Morgunblaðið - 24.08.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.08.1948, Blaðsíða 1
'5. árgangur 198. tbl. — Þriðjudagur 24. ágúst 1948 Prentsmiðja MorgunblaðsinS Hjer eru þrír fulitrúar Vesturveldanna, sem hafa átt fundi með Molotov os Stalin um vandamálin x Moskva undanfarið. Talið frá vinstri eru þeir Yves Chataigneau ambassador Frakka í Moskva, írank Roberts, einkafuiitrúi Bevins utanríkisráðhcrra og Bedell Smith hershöfðingi ambassador Bandaríkjanna í Moskva. Fjölment lögreglulið heldur vörð við Potsamertorg Fulltrúar Vesturveldanna í Moskva Orólegur dagur í Berlín Berlin í gærkvöldi. < Einkaskeyti til Mbl. frá John Peet, frjettaritara Reuters. FJÖLMENT lögreglulið Rússa og Vesturveldanna hjelt vörð við Potsamertorg í kvöld eftir órólegan dag. Lögregiumenn Vestur- veldanna tilkyntu, aS Þjóðverji einn, sem ætlað er að sje blaða- Ijósmyndari, og handtekinn var af Rússum í dag, hafi verið inn á bandaríska hernámssvæðinu er hann var tekinn. Rússar segja eftur á móti, að hann hafi verið inn á sínu hernámssvæði. Maður þessi hefur nú verið afhentur þýsku lögreglunni á rússneska her- námssvæðinu. Thomas Herden, yfirntaður bandarísku upplýsinga- skrifstofunnar í Berlín, sem handtekinn var af Rússum í gær á Posamertorgi, var látinn laus í dag eftir 20 klst. fangelsisvist. Hann kvaðst ekki hafa sætt illri meðferð hjá Rússum. Serxnilega í misgripum. Hann segist hafa verið tek- inn höndum er hann var að taka myndir af skiltum á breska hernámssvæðinu við Potsamertorg í gær. „Jeg hjelt að jeg hefði verið inn á breska hernámssvæðinu, en það getur verið að mjer liafi orðið á, að ganga nokkur skref yfir hvítu línuna, inn á það rússneska", sagði Herden. „Jeg var flutcur í fangelsi Rússa og mín var vandlega gætt — fangavörður- inn kom inn Lil mín á 20 mín. fresti. Jeg fjekk að borða -— vatnssúpu, brauðsneið og te- boila. — 1 morgun var jeg svo látinn laus — fjekk myndavjel ina mína aftur — og rússneski liðsforinginn lýsti því yfir, að jeg liefði sennilega verið hand- tekinn í misgiipum“. Látsiir lausix*. Bandarískir lögregluþjónar, sem Rússar handtóku s.l. laug ardag, hafa verið látnir lausir. — Franz Erdmann, foringi leynilögreglunnar á hernáms- svæði Rússa, er Bretar hand- tóku í gær, hefir einnig verið látinn laus. Sífdveiðiskipi hlekkbtá . Siglufirði, mánudag. Á SUNNUDAG skeði það ó- happ, að stýrisstammi m.b. Olivette frá Stykkishólmi brotn aði. Skipið var þá út af Tjör- nesi og komst í var undir netið. Sæbjörg ikomst að skipinu um kl. 6 e. h. Það er nú á Akur eyri í viðgerð. — Stefán. Sendimenn Vesturveldnnnn d fundi með Stnlin og Molotolf Stjórnmálamenn í Was- Tel Aviv í gærkvöldi. j TALSMAÐUR Israels-stjórnar 1 skýrði frá því í kvöld, ao mik j ill hernaðai'undirbúningur ætti ! sjer nú stað í Mafrak, herstöð ■ | Transjordaníu. Hann sagði aðj ^ s.l. viku hefði geysimikið af her gcgnum verið flutt þangað. — í Þá sagði talsmaðurinn, að Irak stjórn hefði rofið vopnahljeð, og hersveitir Irak hefðu ráðist1 á Raselein, en Gyðingar hefðu ekki svarað skothríðinni. Frá Kairo herma fregnir, að yfirhershöfðingi Egypta í Palestínu, Ahmed Aziz Bey, sje látinn. í Bagdad var skýrt frá því í kvöld, að stjórnir Írak og Trans jordaníu hefðu ákveðið, að sam eina heri þessara tveggja landa og munu írak-menn hafa yfir- herstjórnina með höndum. Nýr gjaldmiðill í Kína Sjanghaj í gær. I DAG var hinn nýi kínverski gjaldmiðill tekinn í notkun og þegar horgarhúar komu út á göturnar komust þeir að raun um, að dagblöðin, sem áður kostuðu 800,000 kínverska doll ara, kostuðu nú aðeins 25 sent í nýja gjaldmiðlinum. 