Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*'T"^
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 12. okt. 1947
iutMð&ifr
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjóri: Valtýr Stef ínsson (ábyrgðarm.'l
íi-jettaritstjórí: ívar Guðmundsson
Auglýsingar:  Arni Garðar KristinMcm.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlancU.
kr. 12,00 utanlands.
í lausasöiu 50 aura eintakið, 75 aura með Le*bók.
UÍKverji  ákrírar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Hræddir rnenn bak við
Ijot orð
ÞAÐ ER megineinkenni lýðræðisskipulagsins, að það
leyfir að gagnrýndar sjeu gerðir þeirra manna, sem hin
æðstu vöid hai'a verið falin. Amenningur hefur þennan
rjett og neytir hans á ýmsa vegu m. a. með útgáfu blaða
cg umræðum á mannfundum.
Þessi rjettur til gagnrýni er sjálfsagður og eðlilegur.
í honum felst trygging þess, að opinberir ráðamenn mis-
beiti ekki því valdi. sem fólkið hefur falið þeim.
En það er líka hægt að misbeita gagnrýnisrjettinum.
Það er hægt að fara út fyrir takmörk alls velsæmis í
opinberum umræðum um menn og málefni.
íslendingar hafa stundum fengið tækifæri til þess að
kynnast slíkum málflutningi. Greinilegasta dæmið um
hann er ritháttur íslensku kommúnistablaðanna undan-
farna mánuði. Hefur þessum blöðum fyrst og fremst verið
beitt gegn ráðherrum Sjálfstæðisflokksins, þeim Bjarna
Benediktssyni utanríkisráðherra og Jóhanni Þ. Jósefssyni
íiármálaráðherra. í þeim hefur utanríkisráðherrann m. a.
verið borinn þeim sökum, að hann væri verndari innbrots-
þjófa, að hann boðaði kynþáttahatur, berðist gegn því að
þjóð hans seldi afurðir sínar á hagkvæmu verði, vildi láta
jslenska verkamenn ganga berfætta o. s. frv.
Svipaða dóma hefur fjármálaráðherra hlotið.
¦k
Eru þeir menn andlega heilir, sem þannig flytja mál
sitt fyrir alþjóð?
Það er alls ekki óeðlilegt að slík spurning vakni. íslend-
mgar eru að vísu ýmsu vanir í því návígi, sem er megin-
einkenni stjórnmálabaráttu þeirra. En sóðaháttur komm-
unista blaðanna undanfarnar vikur í árásum þeirra á ráð-
herra Sjálfstæðisflokksins í núverandi ríkisstjórn er sora-
legri en flest, sem áður hefur þekkst.
Að sjálfsögðu skaðar þetta umrædda stjórnmálamenn
engan veginn. Þeim er þvert á móti mikill sæmdarauki
pð því að hljóta slíka dóma hjá mönnum af sauðahúsi
Þjóðviljans. Hið sjúklega hatur kommúnistablaðsins á
þessum mönnum er greinilegur vottur þess að þeir sjeu að
vinna þjóð sinni gagn. Kommúnistar vita að þessir menn
vinna að því eftir fremstu getu að sigrast á þeim erfið-
ieikum, sem að þjóð þeirra steðja. En kommúnistar vilja
ósigur þjóðskipulagsins fyrir þessum erfiðleikum. Þeir
vilja hrun og upplausn. Þessvegna reyna þeir á alla lund
að torvelda núverandi ríkisstjórn störf sín.
•
Það er heldur engin tilviljun að blöð kommúnista beina
árásum sínum fyrst og fremst að ráðherrum Sjálfstæðis-
flokksins. Við þá eru þeir hræddastir. Bak við þá stend-
ur stærsti og frjálslyndasti stjórnmálaflokkur þjóðarinn-
ar. Stjórnmálaflokkur, sem hefur stöðvað hina austrænu
sókn í íslenskum stjórnmálum,
Það er þessvegna auðskilið mál að bak við hin stóru
og ljótu orð kommúnistablaðanna eru litlir og hræddir
menn, menn sem óttast stjórnmálaleitoga, sem hafa djörf-
ung til þess að koma fram með festu og vara þjóð sína
við nagdvrsiðju þeirra.
*
Það er þannig bleyðimennskan. sem stjórnar penna
kommúnistarithöfundanna. Þessir menn nötra af ótta við
það að fyrr en varir skilji hver einasti íslendingur, hvers-
konar hlutvsxk þeim hefur verið falið að leika í íslensk-
um stjórnmálum.
Forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa ákveðið að leiða
þjóðina í allan sannleika um þetta hlutverk. Því verki
mun verða fram haldiðmeð fullri festu.
^-•fri"if-:w -¦]¦¦¦¦ Vfi^'ii >rtr-Y*\,1!WiflÉlA
Smánarblettur
afmáður.
