Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.1947, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIL Fimmtudagur 12. júní 1947 Eimskip . AÐALFUNDUR Eimskipa- fjelags íslands var haldinn s.í. laugardag. Morgunblaðið birtir hjer nokkur helstu atriðin úr árskýrslu fjelagsins: HAGNAÐUR á rekstri Eim- skipaf jelagsins á síðastliðnu ári hefur orðið kr. 2.543.337,23 Er útkoman mjög svipuð og ár ið áður, en þá var hún kr. 2.387.638,03. En með því að af skrift á e.s „Reykjafoss" var þá kr. 355.000,00 hærri en nú, er brúttóhagnaður síðastliðins árs um 200 þús. kr. lægri én árið 1945. Hagnaðurinn nemur að- eins 5,90% af brúttótekjum fjelagsins. Eins og reikningurinn sýnir hefur enn orðið tap á rekstri eigin skipa f jelagsins, sem nem ur kr. 1,715.178,54. Tapið hefur þó minnkað allmikið frá því ár- ið 1945, er það nam kr. 3.154,- 386,98. Þó hafa útgjöld skip- anna orðið nokkru hærri en ár- ið áður, sem aðallega stafar af því, að e.s. ,,Reykjafoss“ var þá í eigu fjelagsins aðeins frá 1. ágúst það ár, en fram að þeim tíma taldist skipið til leigu skipa fjelagsins. En það sem meiru munar er, að tekjur skip anna hafa aukist um kr. 2.859. 226,85, og stafar þessi auking teknanna af því að skipin fara nú fleiri ferðir milli landa vegna hinna styttu siglingaleiða eftir að ferðir hófust til Evrópu landa. Skipin geta því tekið farm oftar, enda hafa vöruflutn ingar orðið allmiklu meiri á ár inu sem leið, en árið 1945. Eink um varð útflutningurinn miklu meiri, eða nærri þrefaldur mið að við árið á undan. SIGLINGAR SKIPANNA Á síðastlionu ári hjeldu skip fjelagsins og leiguskip uppi nokkuð reglubundnum sigling- um til ýmissa hafna í Evrópu, og fóru um 10 ferðum fleira milli landa en árið aður. Á síð- ara hluta ársins þótti rjett að gera tilraun um samningu ferða áætlunar fyrir a. m. k. nokkrar leiðirnar, þó vitanlegt væri, að erfitt mundi verða að halda á- ætlunina meðan sú óvissa ríkti í öllum viðskiftamálum landsins, sem raun var á. Ferðaáætlunin var gefin út í lok ágústmánað- ar fyrir mánuðina september- desember, og voru megindrætt irnir í henni þessir: Ferðum var haldið uppi frá Antwerpen, Hull og Leith til Reykjavíkur, þannig að skip fór frá hverri af þessum höfnum með 14 daga millibili. í ferðum frá Antwerp en komu skipin við í Hull og voru þrjú skip höfð í þeim ferð um. í ferðum frá Leith voru tvö skip, og fór annað þeirra skipa vestur og norður, en hitt aðeins til Vestfjarða, og kom þá einnig við á Austfjörðum á útleið. Tvö af skipunum, sem voru í Antwerpen-Hull ferðum, fóru til Vestur- og Norðurlands Erfitt reyndist að halda þessa áætlun, og liggja til þess ýmsar ástæður. Ein var sú, að af- greiðsla í erlendum höfnum gekk oft talsvert seinna en við hafði verið búist. Ennfremur þurfti venjulega að koma við á miklu fleiri höfnum hjer innan- lands, en gert var ráð fyrir, tapaði 1,7 milj. d eigin Úr ársskýrslu fjelagsins vegna útflutningsvöru, sem þurfti að ferma, og töfðust skip in oft af þeirri ástæðu. Loks var farmurinn, sem tekinn var alloft sendur á aðrar hafnir er- lendis en þær, sem skipið átti að koma við á samkvæmt áætl uninni og á þetta einkum við um þau skip, sem fluttu frystan fisk. Allt þetta varð til þess að ýmsar breytingar varð að gera, sem urðu þess valdandi, að skip in gátu ekki að öllu