Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.06.1947, Blaðsíða 1
12 síður og Lesbók Fórust mú Uouglasvjelinni HJER birtast myndir af þeim sem fórust með Douglas flugvjelinni sem rakst á fjallið í Hjeðinsfirði á fimtu- daginn. — Ekki tókst að fá ljósmyndir af öllum. Framtíðarhernaður me sýklum og atomorku Júlíana Arnórsdóttir Gunnar Hallgrímsson Guólaug Einarsdóttir Nýtt flugslys — 53 farasl FIMMTÍU og þrír menn ljetu lífið í flugslysi í Bandaríkjun- um í gærkveldi, er fjögra hreyfla Skymastervjel, sem var á leiðinni til Miami, hrapaði til jarðar í Maryland. Er þetta eitt af mestu flugslysum sög- unnar, og hafa nú alls um 170 manns látið lífið í níu flugslys- um á 48 klukkustundum. Skymastervjelin fjell til jarð ar í skógi nokkrum, en flug- 1 veður mun hafa verið prýði- 1 legt. Logaði í braki flugvjelar- innar í þrjár klukkustundir, og var þvínær með öllu ómögu- ' legt að komast að henni á þeim tíma. — Reuter. Bretar vonlausir um sigur, ef til styrjaldar kemur LONDON í gærkveldi. Einkaskeyti* til Morgunblaðsins frá Reuter. VIKUBLAÐIÐ New Statesman and Nation birtir í þessari viku grein, þar sem skýrt er frá hinum ægilegu afleiðingum, sem ný styrjöld mundi hafa í för með sjer. Víkur greinarhöfund- ur að vonum fyrst að atomsprengjunni og segir, að tvenns- konar hugmyndir sjeu uppi um þetta vopn. Önnur hugmyndin sje sú, að taka þurfi upp nýjar og enurbættar hernaðaraðferðir, (•n hin, að hægt sje á fyrirfram ákveðnum tíma að beita sprengj- unni gegn aðalmiðstöðvum óvinarins og gjörsigra hann á einu andartaki. ÞórSur Arnaldsson Þorger'ður Þorvarðard. Stefán Sigurðsson Erna Jóhannsson og eldri sonur hennar ---------------------------------(, Spáð meiri matarskorti í heiminum árið 1048 ALÞJÓÐAMATVÆLARÁÐIÐ ákvað - á mánudaginn var, að því er segir í frjett frá New York, að kalla saman ráðstefnu, þar sem saman koma fulltrúar frá öllum þjóðum, sem eru þátt- takendur í matvælasamtökunum. Á ráðsffefna þessi að ræða um, og ákveða, hvað gera skuli, til þess að draga sem mest úr mat- vælaskortinum í heiminum. Landbúnaðarráðherra Banda ríkjanna, Anderson skýrði mat- vælaráðinu frá því að menn gætu ekki átt von á, að meira yrði flutt út af hveiti næsta ár frá Bandaríkjunum en 300—350 miljónir skeppa. En gert er ráð fyrir, að hveitiuppskeran geti orðið um 250 miljónir skeppa. Ráðherrann hjelt því fram að mjög mikla aðgæslu þyrfti að viðhafa, ef hveitiekla ætti ekki að verða meiri, næsta ár en hún hefir verið ð þessu sinni. Var- íaði hann mjög við allri bjart- sýni í þessum efnum. En allar þjóðir sem væru aflögufærar, yrðu að leggja af mörkum það sem þær gætu fremst. Ritari matvælaráðsins, Denis Fitzgerald, sagði að matvæla- skorturinn myndi aukast næstu mánuði, uns ný uppskera kæmi til sögunnar, og hveitiskortur- * ^ j-------------------------- urinn myndi ekki verða úti fyrri en í fyrsta lagi einhvern- tíma á árinu 1948. Sykurforð- inn í heiminum myndi næsta ár verða lítið meiri en hann varð í ár. Utflutningur á hrísgiijón- um myndi ekki verða yfir 2 miljónir tonna, en hann var á árunum fyrir stríð 8 miljónir tonna. Kjötframleiðslan í Kvr- ópu, sagði hann, að myndi í ár verða lítið meiri en hún var árið -sem leið. Og á feitmetis- markaðinum væru horfurnar hvergi nærri góðar, sagði hann. Því sem stendur virðist meiri vöntun á feitmeti og alíum, en nokkru sinni á stríðsárunum. forseti íslands á baiaveg! Georg Tliorh. Óskarss. Hagnar Guðmutidsson Sigríður Gunnlaugsd. LÆKNAR FORSETA íslands í Stokkhólmi, þeir Hellström prófessor og Jóhann Sæmunds son eru mjög ánægðir með bata forseta. Hefur Hellström pró- fessor óskað, að forseti dveldi áfram í Svíþjðð vikutíma til hressingar og eftirlits. Forseti heimsótti Gústaf kon ung í Drottningholm höllinni síðastl. fimtudag. Engum vörnum við komið. Þeir, sem aðhyllast fyrri skoðunina, krefjast stærri og betri herskipa, herja og flug- flota, en fylgjendur síðari hug- myndarinnar halda því hins- vegar fram, að slíkt sje þýð- ingarlaust, þar sem atom- sprengjuárás gæti skeð svo skjótt, að engum vörnum yrði við komið. Telja þeir síðar- nefndu, að ekki aðeins yrði atomsprengjunni beitt, heldur einnig jafnvel hryllilegri vopn- um, sem stórþjóðirnar nú geyma í vopnabúrum sínum. Sýklahernaður. Greinarhöfundur talar um, að geislavirkt fosfat mundi sá dauða og eyðileggingu. Sýkla- hernaður kynni að komast í algleymi. Sýklar hafa verið ræktaðir, sem skæðustu mót- efni vinna ekki á. Brctar mundu tapa. I lok greinarinnar í New Statesman and Nation segir höf. að hvað sem Rússar eða Banda- ríkjamenn kynnu að hafa upp úr slíkri styrjöld, mundi hún boða algera eyðileggingu fyrir Breta, hvorum svo sem þeir fylgdu að málum. „Hvorki Rúss ar nje Bandaríkjamenn“, segir ennfremur, „æskja eftir stríði. „Þeir vilja aðeins sigra í styrj- öldinni, ef hún er óumflýjanleg. En hvor sem ynni, Hlytu Bretar að tapa“. New Dehli í gær. MOUNBATTEN, varakon- ungur Indlands, er kominn til New Dehli frá London, mun liann í dag eiga viðræður við ráðunauta sina, einkum varð- andi tilhögun ráðstefnunnar, sem hann hefur boðað helstu st)órnmálaleiðtogum Indlands á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.