FLUGRÁÐINU hefur verið
legið á hálsi fyrir að hafa lokað
Hótel Winston á Reykjavíkur-
flugvelli. En sannleikurínn er
sá, að með þeirri ráðsföfun var
gert þarfa verk, ~sem ekki mátti
dragast öllu lengur.
Winstdnhótelið var.engum til
sóma, en landinu oft til skamm-
ar, er þangað komu útlendingar
og fengu þar illan beina, eða
engan, eins og stundum kom
fyrir.
Hjer er ekki verið að áfellast
sjerstaklega þá, sem stjórnuðu
gistihúsinu eða starfsfólkið, því
engum var betur Ijóst, en sum-
um stjórnendum þar hve fyrir-
komulagið allt var brjálað í
rekstri þessa veitinga- og eisti-
húss.
•
Köld aðkoma.
ÞAÐ VAR oít köld aðkoma
fyrir flugíerðafólk að koma í
þetta gistihús. Flugvjelar fara
og koma eins og kunnugt er á
öllum tímum sólarhrings og
veitingahús á flugvöllum verða
að vera við því búin að geta
tekið á móti gestum hvenær sem
er. En ekki á Winston. Það kom
fyrir, að farþegar, sem leituðu
þangað um fótaferðatíma hittu
ekki fyrir annað fólk en ræst-
ingakonur. Önnur óregla var á
Winston, sem ekki verður rakin
hjer. En margar ljótar sögur
mætti segja, þótt sumar sjeu
varla prenthæfar.
•
Flugvöllur án
gistihúss.
HITT ER svo rjettmæt að-
finnsla, að það er ekki hægt að
una við það til lengdar, að ekki
skuli vera veitinga- og gistihús
í sambandi við flugvöll höfuð-
staðarins.
Það bar við á dögunum, að
hingað kom sænsk flugvjel að
morgni dags og þurfti að bíða
nokkuð eftir afgreiðslu. Farþeg-
arnir þurftu að fara úr vjelinni
og urðu að hírast i skítugum og
köldum bröggum, án þess að
þeir gætu fengið svo mikið sem
kaffisopa.
Eitt slíkt atvik getur gert
okkur mikið tjón og veldur á-
litsmissi.
Nei, gistihús verður að opna
á ný á flugvellinum og mun
Flugráðið og hafa það í hyggju,
þar sem það heíur auglýst
Winston til leigu.
Mjólkurmálin.
MJÓLKURMÁLIN eru hið ei-
lífa umræðu- og áhyggjuefni
manna hjer í bænum. Um þau
skrifar Helgi Ólafsson á þessa
leið:
Mjólkurmálin í Reykjavík
hafa á undanförnum árum h!o*-
ið mjög harða dóma og oftast
ekki að ástæðulausu. Það hefur
verið skammast og rifist um
þessi efni í blöðum bæjarins,
enda oft borið þann árangur,
að kröfur greinarhöfunda hafa
verið teknar til gréina.
Jeg kæri mig ekki um að fara
að rifja upp þær ýfingar, sem
þegar hafa átt sjer stað, enda
þótt sumsstaðar væri full á-
stæða til. En jeg vil minnast
hjer' á nýtt atriði, sem komið
hefur fram við skömmtun
mjólkurinnar.
Skömtunarreglur
sniðgengnar.
„ÞEGAR skömmtunarseðlum
var úthlutað um s.l. mánaðar-
mót, hafði verið ákveðið að
gera mjólk að skömmtunarvöru.
Skömmtun hennar hófst 3. okt.,
hálfur lítri á mann daglega. I
athugasemdum undir fyrirsögn
seðilsins stendur: mjólkin er
seld án skömmtunarseðla eftir
kl. 2 á daginn.
Mooiir skyldi í sakleysi sínu
ætla, að þessu væri framfylgt,
en því hefur ekki verið að heika
a.m.k. í mjólkurbúðinni í Rarma
hlíð. Munu afgreiðslustúlkurnar
hafa sagt, að mjólkin væri seld
rniðalaust eftir kl. 1.
Margir þeir, sem Jrjeldu, að
frjálsa salan byrjaði kl. 2, eins
og mælt er fyrir á skömmtunar-
seðlinum, gripu því í tómt, þeg-
ar þeir ætluðu að bæta við hinn
mjög svo rýra skammt sinn. —
Fólk er mjög fljótt að venjast
breytingum og eru íbúar Hlíðar-
hverfis þar engin undan*okning,
enda kom það fljótt í ijós. En
svo skeði híð undarlega.
Vítavert  athæfi.
„ÞEGAR nokkrar húsmæður
úr hverfinu komu kl. 1 þann 9.
október, var þeim sagt, að byrj-
að yrði á frjálsri sölu kl. 2, og
huríu þær heim við svo búið.