leyti hald- ið áætlunina. Þrátt fyrir þessa annmarka, hefur fjelagið gefið út ferðaá- ætlun einnig fyrir þetta ár, og mun reynt að stefna að því, að skipin geti haldið áætlunina eft ir því sem unnt er. En meðan fjelagið verður að reka mikið af siglingum sínum með leigu- skipum, sem sjaldnast er hægt að vita hvort fást leigð áfram, þegar hvert leigutímabil er á enda, getur þetta verið allmikl um erfiðleikum bundið. E.S. „BRÚARFOSS“. Eins og frá var skýrt í síð- ustu ársskýrslu fjelagsstjórnar innar var skipið leigt bresku stjórninni. til flutnings á fryst- um fiski til Engl. allt árið 1945. Leigumálinn hjelst til mars byrjunar s.l. ár. Fór skipið tvær ferðir til Bretlands á þeim tíma Síðan fór það eina ferð til New York með frystan fisk, og aðra í árslok, og var í þeirri ferð um síðustu áramót. Þá fór skip ið eina ferð til Hull og þrjár ferðir til Leningrad, með fryst an fisk, og kom þá við í Leith og Kaupmannahöfn í hverri ferð. í sambandi við þessar ferð ir fór skipið jafnan á allmarg- ar hafnir úti á landi. Alls fór skipið 7 j/2 ferð milli landa og 8 ferðir út á land. E.S. „FJALLFOSS“ fór alls 5 ferðir milli landa. Fór skipið tvær ferðir til Bretlands, en á seinni hluta ársins hóf það á- ætlunarferðir til Antwerpen njeð viðkomu í Hull á heimleið, og fór 3 slíkar ferðir. Auk þess fór skipið 9 ferðir út á land, til Vestf jarða og Norðurlanda, 2 af þeim ferðum voru hringferðir, og kom skipið þá einnig við á Austurlandi. E.s. „Lagarfoss“ var allt ár- ið í ferðum til Kaupmannahafn ar og Gautaborgar, og fór 7% ferð milli íslands og Norður- landa. í öllum þessum ferðum kom skipið við í Leith á útleið til þess að taka kol, en auk þess kom það við í norskum höfnum í -tveim ferðum. Eftir hverja íerð fór skipið út á land, alls 7 ferðir. E.s. „Reykjafoss“ var í ferð- um til Englands og Belgíu og fór 9^/2 ferð á árinu. Til Ant- werpen fór skipið 6 ferðir og kom venjulega við í Leith á heimleið og stundum einnig í Hull. í einni af ferðum þessum kom skipið við í Hamborg á út- leið. Til Bretlands fór það 3 ferð ir. Ennfremur fór skipið 5 ferð ir út á land. Síðara hluta ársins sigldi skipið samkvæmt áætlun. þeirri, er gerð var fyrir mánuð ina september-desember. E.s. „Selfoss“ var í viðgerð í Skotlandi fyrstu fjóra mánuði ársins, og eítir að skipið kom úr þeirri viðgerð varð það í strandsiglingum, þangað til það tók upp siglingar samkvæmt áætlun, aðallega milli Leith og Reykjavíkur, en eina ferð fór skipið til Antwerpen. Alls fór skipið 5 ferðir milli landa, og um áramótin var það á leið til Stockholms með síldarfarm. — Skipið fór 9 ferðir út á land. Viðkomur á höfnum úti um land hafa aukist úr 364 í 619 á árinu sem leið, þegar leigu- skip f jelagsins eru talin með. Er þetta 70% aukning frá fyrra ári, en meira en 100% aukning miðáð við árið 1944. Með þessu telur fjelagsstjórnin sig hafa gert það, sem í hennar valdi stendur, til þess að sjá „dreif- býlinu“ fyrir samgöngum, eftir því sem ástæður hafa leyft, og að talsverðu leyti efnt það fyrir heit, sem gefið var í brjefi því til „Verslunarmannafjelags Ak- ureyrar“, sem prentað var með skýrslu fjelagsstjórnarinnar í fyrra. En með þeim ófullnægj- andi skipakosti, sem fjelagið enn hefur yfir að ráða, er tæp- lega hægt að gera höfnunum úti á landi betri skil um viðkom