3 millj. ir gámalla kínverskra doilara jafngilda einum nýjum dollara, en það er sama sem V* úr bandr riskum dollara og 1/12 úr ster: ir.gspundi. — Reuter. hington vondaufir um árangurinn Moskvu í gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Don Dallas, frjettaritara Reuters. MOSKVU-ÚTVARPIÐ skýrði frá því í kvöld, að sendimenn Vest- urveldanna þriggja sætu á fundi með þeim Stalin og Molotoff. Fundurinn hófst kl. 21.00, og hálfri stundu eftir miðnætti stóð hann enn yfir. — Ekki er búist við að sendimennirnir segi neitt rneira að þessum fundi loknum, en þeir hafa gert undanfarið. Ef samkomulag næst, verða tilkynningar gefnar út um það sam- tímis í höfuðborgunum fjórum. Sendimennirnir hafa ekki leyfi til þess að segja neitt um gang fundarins — nje heldur hvort þetta muni síðasti fundurinn. — Þegar er sendimennirnir köma frá Kreml, munu þeir hafa fund með sjer í breska eða bandaríska ' sendiherrabústaðnum í Moskvu, til þess að semja skýrslu um viðræðurnar. — Ætlað er að Roberts muni dvelja i Moskvu nokkra daga eftir að viðræðunum lýkur. Ný sljórn í Sýrlandi Damascus i gærkvöldi. JAMIL Mardam Bey, forsætis ráðherra Sýrlands hefir nú myndað stjórn, en hann var einnig forsætisráðherra hinnar gömlu stjórnar, er sagði af sjer s.l. fimmtudag. I hinni nýju stjórn eru 5 ráðherrar úr þjóð flokknum og sjö úr hinum ó- háða. — Reuter. ^Gat engu svarað. Því var haldið vandlega leyndu, hvenær fundurinn ætti að hefjast, þar til sendimenn- irnir þrír, Frank Roberts (Bret- land), Bedell Smith (Banda- ríkin) og Yves Chataigneru (Frakkland) voru komnir til Kreml. Blaðamenn lögðu £ kvöld þrjár spurningar fyrir Bedell Smith, en þeir vildu fá að vita þegar eftir fundinn. hvort hann hefði borið góðan árangur, þvort þetta myndi síð- - asti fundurinn, og hvert myndi haldið frá Moskvu. Hann kvaðst ekki geta svarað neinni þeirra. Tiío vildi sfyrjöid vegna Triesfe New York i gærkvöldi. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. NEW YORK TIMES birtir í dag skýrslu frá frjettaritara sínum í Trieste, Camille Cianfarra, sem segist hafa sjeð hjá júgóslav- neskum embættismönnum afrit af ýmsum brjefum, sem utan- ríkisráðuneyti Júgóslava og Rússa skiptust á snemma á þessu ári. Er efni brjefanna til skýringar þeim atburðum, er siðar hafa gerst í sambúð þessara ríkja og brottrekstri Títós úr Kominform. Tito vildi vera utan áhrifasvæðis Rússa Af brjefunum má sjá, að meg- inástæðan fyrir brottrekstri Títós úr Kominform var við- leitni hans til að halda Júgó- slavíu utan áhrifasvæðis Rússa. Vildi að Rússar færu í stríð Nokkur brjef fjalla aðallega um Trieste, sem Tító sótti mjög fast að yrði innlimuð í Júgó- slavíu, og vildi hann jafnvel, að Rússar færu í styrjöld við Vest- stefnuna. urveldin ef ekki yrði gengið að kröfunum um Trieste. í einu brjefi sendir rússneska Utanríkisráðuneytið Tító og varaforsetanum, Kardelj, ávítur vegna þess, að þeir hafi ekki svarað rúSsneska sendiherran- um spurningum hans um þjóð- nýtingu í Júgóslavíu. í þessu sama brjefi er minnst á það, hvaða örlög Trotsky hlaut vegna þess, að hann gerðist svikari við Vondaufir í Washington. I Washington líta stjórnmála menn svo á, að fregnir um þennan síðasta Moskvu-fund sjeu aðeins frekari sönnun þess að viðræðurnar sjeu í þann veg inn að fara út um þúfur. Er mikið rætt um það, hvert muni verða næsta skrefið, ef svo reynist. Margir ætla, að allt hafi strandað á því, að ekki hafi náðst samkomulag um stjórn gjaldmiðilsins í Berlín. Bretar hafa haldið fast við það að hann skuli verða undir stjórn fjórveldanna, verði markið á rússneska hernámssvæðinu lát- ið gilda fyrir alla borgina. En Rússar víkja ekki frá því, að Berlín tilheyri rússneska her- námssvæðinu eingöngu. Fer fækkandi. LONDON — Samkvæmt skýrslum verkamálaráðuneytisins breska var verkalýður Bretlands 19,057,000 manns í lok ii'mí-mánaðar — og hafði þá fækkað um 144 þúsund á fyrra helming ársins 1948. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.