Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 185. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12 síður og Lesbók
85 árganKET
185. tbl. — Sunnudagur 8. ágúst 1948.
PrentnciSjð MorgunblaðsIáS
í sókn Geqn kommúnislum
-r
Grísku stjórnarherirnir. eru enn í sókn 2e^n skæruli'ðum komm
Únista í Norður Grikklanði. Á myndinni sjást  stjórnarhermenn
við eina af fallhvssum sínum.
Palcstmulggrealan iær ¥©rk að vinsia
,  ',            Singapore i gær.
Einkaskeyti til Morgunblaðsirs frá Reuter.
FIMM landstjórar Breta í Suðaustur Asíu komu sam'an á fund
i dag til þess að ræða kommúnistaógnina í þessum löndum. sem er
Orðin augljós eftir að komist hefur upp um samsæri þeirra á
Malakkaskaga. Landstjórarnir eru frá þessum löndum: Hong
Kong, Malakka, Singapore, Norður Borneo og Sarawak. Munu
þeir athuga möguleika á sameiginlegum aðgerðum gegn komm-
únista deildunum, einkum með eftirliti á flutningum útlendinga
og eftirliti með siglingum kínverskra báta til Malakka til þess að
hindra vopnaflutninga.
Ætluðu að stofna Sovjetríki.   '
Butcher, hershöfðingi Breta
á Norður Malakka, sagði frá
því í dag, að kommúnistar hefðu
ætlað sjer að stofna sovjetríki
í Kelantan hjeraði, en það hefði
nú algjörlega mistekist, vegna
þess, hvé Bretar tóku fast á
þessum mélum.
Vanir bardögum í frumskógum.
Verið er nú að athuga mögu-
leikana á að flytia Davaka frá
Borneo til að berjast gegn
kommúnistum á Malakkaskaga
en Davakarhir eru herskár þjóð
flokkur, sem er vanur bardög-
um í frumskógum.
Palestínulögreglan.
Fyrrverandi yfirforingi bresku
lögreglunnar í Pslestínu, Gray
höfuðsmaður, hefur verið skip-
aður yfirmaður lögreglunnar á
Malakkaskaga og auk þess hafa
300 lögreglumern, sem áður
störfuðu í Palestínu verið send-
ir þangað austur. Hann átti við-
tal við blaðamenn og sagðist
hann búast við að starfið þarna
á skaganum yrði mjög frábrugð
ið starfinu í Palestínu en bjóst
við að lögreglan myndi leysa
það vel af hendi eins og annað.
n
rr
Markos hefur tapað
spilinu
GRISWOLD fyrverandi eftir-
litsmaður Bandavíkjanna með
aðstoð Bandar. til Grikkja var
nýlega á ferð í Berlín. Áttu
blaðamenn viðtal við hann um
ástandið í Grikklandi. Gris-
wold sagði, að giiska stjórnin
væri fastari í sessi en nokkru
sinni fyrr og ákveðin í að upp-
ræta uppreisnarmenn. Taldi
hann, að í vetur myndi hún
vinna bug á þeim að fullu.
James van Fleet eftirlitsmað-
ur með hernaðarhjálp Banda-
ríkjamanna til Grikkja var sam
mála og sagði, að Markos væri
búinn að tapa spllinu í Grikk-
landi. — Reuter.
Iryggve Lie viSI fjómldu
stefnu mm Þýskalandsmdlin
---------------------------------------------.                                  -------------------------------                                  j
Hin árlega skýrsla hans
til allsherjarþingsins birt
iræður um m
vald Reynauds
París í gær.
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
franska þingsins feldi í dag til-
lögu kommúnista um að hið
mikla vald, sem fjármálaráð-
herran M. Paul Rc-unaud krefst
að fá í fjármálum landsins sje
óþingræðislegt. 29 atkvæði voru
á móti tillögu kommúnista, en
14 með. Fyrverandi heilbrigðis-
málaráðherra Frakklands Ro-
bert Prigent greíddi atkvæði
með kommúnistunum. Franska
þingið mun í kvöld ræða tillög-
urnar um hið aukna vald fjár-
málaráðherrans. — Reuter.
Berlín i gær.
érslys í Lahore
Karachi í gær.
23 MANNS ljetust og 20 slös
uðust er  fólk  ruddist  út  úr
bænahúsi     Múhameðstrúar-
manna í Lahore í Indlandi. —
Flestir þeirra sem ljetust voru
aldraðir menn og unglingar,
sem tróðust undir.
Lake Success í gærkvöldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
HIN árlega skýrsla Trygve Lie, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna,
til allsherjarþingsins var birt í dag. Þar hvatti Trygve Lie til
nýrrar fjórveldaráðstefnu um Þýskalands-málið. Hann sagði, að.
tkkert myndi treysta Sameinuðu Þjóðirnar eins mikið og ef lausn
fengist á Þýskalandsdeilunni.
i
prengmgu
Tokyo í gær.