ur, en nú hefur verið gert. LEIGUSKIP FJELAGSINS. Þessi skýrsla um siglingar skipa fjelagsins getur ekki tal- ist fullnægjandi, nema að nokkru sje getið sjerstaklega leiguskipa þeirra, sem sigla að staðaldri á vegum fjelagsins, með því að áætlunarferðunum var að talsverðu leyti haldið uppi með leiguskipum. Um áramótin 1945 og 1946 þótti sýnt, að erfiðleikar gætu orðið á útflutningi hraðfrysts fiskjar, ef ekki tækist að útvega frystiskip á leigu til þeirra flutninga, en augljóst var, að „Brúarfoss" einn gæti ekki ann að þeim útflutningi nema að litlu leyti. Að vísu var þá allt óráðið um sölu fiskjarins, en samt sem áður hófst fjelagið handa um útvegun frystiskipa. Frystiskip af þeirri tegund og stærð, sem hentar oss, eru mjög vandfengin á heimsmarkaðin- um. Flest eru þau of stór fyrir íslenskar hafnir, en eins og kunnugt er, þurfa skipin að geta tekið farm á svo að segja hverri höfn á landinu, þar sem hraðfrystihús eru. Auk þess eru erfiðleikar á því að fá skip, sem geta náð nægilegri fryst- ingu, til þess að unnt sje að flytja hraðfrystan fisk með þeim, a. m. k. þegar heitast er í veðri. Loks er afarmikil eftir- spurn eftir frystiskipum, og leig an því há. Samt tókst að út- vega þrjú frystiskip, þ. e. tvö pólsk „Lech“ og „Lublin", og ennfremur breska skipið „Horsa“, sem hefur nokkurt frystirúm, þó eigi eins mikið og hin tvö; Þegar ferðaáætlunin var gerð, voru þessi skip svo sett í áætlun, en eins og vænta mátti, gekk ekki vel að halda áætlunina fyrir. þessi skip, af þeim ástæðum sem áður greinir. SKIPABYGGINGA RNAR. 1 síðustu ársskýrslu fjelags- stjórnarinnar var skýrt frá samningum þeim, sem gerðir höfðu verið við Burmeister & Wain í Kaupmannahöfn um smíði fjögurra skipa fyrir fje- lagið. Var þar skýrt frá hve- nær vænta mætti, að hin nýju skip yrðu tilbúin, en þess getið, að nokkur dráttur myndi samt verða á afhendingu skipanna vegna verkfalla o. fl. Nú er fyrirsjáanlegt, að þessi dráttur verður allmiklu meiri en nokk urntíma hafði verið búist við. Út af tilmælum fjelagsins ný lega um að reynt yrði að hraða smíði skipanna sem mest, hefur Burmeister & Wain skýrt frá helstu ástæðum fyrir töfum þeim, sem hafa orðið við bygg- ingu skipanna, og jafnframt gert áætlun um, hvenær þeir geri ráð fyrir að skipin verði tilbúin. Tafirnar stafa fyrst og fremst af skorti á faglærðum mönnum í iðnaðinum, en auk þess urðu kuldarnir í Danmörku í vetur þess valdandi, að eigi var hægt að vinna útivinnu nema að litlu leyti, og sjerstak lega kom þetta niður á skipa- smíðum, þar eð ekki'má vinna að logsuðu þegar frost er. Þá stendur einnig oft á ýmsu, sem aðrar verksmiðjur eiga að af- greiða, og kenna þær sömuleið- is skorti á vinnuafli um, að þær geta ekki staðið við loforð sín um afhendingu. Kjölur var lagður að fyrsta skipinu hinn 14. ágúst 1946, og að öðru skipinu hinn 6. des- ember 1946. Áætla B. & W., að fyrsta skipið geti hlaupið af stokkunum í septembermánuði næstkomandi, og að afhending skipsins geti farið fram í febrú ar 1948. Upphaflega var gert ráð fyrir í samningi um skipa- smíðina, að það yrði tilbúið í nóvember 1946, svo að skipið verður um 15 mánuðum á eftir áætlun. Öðru skipinu gerir B. & W. ráð fyrir að geta hleypt af stokkunum í júlí 1948, og mið- að við, að álíka langur tími fari til þess að fullgera