahafi KR fer fimleikaför til Norðurlanda og Englands Flogið verður í flugvjei frá KNATTSPYRNUFJELAG REYKJAVIKUR hefir nú gveðið að senda fimleikaflokk karla til Norðurlanda, Bretlands og ef til vill Rússlands á þessu sumri. Mun för þessi taka um þrjár vikur og ferðast flokkurinn loftleiðis með flugvjel frá Flugfjelagi Islands. Formaður KR, Erlendur Ó. Pjetursson, og fimleikakenn- ari fjelagsins, Vignir And- rjesson, sem verður stjórn- andi utanfararinnar, skýrðu blaðamönnum frá þessu í gær. Þeir verða 13 fimleika- mennirnir, sem taka þátt í förnni. Verður fyrst farið til Bergen, svo til Oslo, Stokk- hólms, Helsingfors og til Leningrad, ef leyfi fæst til' þess. Síðan verður farið til Kaupmannahafnar, London og Edinborgar. — Bæði ríkis- sjóður og bæjarsjóður hafa styrkt fjelagið til farar þess- arar, en það sem á vantar mun fjelagið leggja sjálft til. Þá hefir utanríkisráðuneytið og stjórn ÍSÍ greitt mjög fyr- Ór þessari för. Flokkurinn leggur af stað hjeðan 11. iúní, en mun áður en hann fer, sýna hjer heima. Fimleikamennirnir, sem fara, eru: Jens Magnússon, Ingvar Ólafsson, Kristinn Einarsson, Kristinn Guð- björnsson, Snorri Guðmunds- son, Þórður Pálsson, Guðm. Guðjónsson, Loftur Einars- son, Árni Kristjánsson, Tryggvi Benediktsson, Á- mundi Gíslason, Jóhann Er- lendsson og Helgi Sveinsson. Dr. Schacbl fyrir Utanríkisráðherrarnir ræða um Trieste og * landamæri Italíu og Júgöslavíu PARÍS í gærkvöldi. — Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. UTANRÍKISRÁÐHERRAR fjórveldanna komu saman til fundar í Luxembourghöllinni í París í dag. — Stóð fundurinn í þrjár klukkustundir. Ráðherrarnir samþvktu að tilkynna stjórn Austurríkis, að krafa hennar um það, að Austurríkismenn fengju Suður-Tyrol frá ítölum myndi ekki verða tekin til greina. Ef Austurríkismenn færu hins vegar fram á minniháttar breytingar á landamærum Aust urríkis og Ítalíu, þá skyldi slíkt verða tekið til athugunar. Ráðherrarnir ræddu einnig um Trieste og væntanleg landamæri Ítalíu og Júgóslafíu. Var samþykt að bjóða ítölum og Austurríkismönnum að senda fulltrúa á fund ráðherranna á föstudaginn, til þess að setja fram sjónar- mið ríkisstjórna sinna varðandi ágreiningsmál þjóðanna. Farþegaflug milli Englands og Eg- yptalands London í gærkvöldi. RÍKISSTJ ÓRNIR Bret- lands og Egvptalands undir- rituðu í dag samning um að koma á fót föstum farþega- flugferðum' milli Cairo og London. Er gert ráð fyrir því, að starfsemi þessi verði auk- in, svo að hún nái til fleiri borga í löndunum. Síðar taki flugfjelag þetta upp ferðir milli annara landa og kepni þar við flugfjelög annara þjóða. Ríkisstjórnirnar hafa komið sjer saman um að veita flugfjelagi þessu öll þau rjett indi, sem nauðsynlega eru til þess, að starfræksla þesá" verði tryggð. — Reuter. Núrnberg í gærkvöldi. í dag hófust rjettarhöld í máli dr. Schachts, fyrverandi fjármálaráðherra Hitlers og lorstjóra ríkisbankans þýska. Dr. Schacht kvaðst ávalt hafa verið friðaysinni og ekkert getað hugsað sjer hryllilegra en styrjaldir. Hann var spurður um álit sitt á Hitler. Hitler hefði verið ofstækis- maður, eins og best mætti sjá Svaraði hann því til, að ‘á bók hans, „Mein Kampf“. Hinsvegar kvaðst dr.. Schacht ávalt hafa haft áhuga á ílokkapólitík'. ' UÍÍ — Reuter. Kommúnisar fylg- islausir London í gærkveldi. í BÆJARSTJÓRNAR kosn- ingum, sem fram hafa farið víðsvegar um hernámssvæði Bandaríkjamanna í Þýskalandi, hefir komið í ljós, að kristi- legi lýðræðisflokkui'inn er lang öflugastur. Jafnaðarmenn næst stærsti flokkurinn, en kommún istar eru þvínær fylgislausir allsstaðar. — Reuter. Verður hafið slætt umhverfis landið með þar til gerðum tækj um og duflin síðan flutt til lands og gerð úvirk. Trieste. Á funcji utanríkisráðherr- anna urðu harðar deilur um það hvernig fara skyldi um Tri- este. Júgóslafar höfðu látið þá ósk í ljós, að skipuð yrði al- þjóðanefnd til þess að stjórna Trieste. Forseti hennat yrði Júgóslafi. Ukraina skyldi eiga fulltrúa í nefndinni, en engin þjóð vestan borgarinnar, að ítölum þó undanskildum Bev- in, utanríkisváðherra Breta, hafði sett fram tillögur varð- andi alþjóðaeftirlit með Trieste, en þær íara mjög í bága við óskir Júgóslafa. Bevin vill setja á laggirnar nefnd, þar sem fjór veldin eigi fulltrúa, ásamt Itöl- um, Júgóclöfum, Austuríkis- mönnum, Ungverjum, Tjekk- um og Pólverjum. — Forseti nefndarinnar væri hlutlaus,þ.e. a. s. skipaður af þjóð, sem ekki hefir fulltrúa í ráðinu. Stjórnmálafregnriturum finst tillaga Bevins miðla vel mál- um milli sjónarmiða Rússa, er styðja óskir Júgóslafa og Vest- rænu bjóðanna. Landamærin. Utanríkisráðherrarnir ræddu einnig væntanleg landamæri Ítalíu og Júgóslafíu. Höfðu ráð herrarnir til hliðsjónar álit nefndar sjerfræðinga, sem skipuð er fulltrúum fjórveld- anna. Álit nefndarinnar er í samræmi við þá ályktun utan- ríkisráðherranna. sem samþykt var á fundi þeirra í London í septembermánuði s.l., að landa mærin skyldi draga þannig, að sem fæstir menn kæmust við það undir erlenda stjórn. Fjórar línur. Nefndin stingur upp á fjór- Framh. á 2. siðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.