ÆTLAÐ  ER,  að   þrettán
bandarískir sjóliðar og 50 íbú-
ar evnnar Shima, sem er skamt
frá Okinawa hafa farist í dag
í sprengingu.    — Reutrer.
--------m * ?   —
Kafbátur fundinn
LONDON — 1 flotaæfingum,
sem Bretar hjeldu nýlega fyrir sunn
an England, var kafbatur einn lát-
inn fela sig, en leitarskip i'undu
hann á fáeinum klukkustundum.
rn brást ekki
London í gær.
ÖRN CLATJSEN setti nýtt glæsilegt ísl. met í tugþraut á
Olympíuleikunum s.l. fimtudag og föstudag. Aðstaðan til
keppni var mjög óhagstæð, kalt í veðri og rigning. Fyrri
daginn stóð keppni yfir í rúmar 10 klst. og var árangur Arn-
ar þessi:
100 m. hlaup á 11,1 sek. geíur 814 stig.
Langstökk 6,54 m. gefur 686 stig.
Kúluvarp 12,87 m. gefur 703 stig.
Hástökk 1,80 m. gefur 786 stig.
400 m. hlaup 54,7 sek. gefur 639 stig.
Eftir fyrri daginn hafði því Örn 3628 stig og var sá átt-
undi í röðinni af 37 keppendu:3, Seinni daginn var vitað að
Örn myndi ekki standa sig eins vel þar sem 1500 m. hlaupið
og stangarstökkið voru fremur óhagstæðar greinar fyrir
hann. Keppni stóð yfir í 13Va klst. og henni lauk ekki fyrr
en þegar mjög var áliðið eða kl. 22.00. 9 kcppendur af 37
luku ekki við tugþrautina og var Öm sjálfum sjer og landi
sínu til sóma vegna frammistöðunnar.
Árangur Arnar seinni daginn var þessi:
110 m. grindahlaup 16,0 sek. gefur 776 stig.
Kringlukast 36,34 m. gefur 606 stig.
Stangarstökk 3,20 m. gefur 575 stig.
Spjótkast 44,15 m. gefur 484 stig.
1500 m. hlaup 5.07,0 mín. gefur 375 stig.
Samtals f jekk hann því 6444 stig, sem er prýðilegur árang-
ur og nýtt glæsilegt ísl. met. Eins og við sjáum hefur ár-
angur hans í stangarstökkinu verið mjög sæmilegur, en aftur
á móti hefur honum mistekist bæði í spjótkastinu og kringlu-
kastinu, þar sem vitað er að hann getur mun meir í þessum
greinum en hann hefur náð í þessari tugþraut. Þá verðum
við að taka tillit til að þessi keppni er fyrsta tugþrautar-
keppni Arnar.                          — Þorbjörn.
* Starfsemi S. Þ. hindruð
Hann ljet svo ummælt, aUÍ
deilan milli austurs og vesturS
hefði, beint eða óboint hindra?5
starfsemi Sameinuðu Þjóðanna
síðastliðið ár. „Á hinn bóginn,"
sagði hann, „þá hefur starf S.Þ,
dregið úr ófriðarhættunni."
Mestu vonbrigðin
Trygve Lie gat þess, að f jár-
hagsnefndir S. Þ. bæði í Asíu og
Evrópu hefðu unnið mjög gott
starf. Hann sagði að það, er;
mestum vonbrigðum hefði vald-
ið í sambandi við starfsemi S«
Þ. væri, að ekki hefði tekist ati
komast að samkomulagi ura
kjarnorkuna og afvopnun.
Álítið að Moskvu-
f undurinn hafi
ekki boríð
árangur
SENDIHERRAR Bandaríkj-
anan og Frakklands áttu í dag
viðræður við Sir William
Strang, sjerfræðing Breta í
Þýskalandsmálinu. Ætlað er að
þeir muni hafa rætt um skýrslu
þá, er Frank Roberts, einka-
ritari Bevins, sendi utanríkis-
ráðuneytinu í dag um fund
sendimanna vesturveldanna og
Molotovs. Bevin sjálfur hafði
þessa skýrslu til athugunar í
dag. — Enda þótt sama leynd-
in hvíli enn yfir Moskvu-við-
ræðunum, þá er það álit stjórn
málamanna hjer, að fundurinn
hafi ekki borið tilætlaðan ár-
angur.
Tilgangur Vesturveldanna
með ræðunum í Moskvu er,
að finna grundvöll, sem hægt
sje að semja á við Rússa um
Þýskalandsmálið Ætlað er, að
sendimenn Vesturveldanna í
Moskvu hafi komið með þá til-
lögu, að Rússar afljettu flutn-
ingabanninu á Berlín gegn því,
að gjaldmiðill Rússneska her-
námssvæðisins yrði látinn gilda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12