En þegar sumar þeirra komu
aftur um kl. 1,50, var búið að
selja alla mjólkina og hefur
frjálsa salan því verið hafin
löngu fyrir þann tíma, sem á-
kveðið var þennan dag og þar
að auki fyrir þann tíma, sem
virðist vera löglegur samkvæmt
skömmtunarlögunum.
Þetta er ein af þeim ósvífn-
ustu tilraunum, er jeg hefi heyrt
getið um, sem gerðar hafa verið
til þess að ræna borgara þessa
bæjar sjálfsögðum rjettindum.
Slíkt athæfi er mjög vítavert,
sjerstaklega á þeim tímum, sem
við eigum við mjög stranga
skömmtun að búa og það eina,
er menn ættu að geta reitt sig
á, er sanngirni skömmtunaryfir
valdanna og heiðarleik þeirra,
sem vörurnar selja".
MEÐAL ANNARA ORÐA
----„_-----|  Eflir G. J. Á. \------—--------------------------¦------—*
lommiJMstasarnfökin nýju - Paleslína - Neifunar^aldið
ÞJÓÐVILJINN boðaði hin
nýju alþjóðasamtök kommún-
ista með fjórdálká fyrirsögn:
Kommúnistar níu Evrópulanda
hef ja sameiginlega baráttu gegn
stríði og heimvaldastefnu. — í
langri frjett, sem blaðið birtir
um „friðarsamtökin", segir með
al annars: Trumankenningin
og Marshalláætlunin sanna, að
Eandaríkin hyggjast að undir-
oka Evrópu stjórnmálalega og
íjárhagslega. Hinir bandarísku
heimsvaldasinnar eru einnig að
reyna að undiroka Kína, Mið-
Austurlönd og Suður-Ameríku.
Frásögn Þjóðviljans var í
fyllsta máta í samræmi við
texta Moskvaútvarpsins. Strax
eftir að hin áður umtalana fregn
um stofnun alþjóðasamtak-
anna hafði verið birt, flutti
þulur stöðvarinnar heiminum
þann fagnaðarboðskap, að nýtt
þróunartímabil væri hafið — að
bandalag kommúnistaflokka
Rússlands, Frakklands, ítalíu,
Tjekkóslóvakíu, Póllands, Ung-
verjalands, Júgóslavíu, Rúmen-
íu og Búlgaríu boðaði nýja og
betri tíma.
©  «
Hindra
endurrehnina.
EN almenningur utan bess-
ara landa virtist líta öðruvísi á
múlið. Robert Lovett, aðstoðar-
uíanríkisráöherra   Bandaríkj-
anna, birti s.l. miðvikudag yfir-
lýsingu, þar sem hann segir
meðal annars: Flokkar þeir og
ríkisstjórnir, sem standa að þess
um samtökum, hafa á áþreifan-
legan hátt sýnt, að geti þau það,
muni þau hindra efnahagslega
endurreisn Evrópu. — Tveim
dögum seinna tjáöi Truman for-
seti blaðamönnum, að hann væri
algerlega sammála Lovett.
En forsetinn hafði þessu við
að bæta: Að Bandaríkin mundu,
eftir sem áður, gera allt, sem
þau gætu. til að ráða fram úr
aðstoðarþörf  Evrópuþjóðanna.
í vikulokin virtist orðið aug-
ljóst, hver verða mundi árangur
endurvakningar kommúnista-
samtakanna, Heiminum.er skipt
í tvær herbúðir. Annars vegar
standa Moskvamenn og lepp-
ríki þeirra og sú grundvallar-
kenning kommúnisreans, að
hann fái aðeins í þeim löndum
fest rætur, þar sem skipulögð
upplausn og vesaldómur ríkir;
hins vegar eru Lýðræðisríkin og
trú þeirra á betri heim og „einn
heim" undir merki velmegunar
og almennra mannrjettinda.
•  ©
Hættumerki.
EN af öllum þeim mönnum,
sem rætt hafa hið nýja viðhorf,
mun stjórnmálaritari breska út-
varpsins best hafa hitt naglann
á höfuðið. Það er vitað, sagði
Neitunarvaldið.
hann, að all.t frá því að stríðinu
lauk, hefur verið náið samband
milli kommúnista um allan
heim og rússnesku stjórnarinn-
ar. Það, sem skeð hefur með
stofnun kommúnistabandalags-
ins, er í raun og veru það eitt,
að dregið hefur verið upp rautt
flagg, til þess að vara menn við
hættu, sem ætíð hefur vofað'
yfir.
©  ©             ,
Arabar lata
ófriSlega.
. PALESTÍNA og Arababanda-
lagið var sjálfsagt önnur aðal-
frjettin s.l. viku. Er svo að sjá,
að Arabar óttist nú mjög enda-
lok Palestínumálsíns hjá S.Þ.,
en þeir hafa þráfaldlega lýst því
(Framhald á bls. 8).
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12