það og fyrsta skipið, ætti afhending þess að geta farið fram í des- ember 1948, en það er 22 mán uðum síðar en ráðgert var í samningi. Kjölur að þriðja skip inu verður væntanlega lagður í október 1947, eftir að fyrsta skipinu hefur verið hleypt af stokkunum, og er gert ráð fyrir að því skipi verði hleypt af stokkunum í október 1948. Mætti þá búast við afhendingu þess í marsmánuði 1949 og er það 16 mánuðum eftir þann tíma, sem ráðgert hafði verið. Eftir að þessu skipi hefur ver- ið hleypt af stokkunum, verður kjölur lagður að fjórða skipinu, farþegaskipinu, væntanlega þá í nóvembermánuði 1948, en of snemmt er að ráðgera frekar skipum um afhendingu þess. Fyrirsjáan legt er þó, að afhending geti ekki farið fram fyrr en á fyrra hluta ársins 1950. Eins og gefur að skilja, er þetta mjög bagalegt fyrir fje- lagið, með því að á meðan svona er ástatt, verður fiað að notast við leiguskip að miklu leyti, til þess að geta haldið uppi nauð- synlegum siglingum, en eins og þegar hefur verið bent á, eru fjölmargir erfiðleikar í sam- bandi við það. Einkum er þetta óheppilegt vegna útflutnings á frystum fiski, ekki síst þar sem eina frystiskipið, sem til er í landinu, e.s. „Brúarfoss", hefur nú í nokkra mánuði verið í flokkunarviðgerð, og enn óvíst hvenær þeirri viðgerð verður lokið. Þá er ekki síður bagalegt hve smíði farþegaskipsins dregst, en ómögulegt hefur reynst að leigja eða kaupa far- þegaskip. Það gæti sýnst auð- velt, að haga byggingu skip- anna þannig, að farþegaskipið væri byggt á undan þriðja vöru flutningaskipinu, en þá koma til greina aðstæður, sem gera það ókleift. Eins og kunnugt er hefur stálið í skipinu verið feng ið frá Englandi, en vegna erfið leikanna þar á síðastliðnum vetri, hefur stálframleiðslan minnkað mjög mikið, svo að af hending stálsins dregst fram á fyrra helming ársins 1948, en skipasmíðastöðin væntir þess, eins og áður segir, að geta lagt kjölinn að þriðja skipinu í októ ber 1947. SIGLINGAR A ÞESSU ÁRI. Eins og áður er getið, var gerð tilraun til þess að gefa út ferðaáætlun fyrir siglingarnar síðustu fjóra mánuði fyrra árs. Þótt erfitt væri að halda áætlun ina, af þeim ástæðum, sem þeg ar eru greindar, þótti rjett að gefa út áætlun fyrir fyrra helm ing þessa árs. Var þá bætt á áætlunina siglingum frá Kaup- mannahöfn og Gautaborg. Eins og 1 hinni fyrri áætlun, varð að setja sum leiguskipin á þessa árs áætlun. Hefur það þó reynst erfitt, þareð sum þessara skipa hafa verið tekin af fjelaginu á miðju tímabilinu, og önnur orð ið að koma í staðinn. Þrátt fyr ir nokkur frávik frá áætluninni sem ómögulegt er að komast hjá, ætlar fjelagið að halda á- fram að gefa út ferðaáætlanir fyrir skipin um siglingar á síð- ara helming þessa árs, í þeirri von, að unnt verði að halda hana. KAUP Á SKIPI TIL AMERÍKUFERÐA. Nokkur undanfarin ár hefur fjelagið haft á leigu ýms araer ísk vöruflutningaskip, af sömu gerð og t. d. „Salmon Knot“, sem lengi hefur verið í förum hingað. Fyrir nokkru hefur fengist vitneskja um, að skip þessi, sem eru eign Bandaríkjastjórnar, væru til sölu fyrir allmiklu lægra verð en byggingarkostn- aður þeirra nam, þrátt fyrir það, þó þau sjeu svo að segja nýbyggð, og sum mjög lítið not uð. Skipin, sem fjelagið hefur Framh. á bls. 10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.